Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 61

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvað er málstol? FLESTUM þykir sjálfsagt að geta talað eða með öðrum hætti tjáð hugsun sína. Ger- um okkur í hugarlund að heilinn brygðist okkur og við gætum ekki boðið góðan dag, beðið um aðstoð í verslun eða greint frá eigin nafni. Þannig er málstol. Með málstoli er átt við að hæfileiki einstaklings til að tjá sig og að skilja mælt mál hefur skerst vegna heilablóðfalls. Einnig á fólk með mál- stol yfirleitt í erfíðleik- um með að lesa og skrifa. Málstöðv- ar heilans eru langoftast staðsettar vinstra megin í heila og getur mál- stol því komið í kjölfar heilablóð- falls þeim megin (oft fylgir lömun í hægri líkamshelmingi). Málstol getur verið mismunandi alvarlegt og skiptir þar mestu umfang og staðsetning skemmdar sem verður við heilablóðfallið. Ef málstolið er vægt þá á einstaklingurinn e.t.v. Samskipti við annað fólk eru okkur öllum mikil- væg, segja Elísabet Arnardóttir og Þóra Másdóttir, því hver Elísabet Arnardóttir Þóra Másdóttir getur verið án þeirra? aðeins erfitt með að muna orð yfir hluti og nöfn á fólki, en ef málstolið er alvarlegt eru allir þættir máls mjög mikið skertir, þ.e. einstakl- ingurinn getur lítið sem ekkert les- ið, skrifað, talað eða skilið af því sem sagt er við hann. Að vera mál- stola er stundum líkt við það að vera staddur í framandi landi og tala hvorki né skilja tungumálið. Margir þeirra sem fá málstol fara í talþjálfun. Talþjálfunin er mjög einstaklingsbundin og fer eftir eðli þeirra erfiðleika sem hver og einn glímir við. Sumir þurfa helst að æfa lesskilning, aðrir skrift, sumir þurfa að æfa setningamyndun, aðr- ir að nefna hluti, sumir þurfa helst að læra að hlusta eftir merkingu talaðs máls og svona mætti lengi telja. Þegar tjáning er mikið skert er stundum reynt að örva látbragð eða unnið með tal í gegnum takt og ARBONNE INTERNATIQNAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðið um land allt. Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag í Apótekinu Smáratorgi kl. 14-18 og Hagkaupi Kringlunni kl. 16-19. söng, en oftast er unnið með hlust- un, lestur, skrift og hið talaða orð í ýmsum myndum. Alltaf er leitast við að hafa þjálfunina sem hagnýt- asta fyrir hvern einstakling, þ.e. að sníða verkefnin að hans eigin þörf- um í daglegu lífi. Oft eru aðstandendur og aðrir þeir sem annast fólk með málstol, óöruggir um hvernig best sé að haga samskiptunum. Þeim er gjarnan bent á að tala eðlilega en nota jafnframt látbragð, bendingar og gott augnsamband, til að auð- velda málskilning. Einnig er best að aðeins einn tali við hinn málstola í einu og snúi sér þá að honum svo hann sjái framan í viðmælanda sinn og forðast samræður í hávaðasömu umhverfi. Mikilvægasta reglan í samskiptunum er nú samt líklega sú að hlýlegt viðmót og virðing gagnvart einstaklingnum segir meira en þúsund orð. Það er vissulega mikið áfall fyrir fjölskyldu að sjá ástvin sinn allt í einu sviptan málinu að meira eða minna leyti. Sem betur fer ná flest- ir nokkrum bata. Sumum fer mikið og hratt fram í máli og öðrum hægt. Ferlið er afar einstaklingsbundið og erfitt að sjá fyrir í byrjun hvem- ig batinn muni verða. Mörgum hættir til að draga sig í hlé vegna málstols, en það er vís leið til að ein- angrast og draga úr batahorfum, því þá fær viðkomandi ekki nauð- synlega æfingu í að tala og hlusta. Samskipti við annað fólk eru okkur öllum mikilvæg, því hver getur ver- ið án þeirra? Höfmidíir eru talmeinafræðingar á Reykjalundi. PORCELANOSA CERAMICA Flísar fyrir vandláta ALFABORG f KNARRARVOGI4 • * 568 6755 Sturtuhorn Sturtuhorn úr öryggisgleri meö segullæs- ingu, 4ra eða 6 mm þykkt. Verðfró kr. 19.900,- stgr. VERSLUN FYUR AUA I . . ' FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 I dag verður efnt til hönnunardags þar sem veitt verða verðlaun fyrir fram- úrskarandi hönnun og framleiðslu hús- gagna og innréttinga á ísiandi. Tilnefningar verða til sýnis á eftirtöldum stöðum: Á. Guðmundsson Bæjarlind 8-10, Kópavogi Epal Skeifunni 6, Reykjavík GKS Smiðjuvegi 2, Kópavogi Penninn Hallarmúla 2, Reykjavík <§) SAMTOK IÐNAÐARINS ■ HiR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.