Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 66

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 66
1 > 66 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ________________HESTAR______ Fjölbreyttur fróðleikur á Netinu og í tímaritum MARGIR vilja halda því fram að hestur sé hestur, sáma af hvaða kyni hann er. Þó ekki séu allir sam- mála því er það staðreynd að mörg sömu vandamál hrjá tegundina í heild. Asdís Haraldsdóttir kíkti inn á Netið og í nokkur erlend hesta- blöð og komst að því að þar eru ógrynni gagnlegra upplýsinga þrátt fyrir að fjallað sé um flest önnur kyn en íslenska hestinn. Á Netinu gefst fólki tækifæri til að ná í upplýsingar sem áður fyrr var mjög erfítt að nálgast. Má í því sambandi nefna niðurstöður rann- sókna á ýmsum þáttum hesta- mennskunnar sem áður voru hin- um almenna hestamanni sem lok- uð bók. Auðvitað verður fólk að hafa í huga að ekki eru allar upp- lýsingar sem um Netið fara jafn áreiðanlegar, en fljótlega lærist hvað er vandað og hvað ekki. Þá þarf að hafa í huga að rannsóknir sem gerðar eru erlendis á hestum gætu gefið aðrar niðurstöður ef þær væru framkvæmdar hér á landi meðal annars vegna um- hverfisáhrifa og sjúkdóma sem ís- lenski hesturinn kemst aldrei í snertingu við hér á landi. Flest sem fróðleiksþyrstur hugur girnist Það voru aðeins fáar síður sem skoðaðar voru vel að þessu sinni enda má segja að þar hafi verið að finna allt sem hugurinn girntist hvað varðar heilsu og umhirðu hesta. Fyrst ber að nefna síðu Hesta- rannsóknarmiðstöðvarinnar Equine Research Centre í Kanada. Hún er rekin í tengslum við Uni- versity of Guelph í Ontario, en þar eru einmitt frægar landbúnaðar- og dýralæknadeildir. Síðan er á slóðinni www.erc.on.ca. Á þessari heimasíðu eru ógrynni upplýsinga um þær rannsóknir sem stundaðar eru við stofnunina. Sem dæmi má nefna rannsóknir á hófum, á því hvað getur haft áhrif á sæðisgæði hjá stóðhestum og fleira sem við gætum haft gagn af. Ef smellt er á Horse Health Care er þar að finna upplýsingar um sjúk- dóma sem við könnumst við svo sem um hrossasótt og hófsperru. Um fjölmörg atriði sem fjallað er um á síðunum gefur stofnunin einnig út myndbönd og hljóðsnæld- ur sem hægt er að panta sérstak- lega. Mikið er einnig fjallað um æxlun hrossa, sæðingar, fósturvísaflutn- inga og fleira, enda er það stór þáttur í starfsemi stofnunarinnar. Fjarnám í hrossa- fræðum Stofnunin býður upp á fjamám sem gæti verið gimilegur kostur iyrir þá sem vilja auka þekkingu sína í hrossafræðum. í fjamáminu er boðið upp á nám þar sem kynnt er æxlun hrossa, þar með talið sæðingar o.fl. en einnig í næringu hrossa, þjálfunarlífeðlisfræði og umhirðu. Á heimasíðu ERC er einnig barna- og unglingasíða og þar er ýmsan fróðleik að finna. En þeir sem hafa áhuga ættu bara að skella sér á Netið og fletta þessu upp og komast að því sjálfir hvað þar er að finna, enda áhugamál fólks svo misjöfn. Eins er hægt að skrá sig inn á tölvupóstlista og fá allar nýj- ustu upplýsingar sendar beint inn á tölvuna sína. Frá þessari síðu er svo hægt að tengjast síðunni www. equinecanada.com, þar er mikið fjallað um hestaiðnaðinn í Kanada og margt fróðlegt þar að finna. Einnig er hægt að komast þar inn á tímaritið Equine Canada Mag- azine, en það fjallar meðal annars mikið um þær rannsóknir sem fara fram á ERC. Vönduð og fjölbreytt tímarit Fyrir fróðleiksþyrsta er svo rétt að benda á tímaritið The Horse, sem gefið er út í Kentucky í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að ekki sé mikið fjallað sérstaklega um íslenska hesta birtist þó falleg teikning af íslenskum hestum eftir Andra Faye Oppergard í apríl á þessu ári. Þetta er mjög vandað tímarit og fjallar að miklu leyti um heilsu hesta, umhirðu, umhverfi, ýmis tæki sem nýtast í hrossabú- skap, svo sem dráttarvélar, hesta- kerrur og fleira. The Horse hefur einnig góða heimasíðu á www. thehorse.com sem vert er að skoða. Þar er til dæmis að finna mjög athyglisverða grein úr nýjasta hefti tímaritsins um maga- sár í hestum. Þar kemur fram að eftir að fundin var upp sérstök magasjá fyrir hesta hefur komið í ljós að þessi sjúkdómur er mun al- gengari en áður var haldið. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tímaritið ættu að nota tækifærið, fara inn á heimasíðuna og biðja um ókeypis eintak sem nú er boðið upp á. Breska tímaritið Riding býður einnig upp á það. Riding er vandað tímarit sem er ekki eins tengt hestaheilsu þó vissulega sé fjallað um hana líka. Tímaritið er mjög fjölbreytt og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér efni þess ættu að skoða heimasíðuna á www.riding- magazine.co.uk Tímaritið fjallaði sérstaklega um íslenska hesta í október 1998. Auk þessara tímarita og heima- síðna er fjöldinn allur af frægum hestatímaritum svo sem Equus sem margir kannast við. Þrír nemend- ur Hestaskól- ans hættir ÞRÍR nemendur við Hestaskólann á Ingólfshvoli eru hættir. Strax að loknum tveimur vikum í skólanum héldu nemendur skólans fund þar sem þeir lýstu óánægju sinni með kennsluaðferðir í skólanum og fóru fram á breytingar. Einn nemend- anna, Anna Nilsson frá Svíþjóð, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástandið hefði lagast í nokkra daga en síðan hafi allt farið í sama farið aftur. Gagnrýni nemenda Hestaskól- ans hefur aðallega beinst gegn kennsluaðferðum sem þeir telja gamaldags og harðneskjulegar. Anna sagði að flestir nemend- urnir væru stúlkur og þær hefðu hvorki líkamlega burði né áhuga á að beita kröftum við tamningu hrossa eins og aðferðirnar sem kenndar væru byðu upp á. Flestir hefðu átt von á nútímalegri og mannlegri tamningaaðferðum sem nú eru að ryðja sér til rúms í heim- inum og að meira væri fjallað um sálarlíf hesta, atferli og viðbrögð. Bæklingar og heimasíða skólans gæfu ekki rétta mynd af náminu og því sem boðið væri upp á við Hestaskólann. Einnig hefur komið fram óá- nægja með þau hross sem nem- endum var úthlutað til keppnis- þjálfunar og samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins munu mörg þeirra ekki flokkast undir keppnishross. Tamningahrossin hafi hins vegar verið efnileg en eftir fjórar vikur væru þau mörg taugastrekkt og tortryggin í garð mannfólksins. Tíu vikna nám við Hestaskólann kostar tæplega hálfa milljón króna og sagði Anna að hingað til hafi kennslan alls ekki verið pening- anna virði. Þrír þeirra hefðu ákveð- ið að hætta til að mótmæla þeim aðferðum sem notaðar hafa verið við skólann. Þeir ætla að reyna að fá hluta skólagjaldanna endur- greiddan. Fram kom að mikil og almenn .ánægja væri með þær Freyju Hilmarsdóttur og Olil Amble, sem hlaupið hafa í skarðið í kennslunni í stað Hafliða Halldórssonar skóla- stjóra, sem hefur dregið sig í hlé. Hvar í líkamanum endaði skyndibitinn í gær? 56-1-HERB Eru rintlagardínurnar óhreinar! Vl» hreinsum: Rimlo, strimla, plíseruö og sólargluggatjöJd. Setjum afrafmagnandi bónhúó. Sækjum og lendum ef óskab er. 4f- $L tækni hránsunin StfMmor 35 • Sími: 533 3634 • OSM: 897 3634 HESTAR/FÖLK ■ VPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ hefur verið opnuð á Ingólfshvoli fyrir hestamenn þar sem safnað hefur verið saman fjölþættum upplýsing- um og aðgangur verður að tölvu og Netinu. Á staðnum verða allar myndbandsspólur sem gefnar hafa verið út af hestamótum og sýning- um á íslandi. Þá verða þar einnig myndbandsupptökur af söluhross- um frá hrossabændum í nágrenni við Ingólfshvol. Sagði Öm Karls- son, eigandi staðarins, tilvalið fyrir hestakaupmenn sem hygðust fara um Suðurlandið að nýta sér þær, bæði erlenda sem innlenda, eða þá einstaklinga sem væru að leita sér að hrossum. ■ HESTHÚSIÐ, hið nýja hlutafé- lag sem stofnað var með samruna þriggja hestavöruverslana, hefur ráðið Guðbjörn Árnason fram- kvæmdastjóra íyrirtækisins en hann hefur verið framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda. Hann hefur hafið störf hjá hinu nýja fyrirtæki hálfan daginn. ■ HESTHÚSIÐ hefur keypt hús- næði að Fosshálsi 1 í húsi sem oft hefur verið kallað Bflaborgarhús- ið. Er þar um að ræða 800 fer- metra rými en til samanburðar má nefna að hestaverslunin Hestamað- urinn hefur verið í 300 fermetra húsnæði. ■ SIGURÐUR Marínusson, tamn- ingamaðurinn kunni, er nú fluttur til Hollands en hann hyggst búa þar með hollenskri unnustu sinni, Irmu Schortinghuis, en þau eiga von á barni. Sigurður keypti eitt af hesthúsum Fáks fyrir ári og verður það leigt út með fóðri og hirðingu og mun Davíð Jónsson sjá um húsið. ■ ÞÓRÐUR Jónsson er kominn til landsins og mun verða við tamn- ingar og þjálfun hjá bróður sínum, Albert Jónssyni, að Strandarhöfða í Landeyjum. Þar verður einnig annar kunnur tamningamaður, Sigurður Oskarsson, en hann var í landsliði Islands á Norðurlanda- mótinu á síðasta ári og sýndi kyn- bótahross íyrir Þýskaland á HM í sumar. ■ SIGURBJÖRN Bárðarson opnar í dag 100 fm safnahús sem stendur rétt við íbúðarhúsið á Oddhóli. Þar verða geymdir allir verðlaunagrip- ir sem Sigurbjörn hefur unnið í gegnum árin. ■ SIGURBJÖRN segir þetta gaml- an draum og gert til að bera til- hlýðilega virðingu fyrir þessum gripum. I ljós er komið að húsið er þegar of lítið;_ ■ SIGURBJÖRN segist allur vera að hressast eftir slysið sem hann lenti í. Batinn komi þó hægt og síg- andi og reiðmennska á bannlista í bili. ■ SIGRÚN Ögmundsdóttir á skrif- stofu LH segir að rífandi gangur hafi verið í miðasölu á Uppskeru- hátíð hestamanna. I gær höfðu selst 660 miðar og enn eftir 70 sæti við borðhaldið. mDANSGLAÐIR hestamenn sem ekki vilja vera við borðhaldið og sjá skemmtiatriðin geta mætt síðar og þurfa ekki að missa af Stuðmönn- um sem leika fyrir dansi. ■ BENEDIKT Þorbjömsson tamningamaður og reiðkennari er nú í Bandaríkjunum þar sem hann aðstoðar við að koma upp hesta- miðstöð fyrir íslenska hesta í Campbell Hall í New York-ríki. ■ HESTEYRI nefnist búgarðurinn og er í eigu Hratch Kaprielian. Benedikt mun dvelja þar í tvær vikur að þessu sinni. fiSTUnD SERVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 i.: • Austurver Sími 568 4240 **&*—>•=*■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.