Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 39
GIQAJ3MUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 39 LISTIR Hraunglóð, listræn hönnun og framsækni Morgunblaðið/Karl Blöndal Með sinni litlu en á sama tíma stórkostlegu sendiráðsbygging-u minnir Island á tilvist sína í Berlín á áhrifamikinn hátt, segir meðal annars í dómnum. BYGGINGAR- LIST NÝJA ÍSLENSKA SENDI- RÁÐSBYGGINGIN ÍBERLÍN Arkitekt Pálmar Kristmundsson, pk-hönnun. ÞJ’OÐHÖFINGJAR allra Norð- urlanda, þrjú konungspör og þrír forsetar (þ.m.t. forseti sameinaðs Þýskalands Jóhannes Rau) voru viðstödd hátíðlega opnun nýju bygginganna - um það hafði fleiri dreymt en arkitektana. En með sanni má fullyrða að hvorki hátíð- leg viðhöfn opnunarinnar né byggingarlist norrænu sendiráð- anna beri keim af meintri forsjár- hyggju (drottnunarstefnu) Vest- urlanda í Berlín. Þegar Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1995 að ráðist yrði í sameiginlegar framkvæmdir um byggingu norrænna sendiráða í nýjum höfuðstað sameinaðs Þýskalands var fólk almennt mjög forvitið um hvernig löndunum myndi takast verkefnið í borg sem rómuð er fyrir mikla íhaldssemi. Að lokinni samkeppni um sameig- inlega svæðið völdu fulltrúar Norðurlandaþjóðanna einhuga til- lögu arkitektanna Alfred Berger frá Vín og Tiinu Parkkinnen frá Finnlandi. En hugmynd þeirra um stóran vegg klæddum græn- um koparskjöldum sem umlykur fjögurra hæða byggingar sendir- áðanna í „dínamískri“ sveiflu með glæsilegu látbrigði, verður að telj- ast byltingarkennd í byggingar- sögu Berlínar. Með sameiginlegu átaki varð stórvirkið að veruleika, en einnig einstakar byggingar því arkitektamir Pysall og Ruge frá Berlín voru ráðnir sem verktakar til að annast útfærslu veggjarins og fimm sigurtillögur samkeppna sem haldnar voru í hverju landi fyrir sig. Líkt og á landakortinu eru lönd- in nú staðsett innan koparveggj- arins, í suðaustri er þó ekki að finna sendiráð baltnesku ríkjanna heldur sameiginlega byggingu all- ra landanna, „Felleshuset", en í henni er að finna ráðstefnu-, fund- ar- og sýningarsali sem og sam- eiginlega móttöku allra sendiráð- anna. Húsið er hagkvæm lausn og hönnun þess ber vott um mikla út- sjónarsemi þar sem hægt verður að bjóða almenningi upp á menn- ingarviðburði og almenna af- greiðslu án þess að hver gestur þurfi að ganga í gegnum mikla ör- yggisgæslu. Vatnsflöturinn á milli sendir- áðsbygginganna minnir skemmti- lega á hafið sem tengir löndin á landakortinu. I biðsal sænska sendiráðsins sem stendur við vatnsflötinn verður maður þó að ímynda sér sker á hafi úti. Gert Wingárdh hannaði húsið með þremur ólíkum framhliðum. Innéttingar eru úr bæsuðum, gylltum og appelsínugulum birk- iviði sem minnir á glæsileika sam- komusala gamalla gufuskipa. Dönsku arkitektarnir Nielsen, Nielsen & Nielsen völdu gataðar ryðfríar stálþynnur sem klæðn- ingu framhliðar sendiráðsins. Stigi leiðir upp ljósagarðinn, ef ekki til himna þá alla vega upp á skrifstofu sendiherra. Finnland kemur á óvart með hráum og köldum efniviði. Ungu arkitektarnir VIIVA Arkkitehtu- uri Oy hjúpuðu hann með viðar- málþynnu og notuðu aðeins þrjú efni í innviði sendiráðsins; lag- skipta steinsteypu (veggir og gólf), kalt eðalstál (stigar og sa- lerni) og birkivið (dyr, kókonlagaður ráðstefnu- salur við enda móttöku), í saman- bland við mikið af glerefni. Fái einhver starfsmannanna hroll get- ur sá hinn sami leitað á náðir gu- fubaðs, sem býður að vísu Við sameiginlega torgið ber mest á norsku sendiráðsbyggingunni sem hönnuð er af Snohetta. Fram- hlið hússins má líkja við tilbreyt- ingaleysið sem einkenndi bygg- ingarsögu Berlínarborgar þann tíma sem múrinn stóð. „Fjögurra hæða, hundrað og tuttugu tonna og síðast en ekki síst leiðinleg kveðja frá djúpum fjörðum Noregs." I samanburði skín litla sendi- ráðsbyggingin frá Islandi á við skatthol eða fjársjóð. Að utan er byggingin klædd líparíti, efni sem ekki hefur verið notað áður við húsbyggingar samkvæmt upplýs- ingum frá eldgosaeyjunni. Við innkomuna verður maður var við tilfærslur jarðskorpunnar. Vegg- efni úr lagskiptri steinsteypu bylgjast þar sem ekki er notað líp- arit í klæðningu á útveggi og á að minna á íslenskar byggingarhefð- ir. Gólfflötur lítils garðs er klædd- ur hraunhellum, en undir þeim logar rautt ljós, áhrifamikið en jafnvel einum of leikrænt. Stigi, lyfta og salemi eru öll í einum tumi en skrifstofur og fundarsalur sendihema á þriðju hæð mynda stærri flöt gegnt turn- inum. Þýsk yfirvöld kröfðust þess að bætt yrði við brunastiga sem gaf arkitektinum enn eitt tækifæri til að sanna hönnunarlist sína. Látlaus, ódýr en vel valinn efni- viður einkennir allt rýmið í ís- lenska sendiráðinu. Lagskipt steinsteypa sem bylgjast eins og bámjám er sem eðalborin eftir fyrmefnda vinnslu og útsjónar- semi. Arkitektinn Pálmar Kristmundsson frá pk-hönnun í Reykjavík taldi heldur ekki eftir sér að annast sjálfur hönnun og útfærslu allra smáatriða í húsinu, en þannig er hver hurðarhúnn listrænt hannaður. Fastar innréttingar og húsgögn voru einnig hönnuð hjá pk-hönnun í Reykjavík. Með sinni litlu en á sama tíma stórkostlegu sendiráðsbyggingu minnir Island á tilvist sína í Berlín á áhrifamikinn hátt. Falk Jaeger, Berlin FYRIR HEIMILI, IÐNAÐ OG LTPÆG YFIR 9000VÖRUNUMER Nú líka fjölbreytt vöruval frá Olísbúðinni Innbyggður vaskur með gas hellum. Verð 18.009- Hitablásari fyrir rafmagn og gas. Verð 29.900- Hleðslutaeki fyrir rafgeyma. Verð frá 2.995- Logsuðutæki, verð frá 35.500- Arináhöld og aringrindur [ úrvali. Arinkubbatilboð: Kassi með 6 kubbum kostaraðeins 1.642- Tóg og vírar í öllum gerðum og sver- leikum. Splæsum tóg á staðnum. Gasofnar, verð frá 13.900 Ellingsen ehf. hefur yfirtekið rekstur Olísbúðarinnar og munu flestir vöruflokkar verslunarinnar fást hjá Ellingsen í framtíðinni. SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ10-14 Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.