Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
votta, stórfellda líkamlega áverka á
þolanda eða hvað? Vissulega þarf
að gæta réttaröryggis meintra
sakamanna í þessum málum, en er
ekki of langt seilst í þessu máli?
Segja ekki lögin að fram sé komin
nægileg sönnun, þegar hana sé ekki
hægt að vefengja með skynsamleg-
um rökum? Hvað um réttaröryggi
og réttlæti gegnvart þolendum?
Þá vil ég víkja að síðara efnisat-
riði þessarar greinar. Það varðar 6.
mgr. 59. gr laga um meðferð opin-
berra mála nr. 19/1992. Efnislega
fjallar þessi málsgrein laganna um
að dómara sé heimilt að víkja
ákærða úr dómssal meðan skýrsla
er tekin af brotaþola, telji hann að
nærvera ákærða geti haft áhrif á
framburð þolanda eða verði honum
til íþyngingar. Á þetta reyndi í
þessu máli. Dómari í héraðsdómi
vék föður stúlkunnar úr dómssal
meðan skýrsla var tekin af henni og
var sú ákvörðun staðfest í Hæsta-
rétti 1997, en verjandi föður hafði
kært ákvörðun dómara fyrir
Hæstarétti.
I Hæstaréttardómnum þar sem
staðfest er ákvörðun dómara segir
að með því að taka undir ósk stúlk-
unnar leiði „að ákæruvaldið sé
reiðubúið að axla byrðina af því, að
sönnunargildi skýrslu kunni ekki
að verða hið sama og ef hún væri
gefin að varnaraðila viðstöddum"
(Hæstaréttardómur nr. 449/1997,
bls.3234). Til þessa er síðan aftur
vitnað í þeim Hæstaréttardómi sem
hér er til umræðu.
Þessi tilvitnun veldur mér mikl-
um áhyggjum. Hún verður varla
skilin öðruvísi en svo að það rýri
sönnunargildi skýrslu þolenda fyrir
dómi, ef dómari ákveður að ákærði
sé ekki inn í dómssal þegar skýrsla
er tekin af þolanda. Umrætt heim-
ildarákvæði hefur skipt miklu máli,
Skólavörðustíg 21 a
101 Reykjavík
Sími/fax 552 1220
Netfang:
blanco@itn.is
Veffang:
www.blanco.ehf
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif.
Tvívirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö - Sænsk gæðavara
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax= 564 1089
UMRÆÐAN
vegna þess að það að hafa ofbeldis-
mann í návígi í dómssal er meiri
háttar raun fyrir þolendur. Hér er
því mikið í húfi fyrir þolendur kyn-
ferðisofbeldis. í ljósi umræðunar
hér að ofan um sönnunarfærslu í
kynferðisbrotamálum er ljóst að
mikið þarf til til þess að trúverðug-
leiki þolenda sé ekki dreginn í efa.
Þar að auki virðist nú blasa við að
sé meintum ofbeldismanni vísað úr
dómi geti það enn veikt trúverðug-
leika framburðar þolenda. Það er
óþolandi og skora ég á löggjafann
að taka af allan vafa í þessu máli hið
fyrsta og tryggja að frávísun
ákærðra úr dómssal verði ekki til
þess að rýra trúverðugleika fram-
burðar brotaþola fyrir dómi.
Höfundur er félagsráðgjafi og fyrr-
um starfskona Stígamóta.
Jólaskreytingar í
Garðyrkjuskólanum
EINS og undanfarin ár býður
Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykj-
um í Ölfusi, upp á nokkur jóla-
skreytingarnámskeið fyrir
áhugafólk fyrir jólin. Að þessu
sinni verður hægt að velja um
þrjár dagsetningar, laugardag-
inn 27. nóvember, sunnudaginn
28. nóvember og laugardaginn 4.
desember. Öll námskeiðin
standa yfir frá kl. 10-16 og eru
haklin í húsakynnum skólans.
Á námskeiðunum í nóvember
útbúa þátttakendur aðventukr-
ans og kertaskreytingu og laug-
ardaginn 4. desember verður út-
búin jólaskreyting og
hurðaskreyting. Leiðbeinandi á
námskeiðunum verður Erla
Rannveig Gunnlaugsdóttir,
blómaskreytir.
Takmarkaður fjöldi kemst á
hvert námskeið. Skráning og
nánari upplýsingar fást hjá end-
uRmenntunarstjóra skólans.
...fyrir stóra,
fyrir smúa...
sterling
verslun
H AFN ARSTRÆTI11
REYKJAVÍK
SÍMI 551 4151
Jólapoki
Hvað er
í pokanum?
Nú getur þú keypt fallegan
og vandaðan jólapoka á aSeins
300 kr. og fengið um leið gjöf eöa
afslátt hjá 12 verslunum Kringlunnar
áb verámæti allt að 12.000 kr.
Tilboðin gilda til 30. nóvember
og pokinn fæst við þjónustuborSið
á 1. hæS við skartgripaverslunina Jens.
Komdu í Kringluna og kynntu þér málið.
ISLAN DSBAN Kl
SAMLIF
SameinaÖa líjlryggingarfélagið hf.
KrÍt\Ck(c*j\
Þ H R S E
J n R T n Ð 5 L ff R
f'isl i byggÍnggvBruverSÍiiniiin um hunl nlli