Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 t*---------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tæplega 7000 kennarar sameinast DAGANA 11. til 13. nóvember verða Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Islands sameinuð í .^pýju _ Kennarasamb- andi Islands. Með því sameinast tæplega 7000 grunn- og fram- haldsskólakennarar í einu sambandi sem tekur til starfa 1. jan- úar árið 2000. Með sameiningunni má segja að 20 ára ferli sé loksins lokið. Pessi félög urðu til við sameiningu fjögurra félaga árið 1979 og 1980 og þá má segja að ferlið hafí byrjað. Eiríkur Jónsson samband framhalds- skóla-kennara sem sameinuðust í Kenn- arasambandi Islands. Reyndar höfðu bæði þessi félög breytt um nöfn skömmu fyrir sameininguna en þau nöfn lifðu stutt. Fyrsti formaður KI var Val- geir Gestsson. I Landssambandi framhalds-skólakenn- ara voru einkum kenn- arar í unglinga- og gagnfræðaskólum en í Sambandi íslenskra barnakennara einkum Kennarar HÍK stofnað Árið 1979 sameinuðust Félag Tienntaskólakennara og Félag há- skólamenntaðra kennai’a í Hinu ís- lenska kennarafélagi. Stofnfundur- inn var haldinn 21. janúar og sat það 41 kennari. Fyrsti formaður HÍ K var Jón Hnefíll Aðalsteinsson. í Félagi menntaskólakennara voru, eins og nafnið bendir til, upp- haflega kennarar í menntaskólum og síðar Verslunarskólanum og fjölbrautaskólunum sem urðu til á 8. áratugnum. í Félagi háskóla- menntaðra kennara voru háskóla- ^enntaðir kennarar í öðrum skól- um, svo sem iðnskólum og gagnfræðaskólum. Þegar við stofnun félagsins var stefnan sett á frekari sameiningu kennara. I annarri grein laganna frá 1979 segir meðal annars um tilgang félagsins: „Að hafa sam- starf við önnur kennarasamtök inn- anlands og utan og vinna að víð- tækri sameiningu kennarastéttarinnar." KÍ stofnað I maí árið 1980 voru önnur tvö fé- lög sameinuð. Þau voru Sam-band íslenskra barnakennara og Lands- Vilt þú fara vel með PENINGANA þína ? ? ? Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á fslandi Sameiningin, segir Eiríkur Jónsson, var því samþykkt með miklum meirihluta. kennarar á yngri barnastigi grunn- skólans. Eitt sérkenni á SIB var að einungis þeir sem höfðu kennslu- réttindi fengu inngöngu í félagið. I markmiðslýsingu hins, KI, var einnig að fínna ákvæði um frekari sameiningu kennara eins og í fyrstu lögum HÍK. Það má því með /ullum rökum segja að stofnun HIK og KÍ árin 1979 og 1980 hafí verið fyrstu skrefin í sameiningarferli grunn- og framhaldsskólakennara. Og síð- asta skrefið í því ferli verður stigið í nóvember 1999. Tilraun sem mistókst Um miðjan 8. áratuginn var gerð tilraun til sameiningar félaganna. Fyrir lágu drög að lögum. Efnt var til allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu meðal félagsmanna HÍK. Sameining var samþykkt með 54% gegn 46%. Það var mat þáver- andi stjómar HIK að meirihlutinn hefði verið of naumur til að gerlegt væri að ganga til sameiningar. Ekki fór fram atkvæðagreiðsla inn- an KI en ljóst var að sameiningin var farin út um þúfur. Þar með var sameiningunni sleg- ið á frest. Samvinna félaganna næstu árin var að mestu fólgin í sameiginlegri blaðaútgáfu en þau gefa út Kennarablaðið og Ný menntamál. Aukin samvinna félaganna Á 10. áratugnum jókst samvinna kennarafélaganna á ný. Þau hófu meðal annars samstarf í skólamál- um sem hófst með sameiginlegum fundi skólamálahópa félaganna árið 1994. Kjaramálahópar félaganna hófu einnig samstarf og árið 1995 gerðu Hið íslenska kermarafélag og Kennarasamband Islands sameig- inlegan kjarasamning fyrir grunn- og framhaldsskóla og hafa gert svo síðan. Stjórnir og kjaramálahópar fé- laganna funduðu í Hvalfirði vorið 1996 og samþykktu ályktun um að stefna að -sameiningu félaganna. Allar götur síðan hefur verið unnið að sameiningu sem nú er að komast í höfn. Afgerandi úrslit Félagar beggja félaganna sam- þykktu sameiningu í allsherjara- tkvæðagreiðslu í mars sl. á grund- velli draga að lögum sem lágu fyrir. Lagadrögin og önnur gögn sem varða sameininguna eru á heima- síðum kennarafélaganna. Stjórnimar settu skilyrði um 60% þátttöku og að 60% þeirra sem greiddu atkvæðu yrðu að vera sam- þykk. Þátttaka var geysimikil. 81,7% félagsmanna í Kennara- sambandi Islands greiddu atkvæði og 75,8% í Hinu íslenska kennara- félagi. Af þeim sem afstöðu tóku sögðu 80,8% Kennarasambandsmanna já og 75,6% félaga í Hinu íslenska kennarafélagi. Sameiningin var því samþykkt með miklum meirihluta. Samband félaga Sex félög munu starfa innan hins nýja Kennarasambands íslands. Þau eru Félag framhaldsskóla- kennara, Félag grunnskólakenn- ara, Félag stjómenda í framhalds- skólum, Skólastjórafélag íslands, Félag tónlistarskólakennara og Fé- lag kennara á eftirlaunum. Samkvæmt drögum að lögum fé- laganna er hlutverk þeirra að fara með málefni félagsmanna sinna, til dæmis að efla faglega umræðu og gera kjarasamninga. Hlutverk Kennarasambands Is- lands er að fara með sameiginleg málefni allra kennara. Öflugt félag Ekki er að efa að þessi sameining mun sjást í verki þar sem samein- aðir grann- og framhaldsskóla- kennarar verða betur í stakk búnir til að sinna hagsmunamálum sín- um, jafnt þeim sem snúa að kaupi og kjöram, faglegum málefnum og uppbyggingu skólakerfis á Islandi sem og þeim sem varða hagsmuni allra launamanna. Þá verður samstarf kennara á ól- íkum skólastigum auðveldara og er það í góðu samræmi við áherslur nýrrar námskrár um samfellu í skólastarfi. Höfundur er kennari og ritstjóri Kennarablaðsins UMRÆÐAN und- anfarið í fjölmiðlum um klám og nektar- dansstaði vakti með mér vonir um að við væram loks að vakna af dvalanum og tilbúin að skera upp herör gegn hverskyns kyn- ferðisofbeldi En svo kom dómur Hæsta- réttar frá 28.10. sl. Mér fannst eins og við værum aftur komin á byrjunarreit. I þess- um dómi er faðir sýkn- aður af því að hafa beitt dóttur sína sifja- spellum um árabil. Máltækið segir að ekki tjói að deila við dómarann. Mér er ljóst að slíkt er borin von, en það hindrar ekki að ég láti í ljós skoðun mína á niðurstöðu meirihluta Hæstarétt- ar, sem sýknuðu ákærða í þessu máli. Athugasemdir mínar eru af tvennum toga. Annars vegar snerta þær kröfurnar um sannanir í kyn- ferðisbrotamálum og hins vegar 6. mgr. 59. gr laga um meðferð opin- berra mála nr. 19/1992. I umræddum Hæstaréttardómi frá 28. 10. er Hæstiréttur að taka málið fyrir í annað sinn. í fyrra sinnið vísaði Hæstiréttur málinu frá þar sem dómarar töldu að á skorti um sálfræðilegar athuganir á stúlkunni og foður hennar. í hérað- sdómnum sem þá lá fyrir var faðir inn talinn sekur og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þegar málið er aftur tekið fyrir í hérað- sdómi hefur verið aflað ítarlegi'a sérfræðiskýrsla um stúlkuna og andlegt ástand hennar. Niðurstaða héraðsdóms er hin sama og áður að faðir sé sekur um sifjaspell og nú hljóðar dómurinn upp á fjögurra ára fangelsi. Þrír héraðsdómarar sátu í dómi í bæði skiptin sem málið var tekið fyrir á því dómstigi. I síð- ari dómnum skilaði einn þeirra sératkvæði og taldi sekt ekki fulls- annaða gegn neitun föður á sekt sinni. Það liggur íyrir að á öllum stig- um málsins, allt frá kæra stúlkunn- ar til lögreglu til skýrslutöku af henni fyrir héraðsdómi var fram- burður hennar staðfastur og ávallt á sömu leið. Auk þessa styrkti framburður annarra vitna fram- burð hennar svo og álit þriggja sérfræðinga sem rannsökuðu stúlk- una ítarlega en skýrslur þeirra voru lagðar fram við síðari meðferð malsins fyrir héraðsdómi. I Hæstaréttardómnum kemur fram að verjandi ákærða lagði þar fram þrjár álitsgerðir þriggja sérf- ræðinga um málið í því skyni, að því er séð verður, að varpa rýrð á fyrri sérfræðiskýrslur. Þessir ágætu sérfræð- ingar höfðu aldrei hitt stúlkuna, en létu sig þó hafa það að gefa út álitsgerðir um hana þrátt fyrir það. Einn þessara sérfræðinga hafði þar að auki haft föður stúkunnar í meðferð svo varla get- ur hann talist fullkom- lega óhlutdrægur í málinu. Af niðurstöðum dómsins má ráða að það era einkum fjögur atriði sem áhrif hafa á mat dómaranna á sekt eða sýknu ákærða. Þessi atriði eru: Að dómarar héraðsdóms voru ekki allir á sama máli um sekt föður, skýrsla eins af sérfræðingunum, sem aldrei hafði séð stúlkuna, að langt var liðið frá atburðunum og Dómur Ljóst er að mikið þarf til til þess, segir Guðrún Jónsddttir, að trúverð- ugleiki þolenda sé ekki dreginn í efa. loks ágreiningur foreldra um um- gengi föður við yngra bam þeirra. í ljósi þessa verður að spyrja, er það ekki vísbending um ranga dómsniðurstöðu meirihluta Hæsta- réttar að tveir af fimm dómurum í þessu máli töldu föður sekan og það bæri því að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms og sakfella hann. Er það traustvekjandi að undirbyggja sýknudóm með sérfræðiáliti eins og því sem að ofan greinir? Er það virkilega skoðun þessara dómara, að það sé merki um að framburðar stúlkunar sé ótrúverður, að hún kærir ekki atferli föður meðan á því stendur, heldur þegar hún er 17 ára? Ef svo er þurfa þessir ágætu dómarar að sækja sér fræðslu um kynferðisofbeldi og viðbrögð bai’na við því. Loks varðandi síðasta at- riðið, umgengnisdeilu foreldra. Er það ekki langt seilst að ætla að um- gengnisdeila foreldra hafi fengið stúlkuna til að bera ljúgvitni gegn föður sínum? Er ekki líklegra að þessi deila hafi styrkt stúlkuna í því að kæra vegna ótta um að ella biði systur hennar sömu hremmingar og hún mátti sæta? Hvað þarf eiginlega til til þess að mark sé tekið á kæram þolenda kynferðisofbeldis? Myndbandsupp- tökur af atburðinum, marga sjónar- Deila við dómara Guðrún Jónsdóttir ^ Y^V 1 K M yyy 5'/ERÐLÁVÍ Kosningar Kosningartil Edduverðlaunanna fara fram laugardaginn 13. nóvember. Staður: Kvikmyndasjóður Islands, Túngötu 14, Reykjavík Tími: Frá kl. 9:00 til kl. 19:00. Kosningarétt hafa þeirsem eru á kjörskrá íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Kjörskrá liggur fyrir á skrifstofu Kvikmyndasjóðs fslands, sími 562-3580 og á mbl.is. Munið einnig kosninguna á mbl.is ISLENSKA KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSAKADEMlAN ehf.Túngötu 14.101 Reykjavík Helsti stuðningsaðili Edduverðlaunanna Aðrir stuðningsaðilar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.