Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 2

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 2
2 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins Stofnfundur Samfylkingar vonandi í byrjun næsta árs MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, segist vonast til þess að formlegur stofnfundur Samfylkingarinnar sem stjómmála- flokks verði haldinn á fyrstu mánuðum næsta árs. Átti hún von á því að fulltrúar á landsfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn er í Reykjavík um helgina, myndu samþykkja tillögu þess efnis að Aiþýðubandalagið gerðist stofnaðOi að þessum nýja stjómmálaflokki en sagði hins vegar engar áætlanir uppi um að leggja Alþýðubandalagið sjálft niður. Margrét var endurkjörin formaður Alþýðu- bandalagsins á fostudag en þá flutti hún jafn- framt setningarræðu landsfundarins þar sem hún hvatti flokksmenn til að samþykkja aðild að Samfylkingunni. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að aðild að Samfylkingunni væri meginefni þessa landsfundar Alþýðubandalags- ins. „Það liggur fyrir tillaga þess efnis að Alþýðu- bandalagið í heild sinni samþykki að gerast aðili að Samfylkingunni þegar Samfylkingin verður að formlegu stjórnmálaafli sem ég geri mér vonir um að gangi eftir á fyrstu mánuðum næsta árs,“ sagði Margrét. Sagðist hún ekki eiga von á öðra en að landsfundarfólk samþykkti þessa tillögu. Búið er að stofna Samfylkingarfélög í sex af átta kjördæmum landsins, sé miðað við gömlu kjördæmaskipanina, og í undirbúningi er stofnun kjördæmafélaga í Reykjavík og á Reykjanesi en að því loknu segir Margrét ekkert því til fyrir- stöðu að boðað verði til stofnfundar flokksins á landsvísu, vonandi snemma á næsta ári. Nákvæm dagsetning í þeim efnum hefur þó ekki verið rædd. Jóhann Geirdal endurkjörinn varaformaður Á lanfsfundinum í gærmorgun var Jóhann Geirdal endurkjörinn varaformaður Alþýðu- bandalagsins, Gerður Jóhannsdóttir var kjörin ritari flokksins og Elínbjörg Jónsdóttir gjaldkeri. Jafnframt vora kynntar hugmyndir nefndar, sem skipuð var í sumar, um skipulag Samfylkingar. Kvaðst Margrét í því sambandi gera ráð fyrir að næsta skref væri að skipa samráðshóp sem á grandvelli þeirra athugasemda, sem fram hefðu komið við fyrirliggjandi hugmjmdir, myndi móta endanlegar reglur þessara nýju stjórnmálasam- taka. Aðspurð sagðist Margrét efast um að nokkur maður væri tilbúinn að svara þeirri spurningu hvort Alþýðubandalagið mundi í kjölfar stofn- unar Samfylkingar sem stjórnmálaflokks verða lagt niður. „Auðvitað er það þannig að ef Ai- þýðubandalagið gerist formlegur aðili að Sam- fylkingunni sem stjómmálaafli þá munu fund- arhöld og pólitísk umræða líklega eiga sér stað á öðrum vettvangi að stærstum hluta. Alþýðu- bandalagið hefur hins vegar sínar skuldbind- ingar og við eigum okkar stofnanir og það er ljóst að við myndum þurfa að fara út í mikla vinnu ef til þess kæmi að flokkurinn yrði lagður niður.“ Jólaversl- unin kom- in af stað UNDIRBÚNINGUR fyrir jólaversl- unina er nú í fulhim gangi hjá verslunareigendum. Nýtt korta- tímabil hófst 11. nóvember og er verslunarfólk bjartsýnt á komandi jólaverslun. Sigurþór Gunnlaugs- son, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að aðsókn hafi strax farið vel af stað þegar stækkunin varð og virðist sem hugur sé bæði í gestum og rekstraraðilum Kringlunnar. Búið er að færa Kringluna í jóla- búning og voru skreytingarnar settar upp á svipuðum tíma og í fyrra. Erla Jóhannsdóttir, eigandi verslunarinnar Djásn og grænir skógar, Laugavegi 51, segir að jólaverslunin Ieggist vel í verslun- areigendur á Laugaveginum. Þessa dagana er verið að hefja vinnu við skreytingar, en formleg jólaopnun verður 27. nóvember þegar kveikt verður á jólatrénu við Austurvöll. Hún telur að verslunin fari fyrr að stað heldur en fyrir ári og ekki spilli veðurblíðan þessa dagana fyrir aðsókninni að Laugaveginum. MIKILL ljöldi fólks lagði leið sína í Kringluna í gær til að skoða jólavörurnar. Morgunblaðið/Sverrir Seltjarnarnes Sýndist golfskálinn vera alelda SLÖKKVILIÐINU var tílkynnt um það í fyrrakvöld að golfskálinn á Seltjamarnesi væri alelda. Allt tiltækt lið var gert klárt og hélt af stað áleiðis út á Nes en var fljót- lega kallað til baka. Liðsmenn sjúkrabfls sem vora fyrstir á staðinn, ásamt aðalvarð- stjóra, sáu fljótlega að ekki var allt sem sýndist. Skálinn var alheill, en bakvið hann, í fjarska úti á hafi, var fraktskip á siglingu vel upplýst gulum ljósum. Að sögn slökkviliðs hefur sá er hringdi í slökkviliðið ekki séð skipið, heldur bara gula bjarmann af ljósunum um borð og þar sem skipið var bakvið skálann leit það út eins og skálinn stæði í ljósum logum. Að sögn slökkviliðs hefur svipað atvik átt sér stað áður en gulu ljós- unum svipar mjög til elds, sérstak- lega í súld eða rigningu eins og var í fyrrakvöld. American Style kaupir Aktu-taktu VEITINGASTAÐURINN American Style hefur tekið við rekstri Aktu-taktu-staðanna við Sæbraut og Sogaveg og verða fyrirtækin sameinuð um næstu áramót. Staðimir verða þó áfram reknir undir sömu nöfnum. Að sögn Helga Pálssonar, eig- anda American Style, verður fyr- irtækið mjög öflugt eftir samein- inguna, en fyrirtækin hafa bæði gengið vel undanfarin ár, að sögn Helga. Aktu-taktu var í eigu systkina Helga og keypti hann fyrirtækið af Sveini bróður sínum. Helgi segir að þau hafi verið orðin þreytt á rekstrinum og viljað breyta til. Sex ár era liðin síðan Aktu-taktu-staðimir hófu göngu sína. Fyrst var opnaður staður við Sæbraut og í kjölfarið var staðurinn við Sogaveg opnaður. Helgi segir að rekstur slíkra staða sé oft erfiður varðandi mannahald og íleira og að fólk endist mislengi í slíkum rekstri. Meginástæðan fyrir kaupunum sé því sú að eigendumir vildu breyta til. Mikil hagræðing fylgir sameiningu Helgi segir að sameiningunni fylgi einnig veraleg hagræðing. Þá sparist í yfírbyggingu fyrir- tækjanna og innkaup verði hag- kvæmari, enda staðimir að mörgu leyti í svipuðum rekstri í skyndibitasölu. American Style rekur nú þrjá staði, við Skipholt og tvo staði í Kópavogi og Hafnarfírði. Helgi segir kaupverð á Aktu-taktu vera trúnaðarmál á þessari stundu. Breytingar ekki ógnun heldur tækifæri ► Breytingarnar sem Flugleiðir kynntu í byrjun vikunnar snúast ekki eingöngu málningu og fata- efni heldur er að koma fram á sjónarsviðið í raun nýtt fyrirtæki. /10 Slegið á putta risans ►Alríkisdómari segir hugbúnað- arfyrirtækið Microsoft hafa teygt sig of langt í markaðsyfirráðum. /14 íslendingar kóngar í eðli sínu ►Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveit- arféiaga vill fækka sveitarfélögum um 80 á næstu tíu árum. /24 Besta pólitíkin að berast ekki á ►Viðskiptaviðtalið er við Bárð Hafsteinsson hjá Skipatækniy30 ►1-28 Hindúanna helga fljót ► Móður Ganga kalla hindúar hið helga fljót Ganges. Hvergi er helgin þó meiri en við vesturbakka fljótsins þar sem hin forna borg Varanasi stendur. /1&14-16 Fífl í dulargervi ► Flosi Ólafsson, nýorðinn sjötug- ur, er sestur í helgan stein á hestabúgarði sínum að Bergi í Reykholtsdal, sem hann kallar sjálfur Stóra-Aðalberg. /6 Múrvirki eru enn í hugum fólks ►Efnahagsiegir erfiðleikar hafa dregið úr hæfni fjölmargra Aust- ur-Þjóðverja til að laga sig að breyttum aðstæðum. /8 C5 FERDALÖG ► l-4 Kraká ► Ein fallegasta borg sem Sigríð- ur Sveinsdóttir hefur komið til. /2 Vinsældir íslands aukast á Ítalíu ► Fjaliað um Island í einu virtasta fagtímariti ítala. /4 ÍD BÍLAR ► l-4 Á prófunarsvæði Subaru ►Af faglegum tilburðum íslend- inganna í Tochigi. /1 Reynsluakstur ►Velheppnuð Toyota Celica. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Campylobacter jejuni og fleiri boðflennur ► Námskeið hjá Endurmenntun- arstofnun Háskóla íslands eftir helgi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Hugvekja 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Viðhorf 36 Fólk í fréttum 54 Skoðun 36 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 37 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 22b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 26b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2Á-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.