Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
un í fjölskyldusamkvæmum. Hann
kunni líka að tala við okkur smáfólk-
ið. Hann minntist stundum á það, að
hann myndi enn hversu ábúðarfull-
ur ég hafði verið, þegar stóratburð-
ur gerðist í húsi afa míns og ömmu.
Ég kom á fund Indriða og tilkynnti
honum með alvöruþunga og var
mjög skýrmæltur: „Veiztu, það
SPRAKK í Hellusundinu." Já, sá
I stóratburður hafði gerst, að það
I hafði sprungið hitaveiturör í kjallar-
anum hjá prófessor Ágústi og ömmu
Sigríði. Þvílíkur stóratburður í
þessu stórhýsi. Ég mátti til að segja
Indriða frá þessu og hann hlustaði
með athygli, eins og hann vissi auð-
vitað ekkert um málið!
Indriði var Mýramaður og frændi
Sveins B. Valfells. Þar í gegn koma
kynni mín af honum, bæði fom og
ný. Indriði var mikilvirkur húsa-
| smíðameistari um árabil og reisti
| margar stórbyggingar ásapt ara-
P giláa smærri mannvirkja. Ég man,
að hann byggði til dæmis Hótel
Sögu og Fiskifélagshúsið, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Svo byggði hann Indriði líka sum-
arhús eitt í Haukadal og með því
gufubað og vatnsveitu sem lá frá
rauðvínstunnu á stokkum og því
engu öðru vatni líkt. Auk þessa
fagra brú með handriði á hið mikla
| fljót Kaldalæk, sem þar rann. Engin
Imannvirki hef ég síðan séð, sem hafa
orkað meira á mig en þau sem þar
vom reist. Indriði Níelsson var í
huganum smiðminn mikli, sem hafði
komið með umgjörð töfranna inn í líf
smáfólksins.
Árin líða og einn dag er snáðinn
nýfarinn að vinna hjá Steypustöð-
inni hf. Hann er látinn teikna marg-
hólfa þró fyrir úrgang. Þetta er heil-
mikið mannvii-ld og auðvitað er
| teiknikúnstin ekki upp á marga
| fiska. Hann er tíu ára stúdent einn
I daginn og það er farin hefðbundin
rútuferð á Þingvelli með fótbolta og
fleira. Á virkum degi er kæruleysið
þá! Morguninn eftir hringir síminn
klukkan átta. Indriði er í símanum.
ÚFF-ARGHH. „Viltu koma héma
og skýra teikningamar út fyrir
smiðunum.“ Æ, ó, ó! það er eiginlega
spmngið í heilasundinu. Seinna?
„Heyrðu, vinnur þú ekki héma?“
segir þá Indriði með þeirri hægð,
Isem enginn snáði stendur gegn.
Málið er afgreitt og náð í leigubfl.
Síðar áttum við Indriði eftir að
byggja margt saman eftir teikning-
um, sem ég gerði með leiðsögn hans.
Það var ómetanlegur skóli að njóta
handleiðslu svo reynds manns.
Seinna, þegar hann var hættur dag-
legum rekstri Trésmiðjunnar, fór
hann að smíða margskyns innrétt-
ingar, bæði fyrir mitt heimili og fyr-
| irtækið okkar, þar sem við sátum
Ibáðir lengi í stjómarembættum.
Auk þess að hafa meistaraumsjón
með mörgum byggingum, sem ég
kom nálægt. Alltaf mátti treysta
ráðleggingum Indriða. Ég man sér-
staklega þegar hann fór með
tommustokkinn með mér út á pall-
inn á skrifstofunni, sem var fremur
lítið glæsileg í þröngu húsnæði. Þar
steig hann upp ímyndaðan stiga,
mældi fyrir honum og sá fyrir sér
hvemig hér mætti byggja stigahús,
II sem myndi tengja saman neðri hæð-
Pina og hæð, sem byggja ætti ofan á
gamla húsið. Þetta hafði verið mér
hulið. Allt þetta varð og Indriði lagði
þar á hug og gjörva hönd.
Það er eiginlega langt örskot síð-
an við voram í sjötugsafmæli Indr-
iða niðri í Tjamarkaffi. Þar flutti
Þorbjöm í Borg snjalla ræðu og
sagði frá hvernig Indriði smíðaði
húsið hans á Flókagötunni. Ekki
nóg með það, að hann skilaði húsinu
dúklögðu og máluðu með lyklunum í
Ískránni heldur smíðaði hann allar
innréttingar líka og klykkti svo út
með því að smíða hjónarúmið. Þann-
ig voru alvöra byggingameistarar í
gamla daga, sagði Þorbjöm. Þeir
luku verldnu.
Við bræður fórum á laxveiðar
saman með Indriða. Indriði kunni
manna best á laxinn og reyndi að
kenna okkur byrjendunum. Laum-
ast að hylnum og passa að lædnn sjái
þig ekki. Barasta öngulinn á línunni
É með einum maðki. Fíra þessu var-
P lega í strauminn og finna laxinn með
tveimur fingram. Þetta kunni Indr-
iði og dró marga laxa meðan aðrir
fengu ekki neitt. Enn veiðum við
bræður best, þegar við minnumst
þessara kennslustunda. Við köllum
þetta okkar á milli að nota „einfald-
an Indriða".
Indriði Níelsson var með glæsi-
legri mönnum, fremur hávaxinn og
samsvaraði sérvel. Mikilleitur í and-
liti og vel eygður. Nefið nokkuð hátt
og hakan myndarleg með Péturs-
spori. Hærður vel og svo höfðingleg-
ur í allri framgöngu, að allir ókunnir
myndu hafa tekið eftir honum í
margmenni. Svo var hann hlýr og
einstaklega skemmtilegur í orðræðu
sökum minnis og fróðskapar. Bund-
ið mál var honum ofarlega í sinni og
var ágætlega hagyrtur sjálfur, þó að
hann flíkaði lítt. Hann var gæfumað-
ur í einkalífi sínu, kvæntur mikilli
ágætiskonu, Ingu Hoffmann, sem
jók enn á glæsileik hjónanna þar
sem þau fóru saman. Saman eignuð-
ust þau 6 böm, sem lifa gjöfulu lífi
utan einn sonur, sem fórst af slysför-
um eina nýái’snótt fyrir margt
löngu.
Gamall maður kveður eftir langt
og heilsuhraust líf. Vinmargur að
leiðarlokum, umvafinn samhentri og
glæsilegri fjölskyldu. Verkin hans
blasa við og bera meistaranum vitni.
„Var það eitthvað fleira fyi-ir yð-
ur?“ spurði búðanneistarinn með
hægð í gamla daga. Er það ekki hin
æðsta lífshamingja, að standa
frammi fyrir hinum hinsta meistara
og hafa fengið langan tíma til þess
að muna eftir erindinu? Líka hinum
smærri þáttum þess, sem kunna
samt að skipta mestu máli fyrir
snáðana sem eru þér samferða.
Halldór Jónsson verkfr.
í nokkram orðum vfljum við
minnast afa. Alltaf hefur afi Indriði
verið einn af föstu punktunum í til-
veru okkar, hann var traustur og
sterkur persónulefld. Okkur syst-
kinunum eru mjög minnisstæðar
þær stundir sem við áttum á Flóka-
götu hjá afa og ömmu þegar við vor-
um yngri. Endalaust var hægt að
leika sér úti um allt hús og þegar átti
að bregða sér út var farið annað-
hvort út á Miklatún eða bara í „hús-
sandkassann“ bak við hús. Afi sá svo
yfirleitt um að fara með okkur í
göngutúra þegar þetta tvennt brást.
Þegar við urðum eldri var mjög
notalegt að koma niður á Flókagötu,
fá lánaða Laxnessbók og ræða kveð-
skap við afa. Úr þeim branni var
endalaust hægt að ausa hjá afa,
hann kunni ótal kvæði og Ijóð sem
hann fór með og hreif hlustandann
um leið með sér í annan heim, ann-
aðhvort heim rómantíkur og
drauma eða raunsæis og napurleika
eftir því sem efnistök ljóðsins voru.
Fram undir síðasta dag vora þau
eitt af því sem glöddu hann ómælt.
Afi var hörkuduglegur maður og
fyrir honum vora fáar hindranir tfl
staðar, allt var hægt að leysa. Tfl
marks um það era mýmargar bygg-
ingar úti um alla borg sem afi hafði
verið byggingarmeistari að. Ein-
hvern tíma fannst okkur systkinun-
um að afi hefði hreinlega byggt öll
húsin í borginni og voram við ákaf-
lega stolt af því. Fyrir afa var það
mikilvægt að vera duglegur, vinnu-
samur og vandvirkur, enda sagði
hann oft; „það er munur á fúskara
og fagmanni“. Hann var fljótur að
sjá hvar höndum hafði verið kastað
tíl og lét þá skoðun sína yfirleitt í Ijós
þannig að viðkomandi lærði af mis-
tökum sínum. Okkur systkinunum
eru mjög minnisstæðar stundimar
sem við eyddum með pabba niðri á
trésmíðaverkstæðinu hans afa. Okk-
ur fannst þetta stærsta trésmíða-
verkstæði í heimi og vélamar líktust
ýmist skriðdrekum, kafbátum eða
bflum sem vora þá endalaus upp-
spretta leikja og ævintýra.
Þegar við systkinin hittum fólk á
fömum vegi og það fer að spyija
okkur hverra manna við séum og í
ljós kemur að við erum afkomendur
Indriða og Ingunnar mætir maður
hlýju viðmótí hjá þeim sem eitthvað
þekkja til þeirra. Á þennan hátt bú-
um við afkomendur afa og ömmu
endalaust að öllu því sem þau hafa
gert um ævina, sem undantekninga-
laust virðist hafa verið gert af dugn-
aði, eljusemi og nægjusemi sem við
unga fólkið mættum læra mikið af.
Á stundum sem þessum finnum
við systkmin fyrir því hvað það er
gott að eiga stóra samheldna fjöl-
skyldu þar sem hver styður annan.
Afi, þú átt þér þinn stað í hjarta
okkar systkinanna sem aldrei verð-
ur tekinn og heilræði þín lifa í hug-
um okkar svo lengi sem við lifum.
Við vitum líka að þannig ert þú alltaf
með okkur.
Elsku amma, missir þinn er mik-
ill, þú ert sterk og við eram ákaflega
stolt af þér. Megi Guð styrkja þig á
þessari stundu.
Þei.þeiogró.
Þögn breiðist yfir allL
Hnigin er sól í sjó.
Sofþúíblíðriró.
Viðhöfumvakaðnóg.
Værðar þú pjóta skalt
Þei.þeiogró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson.)
Hallgrúnur D. Indriðason
og Guðrún Indriðadóttir.
Nú er hann afi dáinn. Þegar mér
barst það fyrst tfl eyma skutu sér
upp kærar minningar tengdar afa í
stríðum straumum. Þetta var furðu-
leg tilfinning. Það var sem ég ferð-
aðist inn í sjálfstæðan hugarheim
þar sem ég sveif um og fylgdist með
atburðum fortíðaiinnar.
Þar sá ég fyrir mér lítinn dreng í
aftursætinu á bifreið þar sem hann
þeystist um á holóttum sveitavegi.
Eldri maður hélt um stýrið, ábyggi-
legur á svip og tottaði ákaft pípu.
Úff, ætlum við aldrei að komast á
leiðarenda, hugsaði ég með sjálfum
mér. Mér var orðið óglatt. Hvað, fær
hann borgað fyrir þessar pípu-
reykingar? „Amma, viltu nokkuð
opna gluggann?" sagði ég lágradd-
aður og í þeirri andrá leit afi á mig
og sá hvað ég var orðinn fölur á svip.
Hann drap þá í pípunni og sagði:
, Já, svona litlir drengir eins og þú
hafa kannske ekki gott af svona
pípureyk en þetta nærir andann og
er hollt fyrii-... Ég missti athyglina
og horfði út um gluggann og reyndi
að halda haus. Afi hélt áfram að tala
um hollustu pípureykinga þar til
hann tók eftir því að ég var sofnaður.
Ég sveif áfram. Þar sá ég aðeins
stálpaðri dreng í heimsókn hjá afa
sínum og ömmu. Hann sat undir
ljóðalestri afa síns i stofunni þar sem
stóra jólatréð var alltaf staðsett í öll-
um jólaboðunum sem ávallt var hald-
ið á annan í jólum. Hvar er amma,
hugsaði ég með sjálfum mér. Ég
gerði mér grein fyrir þvi að Ijóð ættu
ekkert upp á pallborðið hjá mér. Á
ég að segja afa frá því? Meðan ég
veltí þessu fyrir mér var hann búinn
að þylja yfir mér nokkrar vísur. Allt í
einu spyr hann mig: „Finnst þér
þetta ekki fallegt hjá honum Ein-
ari?“ ákaflega snortinn eftir tflþrifa-
mikinn ljóðalestur. „Ha, jú jú,“ sagði
ég frekar óöraggur með sjálfan mig.
I þeirri andrá kallaði amma fram til
okkar að kaffið væri til og við það var
ég rokinn inn í eldhús.
„Hvað er að sjá umgengnina hjá
SJÁBLS.55
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Svcrrir Olsen, Sverrir Eínarsson,
útfararstjori útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
t
Elskulegur afi okkar og langafi,
EYÞÓR STEFÁNSSON
tónskáld,
Fögruhlíð,
Sauðárkróki,
er lést miðvikudaginn 3. nóvember á Sjúkra-
húsi Sauðárkróks, verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. nóvember
kl. 14.00.
Eyþór Einarsson, Ásgerður Gísladóttir,
Sigríður Einarsdóttir, Óli Páll Engilbertsson,
Atli Stefán Einarsson, Ingunn Helgadóttir,
Auðunn Einarsson
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og ómetanlega
hjálp vegna andláts og útfarar
SIGVALDA J. DAGSSONAR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný, Vigdís, Arnfríður
og barnabörn.
r*r
t
Pökkum þeim sem sýndu okkur samúð vegna
andláts og útfarar sonar okkar,
GUNNARS HAFSTEINS MAGNASONAR.
Sigríður Elíasdóttir, Eiríkur Valdimarsson
og fjölskylda.
Lokað
Tilkynning frá skattstjóranum í Reykjavík
Vegna jarðarfarar ÆVARS ÍSBERG, fyrrum vararíkisskattstjóra,
verður embætti skattstjórans í Reykjavík lokað þann 12. nóvem-
ber 1999 frá kl. 13.00-15.30.
Skattstjórinn í Reykjavík,
Gestur Steinþórsson.
Lokað
vegna jarðarfarar ÆVARS HRAFNS ISBERG, fyrrverandi vara-
ríkisskattstjóra, eftir hádegi í dag, föstudaginn 12. nóvember.
Ríkisskattstjóri.
Lokað
Lokað verður í dag, frá kl. 13.00—15.00, vegna jarðarfarar
ÆVARS ÍSBERGS, fyrrverndi vararíkisskattstjóra.
Skattstofa Reykjanesumdæmis,
Suðurgötu 14,
Hafnarfirði.
LOKAÐ
Vegna útfarar ÆVARS (SBERG fyrrverandi vararíkisskattstjóra
verður embættið lokað frá kl. 13.00—15.00.
Skattrannsóknarstjóri ríkisins.
ifllálál aá jjDíjduiU
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúðleg þjónusta sem byggir á langrí reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
'wkMMþ