Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 32

Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 32
32 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 33 » plnrgiusMiilílli STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR NOKKRIR þingmenn úr öll- um flokkum hafa lagt fram tvö lagafrumvörp á Alþingi, sem miðast að því að banna spila- kassa. í ræðu sem Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, flutti við fyrstu umræðu um frumvörpin benti hann á, að spilafíklum á íslandi fjölgaði mjög og að um eitt hundrað manns leituðu aðstoðar á hverju ári af þessum sökum. Pingmað- urinn bætti því við, að fregnir hefðu borizt af sjálfsvígum manna, sem spilað hefðu frá sér allar eigur og jafnframt um þunglyndi og skuldafen annarra. Allt er þetta rétt. Það eru ótrú- leg og hörmuleg dæmi um það hvernig spilafíkn leikur fólk. Það eyðir öllum fjármunum sínum í þessa kassa, missir eigur sínar, fjölskyldur verða heimilislausar, hjónaskilnaðir og allar þær hörmungar, sem þeim fylgja fyr- ir lítil börn og reyndar unglinga einnig. Til viðbótar er alveg Ijóst, að það er fátækasta fólkið á Islandi, sem leitar í spilakassana. Fólk þarf ekki annað en fylgjast með því í verzlunum og annars stað- ar, þar sem spilakössum hefur verið komið fyrir hverjir standa við þá. Það er ekki sízt fátækt Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. fólk, sem er að freista gæfunnar. Hverjir eru þeir sem fá pen- ingana, sem koma úr vösum fá- tæka fólksins, unglinganna og þeirra, sem setja allar eigur sín- ar í þessa kassa, missa eignir sínar í þá og týna fjölskyldum sínum? Það eru m.a. Háskóli ís- lands og Rauði krossinn, björg- unarsveitir samkvæmt því, sem Ögmundur Jónasson sagði á Al- þingi og fleiri. Er þetta fram- bærileg tekjuöflunaraðferð fyrir þessa aðila? Er hægt að byggja starfsemi Háskóla Islands og Rauða krossins að einhverju leyti á starfsemi sem þessari? Auðvitað er það ekki hægt. Og þá gildir einu þótt þessir sömu aðilar leggi fé af mörkum á hverju ári til þess að hjálpa þeim, sem hafa orðið spilafíkn að bráð. Það eru engin rök hjá Einari K. Guðfínnssyni, alþingismanni, að bann við spilakössunum mundi rústa fjárhag þessara merku stofnana. Það er einfald- lega ekki hægt að byggja starf- semi þeirra á tekjum sem þess- um. En hið sama má raunar segja um fleira. íslenzka ríkið hefur áratugum saman haft miklar tekjur af sölu áfengis. Sagt hefur verið, að ef áfengi væri fundið upp nú yrði sala þess bönnuð. Það væri fíkniefni af verstu teg- und. Og það er rétt. Það hafa fleiri fjölskyldur sundrast og far- ið illa út úr lífinu vegna áfengis- sýki heimilisföður eða móður heldur en þeir, sem hafa orðið spilafíkn að bráð. Að ekki sé tal- að um tekjuöflun íslenzka ríkis- ins af sölu tóbaks, sem sannað er að leiðir til dauða fólks. Þannig má segja, að það sé mikill tví- skinnungur í þessum umræðum öllum. En það er í raun og veru merkilegt og töluvert íhugunar- efni, hvort forráðamenn stofnana á borð við Háskóla íslands og Rauða krossins hafí ekki í upp- hafi íhugað siðferðilega stöðu þeirra í þessu samhengi. Þetta mál hefur við og við skotið upp kollinum í opinberum umræðum, þó ekki með jafn afgerandi hætti og nú. Það hefur mátt sjá á svör- um forráðamanna þeirra, sem teknanna njóta að þeim stendur ekki á sama og það er skiljan- legt. Hins vegar er það rétt, sem fram kom hjá Einari K. Guð- finnssyni í umræðum í þinginu, að ef þingið tekur ákvörðun um að banna spilakassa verða menn að gera sér grein fyrir því hvar viðkomandi aðilar eiga að fá tekjur í staðinn. En tæplega er það óvinnandi vegur í því vel- megunarþjóðfélagi, sem við bú- um í að finna lausn á þeim vanda. Alþingi á að ræða þetta mál af mikilli alvöru. Það er svo mikill mannlegur harmleikur á bak við spilakassana, að því verður tæp- ast með orðum lýst. Þær fjöl- skyldur, sem hafa orðið illa úti af þessum sökum bera harm sinn í hljóði. En þingmenn yrðu menn að meiri ef þeir tækju þannig á þessu máli, að fjármögnun I- á- skóla íslands og Rauða kross is þyrfti ekki að vera feimnismá ð einhverju leyti. SPILAKASSAR OG TEKJUÖFLUN Sigurður Amgríms- son orti við tækifæri ágæt átthagaljóð og skemmtivísur. Ingi T. Lárusson, tónskáld, var einnig á Seyðis- firði, hann þekkja all- ir. Hans angurblíðu söngvar minna mig oft á sumarkvöldin á Seyðis- firði, með hlýju stafalogni á sjóinn, blá sumarnótt hið neðra, en rauð- leit kvöldsól á efstu tindum. Guðmundur W. Kristjánsson kenndi mér ensku eftir Geirsbók, og það varð upphaf að góðum kynnum, sem ég hef búið að alla ævi síðan. Eg hændist meira að Guðmundi en öðrum í þessu litla þorpi. Ég heyrði fólk stundum tala um, að hann væri göldróttur eða skyggn, líklega hefur það verið vegna þess að hann hafði áhuga á spíritisma. Hann átti mikið af bók- um og þær voru yfirleitt öðru vísi en ég átti að venjast. í hillum hans gaf að líta margar fagrar bækur og góðar. Verdens Undergang og Uraníu eftir Flammarion, Ævin- týri Grimms, Transhimalaya eftii’ Sven Hedin, og hundruð annarra bóka. M: Langaði þig ekki til að kom- ast burtu frá Seyðisfirði í stærra umhverfi og nánari snertingu við listina, þegar áhugi þinn var svona mikill á henni? G: Jú, það var nú það. Þetta var mér þá einhver draumur, sem ég taldi að aldrei mundi rætast. Ég átti enga peninga tO 'að leggja í það fyrirtæki, og að biðja aðra um styrk til þess hefði verið líkt og að fara fram á að fá alla Ameríku gef- ins í einni konfektöskju. Mig var að dreyma um að komast til Reykja- víkur, fá þar vinnu. Ég hafði vit- neskju um, að þar væri helzt að fá tilsögn í teikningu, en svo var mér sagt, að í Reykjavík væri engin list og ekki heldur kennsla í teikningu. Ég hef verið eitthvað fimmtán ára, þegar það fór að brjótast í mér að komast „suð- ur“, eins og það var kallað, en ég vissi raunverulega ekkert, hvað þar mundi taka við. Mig lang- aði þó enn meira til útlanda, en mér virtust öll sund lokuð vegna féleysis. En þá var það einhvern tíma á þessum árum, að það kom sím- skeyti til fjölskyldunnar. Það var auðvitað mikill viðburður að fá skeyti, svona út af fyrir sig. En sú frétt var þar sögð, að ég gæti feng- ið vinnu í Reykjavík. Það var mitt góða frændfólk í höfuðstaðnum, sem hafði hug á að ég kæmist þangað til þess að fá einhverja til- sögn í teikningu. Faðir minn Björn Gíslason bauð mér húsnæði og mat ókeypis, en Þorsteinn föðurbróðir minn útvegaði mér atvinnu. Þetta voru mikil boð og góð og virtist mér nú einhver von framundan um að ég kæmist seinna meir til út- landa. Varð það úr að ég kvaddi Seyðisfjörð og Strandatind, fóstur- foreldrana og leikbræður með söknuði, tók mér far með Laggan- um, mínum uppáhaldsfarkosti, bæði fyrr og síðar, og sigldi með því ágæta skipi til höfuðstaðarins. Og á sólbjörtu júníkvöldi gekk ég í land í Reykjavík, þar sem Þor- steinn Gíslason, föðurbróðir minn, beið mín á uppfyllingunni gömlu og bauð mig velkominn með alúð og vinsemd. M: Viltu segja mér nánar, hverj- ir áttu upptökin að því að þú gazt stigið þetta fyrsta spor á lista- brautinni. G: Ég held að það hafi verið mín góða frænka, Margrét Jónsdóttir, sem átti upptökin. Hún reyndist mér þá og síðar sannur verndari. Hún studdi mig oft síðar af miklum drengskap og höfðingslund, skaut yfir mig skjólshúsi, þegar ég kom gestur til bæjarins, og heilan vetur lánaði hún mér herbergi og gaf mér að borða, allt raunverulega án nokkurs endurgjalds, en einhver smágreiðsla var þó tekin fyrir kurteisis sakir, svo ég hefði ekki á tilfinningunni, að ég gæti ekki séð fyrir mér sjálfur. Þorsteinn Gíslason reyndist mér mjög vel og hann hjálpaði mér á margan hátt, mér leið vel á heimili hans. Hann hafði á sínum tíma, þegar ég fór frá Seyðisfirði, sent mér peningagjöf og þótti mér vænt um, ekki sízt þann góða hug, sem að baki lá. Þorsteinn varð því sá fyrsti, er styrkti mig fjárhags- lega með beinu framlagi. Ég fékk miklar mætur á Þorsteini. Það fylgdi honum einhver öryggis- kennd, til dæmis þótti mér alltaf vænt um að sjá hann álengdar á götu. Það komu oft skáld, lista- menn og áhugamenn um slík mál á heimili hans, enda var hann skáld sjálfur. Hann var mannþekkjari og hafði tilfinningu fyrir því, að maðurinn er ekki fullkominn, og held ég að þetta hafi meðal annars stuðlað að því, að hann hændist að listamönnum eða þeir að honum. Listamenn hafa margir hverjir, bæði fyrr og síðar, reynzt veikir þræðir í snúru mannlegra dyggða og oft kosið að fara sínar eigin götur, langt frá alfaraleið. Ég man eftir því eitt sinn, að ég minntist eitthvað á þýðingar Þorsteins úr slavneskum bókmenntum og sagði við hann: „Það voru hálfgerðir villimenn, sem byggðu löndin austurfrá á landamærum Evrópu og Asíu.“ „Jú,“ svaraði Þorsteinn brosandi, „og það var nú það fína við þá.“ M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. nóvember Frá því var skýrt fyrir skömmu, að Geir A. Gunnlaugsson hefði látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri Marels hf. eftir að hafa gegnt því starfi í tæpan einn og hálfan áratug. Það er ástæða til að staldra við þessi þáttaskil vegna þess, að undir forystu Geirs Á. Gunn- laugssonar hefur orðið að veruleika eitt mesta og áþreifanlegasta ævintýrið í ís- lenzku atvinnulífi á þessum áratug. Þótt menn hafi vitað af hraðri uppbyggingu Mar- els á þessum tíma hefur því ekki verið hald- ið á lofti með sama hætti og mörgu öðru. Jafnframt er uppbygging Marels skýrasta dæmið um þann árangur, sem orðið getur af samstarfi vísindamanna við Háskóla íslands og atvinnulífsins, en þangað má rekja upp- hafið að þessu merka fyrirtæki. Það eru ekki nema rúmlega tveir áratugir liðnir frá því að sérfræðingar á Raunvís- indastofnun Háskóla íslands og ýmsir aðilar í fiskvinnslu fóru að íhuga hvort hægt væri að nota nýja tækni örtölvunnar í þágu fisk- vinnslunnar. Þær hugleiðingar leiddu til þess að með því að þróa vogir, sem söfnuðu gögnum úi’ vinnsluferlinu samtímis og þær vigtuðu væri hægt að safna gögnunum sam- an og fá upplýsingar um nýtingu, afköst o.fl., sem stjórnendur fiskvinnsluíyrirtækja gætu nýtt í rekstri þeirra. Fyrstu tölvuvogir Marels voru því þróaðar á Raunvísinda- stofnun Háskólans. Fyrirtækið sjálft var stofnað árið 1983 og er því aðeins sextán ára gamalt. Stofnendur þess voru Samband íslenzkra samvinnufé- laga og fyrirtæki, sem tengdust sjávarút- vegsdeild Sambandsins, sem þá var. Næstu árin á eftir varð þróunin í uppbyggingu og rekstri Marels mjög ör. Fyrirtækið hóf út- flutning til Noregs árið 1984 og stofnaði dótturíyrirtæki á Nova Scotia í Kanada ári seinna. Á árinu 1989 var hafin sala á skipa- vogum tii austurstrandar Sovétríkjanna og næstu árin á eftir var seldur þangað mikill fjöldi skipavoga. Fyrir fimm árum urðu ákveðin þáttaskil í starfsemi Marels, þegar fyrirtækið hóf sölu á tækjum fyrir kjúklingaiðnað og á árinu 1995 var stofnað dótturfyrirtæki í Banda- ríkjunum til þess að selja tækjabúnað Mar- els í kjötiðnaði þar. Marel er nú stærsti aðili í sölu á flokkurum og skurðarvélum í kjúklingaiðnaði í Bandaríkjunum. í fram- haldi af þeim árangri hefur Mai’el náð ár- angri í sölu tækja til kjúklingaiðnaðar í öðr- um löndum. En jafnframt hefur Marel selt búnað og vinnslukerfi í flest stærstu fisk- vinnslufyrirtæki á íslandi, í Noregi og Kanada. Á síðustu misserum hefur fyrir- tækið brotizt í gegn á mörkuðum í Asíu og náð þar fótfestu í sölu á margvíslegum bún- aði. Fyrir tveimur árum urðu enn meiri hátt- ar þáttaskil í rekstri Marels, þegar fyrir- tækið keypti Camitech A/S í Danmörku, sem er af svipaðri stærð og Marel. Þetta fyrirtæki hefur náð árangri í framleiðslu tækjabúnaðar til vinnslu á rækju. Auk starf- seminnar í Danmörku rekur Carnitech framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í Seattle í Bandaríkjunum. Með kaupunum á danska fyrirtækinu varð Marel stærsti framleiðandi í heimi á tækjabúnaði og vinnslukerfum fyr- ir sjávarafurðir. Geir A. Gunnlaugsson kom að fyrirtækinu á árinu 1985 en var áður prófessor í véla- verkfræði við Háskóla íslands, og hefur því leitt þessa þróun á mesta uppgangstíma Marels. Það fer ekki á milli mála, að þetta er glæsileg saga. Fyrii-10 árum vora starfs- menn Marels um 30. Nú eru þeir hvorki meira né minna en 550. Marel er orðið stærsta iðnfyrirtæki á íslandi, ef stóriðju- fyrirtæki eru undan sldlin. Af þessum starfsmannafjölda starfa 300 manns í öðrum löndum og um 240 á íslandi. Marel sker sig úr að því leyti til að fyrirtækið er einn stærsti vinnustaður tæknimanna á íslandi. Þar eru starfandi um 70 verkfræðingar, tæknifræðingar og tölvunarfræðingar. Inn- an fyrirtækisins er því saman komin gífur- leg þekking. En kannski byggist árangur Marels ekki sízt á nánu samstarfi þessa há- menntaða fólks, sem leggur fram þekkingu sína og gamalla og reyndra skipstjómar- manna, sem hafa lengi starfað á fiskiskipum en gengið í þjónustu fyrirtækisins og miðlað af reynslu sinni. Marel er fyrirtæki, sem á rætur sínar í Háskóla íslands og hefur verið byggt upp og þróað af háskólamenntuðum mönnum. Þar hafa verið mótaðir annars konar stjórn- unarhættir en í mörgum íslenzkum fyrir- tækjum að því leyti til að lögð hefur verið áherzla á flatt stjórnkerfi með stuttum boð- leiðum á milli starfsmanna og æðstu stjórn- enda. Fyrirtækið hefur lagt áherzlu á hóp- vinnu og tók fyrir nokkrum árum upp svo- kallað sellulyrirkomulag í framleiðslu og stjórnun, sem víða hefur reynzt vel. íslendingar hafa vitað vel af starfsemi Marels en þó tæpast gert sér grein fyrii’ því hvað fyrirtækið hefur byggt upp merkilega og umfangsmikla stai’fsemi á skömmum tíma. Sumir geta um afrek sín áður en þau eru orðin að veruleika. Aðrir vilja láta verk- in tala. Sama hógværð einkenndi tilkynn- ingu um að Geir A. Gunnlaugsson hefði ákveðið að láta af starfi framkvæmdastjóra eftir þetta árangursríka tímabil í sögu Mar- els. Það er ástæða til að vekja athygli á því nánast einstæða afreki, sem hér hefur verið unnið. Marel er hið fyrsta af nokkrum fyrir- tækjum á íslandi, sem byggja á þekkingu, hugviti og hátækni. í sama flokki má nefna fyrirtæki á borð við Össur og Flögu. Með ævintýralegri uppbyggingu Marels á ótrú- lega skömmum tíma hafa Geir A. Gunn- laugsson og samstarfsmenn hans vísað veg- inn til þess á hvem hátt íslendingar geta nýtt sér góða menntun þjóðarinnar almennt og sérþekkingu hæfra einstaklinga sérstak- lega til þess að byggja upp hátækniiðnfyrir- tæki, sem nú er með starfsemi á íslandi, í Danmörku, Noregi, Kanada, Bandaríkjun- um, Bretlandi og Frakklandi auk þess að hafa umboðsaðila víða um lönd. Stundum er talað um að mannauður sé mesta auðlind okkar íslendinga. Saga og uppbygging Marels er staðfesting á því að svo er. AÐALHEIÐUR JÓ- Bráðabirgða- hannsdóttir, lög- ákvíPríirí fræðingur, sem tók aKVæOlO m.a. þátt í að semja texta laganna um mat á umhverfisáhrifum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1993 og stundar nú dokt- orsnám í umhverfisrétti í Svíþjóð, lýsti þeirri skoðun í samtali við Morgunblaðið sl. þriðjudag, að það stæðist varla viðeigandi tilskipanir Evrópusambandsins eins og þær hafa verið skýrðar af Evrópudómstólnum að túlka bráðabirgðaákvæði laganna frá 1993 á þann veg, að Fljótsdalsvirkjun sé ekki mats- skyld samkvæmt lögunum. Um þetta segir Aðalheiður Jóhannsdóttir í samtalinu við Morgunblaðið: „Fljótsdalsvirkjun þarf að minnsta kosti tvö leyfi til þess að hægt sé að hefja fram- kvæmdir við hana; virkjanaleyfi og fram- kvæmdaleyfi. Ég tel það mjög vafasama lögskýringu að taka einungis mið af útgáfu- degi virkjunarleyfísins, sem er eldri en gild- istökudagur EES-samningsins, þegar fram- kvæmdaleyfið er óútgefið. Því þarf að skoða öll leyfi sem nauðsynleg eru, hvort sem þau eru tvö eða fleiri. Það er ekki hægt að ein- blína á eitt leyfi og taka eingöngu mið af dagsetningu þess. Ef sú lögskýringaraðferð er notuð stríðir það gegn tilgangi tilskipun- arinnar um mat á umhverfisáhrifum, það gengur einnig þvert á meginmarkmið lag- anna um mat á umhverfisáhrifum og er í ósami’æmi við fyrirliggjandi dómafordæmi EB-dómstólsins, sem varða skýringar á til- skipuninni og geta varðað EES-samninginn. Einnig verður að hafa það hugfast að mat á umhverfísáhrifum er forsenda leyfisveiting- ar en á ekki að koma í kjölfar hennar.“ í samtalinu segir ennfremur: „Aðalheiður bendir á til útskýringar, að tilskipunin frá 1985, sem lögin um mat á umhverfisáhrifum eru byggð á, sé nokkuð óskýr og hafi valdið ágreiningi innan Evrópusambandsins. Um tugur dómsmála hafi til dæmis gengið hjá EB-dómstólnum vegna túlkunar á ákvæðum hennar og vegna leyfa, sem voru talin liggja fyrii’ áður en tilskipunin kom til fram- Morgunblaðið/Ásdís Á REYKJAVÍKURTJÖRN kvæmda 3. júlí 1988 í Evrópubandalaginu. Hún segir einnig, að ekkert dómsmálanna sé nákvæmlega eins og umrætt mál um Fljótsdalsvirkjun en svipuð mál, sem komið hafí til kasta EB-dómsins, gefi klárar vís- bendingar um það hvernig skýra beri nokk- ur ákvæði tilskipunarinnar að því leyti sem þær skýringar geti varðað túlkun ákvæða EES-samningsins. Aðalheiður segir, að nú hafi hins vegar verið bætt úr óskýrleika upphaflegu tilskipunarinnar eftii’ að ný tO- skipun, sem breytir þeirri eldri, tók gildi. íslenzkum stjórnvöldum hafi borið að breyta íslenzkri löggjöf í samræmi við nýju tilskipunina í marz 1999 en það hafi enn ekki verið gert.“ Loks segir í frásögn Morgunblaðsins af viðtalinu við Aðalheiði Jóhannsdóttur til út- skýringar á þeim sjónarmiðum hennar, sem hér hefur verið lýst: „Aðalheiður segir, að helztu rökin fyrir því, að umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar ættu að vera metin með formlegum hætti í samræmi við lög séu í fyrsta lagi það, sem fram hefur komið að of- an, að virkjunarleyfí Fljótsdalsvirkjunar geti ekki verið túlkað sem endanlegt leyfi þar sem framkvæmdaleyfi liggur ekki fyrir og lá ekki fyrir, þegar EES-samningurinn tók gildi. Hún segir jafnframt að lesa megi úr EB-dómum, sem varða leyfi, sem lágu fyrir eða leyfi sem haldið var fram, að lægju fyrir, skýra reglu. Hún sé sú, að fram- kvæmdir samkvæmt leyfum, sem sótt var formlega um eftir að tOskipunin kom til framkvæmda séu háðar ákvæðum hennar um mat á umhverfisáhrifum. DómstóOinn leiti einnig allra ráða tíl að túlka fyrirliggj- andi staðreyndir með þeim hætti, að mark- mið tilskipunarinnar komist til fram- kvæmda á virkan hátt og umhverfisáhrif viðkomandi framkvæmda séu metin í sam- ræmi við ákvæði hennar áður en fram- kvæmdaleyfið er gefið út.“ „í beinu framhaldi af því tel ég ekki rétt að halda því fram, að virkjunarleyfið geti með einhverjum hætti gengið framar öðru leyfi eða leyfum, sem einnig þurfa að liggja fyrir samkvæmt íslenzkum lögum, í þessu tOviki framkvæmdaleyfi samkvæmt skipu- lags- og byggingarlögum, sem er enn óút- gefið. Þetta eru tvö sjálfstæð leyfi sem veitt eru af mismunandi stjórnvöldum og ef markmið laganna á að nást í samræmi við gildandi EES-rétt er langeðlOegast að miða við þann dag, sem sótt er um síðasta leyfið, í þessi tilfelli framkvæmdaleyfið." Ástæðan fyrir því, að Aðalheiður Jó- hannsdóttir fór að kanna þessi mál í sam- vinnu við leiðbeinanda sinn í doktorsnámi I umhverfisrétti voru tilmæli frá Katrínu Fjeldsted, alþingismanni Sjálfstæðisflokks- ins, sem sagði um málið í samtali við Morg- unblaðið sl. þriðjudag: „Ég fór í gegnum öll þau gögn, sem mér voru útveguð um málið, en kynnti mér það auk þess út frá öðrum sjónarhóli og smám saman fór að birtast allt önnur mynd af því. Þegar ég hafði farið yfir allar umræður í þinginu, sem áttu sér stað þegar lögin um mat á umhverfisáhrifum voru samþykkt og þær umsagnir, sem um- hverfisnefnd hafði gefið, komu upp mjög miklar efasemdir í mínum huga. Ég taldi, að ef umrætt bráðabirgðaákvæði II ætti að undanþiggja framkvæmdina hlyti það að hafa kallað á einhver átök í þinginu. Við yf- irferð á umræðunum árið 1993 kom mér hins vegar mjög á óvart, að hvergi var minnzt á Fljótsdalsvirkjun. Ég var þá þegar orðin fullviss um, að bráðabirgðaákvæði II gæti ekki verið tO að undanþiggja virkjun- ina en hins vegar áttaði ég mig á, að lögin væru ekki afturvirk. Mér fannst sem við stæðum frammi fyrir gerðum hlut en taldi rétt að fá lögfræðOegt álit fólks, sem gjörla þekkti tfl. Ég leit svo á, að Aðalheiður væri líkast til sá lögmaður, sem einna mest mundi vita um þessi lög um mat á umhverf- isáhrifum, þar sem hún átti þátt í að semja þau á sínum tíma. Ég leitaði því til hennar og eins og sjá má bar erindi mitt árangur." FRIÐRIK SOPH- Viðbrögðin usson> forstjóri Landsvirkjunar, hvetur réttilega til þess í formála að mikflli skýrslu um umhverfisáhrif Fljóts- dalsvirkjunar, sem Landsvirkjun hefur gef- ið út, að umræður um þetta deilumál verði málefnalegar. Undir það sjónarmið Friðriks Sophussonar skal tekið mjög eindregið. Og eins og sjá má af þeim tilvitnunum, sem hér hafa verið birtar í viðtali Morgunblaðsins við Aðalheiði Jóhannsdóttur sl. þriðjudag færir hún fram sterk efnisleg rök fyrir því, að lögin um mat á umhverfisáhrifum undan- þiggi Fljótsdalsvirkjun alls ekki slíku mati. Morgunblaðið hefur því síðustu daga leit- að eftir viðbrögðum við þessum málefnaleg- um rökum, sem Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur sett fram hjá bæði Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra og Sif Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra. Til þessa dags hefur verið ómögulegt að fá ráðherrana tfl þess að veita umsögn um málið, sem þó væri mjög æski- legt ekki sízt í ljósi ummæla forstjóra Landsvirkjunar um nauðsyn málefnalegrar umræðu. Hins vegar hefur í báðum tflvikum verið vísað á ráðuneytisstjóra, sem þó eru embættismenn en ekki stjórnmálamenn, sem bera hina pólitísku ábyrgð. í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag segir Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyti, m.a.: „Það er afstaða ráðuneytisins að Fljótsdalsvirkjun var heimiluð með lögum um raforkuver árið 1981, með lögum um Landsvirkjun árið 1983 og leyfi ráðherra frá 1991. Því lítur ráðuneytið svo á, að þannig séu til staðar út- gefin leyfi í skilningi bráðabirgðaákvæðis II í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Af því leiðir að virkjunin þurfi ekki í mat á um- hverfisáhrifum." Þegar ráðuneytisstjórinn er spurður um sjónarmið Aðalheiðar Jóhannsdóttur varð- andi framkvæmdaleyfið segir hann: „Fram- kvæmdaleyfið, sem hún er að vitna til, er nýtt leyfi samkvæmt skipulags- og bygging- arlögum. Framkvæmdaleyfið í þessum skilningi var ekki til staðar, hvorki sam- kvæmt eldri byggingarlögum né skipulags- lögum.“ Felst í þessum svörum efnisleg rök- semdafærsla gagnvart sjónarmiðum Aðal- heiðar Jóhannsdóttur? Dæmi hver fyrir sig með samanburði á þessum orðum og um- mælum hennar, sem vitnað var til hér að framan. Ekki skortir lagaþekkingu hjá ráðuneytisstjóranum, sem á að baki merkan ferfl í lagadeild Háskóla íslands. Það er auðvitað alveg augljóst, að ríkis- stjórnin hyggst beita þingmeirihluta sínum á Alþingi í þessu máli og við því er í sjálfu sér ekkert að segja. Það leiðir hins vegar mjög líklega til þess, að einhverjir aðOar láti reyna á þau sjónarmið, sem Aðalheiður Jó- hannsdóttir hefur lýst fyrir dómstólum. En það er hins vegar lágmarkskrafa tO þeiri’a þingmanna og ráðherra, sem hyggjast fylgja málinu eftir á Alþingi að þeir svari málefnalegum rökum, sem fram koma í þessum umræðum en skýli sér ekki á bak við meirihluta í þinginu. Slík málefnaleg svör við sjónarmiðum Aðalheiðar Jóhanns- dóttur hafa enn ekki komið fram en það verður að ganga út frá því, sem vísu, að þau komi fram í umræðunum á Alþingi á næstu vikum. „Það er ástæða til að staldra við þessi þáttaskil vegna þess, að undir forystu Geirs A. Gunn- laugssonar hefur orðið að veruleika eitt mesta og áþreifanlegasta ævintýrið í ís- lenzku atvinnulífí á þessum áratug. Þótt menn hafí vitað af hraðri uPPbyggingu Marels á þessum tíma hefur því ekki verið haldið á lofti með sama hætti og mörgu öðru. Jafnframt er uppbygging Marels skýrasta dæmið um þann árangur, sem orð- ið getur af sam- starfí vísinda- manna við Há- A skóla Islands og atvinnulífsins, en þangað má rekja upphafíð að þessu merka fyrirtæki.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.