Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýkommúnistar og þjóðernis- sinnar á serbneska þingi Hafna við- ræðum um kosningar Samþykktu að Milosevic nyti forsetafríðinda ævilangt Belgrad. AP. BANDAMENN Slobod- ans Milosevic, forseta Júgóslavíu, höfnuðu í gær að ræða við stjómarand- stöðuna um, að kosning- um í Serbíu yrði flýtt. Þykir það benda til, að nýkommúnistar og þjóð- emissinnar, sem era í meirihluta á þingi, ætli ekkert tillit að taka til mótmælanna í landinu. I yfírlýsingu frá Lýð- ræðisflokknum sagði, að ljóst væri, að valdhafamir vildu ekki kosningar vegna þess, að þeir vissu sem væri, að þeir myndu tapa þeim. „Enginn ein- ræðisherra hefur afsalað sér völdum af sjálfsdáðum og það mun Milosevic ekki heldur gera," sagði í yfirlýsingunni. Stefnir Milosevic á for- setaembætti í Serbíu? Meirihlutinn á serbneska þing- inu var líka sammála um annað mál en það var að setja í lög, að serbneskir forsetar skyldu njóta forsetafríðindanna eftir að þeir væra sestir í helgan stein. I því felst, að þeir fá ýmis hús til um- ráða, öryggisverði, einkaritara, bíla og bílstjóra, allt á kostnað ríkisins. Milosevic er forseti sambands- ríkisins Júgóslavíu en talið er, að hann stefni að því að verða forseti Serbíu fari svo, sem margt bendir til, að Svartfjallaland lýsi yfír Reuters Slobodan Milosevic sjálfstæði innan ekki mjög langs tíma. Þrengt að stjórnarandstöðunni Bandamenn Milosevic sam- þykktu einnig ný lög í fyrradag, sem þrengja veraiega að þeim sveitarstjórnum, sem stjómai-- andstaðan stýrir, og er talið, að það muni auka enn á ólguna í landinu. Heita má, að efnt sé til mót- mæla gegn Milosevic daglega ein- hvers staðar í Serbíu en á þriðju- dag barði lögreglan námsmenn, sem komu saman til að krefjast afsagnar forsetans. Þeir efndu þó til annars fundar í bænum Kragu- jevac í fyrradag og voru þar um 5.000 manna samankomnar. Byltingarkenna nýjung íhönnun >uxna Komdu og kynntu'þér nýju línuna frá Filodoro í C3 LYFIU Lágmúla í dag og á morgun frá kl. 14-18. S O K K A 1U! X U I< Ný lína 20% kynningarafsláttur Cb LYFJA %em Lyf 6 légmarksverðl LAgmúla 5 Rannsóknin á EgyptAir-slysinu JIM Hall, forstjóri samgönguöryggisnefndar Bandarikjanna, sýnir fréttamönnum upptökutækin í „svarta kassanum“sem byrjað er að rannsaka. Kassinn með hljóðupptökum úr stjómklefa er enn á hafsbotni. Talið mikilvægast að finna hljóðupptökur Washington, Newport í Rhode Island. AP, Reuters. BANDARISKA Samgönguörygg- isnefndin, NTSB, hélt í gær áfram að reyna að finna vísbendingar um orsakir þess að þota flugfélagsins EgyptAir hrapaði í sjó við Mass- achusetts fyrir skömmu. Slæmt veður hamlaði leit á hafsbotni í gær en búist er við betra veðri í dag. Sérfræðingar telja að upplýs- ingar sem fengust úr flugritanum í öðram „svarta kassanum" í fyrra- dag varpi ekki miklu ljósi á rás viðburða. Ljóst er af upptökunum að sjálfstýring vélarinnar var tek- in úr sambandi en átta sekúndum síðar var vélinni beint niður á við. Unnið var að því í gær að rann- saka allar síðustu sekúndurnar á upptökunum. Sagt er að allt bendi til þess að hún hafi ekki hrapað stjórnlaust í hafið en varla sé hægt að fullyrða meira þar til hinn svarti kassinn með hljóðupptökum úr stjórnklefanum finnist. Hann er enn á hafsbotni. Slys eða tilræði Allir sem voru um borð í Boeing-breiðþotunni, 217 manns, fórust. „Við erum að reyna að ganga úr skugga um það hvort vélin hrapaði af mannavöldum,“ sagði Lewis Schiliro, aðstoðarfor- stjóri alríkislögreglunnar banda- rísku, FBI, í New York en hann stjórnar rannsókn lögreglunnar á því hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt þátt í hrapinu. Ekki er hægt að segja neitt um það hvort um slys eða tilræði var að ræða þegar EgyptAir-þotan hrapaði en FBI hefur ekki úti- lokað neina möguleika í rannsókn sinni frekar en gert var þegar þota TWA-flugfélagsins sprakk í lofti árið 1996. Úrskurðað var þá að bilun hefði valdið sprengingu í bensíntanki en ekki hefur tekist að varpa frekara ljósi á atburðinn. Er ljóst að þung áhersla verður lögð á að niðurstaðan verði ekki jafn óljós að þessu sinni. Upplýst hefur verið að um borð í EgyptAir-vélinni vora um þrír tugir egypskra liðsforingja, talið er að þeir og farangur þeirra hafi farið í gegnum málmleitartæki áð- ur en þeir fóru um borð í Los Ang- eles. Vélin millilenti í New York á leið sinni til Kaíró í Egyptalandi. Einnig hefur komið fram að flug- stjórinn hafði keypt sér háa líf- tryggingu. Símtöl hleruð Fulltrúar FBI hafa að sögn Schiliros kannað feril og aðstæður farþega og áhafnar, einnig við- gerðarmanna og annarra starfs- manna sem með einhverjum hætti hafa komið við sögu flugferðarinn- ar eða skömmu áður verið í að- stöðu til að valda skemmdum á vélinni. Munu alls um 500 manns hafa verið yfirheyrðir. Einnig er vandlega leitað í braki og per- sónulegum munum sem fundust á slysstaðnum og þá ekki síst reynt að finna leifar af sprengju. Liðsmenn stofnunarinnar hlei’a auk þess samtöl ýmissa félaga í hryðjuverkasamtökum í von um að heyra eitthvað sem tengist atburð- inum og fólk sem telur sig vita eitthvað er máli skipti er hvatt til að láta yfirvöld vita. Ekki munu þær ábendingar hafa reynst gagn- legar fram til þessa. Slæmt veður á leitarsvæðinu olli því að björgunarskip urðu að leita hafnar á miðvikudag og í gær- morgun. Jim Hall, forstjóri NTSB, sagði að veðurfræðingar spáðu betri skilyrðum í dag og á morgun. Leitarmenn fundu á miðvikudag ratsjársvara á hafsbotni og hafði hann losnað frá svarta kassanum með flugritanum en haldið áfram að gefa frá sér merki. „Við erum þó búnir að koma í veg fyrir að tveir ratsjársvarar villi um fyrir okkur,“ sagði Hall. Upplýsingarnar í flugritanum hafa dregið úr getgátum um að svo- nefndir knývendar hafi valdið slysinu. Hall sagði á fréttamanna- fundi að ekkert benti til að það hefði gerst. Fyrir átta árum fórst þota Lauda Air-félagsins í Taílandi er knývendar, sem notaðir eru til að draga úr hraða eftir lendingu, fóru óvænt af stað. Þotan var af sömu gerð og vél EgyptAir, Boeing 767, og fórast 223 er þotan rakst á fjallstind. Gerðar voru breytingar á knývendum vélanna til að koma í veg fyrir fleiri slys af þessum toga. Dómsmáli svissneska drengsins vísað frá Golden. AFI’. ELLEFU ára svissneskum dreng, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa misnotað fimm ára systur sína kynferðislega í Colora- do í Bandaríkjunum, var leyft að fara til Sviss í gær eftir að dómari vísaði máli hans frá. Dómarinn féllst á beiðni verj- andans um að visa málinu frá á þeirri forsendu að brotið hefði verið á rétti drengsins til skjótrar máls- meðferðar. Samkvæmt lögum Co- lorado-ríkis þurftu réttarhöldin að hefjast innan 60 daga eftir að drengurinn var ákærður. Drengurinn var handtekinn 30. ágúst og honum var haldið í fang- elsi fyrir unga afbrotamenn í sex vikur þar til hann var sendur á fóst- urheimili. Handtakan vakti heimsathygli og margir fordæmdu harkalega meðferð lögreglunnar á drengnum, sem var tekinn úr rúmi sínu um miðja nótt, handjárnaður og fang- elsaður. Tveimur mánuðum áður hafði nágranni drengsins í Colorado séð hann afklæða systur sína í garði við heimili þeirra. Nágranninn hélt því fram að drengurinn hefði káfað kynferðislega á stúlkunni en hann kvaðst aðeins hafa hjálpað henni að kasta af sér vatni. Móðir og stjúp- faðir drengsins flúðu til Sviss með þrjár dætur sínar af ótta við að þau yrðu svipt forræði yfir þeim. Verjandi drengsins neitaði að skýra frá því hvenær hann færi til Sviss. Hann sagði að drengurinn hefði orðið fyrir miklu sálrænu áfalli vegna handtökunnar og þyrfti næði til að jafna sig. „Þegar ég sagði honum að hann fengi að fara heim trúði hann mér ekki í nokkrar mínútur, ætlaði svo að stökkva upp á stól og reka upp fagnaðaróp, en við urðum að róa hann.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.