Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 62

Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 "Í---------------------------- SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ BRÉF TIL LÆKNA- FÉLAGS ÍSLANDS Reykjavík, 9. nó- vember 1999 MÉR hefur borist bréf frá Læknafélagi íslands þar sem fram kemur að félagið hafi ^amþykkt á aðalfundi sínum í október sl. ályktun, þar sem segir að lögum um gagna- grunn sé áfátt „þar sem ekki er gert ráð fyrir upplýstu sam- þykki sjúklings og lögin geta því grafið undan þeim trúnaði sem ríkja þarf milli læknis og sjúklings". Þessu er ennfremur lýst yfir í samþykktum aðalfundar- ins að hann telji það „ófrávíkjan- lega kröfu að við framkvæmd laga um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði verði tryggt að fram- kvæmd brjóti ekki siðareglur lækna, lög um réttindi sjúklinga, læknalög eða þær alþjóðlegu sam- þykktir sem að þessu máli lúta, enda sé það skylda þeirra lækna, sem að samningagerð vegna fyrir- hugaðs gagnagrunns koma eða að framkvæmd, að tryggja að svo verði". Krafa um upplýst samþykki I þessu sambandi er rétt að geta þess að séu þessar samþykktir lesnar saman, má af þeim álykta að verði krafa um upplýst sam- þykki íyrir flutningi upplýsinga úr sjúkra- skrám í gagnagrunn ekki samþykkt, verði ekki aðeins grafið undan þeim trúnaði sem ríkja þarf milli læknis og sjúklings, heldur jafngildi það einnig því að siðaregl- ur lækna verði brotn- ar, gengið verði gegn lögum um réttindi sjúklinga, læknalög- um, og aljóðlegum samþykktum sem lúta að málinu. Krafan varðar mannréttindi og siðfræði Forysta læknafélagsins hefur gengið fram í kröfu um upplýst samþykki í tengslum við miðlægan gagnagrunn af mikilli festu. Undir- ritaður hefur fylgst með þróun þessarar umræðu með nokkurri undrun og áhyggjum og velt því fyrir sér hvaða afleiðingar þessi krafa muni hafa fyrir íslenskt heil- brigðiskerfi og sérstaklega fyrir tölfræðilegar athuganir og vísinda- rannsóknir í læknisfræði og á sviði heilsugæslu. Ljóst er að krafan um upplýst samþykki varðar mann- Tómas Ingi Olrich AÐRIR ERU MEÐ MAT MILLI TANNANNA Gagnagrunnur Heimild til notkunar upplýsinga úr sjúkra- skrám til tölfræðilegra upplýsinga og vísinda- rannsókna, segir Tómas Ingi Oirich, er málefni heilbrigðisyfírvalda. réttindi og siðfræði, enda hefur um hana verið fjallað á alþjóðlegum vettvangi sem slíka. Hér er því ekki um að ræða kröfu sem verður snerti ekki beint meðferð upplýs- inga úr sjúkraskrám, kom þar mjög til umfjöllunar upplýst sam- þykki og þær aðstæður sem liggja til þess að þess er krafist. Nokkur heildarmynd fæst af því hvernig fjalla ber um upplýst samþykki með samanburði á þessum sátt- mála og öðrum alþjóðlegum samn- ingum og samþykktum sem fjalla um meðferð læknisfræðilegra upp- lýsinga (smb. Council of Europe/ Committee of Ministers Recomm- endation No. R (97) 5 on the Prot- ection of Medical Data). Megintilgangur með skráningu upplýsinga í sjúkraskrá Ljóst er að upplýsingar í sjúkra- skýrslum eru skráðar í þeim til- LÆKNAFÉLAG ÍSUNDS ICELANDIC MEDICAL ASSOCIATION Til alþingismanna Kópavogi 2. nóvember 1999 21/SSl/ga Á aðalfundi Læknafélags íslands í október s.l. voru samþykktar eftirfarandi ályktanin " Aðalfimdur Lœknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi telur að lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði sé áfátt þar sem ekki er gert ráð fyrir upplýstu samþykki sjúklings og lögin geta því grafið undan þeim trúnaði sem rikja þarf milli lœknis og sjúklings." " Aðaljundur Lœknafélags íslands haldinn dagana 8 og 9 október, 1999 i Kópavogi telur það ófrávUganlega kröfu að við framkvœmd laga um miðlœgan gagnagrunn á heilbrigðissviði verði tryggt að framkvcemd brjóti ekki siðareglur lœkna, lög um réttindi sjúklinga, lœknalög eða þœr alþjóðlegu samþykktir sem að þessu máli lúta enda sé það skylda þeirra lcekna, sem að samn- ingagerð vegna fyrirhugaðs gagnagrunns koma eða að framkvœmd, að tryggja að svo verði." Virðingarfyllst /' Sigurtfjöm ý>Veinsson fqn Samrit: Formenn læknaráða Framkvæmdastjórar heilbrigðisstofnana Lækningaforstjórar Stjómir heilbrigðisstofhana virk eða óvirk eftir því hvar upp- lýsingar úr sjúkraskrám eru vist- aðar, hvert þær eru fluttar og hvar unnið er úr þeim. Líti Læknafélag- ið svo á að krefjast beri upplýsts samþykkis áður en flytja megi upplýsingar úr sjúkraskrám í mið- lægan gagnagrunn til notkunar í vísindaskyni, er um að ræða grundvallarafstöðu. Sú afstaða mun hafa sambærileg áhrif á aðra flutninga upplýsinga úr sjúkra- skrám í gagnasöfn, sem notuð eru í vísindaskyni eða til tölfræðilegrar úrvinnslu. Undirritaður hefur unnið, á vett- vangi vísinda- og tækninefndar Evrópuráðsþingsins, að gerð ál- yktana um mannréttindi og vísindi, þ.á m. að gerð alþjóðlegs sáttmála um mannréttindi og læknisvísindi (Convention for the protection of Human Rights and Dignity of the Human Being with regard to the Application of Biology and Medici- ne: Convention on Human Rights and Biomedicine). Vinna að gerð sáttmálans var mjög flókin og tók í raun tæpan áratug að ná sam- komulagi. Kom undirritaður að starfinu þrjú síðustu árin, þegar umræðan var einkum um við- kvæmustu málin er varða það svigrúm sem gefa á læknavísin- dunum og rannsóknastarfsemi án þess að gengið sé á rétt sjúklinga og vegið að reisn þeirra og sjálfsá- kvörðunarrétti. Þótt þessi sáttmáli gangi einum að leita leiða til að tak- ast á við sjúkdóma eða viðhalda heilsu eða veita einstaklingum, sem til heilbrigðiskerfisins leita, þau úrræði sem tiltæk era. Margir koma að gerð þessara skýrslna, en eiga það allir sammerkt að þeir taka með einum eða öðrum hætti þátt í að tryggja sem best þau úr- ræði sem heilbrigðiskerfið getur veitt sjúklingnum. Undantekningar Þótt meginreglan sé þannig hag- ur sjúklingsins, hefur verið viður- kennt að undantekningar sé nauð- synlegt að gera á því til hvers þessar upplýsingar um sjúklingana eru nýttar. Fara þær þá um hend- ur utanaðkomandi aðila, sem í sjálfu sér eru ekki að stuðla með beinum hætti að hag sjúklingsins. Þetta gerist t.d. þegar þessar upp- lýsingar eru notaðar til tölfræði- legrar úrvinnslu á vegum heil- brigðisyfirvalda. Þótt augljóslega megi halda því fram að slík úr- vinnsla komi þjóðinni til góða til lengri tíma litið, er slík tölfræði ekki unnin til að stuðla með bein- um hætti að hag einstaklinga sem til heilbrigðiskerfisins leita. Þá hefur það tíðkast lengi að upplýs- ingar um sjúklinga eru færðar í skrár, sem nýttar eru sem grund- völlur rannsókna í læknavísindum. Þótt framfarir í læknavísindum komi sjúklingum til góða þegar þær leiða til betri úrræða í lækn- ingum, er þessi starfsemi þó ekki beinlínis tengd hag þeirra sjúkl- inga, sem upplýsingarnar fjalla um. Slík úrvinnsla flokkast því undir undantekningu frá þeirri meginreglu að upplýsingar í sjúkraskrám séu nýttar til hags- bóta fyrir sjúklingana sepi þær varða. Þeir sem rannsóknir stunda á grundvelli upplýsinga úr sjúkra- skrám, gera það ekki í krafti trún- aðarsambands við sjúklinga. Læknir, sem stundar rannsóknir á sviði krabbameins á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskrám, er að þessu leyti utanaðkomandi aðili, jafnvel þótt hann hafi skráð ein- hverjar af þeim upplýsingum sem í því safni er að finna sem hann vinn- ur með. Trúnaðarsamband hans við sjúkling veitir honum sem slíkt ekki umboð til að nota upplýsingar um sjúklinginn í rannsóknum. Til þess verða að liggja almennar heimildir um undanþágur, sem heilbrigðisyfirvöld bera ábyrgð á. Utanaðkomandi aðilar Málið snýst í grundvallaratrið- um um það hvort veita megi utan- aðkomandi aðilum aðgang að sjúkraskýrslum. Utanaðkomandi aðilar eru allir þeir, sem hafa þess- ar skýrslur undir höndum eða upp- lýsingar úr þeim og vinna á grund- velli þeirra verk sem ekki snerta heilsu og meðferð sjúklinganna sjálfra. Sé trúnaður sjúklings og læknis í hættu og siðareglur lækna brotnar vegna þess að utanaðkom- andi aðilum er veittur aðgangur að upplýsingum um sjúklinga án upp- lýsts samþykkis þeirra, í því skyni að skapa grundvöll fyrir framgang mála eins og vísindarannsókna og tölfræðilegrar úrvinnslu, verður að líta svo á að krafa Læknafélagsins jafngildi því að slíkri starfsemi verði hætt. Aðgangur að sjúkraskrám á Islandi Það liggur fyrir að utanaðkom- andi aðilar hafa haft aðgang að upplýsingum úr íslenskum sjúkra- skrám. Til, upplýsinga fyrir Læknafélag Islands, sem á þó að vera vel upplýst um þennan þátt málsins, sendi ég með þessu bréfi svar heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn minni á Alþingi. Upplýsing- arnar í svarinu eru frá Krabba- meinsfélagi Islands. I því kemur í ljós að upplýsingar úr sjúkraskrám heilbrigðisstofnana hafa __ verið sendar Krabbameinsfélagi Islands og skráðar þar í krabbameinsskrá. Síðan hafa þessar upplýsingar ver- ið nýttar til skýrslugerðar heil- brigðisyfirvalda, til tölfræðilegra athugana og annarra vísindarann- sókna. Þessar upplýsingar hafa verið samkeyrðar við aðra gagna- grunna, svo sem ættfræðigrunn. Það liggur fyrir í þessum upplýs- ingum að ekki hefur verið leitað eftir upplýstu samþykki sjúkling- anna fyrir þessum flutningum og þessari notkun, sem snertir ekki á nokkurn hátt heilsufar þeirra og læknismeðferð á sjúkrastofnunum. Sama er uppi á teningnum þegar konur fara í krabbameinsleit. Upp- lýsingar um þessar konur eru nýtt- ar til skýrslugerðar, tölfræðilegra athugana og annarra vísindarann- sókna, og keyrðar saman við aðra gagnagrunna, án þess að konurn- ar, sem upplýsingarnar varða, hafi verið spurðar eða upplýsts sam- þykkis aflað frá þeim. Þá kemur það fram í svari við fyrirspurninni að heilsufarsupplýsingar eru not- aðar af starfsmönnum heilbrigðis- stofnana í öðrum tilgangi en þeim sem lá til grundvallar að söfnun upplýsinganna. Er þar um að ræða ritun fræðigreina svo dæmi sé tek- ið. Slík notkun telst óviðkomandi sjúklingunum. Þeir sem nota upp- lýsingar úr sjúkraskrám með þess- um hætti flokkast tvímælalaust undir utanaðkomandi aðila. Notk- un af þessu tagi hefur ekki verið háð upplýstu samþykki sjúklinga. Nauðsynlegt er að taka það fram að undirritaður er ekki með þessu bréfi að lýsa andstöðu við starf- semi Krabbameinsfélagsins eða við þá notkun upplýsinga úr sjúkra- skrám, sem viðgengist hefur án

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.