Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 260. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐINS Björgunarsveitir leita 1 rústum húsa eftir öflugan jarðskjálfta í Tyrklandi Vitað að 320 fórust og margra enn saknað Duzce. AP. BJÖRGUNARSVEITIR héldu í gær áfram leit að fólki er grófst undir rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í norðvesturhluta Tyrklands á föstudag. Að minnsta kosti 320 lík höfðu fundist en margra var enn saknað og óttast var að tala látinna myndi hækka verulega. Slökkviliðsmenn voru önnum kafnir við að slökkva elda, sem kviknuðu í húsarústunum. Her- menn fluttu hjálpargögn á ham- farasvæðið og herþyrlur fluttu al- varlega slasað fólk á sjúkrahús í Ankara. Tyrkneskar björgunarsveitir notuðu loftbora til að rífa rústirn- ar í sundur svo hægt yrði að moka þeim í burtu. Björgunarsveitir frá Grikkland, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Italíu voru væntanlegar á svæðið. Rúmlega 1.850 slösuðust íbúar borgarinnar Duzce í norðvesturhluta Tyrklands ganga framhjá húsarústum eftir jarðskjálfta sem reið yfír borgina á föstudag. Embættismaður í heilbrigðis- ráðuneyti Tyrklands sagði í gær að a.m.k. 320 manns hefðu farist í jarðskjálftanum og rúmlega 1.850 slasast. Hann bætti við að mörg- um hefði verið bjargað úr rústun- um. Hundruð manna söfnuðust sam- an við bálkesti í almenningsgarði í borginni Duzce til að ylja sér. Þykkan reykmökk lagði yfir borg- ina frá eldunum.Yfirvöld á ham- farasvæðinu ákváðu að taka raf- magnið af til að minnka hættuna á að fleiri eldar kviknuðu. Talsmenn björgunarsveitanna sögðust búast við því að tala lát- inna myndi hækka. Celil Sen, sem skipuleggur björgunarstarfið í Duzce, sagði að sést hefði til fólks draga í burtu lík skyldmenna sinna og því væri erfitt að veita nákvæmar upplýsingar um fjölda látinna. Tyrkneskir embættismenn sögðu að þrátt fyrir jarðskjálftann á föstudag yrði ekki hætt við að halda leiðtogafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Istanbúl á fimmtudag og föstu- dag. Slökkt var á hreyflum EgyptAir-þotunnar áður en hún fórst Yfírvöld eru eng’ii nær um orsök flugslyssins Newport. AP. UPPLÝSINGAR úr flugrita farþegaþotu EgyptAir, sem fórst undan strönd Bandaríkj- anna 31. október, hafa leitt í ljós að slökkt var á báðum hreyflum þotunnar skömmu eftir að við- vörunarhljóð heyrðist í stjómklefanum eftir að þotan hafði tekið mikla dýfu. Embættismenn stofnunarinnar NTSB, sem sér um rannsóknir á flugslysum í Bandaríkjun- um, sögðu að viðvörunarhljóðið benti til þess að „alvarlegt vandamál" hefði komið upp. Ekki væri vitað um ástæður viðvörunarhljóðsins og rannsóknarmennirnir væru engu nær um orsök flugslyssins. Margar spurningar vakna James Hall, formaður NTSB, sagði að marg- ar spurningar vöknuðu vegna þeirra upplýsinga sem fengjust úr flugritanum. Flugmálasérfræðingar segja þó að nýju upp- lýsingarnar bendi til þess að slökkt hafí verið viljandi á hreyflum þotunnar. Talið er að „svarti kassinn“ með hljóðupptök- um flugmanna geti skýrt það sem gerðist. Hafin hefur verið leit að kassanum á hafsbotninum og talið er að hann sé undir braki úr þotunni á um 75 m dýpi. Upplýsingarnar úr flugritanum benda til þess að allt hafi verið með felldu þar til átta sekúnd- um eftir að sjálfvirkur stýribúnaður þotunnar hefði verið tekinn úr sambandi. Hún hefði síðan tekið mikla dýfu, úr 33.000 fetum í 16.000 fet, á 40 sekúndum. Þotan hefði síðan risið í 24.000 fet áður en hún hrapaði í hafið. Vann 90 milljónir fyrir mistök LÍTIÐ kaupfélag í Randaberg í Noregi, nálægt Stafangri, hefur unnið 9,7 milljónir norskra króna, um 90 milljónir íslenskra, í lottói vegna þess að einn af starfsmönn- um þess kunni ekki á lottótölvuna. Norska lottófyrirtækið hafði leitað að vinningshafanum í sex daga þegar í ljós kom að kaupfé- lagið í Randaberg hefði greitt vinningsmiðann. Starfsmaður þess mun hafa ætlað að prófa tölv- una, sett inn tölur og ætlað að ógilda þær en ýtt á rangan takka. Norska dagblaðið Aftenposten hafði eftir kaupfélagsstjóranum að hann gleddist mjög yfir þessum mistökum og að allir félagsmenn kaupfélagsinn myndu njóta góðs af vinningnum. „Eg vona að við starfsmennirnir fáum bónus og gott jólahlaðborð í ár,“ sagði starfsstúlka í kaupfé- laginu, sem sór af sér mistökin. Fflar skelfa Kínverja Peking. The Daily Telegraph. VILLTIR fílar, sem eru orðn- ir sjaldgæfir í Kína, hafa vald- ið mikilii skelfingu meðal íbúa landbúnaðarþorpa í Yunnan- héraði í suðurhluta landsins. Embættismenn og dýra- sérfræðingar reyna nú að kenna bændum og þorpsbúum í héraðinu að hafa hægt um sig og forða sér frá fílunum eftir að þeir höfðu orðið þremur mönnum að bana. Fílarnir vega þrjú tonn og hjarðirnar hafa lagt hús í rúst og eyðilagt uppskeru bænd- anna. Fólkið vissi ekki hvernig bregðast ætti við þessum vá- gesti og reyndi að fæla fílana í burtu með því að reka upp öskur, kveikja bál og kasta jafnvel kínverjum á þá. Þúsundir asíufíla voru áður fyrr í suðurhluta Kína en þeir lifa nú aðeins í Yunnan-héraði. Verndunarstefna stjómvalda hefur orðið til þess að fílarnir laðast að þorpunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.