Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 38

Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 38
.38 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur Norræna húsið Brúðuleikhús tengt Kalevala SMALADRENGURINN er kon- ungurinn (Karjapoiss on Kun- ingas) heitir bi-úðuleikrit sem Brúðuleikhús eistneska ríkisins sýnir í Norræna húsinu á sunnu- dag kl. 14.30 og kl. 15.30. Höfund- ur leikritsins er Rein Agur og byggir það á eistneskri þjóðsögu. Sýningin er ekki hefðbundin brúðuleiksýning, hún byggist ekki á leikbrúðum eins og oftast er í brúðuleikhúsi; í staðinn eru trébekkir og stólar, ýmis hvers- dagsleg áhöld og leikaramir sjálf- ir í hlutverki leikbrúðanna. „I sýningunni sameinast fræðsla og skemmtun, söngur og hefðbundin eistnesk menning. Löngu gleymdar sagnir verða sagðar einu sinni enn og áður óþekktar sögur verða sagðar í fýrsta sinn. Ahorfendur hlæja um leið og þeir læra eitthvað nýtt. Leiksýningin veitir áhorfandan- um innsýn í hugsunarhátt eistn- esku þjóðarinnar, og hvað vakti kátínu hennar fyrr á öldum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Leikritið var þýtt á íslensku af Lemme Laukas og verður verkið túlkað á íslensku meðan á flutningi stend- ur. Sýningin tekur eina klukku- stund og er aðgangur ókeypis. Brúðuleikhús eistneska ríkisins Brúðuleikhús eistneska ríkis- ins hefur aðsetur í Tallinn. Leik- húsið var sett á laggimar 1952 af Ferdinand Veike, leikstjóra brúðuleikhúss og leikhúss. Það er eina atvinnuleikhús sjnnar teg- undar í Eistlandi. Á tæplega hálfrar aldar starfsferli hafa yfir 300 leiksýningar eftir eistneska og erlenda höfunda verið á fjölun- um. Á leikárinu em yfir 15 leikrit á efnisskránni, helmingur þeirra er írumsaminn af Eistum. Brúðu- leikhúsið er í tilkomumikilli bygg- ingu í gamla borgarhlutanum í Tallinn sem var reist 1906. Við leikhúsið starfa 62 menn, þar af 12 leikarar. Brúðuleikhúsið hefur sýnt um allan heim, m.a. í Japan, Rúss- landi og Færeyjum. I sýningu Norræna hússins koma fram leikaramir Riho Tam- mert, Are Uder, Maie Toompere og Hem-ik Toompere. Kvennakór í Njarðvík- urkirkju LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykja- víkur heldur tónieika í Njarðvík- urkirkju á morgun, Iaugardag, kl. 17. Kórinn var stofnaður árið 1995 og eru nú um hundrað konur í Léttsveitinni og hafa þær haldið tónleika bæði heima og erlendis, m.a. hafa verið farnar tvær ferðir til Irlands. Sijórnandi frá upphafí hefur verið Jóhanna Þórhallsdótt- ir og Aðaiheiður Þorsteinsdóttir hefur verið undirleikari jafnlengi, en hún hefur jafnframt raddsett ijölda laga fyrir kórinn. Hljóðfæraleikarar á tónleikun- um á morgun eru Wilma Young fiðluleikari og Tómas R. Einars- son bassaleikari. Miðaverð er 1.000 kr. Morð í BÆKUR Þýddar bækur LÍTTU EKKI UM ÖXL Höfundur: Karin Fossum. Þýðandi: Franzisca Gunnarsdóttir. Út- gefandi: Mál og menning. 283 bls. í kiljubroti. VEGUR norrænna glæpasagna- höfunda hefur vaxið hröðum skref- um á undanförnum áram og er margt mjög vel gert í þeirri grein í Skandinavíu. Guðforeldrar flestra norrænna glæpasagnahöfunda eru sænsku hjónin Sjövall og Wahlö og er undirtitill þeirrar sögu sem hér um ræðir sá sami og þau lögðu sér til; Skáldsaga um glæp. Aðalpersónan er lögregluforing- inn Sejer, ekkill um fimmtugt, hægur og rólegur náungi sem lætur lítið uppi hversu tilfinninganæmur hann er og virðist á yfirborðinu harður í hom að taka. Með honum er unglöggan Skarre, dæmigerður fylgisveinn í sögum af þessu tagi, samspil þeima er hliðarstef við sög- una sjálfa. Umdæmi þeirra er norskur smá- bær og sagan hefst á því að sex ára stúlka hverfur að morgni dags og stuttu síðar er tilkynnt að lík ung- rar konu hafi fundist í skóglendi ut- an við bæinn. Lögreglumennirnir verða að leita víða fanga við uppljóstrun málsins og kemur á daginn að lausnin liggur í fortíðinni, ýmislegt hefur gerst sem legið hefur í þagn- argildi. Sagan er ágætlega skrifuð, bygg- ist á innri spennu og mannlýsingum fremur en ytri atburðarás, þó á köflum séu lýsingar kröftugar. Teikningar í Galleríi 101 „ANATOMY of feelings" nefnist sýning sem opnuð verður á morg- un, laugardag, kl. 17 í Galleríi 101 við Laugaveg. Á sýningunni era teikningar, textaverk og myndb- and, sem lýsir uppgötvun sem Haraldur Jónsson gerði meðan hann dvaldi nýverið í sjálfskipaðri einangran inni í norskum skógi, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir m.a.: „Skynjun okkar og tilfinningar eru mjög flók- in fyrirbæri. Þau lúta yfirleitt ekki lögmálum hefðbundinnar eðlis- fræði og því getur verið erfitt fyrir hvert okkar að komast að áþreifan- legri niðurstöðu um þessa grann- þætti tilverannar.“ Eyður í skáldsagnagerð Gunnars Gunnarssonar BÆKUR F r æ ð i r i t TRÚ í SÖGUM Um heiðni og kristni í sögnm og samtíma Gunnars Gunnarssonar, Halla Kjartansdóttir, Studia Is- landica 56, Bókmenntafræðist.ofn- un Háskóla íslands, Reykjavík, 1999. ÝMSAR ástæður geta verið fyrir því að höfundarverk Gunnars Gunnarssonar hefur dottið jafn mikið úr umræðunni og raun ber vitni, sumar kannski beinpraktísk- ar, svo sem skortur á endurútgáf- um. Hugsanlega kemur til munur á ritunartíma á dönsku og þýðingar- tíma á íslensku; og ef til vill hefur skort fleiri rannsóknir og endurmat á verkum hans. Gunnar lét sig ungur dreyma um að skrifa mikinn sagnabálk þar sem saga íslands væri að heita má ort upp á nýtt eða endursköpuð. Bálk- urinn átti að nefnast „Landnám"; hann þróaðist í að eiga að vera safn sjálfstæðra verka, þversnið af ís- lenskri sögu, hugarheimi og lífi þjóðarinnar. Sögulega skáldsagan Fóstbræður kom út 1918, Jón Arason 1930 og geta báðar fallið undir skilgreininguna á bálkinum. En Trú í sögum eftir Höllu Kjartansdóttur fjallar einkum um Jörð, Hvítakrist og Grámann sem komu út 1933, ’34 og ’36 og einnig teljast til þessa flokks. Þetta era ekki þau verk Gunnars sem oftast er talað um og Kristinn E. Andrésson lét þau orð falla í grein um skáld- skap Gunnars að sögu- legu skáldsögurnar væru „eyður í skáldsagnagerð hans“. Þetta rit hér er ekki beinlín- is hugsað sem andóf gegn ummæl- um Kristins heldur má orða það svo að hugmyndagreiningin á verkun- um skýri hvers vegna þau höfðuðu lítt tfl byltingarsinnans Kristins. Lykilinn að þessum sögum telur Halla að sé að finna í andstæðunni - eða hliðstæðunni - kristni/heiðni. Rit Höllu skiptist í fjóra hluta: sá fyrsti nefnist „Landnám Gunnars Gunnarssonar“, annar „Sköpunar- saga þjóðar", þriðji „Rætur Gunn- ars Gunnarssonar í norrænni þjóðemis- rómantík" og sá fjórði nefnist „Gunnar og samtíminn“. Þetta er allítarleg greining þar sem hugmynda- heimur verkanna er rakinn saman við hræringar á Norður- löndum á þessum tíma og rætur raktar, ekki síst til rómantík- ur, í „rómantískan synkretisma", en hugtakið er ættað frá þýska heimspeking- num Friederich Schelling: um er að ræða þá hugmynd að öll trúarbrögð séu af sama meiði. Og hér er fjallað um og vel farið með þetta við- kvæma efni: sameiginlegar hug- myndalegar rætur Gunnars og þýskra nasista. Að auki er efni bók- arinnar dregið saman í bókarlok í enskri þýðingu Garðars Baldvins- sonar. Hins vegar er íhugunarefni hvort ekki hefði verið heillavænna, í það minnsta lesendavænna, að þýða tilvitnanir í hina og þessa inn- an bókarinnar, bæði úr dönsku, sænsku og þýsku. Trú í sögum er hefðbundið fræð- irit. Höfundurinn og hugmynda- heimur hans eru miðlæg hugtök í Trú í sögum og þangað er allrar merkingar að leita. Og talað er um ætlun höfundarins, skilaboð frá höfundi, trú höfundar á manninn, samúð hans með kristindóminum, boðun höfundarins. Ekki er skeytt um þótt nútíma fræði þykist fyrir löngu hafa sýnt fram á að engin rödd höfundar geti mögulega talað tfl eins eða neins í gegnum skrifað- an texta. Aðferðafræðin er ekki skoðuð, skýrð og sundurgreind við upphaf bókar, ekki er velt mikið vöngum yfir hugtökum og notkun þeirra. Þetta er ekki galli heldur einkenni - enda má á móti segja að róttækari fræðin eru gjaman gagn- rýnd fyrir að rýna um of í eigin að- ferðarfræði og fyrir orðhengflshátt í hugtakanotkun. Það er ekki hægt að gagnrýna verk fyrir það sem það er ekki; Trú í sögum er samkvæm sjálfri sér, ætlar sér að vera hefð- bundin ritskýring og hugmynda- greining og er það. Sem slík gengur hún prýðilega upp og varpar nýju ljósi á ýmsa þætti í minna þekktum verkum Gunnars Gunnarssonar. Hermann Stefánsson Halla Kjartansdóttir smábæ Frásögnin er raunsæ með hvers- dagslegu sálfræðilegu ívafi sem er nánast orðið einkennismerki hinna norrænu glæpasagna; utan vinnu er aðalpersónan einmana sál, börn- in uppkomin og konan farin eða dá- in; heima fyrir er því oftast að litlu að hverfa. Innst inni vonast lesa- ndinn til að lögreglumaðurinn finni sér konu, mátar þær sem ber fyrir í sögunni og þannig er lesandinn dreginn inn í hugarheim persón- unnar, umfram söguþráðinn sjálf- an, og þegar vel tekst til lyftist sag- an uppfyrir svið hreinnar afþreyingar og nær því marki að teljast bókmenntir af einhverju tagi. Þýðing Franziscu Gunnarsdótt- ur er þokkaleg en ekki verður af henni metið hversu persónulegan stíl höfundur hefur tileinkað sér. Hávar Sigurjónsson Soffía Sæmundsdóttir á vinn- ustofu sinni. Soffía Sæ- mundsdóttir sýnir í Galler- íi Fold SOFFÍA Sæmundsdóttir opnar sýningu í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14, á morgun, laugar- dag, klukkan 15. Sýninguna nefnir listakonan Dalbúar. Soffía Sæmundsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla Islands og lauk þaðan prófi úr grafíkdeikl 1991. Soffía hefur hald- ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Nýlega tók hún þátt í stórri samkeppni á veg- um fyrirtækisins Winsor og Newton í Bretlandi. Alls tóku 255 listamenn frá 51 landi þátt í sam- keppninni og var mynd Soffíu valin ein af tólf bestu verkunum í sam- keppninni, en endanleg úrslit hafa ekki verið kynnt. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningin stendur tfl 28. nóvember. ------------ Nýjar bækur LJÚLÍ ljúlí er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Sagt er frá ungri mennta- skólastúlku sem býr með föður sínum og fjórum vinum hans í lít- illi íbúð í Reykjavík. Þessi litla fjöl- skylda er sam- heldin og innfleg þar tfl unga stúlkan og einn af vinum föðurins hefja flókið og til- finningaþrungið ástarsamband. Guðrún Eva sendi í fyrra frá sér smásagnasafnið Á meðan hann horfir á mig er ég María mey. Utgefandi er Bjartur. Bókin er 240 bls., prentuð íprentsmiðju Gut- enberg. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arngrímsson. Verð: 3.380 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.