Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 73

Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ í DAG BRIDS IJmsjón Gnðmundnr I‘áll Arnarson KÍNVERJAR hafa í fjög- ur ár haldið stórmót með þátttöku úrvalsspilara víðs vegar úr heiminum og fór fjórða mótið fram í ná- grenni Hong Kong í lok október. Þetta er fimm daga mót, sveitakeppni og tvímenningur og heitir ó ensku „China Cup“. í sveitakeppninni er keppt bæði í opnum flokki og kvennaflokki, en aðeins fjögur lið í hvorum flokki um sig. Ein sveit er að sjálfsögðu frá Kína, en hinar þrjár spila í nafni Evrópu, Norður-Ameríku og svo er ein sveit fulltrúi „stjarnanna“ - þ.e.a.s. þeirra sem skína á jörðu niðri. Sú sveit heitir „Stjörnusveitin“ eða „Worid Stars". Stjörnu- sveitin vann kvennaílokk- inn, en Evrópusveitin - sem skipuð var tveimur dönskum pörum og einu sænsku - vann opna flokk- inn. Hér er spil úr loka- viðureign Evrópu og Stjarnanna í opna flokkn- um: Suður gefur; AV hættu. Norður A 7 ¥ K654 ♦ KD1062 * Á107 Vestur Austur ♦ 6543 * K10982 ¥ Á1073 ¥ DG9 ♦ 7 ♦ G84 *KD98 * G3 Suður ♦ ÁDG ¥82 ♦ Á953 ♦ 6542 I AV voru Svíamir Magnus Lindkvist og Pet- er Fredin, en í NS voru stórstjörnurnar Tony Porrester frá Bretlandi og hinn norski Geir Helgemo. Þótt þeir félagar Tony og Geir hafi spilað töluvert saman á undanförnum ár- um eru þeir greinilega lat- ir við að ræða kerfið sitt. Hér fara þeir alvarlega út af sporinu: Forrester Lindkvist Heigmo — — — llauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 21auf* Pass 2tígiar* Pass 3 spaðar* Pass 4 i\jörtu Pass 5 tíglar Pass 5 työrtu Dobl 6 tíglar Pass Pass Dobl Allirpass Kerfið er eðilegt að grunni til og eftir algenga byrjun krefur Forrester með tveimur laufum, sem er einhvers konar afbrigði af „Checkback Stayman“. Helgemo neitar þrílit. í hjarta með tveimur tíglum og Forrester sér þá að makker á 3-4 tígla og stekkur í þrjá spaða til að sýna þar stuttlit (splinter). Helgemo er með á nótun- um hvað það varðar, en telur að Forrester sé með einlita hjartahönd og breytir því sífellt í hjarta. Predin finnur lyktina af misskilningi og dregur upp doblmiðann þegar sagnir hafa teygt sig upp á fimmtaþrep. Sex tíglar er auðvitað vonlaus samningur og end- aði tvo niður. Á hinu borð- inu spiluðu NS þrjú grönd °g unnu, en þar voru að verki Danirnir Jens Auken °g Koeh-Palmund. Aðsendar greinar á Netinu —ALLnrx\f= mbl.is GITTHV'AO NÝTl Arnað heilla n ÁRA afmæli. í dag, I Oföstudaginn 12. nóv- ember, verður sjötíu og fimm ára Stefanía Ágústs- dóttir, húsfreyja að Ásum í Gnúpverjahreppi. Hún er að heiman. Bama- og fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP Gefin voru saman 14. ágúst sl. í Selja- kirkju af sr. Valgeiri Ást- i’áðssyni Ki-istín Svala Jóns- dóttir og Jens Viktor Krist- jánsson. Heimili þeirra er í Danmörku. GULLBRÚÐKAUP. í dag, föstudaginn 12. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Kristrún Karlsdóttir og Ás- mundur Bjarnason, Litla-Hvammi II, Húsavík. Þau eru að heiman í dag. Með morgunkaffinu COSPER Konan mín sér um kvenlega þáttinn á skrifstofunni. LJOÐABROT LITLA SKÁLD Á GRÆNNI GREIN Litla skáld á grænni grein, gott er þig að finna. Söm eru lögin, sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Við þinn létta unaðsóð er svo ljúft að dreyma. Það eru sömu sumarljóð, sem ég vandist heima. Þær verð ég að faðma fyrst fyrir margt eitt gaman. Við höfum sungið, við höfum kysstst, við höfum dansað saman. Syngdu vinur, syngdu skært, syngdu á þýða strengi, svo mig dreymi, dreymi vært, dreymi rótt og lengi. Þorsteinn Erlingsson. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Ti STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drakc SPORÐDREKI Þú átt auðvelt með að vinna aðra á þitt band og þarft sjaldan að láta sverfa til stáls. Hrútur ~ (21. mars -19. apríl) Ekki er allt tekið út með sældinni en þú verður að halda þetta út og getur það ef þú ýtir engu undir teppið heldur horfist í augu við hlut- ina. Naut (20. apríl - 20. maí) Meðan vinnufélagai-nir eru enn að velta hlutunum fyrir sér hefur þú þegar tekið ákvörðun. Sýndu öðrum þá tillitssemi sem þarf. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) oA Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi. Láttu slag standa því þú hef- ur alla burði til þess að taka þetta að þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það getur eitt og annað farið úrskeiðis þegar menn tala ekki hreint út um hlutina. Vertu því skorinorður við aðra og þá léttist andrúms- loftið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þótt þér líði frábærlega skaltu láta það eiga sig að upplýsa aðra um hvað veldur því. Stundum virkar það al- veg öfugt að ætla sér að hafa áhrif á aðra. Meyja (23. ágúst - 22. september) <Su> Skoðanir þínar hafa vakið nokkra andstöðu sem þú þarft að taka tillit til og yfir- vinna með fullri sanngimi. Taktu þér bara góðan tíma til þess. Vog m (23. sept. - 22. október) Áður en þú heldur lengra skaltu íhuga hvers vegna hlutimir hafa farið á skjön að undanfömu. Ástæðan liggur nær en þig kann að gmna. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ^wfe Þú vilt hafa skipulag á öllum hlutum og það er útaf fyrir sig ágætt en mátt ekki lenda í þeim ógöngum að þér verði ekkert úr verki. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AT) Loksins er allt komið í þann farveg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns. Eitthvað verður samt til þess að gleðja þig ennþá meir. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4MF Menn láta eitt og annað flakka í einkasamtölum sem á ekkert erindi við aðra. Haltu slíkum hlutum hjá þér hver sem í hlut á. Vatnsberi , (20. janúar -18. febrúar) wcnt Þótt þér hafi alltaf fundist óþarfi að undirbúa ræður þínar veltur allt á því núna að þú setjir mál þitt vel fram svo tekið verði mark á þér. Fiskar mc (19. febrúar - 20. mars) Eigirðu í erfiðieikum með verkefni þitt skaltu hafa samband við einhvem sem getur hjálpað þér. Það getur skipt sköpum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Veloursloppar Frottésloppar með hettu Náttkjólar, stuttir og síðir tytu&turoerú, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Qlæ&Uegur samkmemi^otnaður tiskuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is UWF eiTTHV'AO NYn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.