Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 10

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 10
10 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGAR ERll EKKIÓGNUN HELDUR TÆKIFÆRI Flugleiöir kynntu í vikunni miklar breytingar þar sem endurbætt merki, nýir litir á flug- vélunum félagsins og nýir einkennisbúning- ar voru áberandi. Skapti Hallgrímsson komst aö því aö skrefiö sem nú var stigiö - hiö síðasta í umfangsmikilli uppstokkun sem tekiö hefur tíu ár - snertir aldeilis ekki eingöngu málningu og fataefni; fram á sjónarsviðið er í raun komið nýtt fyrirtæki. TVENNT stendur upp úr á lokaspretti uppstokkunar- innar, að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flug- leiða. Annars vegar samn- ingur sem gerður var við SAS um samstarf á ákveðnum leiðum, með það að markmiði að fjölga farþegum á viðskiptafarrými, og hins vegar átak í að styrkja ímynd vörumerkis fyrirtækisins erlendis. Ótrúlegar breytingar hafa orðið hjá Flugleiðum á síðasta áratug; svo miklar að erfitt er að trúa því hvern- ig ástandið var fyrir ekki lengri tíma, þegar það er rifjað upp. Nú er uppstokkuninni sjálfri lokið; búið að pakka nýrri vöru inn altso, en enn er eftir að taka utan af pakkanum og kynna innihaldið, bæði á markaðs- svæði Flugleiða og að miklu leyti innan fyrirtækisins. Forstjórinn nefnir tvennt sem fyrirtækið leggur áherslu á um þessar mundir til að auka tekju- myndun: „Annars vegar flutning farþega til Islands, bæði vegna þess að þeir borga tiltölulega góð far- gjöld og svo hefur það margfeldisá- hrif inn í ferðaþjónustuna. Hins veg- ar farþega á viðskiptafarrými [Saga Class] milli Evrópu og Ameríku. Við erum með mjög lága hlutdeild á þeim markaði, erum lítið félag og með ímynd sem slíkt, en veitum hins vegar góða þjónustu og teljum okk- ur eiga að geta fengið miklu meiri tekjur af þessum markaði. Samning- urinn við SAS er einmitt ekki síst gerður vegna þess því SAS hefur mjög góðan aðgang að viðskipta- markaðnum, sérstaklega í Skandin- avíu.“ SAS selur einmitt lungann af ferðum Flugleiða sem sínar eigið yf- ir hafíð, skv. umræddum samningi. Flugleiðir selja 5% miða sinna á Netinu Sigurður segir Flugleiðir þjón- usta markaðinn „hér heima betur en nokkur annar getur gert. Heima- markaðurinn ber ekki uppi þá miklu flugþjónustu sem hér er í boði. Það er starfsemin á erlendum markaði, flutningarnir milli Evrópu og Amer- íku, sem við förum með í gegnum tengistöðina hér sem skapa þessa þjónustu. Til þess að ná þessum al- þjóðaflutningum í gegnum ísland þurfum við að bjóða afbragðsþjón- ustu,“ segir hann. Annað atriði sem Sigurður nefnir, og segir ekki síður mikilvægt að gefa verulegan gaum, er sala á Net- inu. „Við seljum orðið um 5% miða okkar á Netinu, og sjáum fyrir okk- ur að gríðarlegur vöxtur geti orðið á því. Talið er að sala á alþjóðamark- aði færist jafnvel út á Netið miklu hraðar en menn hafa getað ímyndað sér hingað til og þá skiptir vöru- merkið sköpum. Þá verður það far- þeginn sjálfur sem leitar að flugfé- lagi og verður þá að kannast við fé- lögin. Vinna okkur í dag er því fyrst og fremst sú að styrkja vörumerk- ið.“ Sigurður segir menn í raun sann- færða um að þessi net-framtíð sé miklu nær en nokkur gerði sér í hugarlund fyrir fáeinum misserum. „Ekkert er hægt að fullyrða en al- gjör bylting getur orðið í þessum málum. Ef við framreiknum þann hraða og vöxt í netsölu sem orðið hefur, línulega, verðum við komnir með 50% af okkar miðasölu inn á vefínn innan tveggja ára. Arið 2002 gætum við því verið farnir að selja flugmiða á Netinu fyrir 8-15 millj- arða! Þetta hljómar ótrúlega og er ef til vill ýkt dæmi, en tæknilega og skipulagslega verðum við samt að vera reiðubúnir og verðum það. Aukningin hefur verið gífurleg und- anfarin misseri og eftir tíu mánuði höfðum við selt 5% miða okkar á þessu ári á Netinu.“ Sigurður segir ákveðnar hindran- ir vissulega koma í veg fyrir að þró- un verði eins og áður er lýst í allri miðasölu. „Ferðaheildsalar selja til dæmis stóran hluta af sumarferðum okkar; segja má að slíkar ferðir séu enn fastar í bæklingum þeirra og sala þeirra mun ekki breytast eins hratt. A móti kemur að almennt er talið að vöxtur í sölu á Netinu sé ekki línulegur heldur verði um veld- isvöxt að ræða; að aukningin verði mun hraðari en ég nefndi.“ Um 200 þúsund manns fá nú sent tilboð frá Flugleiðum á Netinu í viku hverri. „Netklúbburinn er vinsæll á Islandi, mikið er um meðlimi í Bandaríkjunum, þeim hefur fjölgað töluvert í Bretlandi og þónokkuð í Skandinavíu. Þróunin virðist hins vegar svolítið hægari á meginland- inu. En á þessu ári hefur þeim sem heimsækja vefsíðu Flugleiða fjölgað um 350%.“ Sala flugmiða á Netinu er mest i Bandaríkjunum en Sigurður segir tölur hjá Flugleiðum nokkuð sam- bærilegar og þar í landi. „Og við er- um fremstir af áætlunarflugfélögum í Evrópu í netsölu." 28% farþega hafa skoðað vefsíðu Flugleiða Hann segir að skv. könnun sem gerð var meðal farþega í ágúst hafi 54% íslendinga sem fljúga með fyr- irtækinu farið inn á vef þess og að 28% allra farþega fyrirtækisins hafí heimsótt heimasíðu Flugleiða. „Að- eins 4% farþeganna höfðu keypt miðann á vefnum en 28% þeirra höfðu skoðað vefínn og því ekki frá- leitt að telja þann fjölda mögulega kaupendur. Ef við gefum okkur að aðeins helmingur þeirra ákveði að kaupa miða á vefnum á næsta ári í stað þess að skoða þá þrefaldast þessi 4,6%. Svona geta hlutirnir gerst hratt. Og við sjáum fram á að í lok ársins 2000 verðum við komnir með milljón meðlimi í netklúbb okk- ar.“ Flugleiðir starfa á nokkuð vel af- mörkuðum markaði og staðreyndin er sú, að sögn Sigurðar, að á „helsta markaðssvæði okkar - sem er Bandaríkin, Kanada, Island, önnur Norðurlönd og Norður-Evrópa - búa 75% af öllum netnotendum í heiminum! Það hentar okkur satt að segja mjög vel.“ Hann nefnir að Flugleiðamenn tali oft um Island sem nokkurs kon- ar tilraunastofu varðandi Netið. „ís- land er einstök auðlind fyrir ís- lenska erfðagreiningu og fyrirtækið notfærir sér það. Sömu sögu má segja um fyrirtæki sem vilja fara út í netviðskipti, eins og okkur; landið er hálfgerð tilraunastofa á því sviði, bæði vegna þess hve fólk er tækni- lega sinnað og tekur öllum nýjung- um sem þessum með opnum huga. Notkun Netsins og GSM-síma er mjög mikil hérlendis og tengingin þar á milli á eftir að verða mjög mik- il.“ ~ Mjög mikilvægt er, að mati Sig- urðar, vegna smæðar Flugleiða að kynna fyriríækið mjög vel erlendis nú - ekki síst vegna þeirra breyt- inga sem hugsanlega eru í vændum og tengjast Netinu, eins og áður var drepið á. „Við erum litlir og tiltölu- lega óþekktir erlendis en 75% af okkar tekjum koma samt erlendis frá.“ Flugleiðir starfa á tiltölulega afmörkuðu svæði, hann segir ísland eiga misgóða möguleika eftir svæð- um en Norðurlönd séu t.d. frjósam- ur jarðvegur fyrir ísland og allt sem íslenskt er. „Sums staðar eigum við því mikla möguleika. í Bandaríkjun- um og víða í Evrópu er ímynd fyrir- tækisins sú að það sé nokkurs konar leiguflugfélag sem bjóði upp á ódýr- ustu fargjöldin. Þetta er hin sterka ímynd Loftleiða frá þeim tíma að fyrirtækið hafði sérstöðu sem lággjaldafyrirtæki á alþjóðamark- aði. Síðan hefur tvennt gerst. Öll flugfélög hafa fært sig með hluta af sínu famboði inná lággjaldamarkað- inn og sérstaðan þar hefur horfið. Flugleiðir hafa heldur ekki það sama forskot í kostnaði og Loftleiðir höfðu á sínum tíma á markaðnum. En markmið okkar í dag er að fjölga farþegum til og frá íslandi og far- þegum á viðskiptafarrými milli Evr- ópu og Ameríku. Við settum okkur það markmið á þessu ári að almenn- um farþegum með okkur yfír hafið myndi fækka, en viðskiptafarþegum fjölga. Við þurfum að sýna markaðn- um og sannfæra hann um að Flug- leiðir geti þjónustasð alla hluta markaðarins. Gamla ímyndin hefur nefnilega verið svo gríðarlega sterk.“ Sigurður upplýsir að Flugleiðir verði með auglýsingaherferð á sjón- varpsstöðinni CNN nú í haust, bæði fyrir Bandaríkin og Evrópu. Fyrir- tækið hafi hingað mest reynt að koma sér á framfæri í gegnum ferðaskrifstofur og ferðaheildsala. „Oft erum við með bestu þjónust- una; fólk getur jafnvel sparað sér tvo til þrjá tíma tíma á ferðalagi með því að fara með okkur milli Evrópu og Ameríku, en við fáum ekki það verð sem við ættum að fá vegna þess að fólk þekkir okkur ekki. Og stærsta atriðið varðandi samninginn við SAS var kannski að þeir farþegar sem ferðast með okk- ur fá punkta inn í vildarpunktakerf- ið hjá SAS. Við urðum nefnilega varir við að fólk beið jafnvel í þrjá tima til að geta farið með því félagi þar sem það fær punkta í ferðum yf- ir hafið.“ Sigurður nefnir að frammámaður í íslenskum sjávarútvegi hafí sagt sér að starfsbróðir hans í Noregi hefði einhverra hluta vegna - óvart - farið með Flugleiðum frá Noregi til Boston í Bandaríkjunum á sjávar- útvegssýningu, og látið þau orð falla að eftir það færi hann og hans menn eingöngu með Flugleiðum vestur um haf. „Staðreyndin er nefnilega sú að við bjóðum oft beinasta flugið til Bandaríkjanna og stysta, þótt fólk þurfí að stoppa í Keflavík og þar er tiltölulega rólegt. En við eigum vissulega gífurlegt verk framundan við að sýna fram á að sú góða vara sem við teljum okkur vera með sé þess virði fyrir farþegana að nota. Og þá skiptir máli að fólk sjái að þetta sé Icelandair. Nýi blái liturinn á að vera tákn hins norræna og stað- reyndin er sú að við markaðssetn- ingu í Bandaríkjunum skilgreinum við okkur ekki sérstaklega sem ís- lenskt flugfélag heldur norrænt." Eilíf íslandskynning Sigurður segir að Flugleiðir hafi síðustu tuttugu ár staðið í gífurlegri kynningu á íslandi. Miklu meiri en á fyrirtækinu sjálfu en stefnan sé að breyta því, kynna hvorutveggja jafnhliða. „Fólk erlendis hefur oft ekki hugmynd um hvað ísland er. Þegar við hættum að fljúga til Lúx- emborgar og hófum í staðinn dag- legt flug til Parísar í sumar gerðum við til dæmis mjög ítarlega könnun þar og niðurstaðan kom verulega á óvart. Meirihluti Parísarbúa virðist halda að ísland sé einhvers staðar á hjara veraldar þó ekki sé nema þriggja tíma flug hingað frá París. Á þessu sést vel hversu mikið verk við eigum fyrir höndum. Við jiurfum því enn um sinn að kynna Island áður en við getum eingöngu farið að kynna félagið." Og nú, sem aldrei fyrr, skiptir máli að viðskiptavinurinn þekkti vörumerkið; kannist við Icelandair, fari svo að fólk fari í auknum mæli að kaupa farmiða sjálft á Netinu. „Yfirleitt hefur einhver ferðaskrif- stofa eða heildsali selt farmiða með Flugleiðum yfir hafið eða pakka með flugi og hóteli og ferð í kringum Is- land í eigin nafni. Flestar þessar heildsölur eru erlend fyrirtæki, fólk kaupir pakkana af því og engu máli skiptir hvað flugfélagið heitir eða hótelið. Detti milliliðirnir út í aukn- um mæli skiptir þetta hins vegar höfuðmáli.“ Sigurður nefnir að þegar Flug- leiðir hófu flug til Minneapolis í fyrra hafi einnig verið kannað hvað fólk á þeim slóðum vissi um fyrir- tækið og Island. „Ymislegt furðulegt kom út úr þeirri könnun; sumir héldu að við værum útibú frá [rúss- neska flugfélaginu] Aeroflot, sumir að við værum einhvers staðar í Norður-Kanada eða á Grænlandi. Mjög fáir vissu í raun hvaðan við er- um. Sá hópur sem þekkti okkur var fólk sem verið hafði við nám á mið- svæðinu í Bandaríkjunum. Það þekkti lágfargjaldaflugfélag sem flaug frá Chicago! Mundi eftir Loft- leiðum af því að fyrirtækið „átti“ alla háskólana í miðvesturríkjunum þegar við vorum að fljúga út úr Chicago. Þetta var ímyndin. Nú hafa Flugleiðir starfað á markaðnum þarna um skeið og nýrri kannanir sýna að ímyndin er að breytast.“ Islensk ferðaþjónustufyrirtæki selja tiltölulega lítið beint til hins endanlega viðskiptavinar, ferða- mannsins. Erlendar keðjur ferða- skrifstofa og ferðaheildala ráða fyrst og fremst ferðinni, segir Sigurður. I Bretlandi eru, svo dæmi sé tekið, að minnsta kosti 15 þúsund ferðaskrif- stofur, langflestar í eigu fjögurra eða fimm stórra keðja. „Og oft er það þannig að við fáum einfaldlega ekki hillupláss fyrir bæklinga okkar hjá þessum fyrirtækjum. Þeir eru með sína eigin vöru; vilja búa til ferðir og þá er fólk ekkert að velta því fyrir sér með hvaða flugfélagi það fer. Með tilkomu Netsins getur þetta hins vegar breyst. Sú bylting getur hjálpað okkur. I þeim miðli eigum við nefnilega alveg sömu möguleika og aðrir. Við erum með alveg jafn stóran verslunarglugga á Netinu og Irar, Norðmenn, Bretar eða Bandaríkjamenn! Hestvagn eða hraðlest Breytingarnar gerast hratt, segir forstjórinn. „Eg veit ekki hvort menn átta sig á því að þeir eru á hestvagni en lest á 100 kílómetra hraða er við hliðina á þeim. Og ann- aðhvort hoppa þeir um borð í hana eða verða bara áfram á hestvagnin- um! Þróunin er svo ótrúlega hröð. Sumir segja að ef fyrirtæki verði ekki farið að notfæra sér Netið eftir þrjú ár, þá verði það einfaldlega ekki fyrirtæki eftir þrjú ár!“ Hann nefnir bandarísku verslun- arkeðjuna Wal-Mart, sem er eitt allra þekktasta vörumerkið vestan- hafs. „Það hefur fjárfest gífurlega í verslunarhúsnæði en er engu að síð- ur að fara inn á vefinn. Fyrirtækið verður að verja gífurlegu fé í fjár- festingar í verslunarhúsnæði, en tel- ur greinilega bestu leiðina til að fást við netverslanir að fara sjálfir inn á Netið. Verði þróunin sú sem flestir telja þýðir hún að grundvallarbreyt- ingar verða á slíkum verslanakeðj- um. Þær verða að hugsa sinn gang alveg upp á nýtt.“ Sigurður segir mikla breytingu hafa orðið á fraktflutningum fyrir- tækisins. „Við sinnum aðilum sem eru í smápakkaflutningum eins og TNT og UPS, og aukningin á þessu ári í slíkum sendingum er 40-60% milli ára. Fólk pantar sem sagt heil- mikið sjálft erlendis frá - örugglega mjög mikið í gegnum Netið - og fær sent í litlum pökkum hingað heim.“ Kaup viðskiptavinar beint frá „framleiðanda“ aukast sem sagt jafnt og þétt, og Sigurður segir út- lendinga varla trúa þeirri staðreynd að 2% íslensku þjóðarinnar hafi þeg- ar keypt farseðil af Flugleiðum á Netinu á fyrstu tíu mánuðum ársins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.