Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Ofgasjónarmið VG rauð en ekki græn“ TTTTTtt __ IÐSTjORNfíR LEÍKMRNÍR 99 Ó'O/ vV 0/y x/ ^11 v - n \t< v,/ ví/ kI/ T\ii/T \rn- — ...A/. .......... wn%ht:itt(fTT <ruí 1 x// M/ \í/ x/ // _ S'2 2VI4jiq GrtUKlO — Framsóknarboli lætur ekki plata sig, hann sér rautt þótt málað hafi verið yfir nafn og númer með grænu. „Ji-jf jnunn ní uú nfOjU lönyu (jjf ui) jjíuúuf uf kuaJÍnn hoínJ ^mbl.is L.L.TAf= eiTTH\/AÐ /VV77 Eucerin Ráðstefna um blindu hjá börnum Mikilvægi íhlutunar! Tryggvi Sigurðsson BLINDA og alvar- leg sjónskerðing hjá bömum og unglingum er umfjöllun- arefni ráðstefnu sem haldin verður dagana 15. og 16. nóvember nk. á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan hefst klukk- an 9 báða dagána. Einn af fyrirlesurum er Tryggvi Sigurðsson, sál- fræðingur og sviðsstjóri á Greiningar- og ráð- gjafastöð ríkisins. „I fyrirlestri mínum ætla ég að fjalla um það sem kallað er snemmtæk íhlutun fyrir ung, blind og sjónskert börn með áherslu á félagslega að- lögunarhæfni. Snemmtæk íhlutun felst í skipulögðum aðgerðum til að örva þroska ungra barna. Eg mun kynna niðurstöður rannsókna á því hvernig slíku starfi hefur verið sinnt fyrir blind og sjónskert börn og vekja sérstaka athygli á þeim erfiðleik- um sem snemma koma fram í samskiptum blindra barna og þeirra sem annast þau. Vitað er að ákveðnir hegðunarerfiðleikar koma fram hjá blindum börnum, t.d. er þekkt að þau hafa tilheig- ingu til að þróa með sér ákveðna áráttukennda hegðun sem m.a. felst í að þau pota í augun á sér, ragga sér og gera ákveðnar handahreyfingar. Einnig er vitað að hegðunareinkenni sem koma fram hjá einhverfum bömum eru mun algengari hjá blindum börnum en sjáandi. Ég mun lýsa þróun slíkra einkenna og að- gerða til að reyna að koma í veg fyrir þau. Það er einnig vitað að blindfr eiga yfirleitt erfitt með félagsleg samskipti og í snemmtækri íhlutun eins og hún er stunduð í dag er lögð mikil áhersla á að örva félagsleg sam- skipti blindra og sjónskertra bai-na frá fyrstu tíð og bæta þannig félagslega stöðu þeirra síðar á lífsleiðinni." - Hvaða fleiri fyrirlesarar eru á ráðstefnunni á Grand Hóteli? „Ráðstefnan er tvíþætt, fjallað er um árin undir grannskóla- aldri fyrri daginn og svo grunn- skólaaldurinn sérstaklega síðari daginn. Ráðstefnan hefst á læknisfræðilegri umfjöllun, þar mun Guðmundur Viggósson, augnlæknir og forstöðumaður Sjónstöðvar Islands, fjalla um helstu augngalla og orsakir þeirra og Einar Stefánsson augnlæknir talar um úrræði og aðgerðir vegna augn- galla. Þar er hann m.a. að tala um skurðaðgerðir til þess að fjarlægja ský á augum á börnum. Þroskaferill, nám og kennsla blindra barna er þó það sem ráð- stefnan snýst fremur um og það í víðum skilningi. Solveig Sigurð- ardóttir barnalæknir sem er ný- komin til starfa eftir sérnám í fötlunum barna mun fjalla um einkenni á þroska blindra barna með áherslu á þá spurningu hvort þroski þeirra sé seinkaður eða frábragðin þroska ófatlaðra barna. Hún hefur gert úttekt á þeim hópi blindra barna sem notið hefur þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins og mun á ráðstefnunni lýsa þeim vandamálum sem einkenna hann.“ -Eru samskipti innan hóps bJindra barna öðruvísi en gerist innan hópa sjáandi barna? ► Tryggvi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 26.12. 1950. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanuni í Reykjavík 1971, BA-prófi frá Háskóla ísiands 1974 og framhaldsnámi við Háskólann í París 1977. Hann tók doktorspróf í barnasál- fræði frá Háskólanum í París. Tryggvi hefur starfað sem sál- fræðingur í Kjarvalshúsi, síðar Greiningarstöð rikisins og við Oskjuhliðarskóla. Hann hefur einnig starfað við barnadeild Landakotsspítala og síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Tryggvi er kvæntur EIsu Guð- mundsdóttur myndmennta- kennara og eiga þau einn son og Tryggvi á dóttur einnig. „Um það vitum við lítið hins vegar vitum við að samskipti ungra blindra barna við sjáandi börn eru öðruvísi en samskipti milli sjáandi barna. Blindu börn- in sýna lítið framkvæði í sam- skiptum við sjáandi börn og leita mikið í samskipti við fullorðna. Blindfædd börn á íslandi era fá. Þau eru nú fjögur talsins undir grunnskólaaldri, en sjónskert börn era mun fleiri. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins sinnir eingöngu blindfæddum börnum og sjónskertum bömum sem eiga við frekari fötlun að stríða. Önnur sjónskert börn njóta þjónustu Sjónstöðvar íslands. Talið er að árlega fæðist fjögur tiþfimm blind og sjónskert börn á íslandi." - Hvernig er þjónustu háttað við blind og sjónskert börn á Is- landi? „Blindrakennsla á Islandi á sér langa sögu og Greiningar- og ráðgjafastöðin^ og Sjónstöð Islands sinna afmörkuðum þáttum þjónustu við þennan hóp fatlaðra. Þjónustan er þó brotakennd og líður raunveru- lega fyrir það að það er enginn einn staður sem ber ábyrgð á heildrænni þjónustu við börnin frá fæðingu og fram á fullorðins- ár, eins og víðast tíðkast erlend- is. Fulltrúar Greiningarstöðvar, Sjónstöðvar, Blindrafélagsins og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur hafa hist reglulega á undanförn- um mánuðum með það að mark- miði að samhæfa vinnubrögð og skiptast á skoðunum. Hópurinn gerði tillögu um að þau ráðu- neyti sem þessi hópur fatlaðra heyi-ir undir skipi formlega nefnd sem skila skal tillögum um það hvernig heildstæðri þjón- ustu verði komið á laggirnar hér á landi - sem vonandi verður sem fyrst.“ Þörf á heildstæðri þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.