Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR Níu íslensk verkefni í evrópskum netdögum Hundraðþúsund- asti viðskiptavinur Símans GSM EVA Kristinsdóttir, 19 ára Reykvíkingrir, varð í síðustu viku hundraðþúsundasti viðskiptavin- ur Símans GSM, þegar hún keypti áskrift að GSM-frelsi í Sel- ect-versluninni í Breiðholti. Þór- arinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssimans, afhenti henni gjöf frá fyrirtækinu, T-28 GSM-síma frá Ericsson auk 100.000 inn- eignar hjá fyrirtækinu. í tilkynningu frá Landssíman- um segir að á þessu ári hafi hvergi í Evrópu verið hlutfalls- lega jafnmikiil vöxtur á GSM- markaðnum og á íslandi. Um 58% íslendinga eiga nú farsíma og fór ísland nýverið fram úr Svíþjóð í þeim efnum. Einungis Finnar og Norðmenn eiga hlut,- fallslega fleiri farsíma en Islend- ingar, en bilið fer minnkandi. VERKEFNIÐ „Ned@ys“ hefur nú verið starfrækt í þrjú ár á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og helsta markmið þess er að upplýsa menntastofnanir um þá möguleika sem felast í notkun nýrr- ar tækni í kennslu, sérstaklega um Netið. Menntastofnanir í Evrópu hafa verið hvattar til að taka þátt í „Netdays" með því að setja tölvu- og tæknivædd verkefni á Netið. Þannig er hægt að kynna sér úr- val verkefna á aðgengilegan hátt, nú þegar hafa níu íslensk verkefni verið flutt þangað, m.a. frá Mennta- skólanum á Akureyri, Flensborg í Hafnarfirði, Nýbúafræðslunni og Hjallaskóla. Upplýsingar um verk- efni er að finna á eftirfarandi slóð: www.netdays99.org og síðan er far- ið inn á „Projects“ en þar eru vef- imir og upplýsingar um höfunda þeirra. Evrópsku netdagamir (Netd@ys Europe 99) verða opn- aðir í Helsinki í dag, 12. nóvember 1999, og sérstök „Netd@ys“ vika verður haldin dagana 13.-21. nóv- ember 1999. Hægt verður að fylgj- ast með opnuninni á Netinu og uppákomur verða á vefnum alla vikuna. Þúsundir verkefna hafa verið skráðar á „Netd@ys Europe“ heimasíðuna. A opnuninni taka sérfræðingar þátt í umræðum um „menntunarhefðir á næstu þús- öld“. Hægt er að fylgjast með því á Netinu og verður myndband- skrækjum komið fyrir. iviorgun Diaoio/ívrisunn Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssi'mans, afhendir Evu Kristinsdóttur, hundraðþúsundasta viðskipta- vini Si'mans GSM, gjöf frá fyrirtækinu. Lögreglumenn í Reykjavík Bíða niðurstöðu end- urskoðunarnefndar UM átta til níu lögreglumenn hafa sagt upp störfum af ýmsum ástæð- um hjá lögreglunni í Reykjavík á undanfömum vikum og mánuðum að sögn Óskars Bjartmarz, for- manns Lögreglufélags Reykjavík- ur. Á orðum Óskars snemma í haust mátti hins vegar skilja að von væri á fleiri uppsögnum meðal lögreglumanna í Reykjavík m.a. vegna óánægju með kjaramál enda var talað um að um 75 lögreglu- menn væm að leita að nýjum störf- um á hinum almenna vinnumai-k- aði. Óskar sagði í samtali við Morg- unblaðið í vikunni að ástæða þess að fleiri lögreglumenn í Reykjavík hefðu ekki sagt upp störfum væri m.a. sú að enn væri ekki útséð um bætt launakjör til handa lögreglu- mönnum. Á hann þar við að nefnd, svokölluð endurskoðunarnefnd, skipuð m.a. fulltrúum lögreglunn- ar og fjármálaráðuneytisins, sé nú að vinna að því að bera saman launaþróun lögreglumanna sl. fjögur ár saman við launaþróun annarra stétta í opinbera geiran- um. Að sögn Jónasar Magnússonar, formanns Landssambands lög- reglumanna, má búast við því að niðurstöður nefndarinnar liggi fyr- ir um næstu mánaðamót. „Þá kem- ur í ljós hvort laun lögreglumanna hafi dregist aftur úr launum opin- berra starfsmanna," segir hann. En eru líkur á því að laun lögreglu- manna verði hækkuð komi í ljós að þau hafí dregist aftur úr öðrum launum? „Já,“ segir Jónas, „í [kjarajsamningnum er kveðið á um ákveðná hækkun komi í ljós að við höfum sannanlega dregist aftur úr.“ Opið bréf til ríkis- stjórnar Islands Reykjavík, 10. nóvember 1999 Davíð Oddsson Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg Hæstvirtur forsætisráðherra. Við, undirritaðar, erum konur sem fórum í vettvangskönnun á nektardansstaðina í Reykjavík og hófst hún í öndverðum október- mánuði er ráðstefnan Konur og lýðræði var haldin að tilstuðlan ríkisstjórnar íslands. Ástæða könnunarinnar er klámbylgjan sem nú dynur yfir íslenska þjóð í mörgum myndum af rriiklum þunga og eirir engu. Börn og ung- menni eru þar síst undanskilin. Fyrsti nektardansstaðurinn í Reykjavík var opnaður í ársbyrjun 1995, síðan hafa bæst við sex, þar af þrír á þessu ári. Enginn veit hversu margir þessir staðir verða áður en yfir lýkur. Við fórum á nektardansstaðina til þess að sjá með eigin augum hvað þar fer fram. Við vildum kanna, að því marki sem unnt væri, þann kima klámiðnaðarins sem þessir staðir eru og oftar en ekki tengjast vændi, eiturlyfjasölu og -neyslu. Nokkrar okkar heimsóttu alla sjö nektardans- staðina í Reykjavík og eftir þá reynslu teljum við rétt að segja tíðindin þeim sem völdin hafa, handhöfum framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Við sáum engan eðlismun á nektardansstöð- unum sjö, þótt sýnilegur munur sé á ytri bún- áði þeirra. Hvergi sáum við dansgólf fyrir gest- ina en hinar svokölluðu listdansmeyjar stigu á pall hver af annarri, fettu sig og brettu við súl- urnar um leið og þær tíndu af sér hverja spjör og að lokum sáum við margar þeirra glenna sig með klúrum tilburðum framan í kúnnana sem sátu næst pallinum. Framganga stúlknanna kom okkur nokkuð á óvart, því satt að segja vissum við ekki fyrirfram að nektardansstað- irnir væru svo grímulausir kjötmarkaðir, þar sem söluvaran er sýnd á palli með súlu sem hjálpartæki, og hver krókur og kimi mannslík- amans er sýndur umbúðalaus. Athæfi stúlknanna virtist okkur niðurlægj- andi fyrir þær sem og þá sem á horfðu. Gestir stinga seðlum í skorur nektardansmeyjanna eða undir tiltækar teygjur. Einnig sáum við fá- klæddar dansmeyjar hverfa með kúnnum inn í svokallaða einkadansklefa. Hvað þar fór fram var hulið augum okkar, en samkvæmt verðlista á einum staðnum kostar einn dans kr. 3.000-, 20 rriínútur kr. 15.000-, og 30 mínútur kr. 25.000-. Á sama stað kostar dýrasta kampavínið kr. 50.000- á meðan sams konar flaska kostar kr. 14.800- hjá umboðinu, en til að dansmeyjar setj- ist við borð gesta þarf að veita þeim kampavín. ; Á öðrum nektardansstað urðum við vitni að svokölluðum sófadansi sem samkvæmt verð- lista staðarins kostar kr. 1.000,- en þá sat „lista- konan“ í sófa í kjöltu viðskiptavinarins og ók sér. Þetta gerðist í salnum fyrir allra augum. Á þriðja staðnum sáum við tvær hálfnaktar stúlkur í lostafullum leik uppi á sviði. Þá heyrð- ist karlmannsrödd í hátalara sem sagði: „Þær ganga lengra ef þið borgið meira.“ Vitað er að víða nýtir klám- og vændisiðnað- urinn sér neyð þeirra sem eiga ekki annan val- kost og kanna þarf hvað er í raun verið að selja í afkimum þessara staða. Þessar stúlkur koma inn í landið á undanþáguákvæði sem vísinda- menn og listamenn njóta, en hvernig nokkrum ábyrgum aðila dettur í hug að kenna þessar brjóstumkennanlegu fettur og glennur stúlkn- anna við list er óskiljanlegt. Eftir að hafa farið í vettvangskönnum á nekt- ardansstaðina fáum við ekki séð að sú starfsemi sem þar fer fram hafi öll stoð í lögum. I Almenn- um hegningarlögum, 206. gr., stendur: „Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt að tveimur árum. Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að fjórum ái-um. - Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru.“ Hvers vegna hefur lögreglan ekki fyrir löngu fengið heimildir, fyrirmæli og fjármagn til þess að kanna ofan í kjölinn starfsemi nektardans- staðanna? Lögreglan hefur með afgerandi hætti sýnt hvers hún getur verið megnug í glímunni við eiturlyfjavandann, þegar mann- skapur og fé er sett i baráttuna. Er þess ekki að vænta að lögreglunni verði innan skamms falið að rannsaka klám- og vændisiðnaðinn af svipaðri alvöru og eiturlyfjasöluna, en alkunna er að klám- og vændisiðnaðurinn er næsti bær við eiturlyfjavandann og samtvinnaður honum. Hvenær verða lög og reglugerðir aðlagaðar þörfum dagsins í dag, svo lögreglan geti óhindrað unnið sín störf og tekist á við vandann sem stafar af klám- og vændisiðnaðinum ? Þar sem nektardansmeyjarnar koma inn í landið á undanþáguákvæði 14. greinar í lögum nr. 133 um atvinnuréttindi útlendinga frá 1994 eni þær undanþegnar læknisskoðun. Erlendir verkamenn sem t.d. vinna við línulagnir á há- lendinu fara í gegnum nákvæma læknisskoðun, en þessar stúlkur, sem eiga svo náin samskipti við fólk, eru undanþegnar læknisrannsókn við komuna til landsins. Auk þess eru þessar stúlk- ur undanþegnar allri skráningu hjá Utlend- ingaeftirliti og skattyfirvöldum, þurfa hvorki atvinnu- né dvalarleyfi í landinu þótt flestar þeirra komi frá svæðum sem eru utan EES. Hafa hlutaðeigandi jdirvöld leitt hugann að því að alvarlegir smitsjúkdómar kynnu að berast til landsins með þessum stúlkum, svo sem eyðni eða lyfjaþolnar berklabakteríur, sem Alþjóða- heilbrigðisstofnunin varaði við fyrir sex árum og nú er talin hætta á að breiðist út í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Hafa heilbrigðisyfírvöld ekki áhyggjur af þessari ógn? Hafa þau áætlanir um einhverjar öryggisráðstafanir og þá hverjar og hvenær? Klám og vændi er sem kunnugt er ekki sérís- lenskt fyrirbæri heldur hluti alþjóðlegrar hol- skeflu. Á ráðstefnunni Konur og lýðræði vöktu ummæli dr. Vaira Vike-Freiberga, forseta Lett- lands, mikla athygli en hún gerði að umræðu- efni hina hættulegu og niðurlægjandi verslun með manneskjur eða nútímaþrælahald, sem er mikið vandamál í heimalandi hennar sem og annars staðar í Austur-Evrópu. Teljið þér, herra forsætisráðherra, ekki ástæðu til þess að láta kanna ofan í kjölinn hvort einhver angi þessarar starfsemi eða ann- arrar af svipuðum toga hafí borist hingað til lands, þar sem vissir aðilar græða á því að senda stúlkur á milli landa til starfa í klám- og vændisiðnaðinum? Hinn 18. júlí 1985 öðlaðist gildi á íslandi samningurinn um afnám allrar mismununar gagnvart konum sem samþykktur var á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 18. desember 1979. í sjöttu grein þessa samn- ings segir: „Aðildarríkin skulu gera allar við- eigandi ráðstafanir, þ.á m. með lagasetningu, til að hamla gegn hvers konar verslun með konur og gróðastarfsemi tengdri vændi kvenna." Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar af ís- lands hálfu til þess að uppfylla skuldbindingar þessa samnings? Að lokum viljum við minna á að næsta ár verður Reykjavík ein af menningarborgum Evrópu. Skyldi það eiga eftir að vefjast fyrir einhverjum að útskýra fyrir erlendum gestum hina nýju ásýnd miðborgarinnar sem líkist æ meira erlendum „rauðljósahverfum", enda blasa skilti nektardansstaðanna við vegfarend- um sem leggja leið sína um Fischersund, Aust- urstræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu og Lauga- veg, að viðbættu Brautarholti og Grensásvegi. Er þetta sú ásýnd höfuðborgarinnar sem okkur sjálfum líkar og við viljum að böm okkar og barnabörn alist upp við? Afrit af bréfi þessu verður sent ráðherrum, alþingismönnum og fjölmiðlum. Virðingarfyllst, Rannveig Jónsdóttir, cand.mag. /framhaldsskólakennari Margrét Guðmundsdóttir, kennari Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóitir, sérþj ónustuprestur Vilborg Harðardóttir, framkvæmdastjóri Elísabet Þorgeirsdóttir, ritsljóri Guðný Guðmundsdóttir, kaupkona Hólmfríður Árnadóttir, talmeina- fræðingur/kennsluráðgjafi Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari Rósa Guðmundsdóttir, deildarstjóri María Bergmann, MGA Arndís Ó. llauksdóttir, hjúkrunar- fræðingur/guðfræðinemi Ásdís Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur Björg Gísladóttir, starfskona Stígamóta Eliria Hrund Kristjánsdóttir, guðfræðinemi Guðrún Þorkelsdóttir, launafulltrúi Hólmfríður Hilmisdóttir, deildarstjóri Kolbrún Erna Pétursdóttir, leikkona/ starfskona Kvennaathvarfsins Magdalena Ósk Einarsdóttir, bókhaldari Margrét Hákonardóttir, þjúkrunarfræðingur Margrét Ó. ívarsdóttir, grunnskólakennari Sigríður Magnúsdóttir, þýðandi Sigríður Erla Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Sólveig Jónsdóttir, þýðandi Steinunn Pálsdóttir, vefnaðarkennari Svanhvít Hallgrímsdóttir, tónlistarkennari Svala Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.