Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 \¥) + Valtýr Magnús Helgason var fæddur í Reykjavík 27. júní 1973. Hann Iést af slysförum 6. nóvember sl. For- eldrar hans eru Helgi Björgvinsson og Marín Valtýs- dóttir, bræður Val- týs eru Jón Bjarni, Alexander og Helgi Björgvin. Árið 1974 fluttist Valtýr með fjöl- skyldu sinni til Stykkishólms og bjó þar til tvítugs aldurs. Þá fluttist Valtýr til Reykjavíkur með unn- ustu sinni, Elínu Karol Guð- mundsdóttur og eignuðust þau soninn Alexander Aron þann 23. maí 1996. títför Valtýs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku Valtýr minn, mig langar til að skrifa þér nokkrar línur til að þakka þér íyrir gleðina og erfiðleik- ana sem þú leyfðir okkur að taka þátt í með þér. Þakka þér fyrir hlát- urinn, glettnina, stríðnina og öll uppátækin sem þér datt í hug. Það er af nógu að taka, við pabbi mun- um minnast þín sem góðs drengs með einstaklega gott hjartalag. Þakka þér fyrir litla sólargeislann Aiexander Aron sem þú skilur eftir, hann var svo mikill pabbastrákur en setur nú traust sitt á afa. Hann er svo miláll hluti af þér og við mun- um reyna að styðja við hann og styrkja af fremsta megni ásamt El- ínu sem saknar þín svo mikið. Að lokum, Valtýr minn, langar mig að skila kveðju frá bræðrum þínum sem eiga eftir að sakna mikið grallaragangsins í þér, það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Eg veit að guð geymir þig þangað til við sjáumst aftur. Við elskum þig öll. Marama, pabbi og bræðumir. Tíminn flýgur áfram og hann teymir migáeftirsér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hverthannfer en ég vona bara að hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas.) Það var eins og tíminn hefði stað- ið í stað þegar ég hringdi heim á laugardag og fékk þær fréttir að Valtýr hefði dáið í bílslysi iyrr um morguninn. Það var margt sem flaug í gegnum hugann. Aldrei hefði mér dottið í hug að síðustu stund- imar okkar saman hefðu verið á ættarmótinu á Amarstapa. Valtýr var alltaf svo hress og skemmtilegur og því margs að minnast. Eins og þegar hann kom heim í skúr til að þvo og bóna bílinn og ég fékk að hjálpa eða var bara að spjalla við hann. Þegar við unnum báðir í Heklu var hann alltaf til í að skutla mér heim eða sækja mig á morgnana þegar mig vantaði far. Á þeim tíma fóram við líka nokkram sinnum saman að flytja búslóðir, annaðhvort hans eða Alla. Við átt- um það líka til ræða um fótbolta en voram ekki alltaf sammála, þar sem Manchester er betra lið en Liver- pool og Fram betra en KR. Það var alltaf mikið stuð þegar bræðurnir komu saman og oft endaði grínið í léttum bræðraslag og þeir sem fylgdust með höfðu alltaf gaman að látunum í ykkur. Eg kveð nú frænda í síðasta sinn. Hvíl þú í friði. Jón Kristinn Valsson. Mig langar að kveðja Valtý, syst- urson minn, með örfáum orðum. Margar myndir líða gegn um hugann frá því við systumar voram með börnin okkar lítil og þau bjuggu hér í Stykkis- hólmi. Ljóshærður fal- legur drengur, blíð- lyndur og bjartur yfirlitum. Jólaball, þar sem hann og dóttir mín, Dagný Erla, leiddust og dönsuðu kring um jólatréð. Einnig myndir úr íþróttunum, þar var áhugi hans mikill bæði í frjálsum íþróttum og körfubolta. En menn eru misheppnir, hann átti oft við meiðsl að stríða og það þarf sterk bein fyrir atorkufullan ungl- ing að þola. Svo flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, en bræðurnir allir áttu sterkar rætur hér heima, ekki síst Valtýr og Alexander sem dvöldu hér oft saman og bundust sterkum böndum og Alli, stóri bróð- ir, var einstaklega góður bróðir. Áð- ur en maður veit af era börnin orðin fullorðin. Þeir bræður áttu því láni að fagna að kynnast yndislegum stúlkum og eignast litla drengi. Enn ein mynd mín sýnir ábyrgðarfulla feður í uppeldinu með synina sam- an. Það var svo gaman að sjá þá í þessu hlutverki. Lífsbaráttan var hafin. Eins og alltof margt ungt fólk þurftu þau Valtýr og Elín að vinna baki brotnu til að koma undir sig fótunum. Okkur er ekki gefið að skilja hvers vegna svona hlutir ger- ast og stöndum eftir með ótal spumingarmerki. En minningamar lifa. Elsku Elín og litli frændi, Al- exander Aron, systir mín, mágur og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk og þrek. Eg sendi einnig hjartans kveðju til Valtýs afa og Rittu. Eg kveð þig elsku frændi með þessari bæn: Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivðmínótt. Æ, virst mig að þér taka méryfirláttuvaka þinnengilsvoégsofirótt. (S. Egilsson.) Unnur Breiðfjörð. Vita skaltu vinur minn fyrirofanhimininn ereinnsemofarölluer sásemgafþérljósið. (Bubbi.) Það er mikið áfall að þú skulir hafa kvatt svona snögglega og þín mun verða sárt saknað. Þú áttir það til að vera skemmtikrafturinn í fjöl- skyldunni og oftast var ekki annað hægt en að hlæja ýmist að þér eða með þér. Það var líka alltaf mikið fjör þegar þið bræðumir komuð saman. Þær era óteljandi minningarnar um einstaklega atorkusaman strák sem aldrei var lognmolla í kringum. Þú þurftir að prófa svo margt og varst ekki lengi að framkvæma hlutina. Sumrin í Stykkishólmi era ofarlega í huga, þegar litla frænka fékk stundum að skottast með frænda og þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni frá morgni til kvölds. Eg var mátulega yngri en þú til að sjá ekk- ert nema stjömur í kringum þenn- an ótrúlega sniðuga frænda. Þú þurftir að þola það að deila herberg- inu með mér og oftast held ég að all- ir hafi verið sáttir nema eitt kvöldið þegar þú lékst þér að því að detta alltaf á frænku þína þegar hún var alveg að sofna og þér fannst það brjálæðislega fyndið en það endaði með að ég svaf frammi á gangi þá nótt. Það var aldrei langt í prakka- rann í þér eða stríðni og hlátursköst þegar þú varst annars vegar. Eg man eftir þér við trommusettið í bíl- skúmum og þú áttir það til að syngja líka, sérstaklega man ég eft- ir Queen tímabilinu þegar þú söngst eitt sumarið „I want to break free“ frá morgni til kvölds. Þar að auki varstu feiknagóður dansari þó varla megi minnast á það. Eg man líka þegar þú missteigst þig svo illa á golfvellinum að ég þurfti næstum því að halda á þér heim en þegar nunnumar vora búnar að líta á ökklann skemmtir þú þér við að hoppa á einum fæti, á veika fætin- um. Þá var alveg nóg fyrir þig að haltra bara hálfan dag. Eða þegai’ við fóram að veiða upp á Hraunflöt með Jóni Bjama og hann manaði þig til að stökkva út í vatnið, þú þurftir ekki að hugsa þig tvisvar um, stökkst fram af kletti og við þurftum að bruna með þig heim ískaldan, vafinn í teppi. Þannig væri lengi hægt að teija og eftir því sem við urðum eldri minnkaði aldursbilið þó þú héldir alltaf áfram að vera mun stærri en ég. Þegar þú fluttir suður átti ég það til að rekast á þig í miðborginni á milli þess sem þú komst reglulega í heimsókn til að þrífa Honduna þína í bílskúmum. Það breyttist síð- an ýmislegt þegar þið Elín eignuð- ust lítinn Alexander Aron og þú óhjákvæmilega fullorðnaðist. Það var frábært að hafa verið með ykk- ur á Amarstapa í sumar og þú varst ekki í vandræðum með að halda uppi fjörinu með söng- og skemmti- atriðum þegar líða tók á nóttina. Mig granaði þó aldrei að þetta yrði okkar síðasta samverastund. Það er ótrálegt að þú skulir vera farinn núna og við eigum ekki eftir að hlæja að brönduranum þínum framar. En þó verður hægt að skemmta sér yfir minningunum um þig og þær era endalausar. Ég mun aldrei gleyma þér og í hugum okkar og hjörtum hfir þú áfram. Guð geymi þig. Þín frænka Hanna Björk Valsdóttir. Með fáeinum orðum langar okk- ur systkinin að kveðja þig, Valtýr frændi. Minningar okkar um þig tengjast flestar Stykkishólmi þar sem við ól- umst öll upp og era það minningar um glaðan og ljúfan dreng og mik- inn prakkara. Þú virtist njóta þess að vera til og gera skemmtUega hluti, ávallt fullur af lífi og fjöri. Þú varst líka alltaf svo hreinskilinn og lést t.d. hiklaust í ljós að þú værir orðinn leiður á mjúku pökkunum frá okkur á afmælunum, enda bílar snemma orðnir í uppáhaldi hjá þér. Það var svo margt svona sem eink- enndi þig og þína hispurslausu framkomu. Að þú sért farinn minnir okkur á að lífið er of stutt til þess að taka því of hátíðlega en umfram allt hve við megum ekki gleyma að lifa fyrir hverja stund eins og þú varst dug- legur að gera. Eftir að við urðum öll fullorðin og fóram út og suður minnkuðu tengslin okkar á milli og þ.a.l. höfum lítið kynnst Elínu þinni og fallega drengnum ykkar honum Alexander Aroni. Við biðjum góðan Guð að vernda þau og styrkja í sorginni. Elsku Marín og Helgi, Helgi Björgvin, Alexander, Jón Bjami og fjölskyldur ykkar, Guð veri með ykkur. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Pað er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Sb.1886-B.HaHd.) Þorgrímur, Jóhanna, Dagný Erla og Elísa. Elsku Valtýr minn, þú sem fórst svo snögglega frá okkur. Ég er bara alls ekki tilbúin til þess að segja bless, ég elska þig svo mikið, ástin mín. Ég skil ektó af hverju þetta þurfti að gerast. Ég get ekki fundið nein orð til að lýsa sorg minni. Ég er búin að vera rifja upp gamlar, nýjar og bara góðar minningar um þær stundir sem við áttum saman og ég brosi í gegnum tárin. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. En mér finnst það bara ektó nóg. Ég er rosalega þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman en þetta var bara allt of stuttur tími. Ég sakna þín svo mikið. Ég trái ekki að þetta sé að gerast, þú ert svo lifandi í huga mínum. Mér fynnst svo sorg- legt að Alexander Áron fái ekki að kynnast þér betur, glettni þinni, góða skapinu og þínu góða hjarta- lagi. Þið áttuð bara rámlega þrjú ár saman, sem er svo stuttur tími. Ég vildi að ég gæti snúið tímanum við, elsku ástin mín. Það er erfitt að út- skýra fyrir honum að þú komir ekki aftur, hann saknar þín svo mikið og hann skilur bara ekki að Guð geti ektó lánað þér vængina sína og leyft þér að koma niður aftur. Hann vill að þú kúrir hjá sér eins og venju- lega og kyssir hann. Honum finnst svo erfitt að geta ekki séð þig. Elsku ástin mín, ég ætla að gera mitt besta til að styrkja hann í sorg sinni og hjálpa honum að minnast þín. Láttu þér líða vel, elsku ástin mín. Ég veit við hittumst aftur og ég hlakka svo til, en hvíldu þig nú vel, elskan, þar til við hittumst aft- ur. Þín Elín. Elsku Týri. Ég kynnist þér ektó almennilega fyrr en ég flyst suður í nokkra mánuði. Þar kynnist ég þér, þessum líka frábæra strák. Alltaf brosandi, hress og skemmtilegur. Þú lést alltaf taka vel eftir þér. Það lýstist upp herbergið þegar þú varst sestur niður og byrjaður að tala. Ég minnist þín sem góðs fé- laga og trausts vinar sem alltaf var til staðar þegar maður þurfti á að halda. Þú munt ávallt eiga góðan stað í hjarta mínu og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég vil votta fjölskyldu hans, El- ínu og syni þeirra, vinum og kunn- ingjum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Og bið ég Guð um að styrkja þau í þeirra mitóu sorg. Takk fyrir tímann sem með þér áttum. Tímann sem veittí birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram. Lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góða vætti. Góða tíð yfir kveðjuna hér. Þinn orstír mun Éa um ókomna daga, Indælar minningar í hjarta okkar ber. Þinn vinur Sigurður Ámason. Lífið er fljótt að breytast, mamma þín hringir og segir okkur að það hafi orðið slys og að þú sért dáinn. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann er brosið þitt, hláturinn og stríðnin sem þú áttir í svo ríkum mæli, stundum kannski of, en í dag er maður feginn því vegna þess að það gerir minningamar ennþá meira lifandi og skemmtilegri. Ann- að einkennið var góðmennskan en þú varst ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd. Gaman var að fylgjast með þegar þið Eh'n fórað að vera saman og eignuðust Alexander Aron, þá kom í ljós hversu mikill pabbi þú varst. Við skiljum betur í dag hvað þér lá oft mikið á og hvað þú þurftir að prófa margt en þér var ekki ætlaður langur tími. Eftir stöndum við og það eina sem við getum gert er að reyna að styðja Elínu, Alexander Aron, for- eldra, bræður og fjölskyldur í þess- ari mitóu sorg. Minningin um þig mun lifa. Inga Dóra, Valur og Kjartan Óli. í dag er til moldar borinn Valtýr M. Helgason. Ung hetja sem okkur finnst falla alltof snemma en hlut- verki hans í þessu lífi hefur eflaust verið lokið. Hann minnti um margt á hetjur íslendingasagna, drengur góður, hár og limamjúkur, fríður sýnum, eygur vel og lokkableikur. Orrastur sínar háði hann ekki með vopnum, heldur beittum orðum sem byggðu á réttsýni og heiðarleika og óbeit á falsi og ranglæti. Hann hafði stórt hjarta og tilfinningaríka sál. Mætti oft erfiðleikum með kald- hæðni en kunni vel að gleðjast með glöðum og kímni hans og glettni létti marga lund. Valtýr á stóran frændgarð og óx upp í því góða skjóli. Eldri kynslóð- in brosti stundum og hristi höfuðið yfir hvatvísi æskunnar en sú yngri leit upp til hans og fann að þar var traustur og góður frændi sem aldrei mundi líta til hliðar, ef á honum þyrfti að halda. Sá þroskahefti sagði að hann væri vinur sinn, þau hin sögðu með stolti, Valtýr er frændi minn. Því era mörg hjörtu döpur í dag, en einnig þaktóát fyrir að hafa átt hinn unga víking sem samferðamann, þótt um of stuttan tíma væri. Foreldram hans, Helga og Ma- rín, sendum við innilegar samúðar- kveðjur sem og bræðram hans, Jóni Bjarna, Alexander, og Helga Björgvini. Geta nokkur samúðarorð huggað unnustu hans, Elínu, sdm hefur misst svo alltof mikið, sverð sitt og skjöld, eða litla gullmolann þeirra, hann Alexander Aron? Þetta yndislega bam sem kvöldið fyrir slysið kvaddi föður sinn með orðunum: „Ég elska þig, pabbi.“ Elsku mæðgin, við biðjum algóð- an Guð að styrkja ykkur og hugga í þessari mitóu sorg og missi. Hver lítíl stjama, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himininn sjálfúr skapar. Hvert lítíð blóm, sem Ijósinu safnar, er Ijóð um kjamann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð um sönginn, sem aldrei þagnar. (D.St) Ingvar og IngS?' Ég varð eins og sleginn yfir fregnunum á laugardaginn; Týri æskuvinur minn og skólabróðir er dáinn og eftir stendur maður orð- laus og lamaður. Sjálfkrafa rifjast upp þær ófáu stundir sem við félag- amir brölluðum eitthvað saman í Hólminum, tveir litlir guttar í „nýja hverfinu" eins og þá var kaUað. Þegar við urðum eldri breyttist brallið yfir í verslunarmannahelgjV í Eyjum, fjöragt tvítugsafmæli á Skildi og fleira í þeim dúr. Ég minn- ist sérstatóega sumarsins sem ég hálfpartinn bjó hjá Týra og Alla út ágústmánuð og fram í september. Þetta var sumarið eftir bílslysið sem við Týri lentum báðir í, en kom- umst þó heilir út úr eins og fleiri. Þessar vikur skildu eftir sig margar skemmtilegar minningamar og þær hef ég mikið rifjað upp síðustu daga. Og þó að leiðir okkar félag- anna hafi aðskilist meira þegar við urðum eldri, varð bilið þó aldrei meira en svo að ekki fengi maður fréttir af Týra í gegnum gamlan vinahóp eða bræður hans, Helga og Alla, sem báðir vora samtímis mér í Iðnskólanum. En nú er komið stórt skarð í gamla vinahópinn og við eram mörg sem finnum sárt til söknuðar yfir vinamissinum, hópurinn verður ekki eins án Týra. Bekkjarbróðir- inn sem hóaði okkur strákunum saman fyrir 2 áram og sá til þess að við hittumst og skemmtum okkur stórkostlega frameftir nóttu, er nú sá bekkjarbróðir sem við kveðjum. En eftir standa margar minning- amar og það aðeins góðar minning- ar. Ég kveð þennan æskuvin okkar með miklum söknuði, en minning- amar um góðan vin og félaga mun ég ávallt varðveita með mér. For- eldram, bræðram, unnustu, syni og öðram vandamönnum Valtýs vobta ég mína innilegustu samúð. Óðinn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. f VALTYR MAGNUS HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.