Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Jóhannes Páll páfí við messu í Nýju-Delhí á sunnudag. Páfa ráðlagt að hætta ferðalögunum Rómaborg. The Daily Telegraph. EINN af læknum Jóhannesar Páls II páfa sagði í fyrradag, eftir komu hans í Páfagarð, að páfí hefði ofreynt sig í ferðinni til Ind- lands og Georgíu og ráðlagði hon- um að hætta að ferðast til fjar- lægra landa. Páfí virtist örþreyttur og veik- burða eftir ferðina, sem stóð í fímm daga. Hann er orðinn 79 ára gamall og hefur gengist undir sex skurðaðgerðir. Corrado Manni, svæfíngarlæknir í föruneyti páfa, sagði að hann hefði virst „mjög, mjög þrotinn að kröftum" í Georg- íu og yrði að hætta að ferðast til fjarlægra landa þar sem því fylgdi of mikið álag. Heimsóknin til Indlands reyndi mjög á páfa og þegar hann var í dómkirkjunni í Tbilisi í Georgíu á mánudag voru teknar sjónvarps- myndir af honum þar sem hann sást skjálfa. Myndatökumönnun- um var þá sagt að fara út úr kirkjunni. Þegar páfí hélt aftur til Rómar, sögðu embættismenn Páfagarðs að hann hefði aðeins fengið „kuldahroll" þótt ákveðið hefði verið að aflýsa áheyrn hans í Páfa- garði á miðvikudag. Úr hitasvækju í fimbulkulda „Siðasta ferðin hefði reynst miklu yngri manni ofviða,“ sagði læknirinn. „Á nokkrum klukku- stundum fór hann úr hitasvækju á Indlandi í fímbulkuldann í Georg- íu. Ofan á þetta bættist flugþreyta og álagið við að ávarpa milljónir manna.“ Embættismenn Páfagarðs reyndu að gera lítið úr málinu og sögðu að skyndilegar hitabreyt- ingar hefðu valdið skjálftanum, ekki Parkinsons-veikin sem þjáir páfa. Fjölmiðlarnir í Róm fjölluðu hins vegar meira um heilsufar páfa en ferð hans. „Hvílík pína það er að sjá páfa þjást og skjálfa," sagði í fyrirsögn ítalska dagblaðsins 11 Messeggero. Blaðið La Repubblica sagði að páfí virtist „sífellt þreyttari og veiklu- legri“. Fjöldi aðila með nandi vöru á góðu verði. Ný tilboð alla föstudaga! KOLAPORTIÐ L ------------ Á Sharif, fyrrv. forsætisráðherra Pakistans, sakaður um flugrán og mannrán Reuters Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, ásamt Pervez Musa- harraf, yfirmanni hersins og núverandi herstjórnar. Myndin var tek- in í febrúar sl. er allt lék í lyndi milli þeirra. Varað við ólgu komi til réttar- halda Karachi. Reuters, AP. NAWAZ Sharif, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hefur verið sakaður um flugrán og mann- rán en við þessum sakargiftum liggur dauðarefsing. Sumir óttast, að réttarhöld yfir Sharif geti valdið mikilli ólgu í landinu. Talsmaður lögreglunnar í Kar- achi sagði í gær, að búast mætti við formlegri ákæru á Sharif innan fárra daga en hann er sakaður um að hafa stefnt lífi margra manna í hættu. Málið er í hnotskum það, að 12. október sl. rak Sharif Pervez Mus- harraf sem yfirmann hersins. Mus- harraf var þá staddur á Sri Lanka en þegar hann var á heimleið, nokkrum klukkustundum eftir brottreksturinn, ásamt 200 óbr- eyttum borgurum, var farþegaþot- unni neitað um lendingarleyfi í Karachi. Neyddust flugmennirnir til að hringsóla yfir borginni og voru að verða eldsneytislausir þeg- ar herinn tók völdin í landinu í sínar hendur og opnaði flugvöllinn. Er Musharraf hafði sett Sharif í stofufangelsi skýrði hann frá því, að legið hefði við stórslysi enda hefði þotan ekki haft eldsneyti nema til sjö mínútna flugs er hún lenti. Verða örlög Sharifs þau sömu og Bhuttos? Auk Sharifs verða fjórir menn aðrir ákærðir í þessu máli en for- sætisráðherrann fyrrverandi er nú í stofufangelsi í Islamabad ásamt nokkrum fyrrverandi ráðherrum og háttsettum embættismönnum fyrrverandi stjórnar. Raja Zafaml Haq, sem var trúmálaráðherra í stjórn Sharifs, sagði í gær, að rétt- arhöld yfir Sharif gætu valdið mik- illi ólgu í landinu enda myndu margir líta svo á, að þau væm af pólitískum rótum rannin. Verði Sharif fundinn sekur, hvað þá ef hann verður dæmdur til dauða, er það ekki í fyrsta sinn, sem þannig fer fyrir pakistönskum for- sætisráðherra. A sínum tíma lét herstjórnin, sem steypti Zulfikar Ali Bhutto af stóli, hengja hann eft- ir að hann hafði verið dæmdur fyrir að ætla að ráða pólitískan andstæð- ing af dögum. Alþjóðabannið við kjarnorkutilraunum Stjórn Clintons reynir að bjarga samningnum Chicago. Reuters. BANDARÍKJASTJÓRN reynir nú að bjarga alþjóðasamningnum um allsherjarbann við kjarnorku- sprengingum í tilraunaskyni eftir að öldungadeild þingsins hafnaði honum í síðasta mánuði. Hún kvaðst í gær vera tilbúin að koma til móts við repúblikana í öldunga- deildinni og bæta við fyrirvörum í samninginn til að greiða fyrir því að hann verði staðfestur. Öldungadeildin hafnaði samn- ingnum í atkvæðagreiðslu 13. október. Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar væri að hluta til stjórninni að kenna þar sem hún hefði ekki lagt grunninn að má- lefnalegri umræðu um samning- inn. Viðræður verða hafnar við repúblikana Albright skýrði ennfremur frá því í ræðu í Chicago að stjórnin hygðist skipa háttsetta embættis- menn í sérstaka nefnd sem ætti að hefja viðræður við repúblikana um skiljrrði þeirra fyrir staðfestingu samningsins og útskýra hann fyrir þjóðinni. „Við þurfum að færa málefnin í ríkari mæli til almennings vegna þess að fólkið í öldungadeildinni er Frá Roykjavík Frá Vestm.eyjum Vestmannaeyjar Vetraráætlun íslandsf/ugs Wrka daga 07:30 08:15 11:50 12:35 17:00 17:45 Lauyai uaya 08:00 08:45 11:50 12:35 17:00 17:45 öunriuaaaa 11:50 12:35 17:00 17:45 vey@islandsflug.is • sími 481 3050 • fax 481 3050 ISLANDSFLUG gerir tlelrum fmrt efl fílúgn www.islandsflug.is sími 570 8090 kosið af fólkinu," sagði utanríkis- ráðherrann. „Engin umræða hef- ur í raun farið fram í þjóðfélaginu um hlutverk Bandaríkjanna, hvernig framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið vinna saman að því að móta utanríkisstefnuna ... bandaríska þjóðin vill taka þátt í umræðunni.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Albright ætla að reyna aftur að fá þingið til að staðfesta samning- inn og segja að þangað til verði engar kjarnorkusprengjur sprengdar í tilraunaskyni í Banda- ríkjunum. Andstæðingar samningsins segja að hann komi ekki í veg fyrir að önnur ríki geti hafið leynilegar kjarnorkutilraunir, að ekki sé hægt að halda kjarnavopnabúri Bandaríkjanna við án sprenginga og að ríki sem séu staðráðin í að eignast kjarnavopn muni snið- ganga samninginn. Albright sagði hins vegar að samningurinn væri til þess fallinn að fæla önnur ríki frá kjarnorkutilraunum, að Bandaríkjamenn hefðu enga þörf fyrir frekari kjarnorkusprenging- ar og að eftirlitskerfið, sem kveðið er á um í samningnum, sé betra en það sem er fyrir hendi. Stefnunni í málcfnum Iraks mótmælt Albright þurfti að gera hlé á ræðu sinni nokki-um sinnum vegna hrópa nokkurra mótmæl- enda sem sökuðu hana um að styðja kerfisbundna útrýmingú ír- ösku þjóðarinnar. „Hvers vegna drepið þið 4-5.000 börn í írak á hverjum mánuði?" hrópaði einn mótmælendanna. Albright svaraði þeim og sagði að Saddam Hussein íraksforseti ætti sök á ástandinu í landinu því hann kysi frekar að eyða pening- unum í „gereyðingarvopn og hallir handa virktavinum sínum" í stað þess að kaupa matvæli og lyf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.