Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 16

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Umsdknir um styrki úr Afreks- og styrktarsjóði UMSÓKNIR um afreksstyrk úr „Afreks- og styrktarsjóði" Iþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar þurfa að berast ráðinu að Glerárgötu 26 fyrir 25. nóvember næstkomandi. Sjóðurinn var stofnaður ár- ið 1991 og hefur árlega verið úthlutað úr honum síðan auk þess sem viðurkenningar eru veittar til afreksmanna í íþróttum og til þeirra sem sérstaklega hafa unnið að íþrótta- og tómstundamálum í bænum. Viðurkenningar eru veittar þeim Akureyringum sem unn- ið hafa til Islandsmeistaratit- ils á árinu og einnig eru íþróttafélögum veittir styrkir vegna landsliðsmanna. Til að ekki verði gengið fram hjá neinum sem unnið hefur til viðurkenningar væntir Iþrótta- og tóm- stundaráð þess að þau félög sem hlut eiga að máli fari yf- ir afrekalista sinna félaga og tilkynni ráðinu nöfn þeirra einstaklinga, liða og sveita sem orðið hafa Islandsmeist- arar á árinu. Nánast á hverju ári hafa félögin gleymt einhverjum innan sinna vébanda segir í frétt frá ráðinu og bent á að slík vanræksla veki sárindi með- al ungmenna sem lagt hafi hart að sér til að ná árangri og líta á úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði sem há- punkt ársins. Því er það brýnt fyrir forsvarsmönnum íþróttafélaga í bænum að vanda sig þegar farið er yfir afrekaskrá ársins. Arleg hátíðardagskrá sjóðsins verður að vanda í íþróttahöllinni milli jóla og nýárs. Sekt fyrir ölvunarakstur en kröfu um sviptingu hafnað RÚMLEGA tvítugur karlmaður á Akureyri var í Héraðsdómi Norður- lands eystra dæmdur til greiðslu sektar en kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuréttar var hafnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undii’ áhrifum áfengis frá heimili sínu í miðbæ Akureyrar og skömmu síðar þaðan og aftur áleiðis heim til sín, en á leiðinni þangað ók hann á ljósastaur við gatnamót Skógarlundar og Mýr- arvegai-. Atburðurinn átti sér stað í lokjúlí í sumar. A heimleiðinni úr bænum vildi ekki betur til en svo að maðurinn missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún snerist og hafnaði á ljósastaur sem skemmdist. Tilkynnti hann ekki óhappið til lögreglu. Lögregla komst á snoðir um atvikið síðar þessa nótt og var maðurinn boðaður til yfir- heyrslu. Við skýrslutöku lýsti mað- urinn því yfir að hann hefði fundið til áfengisáhrifa er óhappið varð. Var honum boðið að ljúka málinu með sektargerð og sæta sviptingu ökuréttar í tvo mánuði og féllst hann á að ljúka málinu með þeim hætti. Kvaðst hafa játað vegna þrýstings Sektargerðin var felld úr gildi með bréfi ríkissaksóknara, en ákvörðun hans byggist á því að maðurinn hafi í febrúar 1997 geng- ist undir sektargreiðslu og svipt- ingu ökuréttar í eitt ár hjá sýslu- manninum á Akureyri. Itrekunará- hrif þess brots hafi enn verið virk og lögreglustjórinn á Akureyri því ekki haft lagaheimild til að ljúka síðara málinu með þessum hætti. í skýrslu fyrir dómi vék maður- inn frá framburði sínum fyrir lög- reglu og kvaðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis er óhappið varð. Kvaðst hann hafa játað ölvun- arakstur vegna þrýstings frá lög- reglumanni sem tók niður fram- burð hans og hótunar um vist í svo- nefndum biðklefa ef hann ekki ját- aði. Einnig hefði hann með fyrri framburði sínum verið að reyna að útskýra hvers vegna hann stakk af frá óhappinu. Astæðu óhappsins sagði hann vera þá að hann hefði gripið í handbremsu bifreiðarinnar í þann mund sem hann ætlaði að beygja inn í Skógarlund og við þær tilfæringar misst vald á bifreiðinni. Skýringar mannsins á því hvers vegna hann játar fyrst akstur und- ir áhrifum en dregur þann fram- burð svo til baka þykja dómnum með ólíkindum. Til þess yrði þó að líta að ekki lægi fyrir rannsókn á blóði úr ákærða né framburður vitna um að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Það væri því ekk- ert umfram vitnisburð ákærða fyr- ir lögreglu sem styddi að hann hefði verið undir áfengisáhrifum er bifreiðin skall á ljósastaurnum. Hann játaði hins vegar að hafa orðið valdur að umferðaróhappinu og hafa látið undir höfuð leggjast að tilkynna það og er gert að greiða 20 þúsund króna sekt vegna þess. Morgunblaðið/Kristján Hádegisveröarfundur á Fosshótel KEA Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 12:00 - 13:30 ÞENSLAN Hættumerki í efnahagsmálum • Hveijar eru ástæður þenslunnar? • Er góðærinu að ljúka? • Verður verðbólgunni náð niður? • Eru fjármál hins opinbera í lagi? • Þarf að minnka neysluna? FRAMSOGUMENN: Þórður Friöjónsson, forstj. Þjóðhagsstofnunar Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS 4 Á rúntinum í blíðunni FÉLAGARNIR Orri og Elvar notuðu góða veðrið til þess að rúnta um á kassabílnum hans Orra í Þorpinu á Akureyri. Ekki gátu þeir þó báðir setið um borð í einu og það var Elvar sem sá um ýta kassabílnum er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá félaga. Fundur um starfsemi nektardansstaða JAFNRETTISNEFND, félags- málaráð og áfengis- og vímu- varnanefnd efna í sameiningu til opins fundar í Deiglunni við Kaupvangsstræti á morgun, laug- ardaginn 13. nóvember, og hefst hann kl. 14. Á fundinum verður rætt hvernig bregðast eigi við starfsemi nektar- dansstaða og öðrum klámiðnaði sem í vaxandi mæli hefur sett ljót- an blett á okkar nánasta umhverfi eins og það er orðað í frétt frá nefndunum. Á fundinum verða flutt erindi, stutt innlegg og þá verða almennar umræður. Erindi flytja Karl Stein- ar Valsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, Karólína Stef- ánsdóttir fjölskylduráðgjafi og Ingólfur Gíslason, starfsmaður á skrifstofu jafnréttismála. „Sungið fyr- ir Sólveigu“ „SUNGIÐ fyrir Sólveigu“ er yfir- skrift tónleika sem haldnii’ verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 13. nóvember og hefj- ast þeir kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Sólveigu Hjálmarsdóttur. Sólveig var fædd og uppalin á Dal- vík og bjó síðustu æviár sín í Hrísey og á Akureyri. Hún var sönghneigð og nam söng, en hún útskrifaðist með 8. stigs próf frá Tónlistarskólan- um á Akureyri vorið 1992. Að lokinni útskrift sótti hún þangað tíma með hléum þar til skömmu áður en hún lést. Meðfram tónlistariðkun sinni vann Sólveig við ýmis störf en upp- eldisstörf áttu hug hennar. Hún var nemi á þriðja ári við kennaradeild Háskólans á Akureyri er hún lést af völdum krabbameins 6. nóvember á síðasta ári. Söngsystkin hennar sem með henni störfuðu á einn eða annan hátt í Tónlistarskólanum á Akureyri ætla að efna til tónleika í minningu henn- ar og verður efnisskráin fjölbreytt og flytjendur margir. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur og rennur ágóði til minningarsjóðs Heimahlynningai- á Akureyri. --------------------- Standist grunnskóla- próf í íslensku VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem íram kemur að félagið telur það ekki sóma íslenskri þjóð að veita fólki íslenskan ríkisborg- ararétt sem hefur ónóg tök á íslensku. Varðarmenn telja það nauðsynlegt skilyrði að hver sá af erlendu bergi brotinn sem æskir þess að hljóta ís- lenskan ríkisborgararétt þurfi að standast almennt grunnskólapróf í ís- lensku. Enginn geti talist Islendingur nema sá hinn sami sé fullfær um að tjá sig á hinni íslensku þjóðtungu. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skuldfærði af reikningi annars til að skoða klámvef HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra frestaði ákvörðun um refs- ingu rúmlega tvítugs karlmanns í Norður-Þingeyjarsýslu sem ákærð- ur var fyrir fjársvik og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn var ákærður fyrir fjár- svik, með því að hafa tvívegis síðast- liðið sumar látið heimildarlaust skuldfæra á veraldarvefnum á Vísa- reikning annars manns til banda- rísks fyrirtækis sem greiðslu fyrir aðgang að klámvef. Maðurinn játaði skýlaust það at- ferli sem honum var gefið að sök og þótti háttsemi hans því nægilega sönnuð. Með hliðsjón af afdráttar- lausri játningu, ungum aldri og greiðslu skaðabóta þótti dómnum því eftir atvikum rétt að fresta ákvörðun um refsingu hans og láta hana niður falla haldi hann almennt skilorð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.