Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • JARÐELDAR á íslnndi er eftir Markús Loftsson, en hún var upp- haflega prentuð hjá Einari Þórðar- syni í Reykjavík árið 1880. I bókinni er að finna elstu heim- ildir um eldsumbrot á landinu frá fyrstu tíð. Fjallað er um öll gos í Kötlu, utan það síðasta, Heklugos, gos í Eyjafjallajökli, Vatnajökli, Skaftárelda o.m.fl. Útgefandi er Halla Kjartans- dóttir íÞorlákshöfn. Endur- prentun fórfram íprentsmiðjunni Prentseii á Selfossi. Bókin er 140 bls. og kostar 1.790 kr. • LEITIN að týnda egginu er eftir Menju von Schmalensee. Sagt er frá Fögrufjöður sem uppgötvar að litla eggið hennar er horfið. Hún ákveður að finna söku- dólginn. Þá hefst leit þar sem lesa- ndinn er jafnframt kynntur fyrir ýmsum íslenskum dýrum. Bókin er skreytt vatnslitamynd- um. Menja von Schmalensee er dönsk að uppruna en hefur búið á íslandi frá 12 ára aldri. Hún hefur sýnt yatnslitamyndir í Danmörku og á íslandi. Útgefandi er Ritverk. Bókin er 30 bls., unnin í Odda hf. Verð: 1.790 kr. • REFIRNIR á Homströndum er eftir Pál Hersteinsson. Páll hefur stundað rannsóknir á refum í meira en tvo áratugi. I bók- inni er greint í máli og myndum frá lífsbaráttu og afdrifum refanna sem Páll og samstarfsfólk hans komust í kynni við er þau stunduðu rannsóknir á þeim á Homströnd- um sl. tvö ár. Einnig prýða bókina 112 litmyndir og kort af svæðinu. Útgefandi er Ritverk. Bókin er 110 bls., unnin íPrentsmiðjunni Odda hf. Bókin er einnig til í enskri útgáfu. Verð: 4.490 kr. • SELURINN Snorri er eftir norska höfundinn og teiknarann Frithjól Sælin í þýðingu Vilbergs Júlíussonar. Bókin er nú komin út í fimmta sinn, en hún kom fyrst út áriðl950. „í ungum huga kópsins Snorra, söguhetjunnar, rúmast sakleysið eitt, allir hljóta að vera eins og mamma eða þá Skeggi frændi. En hann lærir, að ekki eru allir við- hlæjendur vinir. Það er líka, að lífs- brautin er hál og vakir margar. Fagurgali hræsnarans tælir hann að heiman, í villu þar sem lífsháski leynist með jakahröngli og íssins brún. Þó fer allt vel að lokum, með hjálp Skeggja frænda svo að kóp- urinn og urtan ná saman,“ segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Bókin er 96 bls., oghefur Oddi annast gerð bókarinnar. Verð: 1.482 kr. • ÖXIN er eftir Hans Mahner- Mons í þýðingu Hersteins Pálsson- ar.Bókin kom fyrst út árið 1950. í fréttatilkynningu segir að þetta sé söguleg skáldsaga er greini frá örlögum Charles-Henris Sansons, böðuls Parísarborgar, sem uppi var 1789. Starf böðuls gekk í arf frá föður til elsta sonar og enginn hægðarleikur var að brjóta þá hefð. Sagan segir frá takmarkalítilli grimmd og þeim eldheitu tilfinn- ingum, ást og hatri, sem tvær manneskjur geta borið hvor til annarrar. Útgefandi er Ritverk. Bókin er 320 bls., unnin íPrentsmiðjunni Oddahf.Verð: 3.490 kr. Sýningu lýkur Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Sýningu Eirúnar Sigurðar- dóttur lýkur nú á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega frákl. 14-18. Páll Jóhannesson tenór heldur tónleika í Víðistaðakirkju Morgunblaðið/Jim Smart Páll Jóhannesson syngur á tónleikum í Víðistaðakirkju á morgun. Röddin öll að verða léttari og lýrískari PÁLL Jóhannesson tenór heldur einsöngstónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarflrði á morgun, laugardag, kl. 16. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á pianó. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eft- ir Verdi, Puccini, Schubert, Sig- valda Kaldalóns og fleiri. Síðastliðin átta ár hefur Páll verið fastráðinn við Konunglegu óperuna í Stokkhólmi en segist vilja koma heim til íslands endr- um og eins til að minna á sig. „Maður vill gjaman koma heim einhvern tímann seinna og gera stærri hluti - það er draumur- inn,“ segir hann og bætir við að sér þyki þó alitaf miklu erfíðara að syngja á heimaslóðum. Páll hyggst hefja tónleikana með óperuaríunni La donna e mobile úr Rigoletto eftir Verdi, þá syngur hann hinar ýmsu ar- íur, svo sem úr Aidu, Turandot, Brosandi landi, Vetrarferðinni og Requiem eftir Verdi en sí- ðastnefnda verkið söng hann á tónleikum í Stokkhólmi á sunnu- daginn var. íslensk sönglög hef- ur hann einnig í pokahorninu en hann ætlar að syngja lögin Kata litla í koti, Heimir og Sveinka- dans eftir Sigvalda Kaldalóns og Sáuð þið hana systur mi'na eftir Pál ísólfsson. Aðspurður um helstu verkefni í Konunglegu ópemnni í Stokk- hólmi í vetur nefnir Páll La travi- ata, Don Carlos, Carmen og Rakarann í Sevilla. Þá kveðst hann hafa sungið mikið utan hússins líka, m.a. með sjálfstæða hópnum Roslags-óperunni, þar sem hann tók nýverið þátt í flutn- ingi á Tosca. Páll segist að undanfömu hafa verið að fínna mjög góða eigin- leika i rödd sinni sem hann hafði ekki vitað af áður. „Maður er eins og fillinn, er að vaxa allt sitt Iíf, þ.e.a.s. röddin,“ segir hann og hlær. Utskýrir svo að röddin sé öll að verða léttari og lýrískari, söngurinn sé orðinn áreynslum- inni. „Ég nýt þess meira að syngja núna, það gefur sjálfum mér miklu meira,“ segir hann og veltir fyrir sér hvort hér sé ekki á ferð aukinn þroski, bæði í rödd- inni og i andanum. Islensk hönnun í alþjóðlegu samhengi HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ My studio á Islandi hefur sent frá sér veggspjöld og dagatal fyrir árið 2000. Glasaframleiðandinn Ritzen- hoff í Þýskalandi heur einig hafið dreifingu á mjólkurglasi frá MY studio. Ritzhehoff er þekkt fyrir framleiðslu á glösum sem hönnuð eru af þekktum listamönnum og hönnuðum, m.a. hefur Erró hannað glas fyrir fyrirtækið. Að baki MY studio standa hönn- uðirnir Michael Young og Katrín Pétursdóttir. Vörurnar eru nú fáanlegar í safn- verslunum Kjarvalsstaða og er opið þar daglega frá kl. 10-18. Kirsuberja- garðurinn hjá Leikfelagi Kópavogs FYRSTA verkefni Leikfélags Kópavogs á þessu leikári er Kirsu- berjagarðurinn eftir Anton Tsjek- hov og verður frumsýning á sunnu- dag kl. 16 í Hjáleigu Félagsheimilis Kópavogs. Sýningin er stytt útgáfa af verk- inu og hefur leikfélagið fengið til liðs við sig Hjalta Rögnvaldsson til að starfa með hópnum. Verkið fjallar um Andreévitsj- fjölskylduna og raunir hennar og taka níu leikarar þátt í sýningunni auk aðstoðarfólks. Leikstjóri er As- dís Þórhallsdóttir. Önnur sýning er föstudaginn 19. nóvember. Nýjar bækur Líf og list Louisu Matthíasdóttur • Bókin Louisa Matt- híasdóttir er rituð af Aðalsteini Ingólfssyni, Martica Sawin, Jed Perl og Lance Es- plund. Sagt er frá lífi og list Louisu Matthía- sóttir. I bókinni eru 220 myndir, þar af 140 myndir af verkum hennar gömlum og nýj- um. Ritstjóri bókarinn- ar, Jed Perl, er list- gagnrýnandi í New York. Hann skrifar um feril Louisu frá miðjum sjöunda ái’atugnum til dagsins í dag og telur hana „meðal merkustu listamanna vorra tíma“ sem gefi í verkum sínum tæra mynd af við- fangsefninu. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir frá námsárum Louisu og verkum fram að því að hún flyst til New York árið 1942. Martica Sawin, listfræðingur og rithöfundur, segir frá fyrstu árum Lou- isuíNewYorkog rekur þroskaferil hennar fram að þeim tíma að verk hennar fóru að vekja athygli. Sigurður A. Magnús- son gerir uppruna og lífshlaupi Louisu skil í æviágripi með fjölda mynda. Vigdís Finn- bogadóttir fyrrum forseti f slands og bandaríska ljóðskáld- ið John Asbery rita ávarps- og aðfaraorð. Útgefandi er Nesútgáfan ísam- vinnu við Reykjavík—Menningar- borgEvrópu árið2000. Bókin er240 bls. ístóru broti og kostai• 9.950 kr. Louisa Matthíasdóttir Senuveiðar BÆKUR Ljóð MYRKURBIL eftir Hjört Marteinsson, Mar, Reykjavík, 1999, 46 bls. MYRKURBIL er önnur ljóða- bók höfundar, áður hefur komið út Ljóshvolfín árið 1996. Ljóðin í Myrkurbilum eru annarlegar svipmyndir, smámyndir af kring- umstæðum og mannveru; þau eru gjaman í annarri eða þriðju persónu, „hann“, „þú“, en einnig í fyrstu. Upphafsljóðið nefnist „Hvítindin“ og gefur tóninn: Hann stendur einn við sleðann á jöklinum og ber hönd að eyrum í hvítri víðáttunni er hann orðinn gagnsærri en áður þar sem hann nemur enn drunur í Jjarska Ferðbúinn ákveðurhannsamt að halda kyrru fyrir um stund ogristaminningar fráheimabyggðsinni í hvolfþak snjóhússins Þarsemristumar erudýpstartekur snjónum senn að blæða. Ljóðin kallast sum hver á, vísa í hvert annað og hafa leiðarminni. í fleiri ljóðum má finna þessar „ristur“ í snjó og heimabyggðin skýtur víðar upp kollinum. Myrk- urbil leita eftir annarleika, ein- kennilegum andartökum. Verið er á veiðum eftir skringilegum senum, svo sem undarlegum mannshvörfum og hvörfum í víð- ari skilningi. Sum ljóðin eru nátt- úrumyndir en gjaman skekktar, ef svo má segja: það teygja sig hendur upp um glufur á hraungj- ótum í ljóðinu „Felustaður tón- skálda“. Fáein ljóð eru kímin, þar á meðal flippað lokaljóð bókar- innar, tæknilega séð sonnetta, enda nefnt svo. Mörg ljóð fjalla um ferðalög, þrjú ljóð fjalla um ljósmyndir („Ljósmyndun á ferðalögum") eða eru ort út frá þeim („Steinkast í fjöru“), öll prósaljóð. Eitt Ijóðið nefnist „Hugsað til Sigurðar Breiðfjörð" og er einn sterkasti textinn í verkinu. Fáein önnur ljóð byggj- ast á sögulegum skírskotunum. „Frá fundarhöldum um víða- vangshlaup á 20. öld“ er aftur á móti framtíðarsena í skýrslu- kenndum stfl. Myrkurbil eru full af myrkum senum og skringilegum andar- tökum, kannski stundum ívið óræðum. En í heildina leynir þettaverkásér. Hermann Stefánsson Ketill Larsen opnar málverkasýningu í Ráðhúsinu í dag. Hér er hann með tvær mynda sinna. Ketill Larsen sýnir í Ráðhúsinu KETILL Larsen opnar málverka- sýningu í Ráðhúsinu í dag, föstu- dag, kl. 17. Sýninguna nefnir hann Friður frá öðrum heimi og hefur að geyma 100 olíu- og acrylmyndir, flestar nýjar. Þetta er 26. einkasýning Ketils, en hann málar aðallega blóma- og landslagsmyndir, en einnig ber fyr- ir myndir sem lýsa hugmyndum Ketils um annan heim. A sýningunni verður leikin tónl- ist eftir Ketil af segulbandi. Að'- gangur er ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.