Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ EDDUNA Tæpast mun þurfa tæknibrellumeistara kvíkmyndanna til að gera augljósa þá spennu sem annað kvöld mun ríkja í sal Borgar- leikhússins. Þá verða Edduverðlaunin afhent í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn ■-------------------------------7------- og í beinni útsendingu á Stöð 2. Arni Þórar- insson fjallar um þessi íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun og ræðir um þau við Jón Þór Hannesson, stjórnarformann Islensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar. Morgunblaðið/Ásd Edda Þórarinsdóttir tilkynnir tilnefningar til Edduverðlaunanna. Tilnefningarnar ALLIR, hvort heldur þeir eru áhuga- menn um kvikmyndir eða ekki kann- ast við bandarísku Óskars-verðlaunin. Árlega vekur bandaríska kvikmynda- akademían athygli á verkum félags- manna sinna með þessum verðlaunum sem ævinlega vekja ekki síður deilur og um- ræður en athygli. Með sama hætti úthlutar sjónvarpsiðnaðurinn Emmy-verðlaunum og tónlistargeirinn Grammy-verðlaunum. Þessi bandarísku verðlaun eiga sér samsvörun í bresku BAFTA-verðlaununum, danskri Bodil, sænskum Guldbagge, norrænni Amöndu og evrópskum Felix, svo dæmi séu tekin. Eddan greinir sig frá flestum þessara evrópsku verðlauna að þvi leyti að hún er ekki aðeins veitt iyrir kvikmyndir heldur jafnframt verk unnin fyrir sjónvarp. Annar munur er sá að fagfélagar Islensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar eru ekki einir um að velja verk og einstaklinga úr sín- um röðum, heldur hefur almenningi á Islandi gefíst kostur á að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni og hafa þannig áhrif á viðurkenningarn- ar. Kosningin Kosning fagfélaganna í íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunni fór fram í gær, auk þess sem kosið var um framlag Is- lands til Óskars-verðlaunanna. Undanfama daga hefur áhugafólk utan kjörskrár aka- demíunnar átt þess kost að kjósa á mbl.is, en Morgunblaðið er helsti stuðningsaðili Eddu- verðlaunanna. Vægi akademíufélaga er 70% en almennings 30%. Sérstök kjömefnd, skip- uð utanaðkomandi aðilum án hagsmuna- tengsla, hefur fylgst með framkvæmd kosn- ingarinnar og er þessar stundirnar til þess að talning fari íram eftir settum reglum. Hún mun síðan innsigla niðurstöðurnar og verða þær engum kunnar fyrr en á sviðinu í Borgarleikhúsinu annaðkvöld. Þegar hafa tilnefningar sjö manna valnefndar verið kynntar, þrjár fyrir hvern sjö flokka, auk þess sem þrenn fagverðlaun verða veitt og ein heiðursverðlaun. Rúmlega eitt ár er síðan umræður hófust í röðum íslenskra kvikmyndagerðarmanna um verðlaunaafhendingu af þessu tagi, sem vekja myndi jákvæða athygli á íslenskri framleiðslu. „Menn vom orðnir dálítið þreyttir á þeim væringum og leiðindum sem gjaman spruttu upp í kringum val okkar á framlagi til Óskars-verðlauna,“ segir Jón Þór Hannesson, stjómarformaður Is- lensku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unnar. „Æskilegt þótti að skapa jákvæð- ara umhverfi um íslensk kvikmynda- og sjónvarpsverk og til þess eru svona verð- laun fallin, ef vel tekst til. Fyrst kom upp hugmynd í Framleiðendafélaginu um sér- stök sjónvarpsverðlaun en Félag kvik- myndagerðar- manna og Sam- tök íslenskra kvikmyndafram- leiðenda ræddu leiðir til að gera eitt- hvað veglegt fyrir bíó- myndimar. Ur varð að öll fagfélögin ákváðu að reyna að taka höndum saman um sameiginleg verðlaun, sem stillt yrðu saman við Óskars-kosninguna og var settur á laggimar vinnu- hópur til að kanna mögu- leika á því. Félag íslenskra leikara var með í þeirri vinnu í upphafi en dró sig út úr henni af kostnaðará- stæðum; við vonum þó að leikarar komi til liðs við akademíuna þegar frá líður. I undirbúningsvinnunni hafa komið upp ýmsar hug- myndir, einkum hvað varðar fjölda verðlaunaflokka, eins og hvort veita ætti verð- laun til „sjönvarpsmanns ársins“, „bestu frétta- stofunnar“, „besta hljóðmannsins" og fleira þess háttar. Niðurstaðan varð hins vegar sú að hafa flokkana færri en gefa þeim verk- um sem unnin em í sjónvarpi og kvik- myndum jöfn tækifæri; þannig getur til dæmis besti leikarinn verið valinn hvort heldur er úr sjón- varpsverki eða bíómynd. Þetta gefur fleiri möguleika í okkar þrönga framleiðsluum- hverfí, því sum árin eru frum- sýndar bíómyndir kannski ein eða tvær en önnur ár þrjár eða fjórar. Síðan var ákveðið að veita sérstök fagverðlaun með þremur tilnefningum þar sem allir fag- flokkar koma til greina í stað sérstakra verð- Bíómynd ársins Dansinn. Framleiðandi og leik- stjón: Agúst Guðmundsson. Hand- rit: Agúst Guðmundsson og Krist- ín Atladóttir. Ungfrúin góða og húsið. Fram- leiðendur: Halldór Þorgeirsson, Snorri Þórisson, Eric Crone, Christer Nilsson. Leikstjórn og handrit: Guðný Halldórsdóttir. Sporlaust. Framleiðandi: Jóna Finnsdóttir. Leikstjóri: Hilmar Oddsson. Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Leikið sjónvarpsefni ársins Slurpinn og Co. Framleiðendur: Katrín Ólafsdóttir og Reynir Lyngdal. Leikstjórn og handrit: Katrín Ólafsdóttir. Heimsókn. Framleiðandi: Björn Emilsson fyiir RUV-Sjónvarp. Leikstjóri: Asgrímur Sverrissor Handrit: Friðrik Erlingsson. Fóstbræður. Framleiðandi og k stjóri: Óskar Jónasson fyrir Stö Handrit: Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr, Helga Braga Jónsdc ir, Þorsteinn Guðmundsson. Heimildarmynd ársins Corpus Camera. Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson fyrir 2 geitur. Stjórn: Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir. SÍS, ris, veldi og fall. Framleið- launa fyrir hvern. Þessir fagverðlaunahafar eru til- greindir fyrirfram, svo unnt sé að kynna fólkið og verkin áður. Einnig verða veitt sér- stök heiðursverðlaun fyrir framlag til íslenskrar kvik- myndagerðar og sjónvarps.“ Fagverðlaunin að þessu sinni hljóta þau Ragna Foss- berg fyrir förðun í sjón- varpsmyndinni Dómsdagur, Hilmar Órn Hilmarsson fyrir tónlistina í bíómyndinni Ungfrúin góða og húsið og Þórunn María Jóns- dóttir fyrir búninga í kvikmyndinni Dansinn. Jón Þór segir að möguleikum sé haldið opnum fyrir fjölgun og öðrum breytingum á verðlaunaflokkum. „Við ákváðum að reyna þetta svona í fyrsta skiptið og sjá hvernig til tæk- ist. Við bindum vonir við að verð- launaveitingin geti vaxið, ef ástæða þykir til.“ Dagskráin Hann segir að undirbúningsstarfið hafí gengið vel og án mikilla deilna. Tekist hafi að fjármagna verðlaunin með kostendum, auk þess sem selt er inn á athöfn og skemmtidagskrá í Borgarleikhúsinu og gerð- ur samningur við Stöð 2 um beinar útsend- ingar frá henni til næstu fimm ára. Rétt er að geta þess að útsendingin verður í opinni dagskrá. „Við vonumst til þess að verðlaunaathöfn- in verði skemmtileg og frískleg," segir Jón Þór Hannesson. „Hún á að ganga hratt fyrir sig, krydduð ýmsum skemmtiatriðum og EDDAN, verðlaunagripurinn, steyptur í brons, er hannaður af Magnúsi Tómassyni og sækir hann hugmyndina í skáldskaparmál Snorra-Eddu. taka um það bil klukkustund og tuttugu mín- útur.“ Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan átta annaðkvöld og verður þá sent út frá móttöku í anddyri Borgarleikhússins. Dagski-áin í salnum hefst hálftíma síðar og mun Þorfinn- ur Ómarsspn, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs Islands, setja hátíðina og sjá um kynningar. í máli og myndum verða t.d. rifj- aðar upp úthlutanir sjóðsins í tvo áratugi og brautryðjenda minnst. Tveir ungir leikarar, Þórunn Lárusdóttir og Stefán Kari Stefáns- son, munu afhenda verðlaun fyrir sjónvarps- þátt ársins, Ómar Ragnarsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fyrir heimildarmynd ársins, Friðrik Þór Friðriksson og Kristín Jóhann- esdóttir fagverðlaunin þrjú, Halldóra Geir- harðsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir afhenda verðlaun handa besta leikaranum, Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld af- henda heiðursverðlaun akademíunnar, Hilm- ir Snær Guðnason og Björn Jörundur Frið- björnsson kynna bestu leikkonuna, Stefán Baldursson og Þórhildur Þorleifsdóttir besta leikna sjónvarpsefnið, Guðrún Asmundsdótt- ir og Eriingur Gíslason leikstjóra ársins, Selma Björnsdóttir og Helgi Björnsson úr- slit í Óskars-kosningunni en óákveðið er hverjir kynna bestu kvikmyndina. Tekið er fram að breytingar geta orðið á einstökum atriðum. Deilur? Jón Þór Hannesson segir að Edduverð- laununum sé ætlað hvort tveggja að vekja athygli á listrænni fagvinnu á sviði íslenskra bíómynda og sjónvarps útávið og styrkja tengsl og samheldni fagfólksins innávið. „Þau eiga bæði að efla liðsandann hjá okkur og styrkja stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart erlendri samkeppni. Ég vona að það takist." Ertu ekkert smeykur við smölun og klíku- myndanir í kringum verðlaunakosninguna? „Við getum aldrei komið algjörlega í veg fyrir slíkt,“ svarar Jón Þór. „En ég vona að fyrirkomulag kosningarinnar og þátttaka al- mennings dragi úr líkum á því.“ Nú þegar hafa tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna ekki aðeins vakið athygli, heldur líka umræður og jafnvel deilur, ekki síður en gerist í kringum Óskarinn og önnur verðlaun. Sama verður ef- laust upp á tengingnum eftir sjálfa verðlauna- veitinguna annaðkvöld, en umræða og deilur um listaverk og listamenn geta verið spenn- andi lífsmark sem íslensk sjónvarps- og kvik- myndagerð þarf á að halda, einkum ef það berst út fyrir raðir hagsmunaaðilanna og inn í daglegt líf þess fólks sem nýtur og borgar. <, k. s < k ( ] g ] ] < < 1 ] 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.