Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 25 Morgunblaóiö/Kristinn in á landsbyggðinni. Það er yfirlýst stefna að sveitarfélögin taki við heilsugæslunni ein- hvem tímann í framtíðinni og þeirri öldrun- arþjónustu sem ríkið hefur á sinni könnu, en sveitarfélögin gegna mjög mikilvægu hlut- verki í dag í málefnum aldraðra." Útboð á þjónustu sveitarfélaga Vilhjálmur tekur þó skýrt fram að hann vilji ekki að sveitarfélögin ætli sér um of og hann sé afar hlynntur því að þau verkefni sem sveitarfélög geti hugsanlega fært yfir til einkaaðila, íyrirtælga, stofnana eða félaga- samtaka, séu færð þangað. „Ég er þeirrar skoðunar að umfangsmikill rekstur ríkis og sveitarfélaga megi ekki draga úr möguleik- um atvinnufyrirtækja á hinum almenna markaði til að eflast,“ segir hann. Vilhjálmur segir þessarar þróunar gæta nú þegar hjá sveitarfélögum, t.d. megi nefna Pípugerðina í Reykjavík sem seld var fyrir nokkru og einnig Malbikunarstöðina í Reykjavík sem búið er að gera að hlutafélagi og hægt sé að selja hvenær sem er. „Einnig finnst mér koma til greina að sveitarfélögin bjóði út þjónustu ýmissa lög- bundinna verkefna, til að fá viðmið í rekstur- inn og stuðla að hagræðingu. Þau þyrftu að sjálfsögðu að bera ábyrgð á þessum verkefn- um og þjónstunni samkvæmt lögum, þó svo að ráðist yrði í útboð og gerð þjónustusamn- inga við einstaklinga eða faghópa um t.d. rekstur á leikskólum og grunnskólum, ein- hverjum þáttum í félagsþjónustu sveitarfé- laga, t.d. rekstri leiguíbúða eða heimilisþjón- ustu, mötuneyti eða almenningssamgöngur. Ýmis fleiri verkefni gætu komið til álita, svo sem verkefni sem sveitarfélögin sinna í umhverfismálum. Það er ekki endilega nauð- synlegt að sveitarstjórnin eða einhverjir starfsmenn á hennar vegum sinni þessum þáttum. Þegar málin eni stokkuð upp með þessum hætti, eykst sömuleiðis kostnaðarvit- und í rekstrinum. Þetta er ekki einkavæðing, heldur útboð á þjónustu og gerð þjónustu- samninga. Það sem ég kalla valddreifing í verki. Við fáum íyrir vikið sveigjanlegri og betri stjórnsýslu, leiðum fram meira frum- kvæði og fleiri valkosti, þannig að allt leiðir þetta til jákvæðrar þróunar." Fram hafa komið hugmyndir um að sam- eina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að Reykjavík undanskilinni, sem nokkurs konar mótvægi við höfuðborgina. En því ekki að ganga alla leið, og sameina Reykjavík ná- grannabyggðarlögunum ? „Sumir hafa jafnvel talað um að gera fleiri sveitarfélög úr Reykjavík. Ég er ósammála því og tel að borgin eigi að vera eitt sveitarfé- lag og eitt kjördæmi, enda hagkvæm stjórn- sýslueining. En ég get séð fyrir mér að í framtíðinni yrði um að ræða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu og sé þá fyrir mér að ágæt niðurstaða yrði að Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur sameinuð- ust, Kópavogur héldi óbreyttri stöðu en Reykjavík, Seltjamarnes, Mosfellsbær og Kjósin sameinuðust. Landfræðilega held ég að slík þróun yrði hagkvæm. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag á íslandi, það er mjög öflugt og mikill uppgangur þar. Þó að bærinn sé nánast runninn saman við Reykja- vík fyrir austan Reykjanesbraut, eru ýmis rök fyrir því að hann standi sjálfstæður. Það er ekki óalgengt víða erlendis að sveit- arfélög standi þétt saman, t.d. í Ósló þar sem er að finna minni sveitarfélög í næsta ná- grenni og sömuleiðis í Kaupmannahöfn, þar sem sjálfstætt sveitarfélag, Fredriksberg, stendur í miðri borginni, og tiltölulega lítil sveitarfélög á danskan mælikvarða standa rétt fyrir utan hana. Þetta verða hins vegar sveitarstjórnarmenn og íbúar að ræða um og ákveða þegar fram líða stundir. Eflaust eru mjög skiptar skoðanir um þessi mál, ég geri mér fullkomlega grein íyrir því, og það getur liðið nokkur tími áður en þessar hugmyndir verða að veruleika, ef þær verða það á annað borð.“ Vinnubrögð sem endurtaka sig ekki Afl undanförnu hafa sveitarfélögin verið sök- uð um að hækka laun starfsmanna sinna um- talsvert umfram almenna launastefnu á vinnumarkaði og gjarnan talað um ábyrgðar- leysi í því sambandi, sem geti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar í för með sér. Hverju svararðu þessum gagnrýnendum? „Málið er einfaldlega það að allur sá hag- vöxtur sem orðið hefur á seinustu árum hefur farið í að hækka laun starfsmanna sveitarfé- laga. Ef að einhverjir saka sveitarstjórnar- menn um ábyrgðarleysi í launamálum, eru hinir sömu að vísa til þeirra hækkana sem kennarar og leikskólakennarar fengu. En svo gerist það, að jafnvel þeir hinir sömu sem ásaka sveitarfélögin um ábyrgðarleysi, skora á sveitarfélögin eða einstaka sveitarstjórnir að gera átak í launamálum leikskólakennara, þannig að ákveðins tvískinnungs gætir í mál- flutningi margra þeirra. Ég held að starfsmenn sveitarfélaga al- mennt séu ekkert betur staddir í launamálum en gengur og gerist í þjóðfélaginu og hef ekki orðið var við að þeir séu að hreykja sér af því að hafa há laun eða hærri en almennt tíðkast. Ég vísa því þessari gagnrýni á bug. En sveit- arfélögin voru þvinguð til viðbótarsamninga við kennara, eins og öllum er ljóst. Sveitar- stjórnarmenn munu hins vegar ekki láta vinnubrögð af þessu tagi endurtaka sig, því get ég lofað, enda er ekki hægt að sætta sig við að slík vinnubrögð séu stunduð. Þegar samið var um yfirfærlsu grunnskólans, nefndi forysta sveitarfélaganna aldrei að sú fram- kvæmd eins og sér myndi til hækkaðra launa. Talsmenn kennara lögðu áherslu á að þeir héldu óbreyttum réttindum og skyldum og það var samþykkt. í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutningsins, er ákvæði um að kostnað- ar og tekjuþörf við framkvæmd grunnskóla- laganna yrði endurmetin í ljósi reynslunnar, íyrir 1. ágúst árið 2000.“ Vilhjálmur kveðst sannfærður um að ef rík- ið hefði farið með launamál grunnskólakenn- ara, hefði ekki þýtt fyrir þá að fara í hópupp- sagnir í einstökum sveitarféiög- um til að þvinga fram viðbótarhækkan- ir að afloknum kjarasamningum. „Það er ljóst í mínum huga að ef grunn- skólinn hefði ekki verið fluttur til sveitarfé- laganna, væru kennarar með lægri laun en þeir hafa í dag. Margir telja að þama hafi komið fram ákveðinn veikleiki sem felst í ná- lægðinni við sveitarstjórnirnar, og ég get fall- ist á það sjónarmið, en bendi samtímis á að um er að ræða veikleika sem vinna þarf á og breyta. Menn læra af reynslunni og eftir því sem stjómsýslan verður skilvirkari og mark- vissari í sveitarfélögunum, og meiri agi á mál- um, hvort sem um er ræða fjármálastjórn eða gerð samninga, held ég að þetta breytist. Það sem gerst hefur nú er íyrst og fremst byrjun- arörðugleikar. Það hefur verið mikill vilji meðal sveitarstjórnarmanna að gera vel við grunnskólann og þar með talið kennara, en ff Til þess að sveitarfé- * lögin geti með skap- legum hætti gegnt hlutverki sínu gagn- vart íbúunum þarf að treysta sjálfsforræði og réttarstöðu þeirra gagnvart löggjafar- valdi og framkvæmda- valdi ríkisins. áá þegar til lengdar lætur verður það nokkuð þreytandi íyrir stjómvöld, hvort sem það er ríki eða sveitarfélög, ef viðsemjandinn er aldrei ánægður með eitt né neitt. Ástandið í skólum og innan kennarahópsins hlýtur að vera hvimleitt ef umræðan snýst sjaldnast um annað en launakjör. Þess vegna held ég að það sé bæði skylda kennara og sveitar- stjómarmanna að vinna að því að friður myndist um skólastarfið." Rammi settur um lántökur? Heildarskuldir sveitarfélaganna hérlendis nema um 47 milijörðum króna en Vilhjálmur bendir á til samanburðar að skuldir heimil- anna í landinu era taldar nema 270 milljörð- um króna. „I árslok 1997 námu hreinar skuldir sveit- arfélaga um 62,5% af skatttekjum þeirra, og aðeins 20 sveitarsjóðir höfðu nettóskuldir umfram hættumörkin sem við settum við 80% af skatttekjum. Hreinar skuldir ríkis- sjóðs í hlutfalli af skatttekjum vora hins veg- ar um eða yfir 100%. Auðvitað verða sveitar- stjórnarmenn að kunna að sníða sér stakk eftir vexti og það er til lítils að hækka laun einhverra hópa umfram annarra eða leggja í miklar framkvæmdir, kalli það á lántökur. Það þarf að borga skuldir eins og flestir vita og þó að lántökur geti gengið um tíma, gera þær það ekki til lengdar. Sumstaðar í ná- grannalöndum okkar er það þannig að sveit- arfélög mega ekki safna skuldum, þeim er hreinlega bannað það. Við höfum hert á þess- um málum í nýjum sveitarstjórnarlögum, og þó að ég telji ekki rétt að setja stíf boð og bönn finnst mér koma til greina að setja ramma sem geri ráð fyrir að þegar skuld- setningin er komin á ákveðið stig verði ekki lengra haldið. Launahækkanir og fram- kvæmdir hafi vitaskuld haft áhrif á fjárhags- afkomu sveitarfélaganna en lítill hluti þeirra hefur möguleika á að hækka útsvarsstofn þar sem hann hefur þegar verið fullnýttur.“ Hann segir ekld alls kostar rétt sem t.d. hefur komið fram í máli forseta ASÍ að sveit- arfélögin hafi almennt hækkað útsvar og rétt- lætt þær hækkanir með því að vísa til aukins launakostnaðar. „Þegar litið er á hækkun meðalútsvars frá árinu 1996 kemur í ljós að meðalútsvar á árinu 1996 var 8,79%, en á ár- inu 1997 hækkaði það um 2,65% vegna yfir- færslu grannskólans og varð meðalútsvar það ár 11,57% A sama tíma lækkaði tekjuskattur í staðgreiðslunni um 2,65% Árið 1998 var með- alútsvar 11,61%, og kom þá til viðbótar um- samin hækkun útsvars vegna yfirfærslu grannskólans, sem var 0,05 prósentustig. Meðalútsvar ársins 1999 er 11,93%, en þá hækkuðu fimm sveitarfélög útsvarið innan þeirra heimilda sem þau hafa samkvæmt lög- um um tekjustofna sveitarfélaga,“ segir hann. Er skuldaaukning sumra sveitarfélaga um- fram önnur á ábyrgð „svartra sauða", þ.e. má skrifa hana á reikning óráðsíu einstakra sveitarfélags sem draga heildina niður? „Sveitarfélögin eru 124 talsins, en það er alveg ljóst að í einstaka sveitarfélögum hefur fjármálastjómin alls ekki verið með þeim hætti sem ég vildi sjá hana. En það gengur hins vegar ekki að alhæfa og segja að ástand- ið sé svona almennt, þó að nokkrir svartir sauðir séu í hópnum. Ég fullyrði að fjármála- stjóm og stjómsýsla sveitarfélaga hefur breyst til verulegs batnaðar á síðari árum. Það er einnig ljóst að í tengslum við samein- ingu sveitarfélaga og yfirtöku fleiri verkefna, hefur stjómsýsla sveitarfélaga verið tekin til endurskoðunar og fjármálastjórnin líka. Almennt hefur afkoma sveitarfélaganna hins vegar versnað verulega á þessum ára- tug, meðal annars vegna aukinna verkefna á vettvangi félags- og umhverfismála, án þess að þeim verkefnum hafi fylgt sérstakir tekju- stofnar. Á síðustu tveimur árum hefur pen- ingaleg staða sveitarfélaga, versnað úr um 23 milljörðum króna árið 1996 í 28,2 milljarða árið 1998 eða um 5 milljarða króna. Hvað framkvæmdir varðar er tengjast einstökum málaflokkum á árunum 1996 til 1998 má nefna að fjárfestingar er snertu félagsmál hafa hækkað úr 1.073 milljónum króna í 1.464 milljónir, fjárfestingar er tengjast giunnskólum hafa hækkað úr 2.485 milljón- um króna í 3.939 milljónir króna og fjárfest- ingar er tengjast umhverfismálum lækkað úr 1.511 milljónum króna í 1.180 milljónir króna. Samanlagt hafa nettófjárfestingar er tengj- ast þessum þremur þáttum hækkað úr 5.069 milljörðum í 6.483 milljarða á tímabilinu eða um 1,4 milljarða. Til viðbótar þessu hafa sveitarfélögin orðið fyrir tekjuskerðingu vegna breytinga Alþing- is á skattalögum er nemur um 2.000 milljón- um króna á árinu 1998 og ljóst er að skerð- ingin verður ekki minni á þessu ári. Samtals er hér um að ræða um það bil fjögurra millj- arða tekjutap á tveimur áram,“ segir Vil- hjálmur. Ekki auðvelt að fresta framkvæmdum Hann segir margvíslegum vandkvæðum bundið fyrir sveitarfélögin að grípa til að- haldsaðgerða og ekki sé málið svo einfalt að þau geti í einu vetfangi snúið við blaðinu og einbeitt sé að greiðslu skulda. Síðan 1996 hafi yfirtaka grannskólans og einsetning hans verið stærsta viðfangsefni sveitarfélaga. Búið sé að einsetja 158 grannskóla af 188, þannig að 30 era enn tvísetnir. Lok einsetningar séu lögbundin og hafi sveitarfélögin þurft að gera framkvæmdaáætlanir með hliðsjón af því. í þessu felist ein skýringin á veralegri aukn- ingu framkvæmda hjá sveitarfélögunum milli áranna 1996 og 1997, en heildarframkvæmdir verið svipaðar milli áranna 1997 og 1998. Þvi sé ekki auðvelt fyrir sveitarfélögin að fresta þeim framkvæmdum sem þegar séu fyrirhug- aðar vegna grannskólans. Hið sama gildi einnig um fráveituframkvæmdir sem era um- fangsmikið verkefhi sveitarfélaga víða um land. „Ríkisstjórn íslands hefur undirritað skuldbindandi sáttmála um að því verkefni verði lokið árið 2005. Gerðir verksamningar um umfangsmikil skylduverkefni eins og byggingu grannskóla, framkvæmdir í höfnum og fráveituframkvæmdir eiga sér yfirleitt langan aðdraganda og því hægara sagt en gert fyrir einstök sveitarfélög að fresta slíkum framkvæmdum með hliðsjón af afkomu þjóð- arbúsins. Sveitarfélögin standa í framkvæmd- um af mismunandi getu, en víðast hvar af mik- illi nauðsyn. Þau verða að mestu leyti að vinna eftir þeim leikreglum sem ríkisvaldið setur þeim, bæði hvað varðar tekjustofna og lög- bundin verkefhi, hvort heldur er rekstur eða einstakar stórframkvæmdir. Ríkisvaldið hef- ur því ótvírætt mun meiri möguleika til að fresta eða flýta framkvæmdum sínum í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í stjórnun efnahagsmála," segir Vilhjálmur. „Til að sveitarfélögin geti snúið við blað- inu, þ.e. stöðvað skuldasöfnun, verða þau að fá þegar um næstu áramót leiðréttingar á tekjustofnum sínum í samræmi við þá tekju- skerðingu sem þau hafa orðið fyrir. Jafn- framt verða þau að beita ýtrasta aðhaldi í rekstri og framkvæmdum. Það getur á engan hátt talist sanngjarnt að skrifa aukna skulda- söfnun sveitarfélaga á skort á aðhaldi. Skýr- ingin felst miklu fremur í þeirri tekjuskerð- ingu sem sveitarfélögin hafa orðið fyrir sam- hliða auknum verkefnum á sviði félags- og fræðslumál og umhverfismála, sem þau hafa hægt og sígandi orðið að taka á sig í sam- ræmi við lög og reglugerðir, án þess að fá sérstaka nýja viðbótartekjustofna til að mæta auknum útgjöldum." Treysta þarf sjálfsforræði og réttarstöðu Hann segir brýnt að fram fari á vettvangi sveitarfélaganna krefjandi umræða um hlut- verk og stöðu sveitarfélaganna í upphafí nýrrar aldar. Til þessa hafi verið dæmigert fyrir umfjöllun um stöðu og hlutverk sveitar- félaganna að hún snúist um fjármál, fram- kvæmdir, rekstur, stjómun og gæði. „Minni athygli hefur beinst á mikilvægi sveitarstjórnarlýðræðisins og þeirri lýðræð- islegu baráttu sem sveitarstjórnir þurfa að glíma við til að tryggja efnahagslega stöðu sína og sjálfsforræði. Til þess að sveitarfélög- in geti með skaplegum hætti gegnt hlutverki sínu gagnvart íbúunum þarf að treysta sjálfs- forræði og réttarstöðu þeirra gagnvart lög- gjafarvaldi og framkvæmdavaldi ríkisins. Sveitarfélögin hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna í þvi lýðræðisþjóðfélagi sem við vilj- um styrkja með dreifingu valds og ábyrgðar og til þess að þau geti rækt það hlutverk sitt verður samstarf ríkis og sveitai-félaga að byggjast á gagnkvæmu trausti á öllum svið- um. Það er bæði skylda og ekki síður hags- munamál ríkisvaldsins að skapa sveitarfélög- unum eðlileg starfsskilyrði og traustan fjár- hagslegan giundvöll, til að þau geti staðið undir því mikilvæga lýðræðishlutverki sem þau gegna í þjóðfélaginu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.