Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR j* Aburðarverksmiðjan leggur áherslu á sölu beint til bænda Allt að 16% afsláttur af listaverði Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu, varaformaður Bændasamtaka ís- lands, gengur frá áburðarpöntun hjá Lárusi Daníel Stefánssyni sölu- manni hjá Áburðarverksmiðjunni hf. ÁB URÐARVE RKSMIÐJAN hf. í Gufunesi hefur kvnnt nýtt sölu- og dreifingarkerfi. Ahersla er lögð á sölu áburðar beint til bænda og veittir stighækkandi afslættir sem ráðast af því hve mikinn þátt kaup- endur vilja taka í að lækka birgða- og dreifingarkostnað. Þegar nýir eigendur og stjórn- endur tóku við Aburðarverksmiðj- unni hf. í mars síðastliðnum var fyrirtækið rekið með tapi. Har- aldur Haraldsson stjórnarformað- ur segir að með aukinni verðbólgu og hækkun kostnaðarliða hefði verið útlit fyrir enn meiri halla sem að óbreyttu hefði leitt til 10-15% hækkunar gjaldskrár. Unnið hefur verið að hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, meðal ann- ars með fækkun starfsmanna úr 84 í 62. Segir Haraldur að með þessum aðgerðum hafi tekist að snúa tapi í hagnað og gott betur því verðskrá áburðar yrði óbreytt frá fyrra ári. Jafnframt hefur verðlagningar- kerfi áburðar verið breytt í þeim tilgangi að gera verðlagninguna eins gagnsæja og mögulegt er, að sögn Haraldar. Áburðarverksmiðj- an hefur selt megnið af framleiðsl- unni til kaupfélaga og annarra þjónustufyrirtækja sem hafa end- urselt hana til bænda. Haraldur segir að þessir milliliðir hafi tekið 100 milljónir kr. á ári fyrir þjón- ustu sína. Nýja sölufyrirkomulagið gerir ráð fyrir aukinni beinni sölu til bænda og þeim gefinn kostur á afslætti. Bændur geta áfram keypt áburð hjá kaupfélögum og öðrum þjónustufyrirtækjum en þurfa þá að greiða viðkomandi fyrirtækjum fyrir umsýsluna. 8% staðfestingarafsláttur Þeir bændur sem geta nýtt sér alla kosti nýja afsláttarkerfisins geta sparað umtalsverðar fjárhæð- ir í áburðarkaupum, eða allt að 16% áburðai'verðsins. „Með því að panta áburðinn snemma verður framleiðslu- og birgðastýring skil- virkari og framleiðslukostnaður lækkar, sem aftur gerir Áburðar- verksmiðjunni kleift að bjóða bændum betri kjör,“ segir í frétta- bréfí fyrirtækisins. Afslætth-nir eru þrenns konar. í fyrsta lagi er staðfestingaraf- sláttur. Með því að staðfesta kaup á áburði í vetur fæst 1 til 8% af- sláttur. Sé áburðurinn keyptur í nóvember fæst 8% afsláttur og 7% ef hann er keyptur í desember og fer afslátturinn síðan stiglækkandi þar til hann fellur niður í maí. Unnt er að staðfesta kaupin þótt greiðsla sé ekki innt af hendi strax og er fjárhæðin þá vaxtareiknuð þar til greiðsla berst. Veittur er 3% geymsluafsláttur ef gengið er frá áburðarpöntun fyr- ir árslok og viðkomandi er reiðubú- inn að taka áburðinn til geymslu þegar hann er tilbúinn til afhend- ingar. Loks er veittur 5% verk- smiðjuafsláttur ef bændur taka áburðinn við verksmiðjudyr í Gufu- nesi. Áburðurinn er seldur á sama verði um allt land, það er að segja frá uppskipunarhöfnum. Svokallað- ir flutningsstyrkir eru felldir niður en Áburðarverksmiðjan hefur tek- ið upp þá nýbreytni að aðstoða bændur við að fá tilboð í flutning áburðar. „Rauði þráðurinn í þessu er að reyna að koma áburðinum á sem ódýrastan hátt heim á hlað til bænda,“ segir Haraldur. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Tekjur af fasteigna- sköttum hækki ekki meira en um 5% BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram í borg- arráði á þriðjudag tUlögu um að tekjur borgarinnar af fasteigna- gjöldum í Reykjavík hækkuðu ekki um meira en 5%. Lagt verður fram nýtt fasteignamat 1. desember nk. þar sem gert er ráð fyrir verulegri hækkun fasteignamats. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Tillagan er svohljóðandi: „Borg- arráð felur forsvarsmanni fjármála- defldar að reikna út álagningarpró- sentu fasteignaskatts í Reykjavík á grundvelli nýs fasteignamats miðað við það að fasteignaskattar hækki um 5% á næsta ári eins og gert var ráð fyrir í þriggja ára fjárhagsáætl- un borgarinnar frá því í mars á þessu ári. Fasteignamat verður lagt fram 1. desember næstkom- andi. Gert er ráð fyrir að fasteigna- mat á íbúðarhúsnæði hækki um fast að 20% vegna hækkunar fast- eignaverðs í höfuðborginni. Helsta ástæða þess að fasteignaverð í höf- uðborginni hefur hækkað sem raun ber vitni er að lóðaeftirspum er langt umfram framboð. Það er þvi óeðlflegt að borgin hagnist á þeim lóðaskorti sem hún ber helst ábyrgð á. Fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 2000 verður lögð fram í næsta mánuði. Verði álagning fasteigna- skatta óbreytt á næsta ári mun fasteignaskattur hugsanlega hækka um hátt í 600 mflljónir króna vegna hækkaðs fasteigna- mats. Borgin hefur ekki gert ráð fyrir þeim tekjum í fjárhagsáætlun- um sínum. Fasteignaskattar fjár- hagsáætlunar skulu af þeim sökum miðaðir við áðurgreinda 5% hækk- un í krónutölu milli ára.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, einn þeirra sem fluttu tillöguna, segir að helst vflji hann að fasteigna- skattarnir hækki alls ekki en hann sjái 5% hækkun sem hugsanlega neyðarlendingu í ljósi verðlagsþró- unar síðastliðins árs. „Tillagan er sett fram í þeirri von að það geti orðið sátt um að hækka ekki fast- eignaskatta meira en þetta," segir Júlíus Vífill. Fundur norrænu utan- ríkisráðherranna Ræddu um breytingar á öryggis- stefnu ESB HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hélt í dag framsögu um utanríkismál fyrir hönd norrænu utanríkisráðherranna á 51. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. I ræðunni fjallaði hann um þau ut- anríkismál sem ofarlega eru á baugi og málaflokka sem Norður- löndin hafa unnið að á árinu. Lagði hann sérstaka áherslu á málefni er tengjast Evrópuráðinu, ÖSE, ESB, Eystrasaltsráðinu og Barentsráði, en svo sem kunnugt er fóru Norðurlönd með for- mennsku þessara fimm stofnana á árinu. Norrænu utanríkisráðherramir hittust einnig í gær á fundi þar sem þeir fjölluðu sérstaklega um breyt- ingar á öryggisstefnu ESB, en jafn- framt um alvarlegt ástand Tjetsníu. Á miðvikudag stýrði utanríkis- ráðherra fundi norrænu utanríkis- viðskiptaráðherranna en Island hef- ur sem kunnugt er farið með for- mennsku í Nprðurlandasamstarfinu á þessu ári. Á þeim fundi var aðal- lega rætt um komandi samninga- fund í Alþjóðaviðskiptastofnuninni, en einnig bar önnur málefni svo sem Schengen og EES-samstarfið á góma. --------------- Keflavíkurflugvöllur Tekinn með 500 grömm af hassi TOLLGÆSLAN á Keflavflanfiug- velli fann 500 grömm af hassi á 21 árs gömlum íslenskum manni á þriðjudagskvöld. Maðuiinn var handtekinn og fluttur tfl yfirheyrslu hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Við yfirheyrslu játaði hann að vera eig- andi efnisins og var honum sleppt þar sem málið telst upplýst, sam- kvæmt upplýsingum frá fíkniefna- defld. Mál hans verður síðan sent til ákæruvaldsins. Talskona Stigamóta um máttleysi réttarkerfísins 1 kynferðisafbrotamálum Innan við 10% af kærum leiða til sakfellingar „RÉTTARKERFIÐ megnar ekki að fást við kynferðisbrotamál og við lýsum eftir umræðu um leiðir sem gæfu betri árangur við lausn þessara mála,“ segir Rúna Jóns- dóttir fræðslu- og kynningarfull- trúi Stígamóta. Rúna segir staðreyndimar tala sínu máli. 465 kynferðisbrot gegn bömum hafi verið kærð tfl barna- vemdamefndar á áranum 1992 til 1996 og af þeim kæmm hafi innan við 10% leitt tfl sakfellingar. Þetta komi ekki á óvart þvi vegna eðlis þessara mála sé erfítt og oft á tíð- um ómögulegt að sanna, sam- kvæmt kröfum réttarins, að kyn- ferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað. Því séu fómarlömb þess oft í mikl- um vafa um hvort það sé þess virði að fara með mál sín í gegnum slíkt kerfi. Rúna segir nýuppkveðinn sýknudóm Hæstaréttar, yfir manni sem ákærður var fyrir' kynferðis- brot, hafa valdið þeim hjá Stíga- mótum miklum vonbrigðum. „Þeg- ar þessi dómur var kveðinn upp var okkur nóg boðið, sérstaklega vegna þess að við teljum þetta mál hafa verið mun betur upplýst en flest þau mál sem við á Stígamót- um emm að fást við.“ Rúna segir að öll fómarlömb kynferðisbrota sem leiti til Stíga- móta séu hvött til að ákæra, en samt fari 78% af þeim málum sem komi til þeirra aldrei neitt lengra. „Við vitum að flest þessi mál eru ekki kærð og því er enn meira áhyggjuefni að sjá þau mál sem eru kærð fá slíka meðhöndlun.“ Sönnunarkrafan of ströng Rúna segir algjöra nauðsyn að böm njóti sannmælis í réttarkerf- inu. „Við hjá Stígamótum hljótum, ásamt samfélaginu öllu, að gera þá skýlausu kröfu að börn njóti rétt- arverndar, en eins og staðan er núna gera þau það ekki. Einnig verður að gera þá kröfu að réttar- kerfið verði sem best úr garði gert til að rannsaka og fást við þessi mál.“ Rúna segist vissulega geta verið sammála því að sú regla að ekki megi sakfella ekki fyrr en sekt sé sönnuð sé hornsteinn réttarkerfis- ins og tekur fram að hún sé alls ekki á þeirri skoðun að sönnunar- byrðinni beri að snúa við. Hins vegar segir hún takmörk fyrir því hversu ströng sönnunarkrafan geti verið í þessum málum og í marg- umræddum Hæstarréttardómi hafi hún verið alltof ströng, því mál af þessu tagi verði ekki öllu betur sönnuð. Þó að ýmislegt hafi verið gert til úrbóta á rannsókn og meðferð þessara mála telur Rúna að núver- andi aðferðir réttarkerfisins ráði ekki við þau og lýsir hún eftir um- ræðu um kerfi sem gæti nýst bet- ur. Aðrar leiðir mögulegar Hún bendir á að hægt sé að fara aðrar leiðir í meðferð sakamála en þá hefbundu, þess séu meira að segja fordæmi og nefnir hún sann- leiks- og sáttanefndina í Suður Af- ríku sem dæmi. Þar var sakborn- ingum í alvarlegustu málunum, eins og morðum, pyntingum og mannshvörfum, veitt friðhelgi gegn óskilorðsbundnu fangelsi ef þeir segðu sannleikann og játuðu glæpi sína og vom nöfn þeirra svo birt opinberlega. Þó ekki sé hægt að yf- irfæra þessar aðferðir beint hér á landi segir Rúna þær sýna að hægt sé að leita annarra leiða. Hún segir rannsóknir hafa sýnt að það mikilvægasta fyrir þolendur kynferðisabrota sé að gerandinn viðurkenni að hann hafi beitt þá hrottalegu ofbeldi, en eins og rétt- arkerfið sé í dag, náist þetta mark- mið alltof sjaldan. Hún segist sjálf ekki vera með lausnina á reiðum höndum, segir brýnt að vekja upp umræðu um þessi mál og leita lausna. „Þess verður að gæta að gefa aldrei afslátt af þessum mál- um eða gefa í skyn að það sé ekki glæpsamlegt að fremja kynferðis- afbrot. En eins og núverandi kerfi virkar virðist niðurstaðan oft vera sú að það sé ekki glæpsamlegt að fremja þessi brot. Auk þess getur það að leita réttar síns haft aukna vanlíðan í för með sér fyrir þoland- ann þegar hann situr uppi með það að vera gerður tortryggflegur, ofan á allt annað sem hann hefur þurft að þola,“ segir Rúna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.