Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 6^-
SKOÐUN
upplýsts samþykkis. Þvert á móti
er ég hlynntur þessari notkun og
tel að ekki megi trufla starfsemi
Krabbameinsfélagsins né setja í
uppnám þann grundvöll rannsókna
á sviði læknavísinda, sem hér á
landi hefur verið skapaður. Hér er
verið að benda á hve krafan um
upplýst samþykki getur haft víð-
tæk áhrif á þennan grundvöll.
Skil milli rannsókna
og endurnýtingar upplýsinga
Krafa Læknafélags íslands um
upplýst samþykki er ekki í sam-
ræmi við alþjóðlegar samþykktir
og telst engan veginn samræmast
þeim vinnubrögðum um meðferð
upplýsinga úr sjúkraskýrslum,
sem tíðkast hafa hér á landi sem og
í nágrannalöndum okkar. Að því er
kröfuna um upplýst samþykki
varðar, má segja að vatnaskil liggi
milli a) rannsókna á einstaklingum
sem framkvæmdar eru í vísinda-
skyni og b) notkunar upplýsinga úr
upplýsingasöfnum heilbrigðis-
stofnana sem skráðar eru í öðrum
tilgangi en þpim að byggja á þeim
rannsóknir. í fyrra tilfellinu (a) er
það regla, virt hér á landi sem ann-
ars staðar í nágrannalöndum, enda
í samræmi við alþjóðlegar skuld-
bindingar, að upplýsts samþykkis
sé í öllum tilfellum leitað, og nær
samþykkið þá aðeins til ákveðinnar
rannsóknar, þar sem upphaf og
endir er skilgreindur; þátttakend-
ur í slíku rannsóknaverkefni geta
hvenær sem er hætt þátttöku. I
hinu tilfellinu (b) er um að ræða
undanþágu frá meginreglu þar
sem endurnýttir eru upplýsinga-
grunnar, sem safnað hefur verið í
þeim tilgangi að lækna fólk eða
veita því heilsufarslega úrlausn.
Þessar upplýsingar ná yfir áratugi.
Þær geta haft mikið vísindalegt
gildi. Upplýsingar, sem skráðar
eru um sjúkling árið 1925, geta öðl-
ast mikið gildi árið 1999. Ekki er
raunhæft að krefjast upplýsts sam-
þykkis fyrir notkun upplýsinga af
þessu tagi til vísindarannsókna.
Slíkt samþykki getur aldrei talist
upplýst. Hvernig á að vera hægt að
afla upplýsts samþykkis sjúklings
árið 1999 fyrir því að upplýsingar
um hann verði hugsanlega notaðar
í vísindaskyni 20 árum seinna, þeg-
ar ekki er vitað hvers konar rann-
sóknir verða þá framkvæmdar, né
hvers konar spurninga verður þá
spurt? En út á slíka notkun gengur
málið. Það er því viðurkennd stað-
reynd og tekið tillit til hennar í al-
þjóðlegum sáttmálum, að það er
ekki framkvæmanlegt að ia-efjast
upplýsts samþykkis þegar upplýs-
ingar úr sjúkraskrám eru notaðar í
vísindum.
Á að nota þessar upplýsingar
til rannsókna eða ekki?
Málið snýst því ekki um upplýst
samþykki eða ætlað samþykki. Það
snýst um það hvort heimila á notk-
un upplýsinga úr sjúkraskrám eða
ekki. Krafa Læknafélags íslands
er því sú í raun að upplýsingar úr
sjúkraskrám verði ekki nýttar til
vísindalegra rannsókna í læknis-
fræði, nema þá með þeim takmörk-
unum að grundvöllurinn undir
þessari notkun upplýsinganna er í
raun eyðilagður. Krafan um upp-
lýst samþykki er yfirlýsing um að
sá flutningur upplýsinga úr sjúkra-
skrám í krabbameinsskrá, sem
tíðkast hefur áratugum saman,
hafi verið brot á trúnaði lækna og
sjúklinga. Sem þingmaður er ég
þessari kröfu ekki sammála og tel
hana ekki standast. Eg tel að hún
vinni gegn hagsmunum sjúklinga
til lengri tíma litið og grafi undan
þeim grundvelli tiþ framfara í
læknavísindum á Islandi, sem
byggist á góðum sjúkraskrám.
Lokaorð
Niðurstaða mín er sú að ef
Læknfélag Islands geri kröfu um
að upplýsingar úr sjúkraskrám
megi ekki flytja í miðlægan gagna-
grunn án upplýsts samþykkis
sjúklinga, verði að líta svo á að sú
krafa sé almenn og varði grund-
vallaratriði. Heimild til notkunar
upplýsinga úr sjúkraskrám til tölf-
ræðilegra upplýsinga og vísind-
arannsókna er málefni heil-
brigðisyfirvalda. Ef annmarkar
eru á slíkri notkun og hún brýtur í
bága við siðareglur lækna og gref-
ur undan þeim trúnaði sem ríkja
þarf milli læknis og sjúklings,
hljóta stjómvöld að taka á því al-
mennt en ekki í ljósi þess hvar
notkunin fer fram eða í höndum
hvers úrvinnslan er. Stjórnsýslu-
lög kveða á um að svo sé á málum
haldið. Krafan mun því almennt
þrengja að starfsemi þeirra, sem
nú stunda úrvinnslu upplýsinga úr
sjúkraskýrslum. Til þeirra verða
gerðar sömu kröfur um upplýst
samþykki, ef sú regla verður á ann-
að borð viðurkennd sem grunvall-
aratriði. Það er óhugsandi að í
þessum efnum, sem snerta mann-
réttindi og vísindasiðfræði, geti
gilt tvöfalt siðgæði.
Höfundur er alþingismaður.
Handunnin húsgögn
Gamaldags klukkur
Urval ljósa 0 .
og gjafavöru olgUYStjaVíia
Opið kl. 12-18, lau. kl. 12-15.
Fákafeni (Bláu húsin),
sími 588 4545.
Aðeins 1 hylki á dag
Staðlað
ginseng
þykkni
frá
Indena.
Tilboð í nóvember
72 hylki á verði 60!
,Ef ginsengafurðir eru ósviknar innihaida þær ginsenosíð Því
meira vf
þeim mun betra. Mönnum er því ráðlagt að kaupa aðeins afurðir
með stöðluðu ginsenosíð-innihaldi". (Úr bókinni Lækningamáttur >
líkamans, með leyfi útgefanda). i.
30% Ginsenosíðar
GX 2500+
Korean Ginseng Extract
30% Ginsenosides
Super Potent
ÖFLUGRA
OG VIRKARA!
... FÆR í FLESTAN SNJÓ...
Volvo V70 Cross Country er sniðinn fyrir ísland.
Margir samverkandi þættir tryggja einstaka aksturseiginleika
við ólíkar og erfiðar aðstæður, hvort sem er á leyndum
hálkublettum í borginm eða þungri vetrarfærð á fjallvegum.
Volvo V70 Cross Country hefur lágan þyngdarpunkt
Lágþrýst bensínvél með forþjöppu og millikæli skilar
193 hestöflum og hefur mikinn togkraft á öllu
snúningssviðinu. Sjálfvirkur aldrifsbúnaður með seigju-
tengslum deilir vélaraflinu milli hjólanna, í samræmi
við breytilegar aðstæður. Fjölliðaöxull með fullri
driflæsingu og háþróuð TRACS spólvöm tryggja ávallt
besta mögulegt veggrip. Fullkomið hemlakerfi með ABS
læsivöm og EBD afldretíingu lágmarkar hemlunarvegalengd.
brimborg
aldrifinn og albúinn
VOLVO V70 XC AWD
CROSS COUNTRY
Upplifðu hann í reynsluakstri
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5 • Akureyri
Sími 462 2700
B r i m b o r g
Blley
Búðareyri 33 • Reyðarfirði
Sími 474 1453
B I I d s h ö f ð a
Betri bllasalan
Hrísmýri 2a • Selfossi
Sími 482 3100
Bllasalan Bllavlk
Holtsgötu 54 • Reykjanesbæ
Sími 421 7800
Tvisturinn
Faxastíg 36 • Vestmannaeyium
Slmi 481 3141