Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 55^ MINNINGAR INDRIÐINÍELSSON þér strákur," hreytti af! út úr sér þegar ég var loksins búinn að mála alla gluggapóstana fyrir hann í kjallaranum hjá Gunnsa en þar geymdi hann vélarnar sínar eftir að hann hætti með trésmíðaverkstæð- ið og var með smá vinnuaðstöðu. Ég sá mig auman og reyndi að malda í móinn árangurslaust. „Þú verður að ganga vel frá eftir þig strákur.“ Og þar við sat. Afram hélt ferðin og sá ég fyrir mér þegar ég var að lesa fyrir stú- dentspróf. Ég sat með afa og ömmu í stofunni og reyndi hvað ég gat til að halda athyglinni að námsefninu. Amma var að leggja kapal og afi var að lesa, eflaust einhver ljóð. Ég var hins vegar alveg við það að sofna. Afi fylgdist vökulu auga með mér og sá til þess að ég væri við lestur. „Ungir menn eiga ekki að sofna yfir bókum, hvað þá námsbókum sínum og ef að menn eru í námi er mikil- vægt að þeir standi sig,“ sagði hann við mig til að halda mér við efnið. Það sama gilti greinilega ekki um hann því stuttu eftir að hann sagði þetta umlaði hann um að á sig sækti svefn og sofnaði stuttu seinna í stólnum við hliðina á mér. Minningarbrotin héldu áfram að sækja á mig og veittu mér mikla gleði en um leið söknuð. Söknuð með manni sem kenndi mér eitt og annað um lífið og tilveruna. Hann lifði góðu lífi og heldur áfram að lifa innra með mér þar til ég hitti hann aftur. Guð gefi okkur öllum styrk á þessari stundu og þá sérstaklega til þín, amma. Indriði Freyr Indriðason. Látinn er Indriði Níelsson, bygg- ingameistari, 86 ára að aldri. Kynni okkar hófust er ég byrjaði að læra húsasmíði undir hans leið- sögn árið 1947. Það var stór hópur sem lærði og vann að byggingum hjá Indriða á þessum tíma. Tengd- umst við margir sterkum vináttu- böndum, en nú eru margir horfnir yfir móðuna miklu. Ég sótti iðnskólanámið á kvöldin jafnframt því, sem að ég vann hjá Indriða. Arin urðu níu, sem ég vann há honum allt í allt. Heimili Indriða og Ingu, konu hans, stóð okkur allt- af opið. Ofáa kaffibollana drukkum við þar ásamt ýmsu góðgæti sem alltaf var á boðstólum. Indriði var glæsilegur maður og góður stjómandi og ríkti góður vinnuandi hjá mönnum hans. Hann kunni að halda uppi glaðværð á vinnustað á meðal manna sinna. Um verk Indriða þarf ekki að fjölyrða, þau sjást víða um bæinn, t.d. Fiskifélagshúsið, hús Halldórs Jónssonar, arkitekts við Ægisíðu, hús Ottars Ellingsens einnig við Ægisíðuna. Það hús er nú búið að friðlýsa. Með þessum fátæklegu orðum viljum við hjónin senda konu hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur og þakklæti fyrir liðnar samverustundir. Inga og Ásmundur. Kveðja frá Lionsfélögum Við félagarnir kveðjum nú Indr- iða Níelsson, mætan mann með sterkan persónuleika. Hann gekk til liðs við Lionsklúbbinn Ægi í apríl 1965. Á þeim árum aðstoðaði klúbburinn Sesselíu Sigmundsdótt- ur við uppbygginguna að Sólheim- um í Grímsnesi. Flestir félagar í klúbbnum voru kaupsýslumenn og var mikill fengur fyrir klúbbinn að fá fagmann í hópinn, en þá var verið að byggja matsal og eldhús við gamla húsið frá 1930. Þá, og á næstu áratugum, var klúbburinn með ýmis verkefni á Sólheimum og var Indriði ávallt tilbúinn að fara austur, ýmist til að vinna sjálfur eða miðla af áratuga reynslu sinni sem byggingameistari. Hann var fljótur að átta sig á aðalatriðum mála og— tjáði sig umbúðalaust á sinn hóg- væra hátt og ráð hans voru ávallt hollráð sem farið var eftir. Þegar menn hittast reglulega yf- ir veturinn á fundum um áratuga skeið myndast sterk vináttubönd en hugur félaganna beindist að líknarmálum og þó aðallega að hög- um heimilisfólksins að Sólheimum í Grímsnesi. Indriði Níelsson var traustur félagi og var hans sárt saknað þegar hann hafði ekki leng- ur heilsu til að vera með okkur, en orðstír hans deyr aldrei. _ Kæra Ingunn, Guð blessi þig og^* fjölskyldu þína. Við félagarnir sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Lionsklúbbsins Ægis, Tómas Grétar Olason, formaður. KUSGAGraAHOLLIN -þegar þú cUí tofa i t'í m-Seykiavik Srnú 510 8000 IDtGRAMD LYFTJDÝNA Lúxusdýna med eiiwtaka eiginleika. Böistraóur nækkan- ieguf botn Rafsíýrð stiiliog við nofða- og fótalag. B90 v 1200 s.m, 273 Potketfjaðrir a fgmietra. Dýnunni má snitívyid. Sterkt. vatt- stuncsiðkaklæd! sem hægt er ao þvo vto ö0' MeiðaKvfttdýna og dynuhemiý fylgja Lyftu upp tilverunni Lyftidýnurnar frá Húsgagnahöllinni eru góð lausn til að fullkomna hvíldina. Þær aðlaga sig að þínum þörfum. Þú getur stillt höfða- og fótalag að eigin ósk, þannig að líkaminn hvílist og endurnærist. Njóttu lífsins útsofin og hvíld. FUIMDIR/ MANNFAGNAÐUR Laugardaginn 13. nóvember Laugardaginn 13. nóvember kl. 10.30 veröur Þuríður Jónsdóttir formaður FFK gestur á létt- spjallsfundi. Fundarstaður Hverfisgata 33,3. hæð. Félagar fjölmennið. Framsóknarfélag Reykjavíkur. L. ATVINNUHÚSNÆÐI rz= Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu á svæði 103,105 eða 108 Gott skrifstofuhúsnæði óskast til leigu ca 60—100 fm. Aðkoma þarf að vera snyrti- leg. Ekki nauðsynlegt að aðstaða sé stúkuð niður. Þarf að vera laust fljótlega. Vinsamlega hringið í síma 896 8882. Tll_ SÖLU Innréttingar til sölu Allar innréttingar í Silfurbúðinni eru til sölu. Upplýsingar í síma 568 9066 frá kl. 14.00-17.00 daglega. Verksmiðja til sölu Til sölu er glugga- og hurðaverksmiðja í Reykja- vík. Unnið er með álprófíla. Góður lager. Mikil verkefni framundan. Traustir og áhugasamir kaupendur hafi samband í síma 893 1121. Söluturn til sölu snyrtilegur og vel staðsettur. Yfir 20 millj. kr. ársvelta. Góð rekstrarafkoma. nfm. ehf., Hafnarstræti 20, sími 552 5000. SMAAUGLYSIINIGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 18011128'/2 = 9 III* Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I.O.O.F. 12 = 180111281/2 = 9.III. Aðalstöðvar KFUM og KFUK Holtavegi 28 Lofgjörðarvaka verður á föstudagskvöld klukkan átta í húsi KFUM og K við Holta- veg 28. Efni: „Sing Out!" — Tón- leikar með Ron Kenoly. Mynd- band frá tónleikunum verður sýnt á stórum skjá i aðalsal húss- ins. Stórkostleg tilbeiðsla og söngur. Allir velkomnir! Kristniboðssambandið. I kvöld kl. 21 heldur Karl Sig- urðsson erindi: „Getur maður- inn breyst?" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræð- um, kl. 15.30 í umsjón Karls Sigurðssonar: „Brot úr fræðum Blavatsky". Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 18. nóv- ember kl. 20.30 í umsjá Bjarna Björgvinssonar: „Hin mildiríka návist". yf 1 Áfimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin endurgjaldslaust. Stjörnuspá á Netinu mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.