Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 35

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 35' legudeildum, á göngudeildinni held ég námskeið um geðsveiflur. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa tO þess að nemendur mínir láti vera að segja hvað þeir hugsa í raun og vem eða spyrji ekki spurn- inga sem þeir vildu gjarnan spyrja af ótta við að særa það sem þeir halda að séu tilfinningar mínar. Fordómarnir hverfa En þetta á líka að nokkru leyti við rannsóknir mínar og skrif. Eg hef skrifað óteljandi greinar um geðhvarfasýki í lækna- og vísinda- tímarit. Munu starfsbræður mínir álíta ritsmíðar mínar hlutdrægar vegna sjúkdómsins? Þetta er afar óþægileg tilhugsun en sem betur fer er einn af kostum vísindanna sá að það sem maður hefur fram að færa er annaðhvort tekið til greina eða fellur í gleymsku. Þannig hverfa fordómarnir af sjálfu sér með tímanum. Eg kvíði því samt hver viðbrögðin kunni að verða hjá starfsbræðrum mínum eftir að ég hef talað opinberlega um veikindi mín. Setjum sem svo að ég sé stödd á ráðstefnu vís- indamanna og komi með fyrir- spurn eða geri athugasemd við mál einhvers fyrirlesarans. Verð- ur þá farið með mál mitt eins og það komi frá manneskju sem hef- ur rannsakað og tekið þátt í að lækna geðbrigðakvilla í fjölda- mörg ár eða verður litið á það sem einstaklingsbundið, hlutdrægt álit manneskju sem sé að gæta eigin hagsmuna? Það er langt frá því að vera ánægjuleg tilhugsun að vera neitað um vitsmunalega hlut- lægni. Það er satt og rétt að reynsla mín og tilfinningar hafa haft gífurleg áhrif á starf mitt, mótað kennsluna, hugsjónastarf mitt, klíníska vinnu og það svið sem ég hef kosið að rannsaka, það er að segja geðhvarfasýki al- mennt og sérstaklega sjálfsmorð, persónuleikabrenglun, sálfræði- legar hliðar sjúkdómsins og með- ferð hans, höfnun litíums, jákvæð- ar hliðar geðhæðar, geðsveiflna og afstöðu til sállækninga. En það sem er erfíðast í klínísku starfi mínu og ég hef orðið að taka tO rækilegrar athugunar er spurn- ingin: Tel ég í raun og veru að manneskja sem hefur þjáðst af geðsjúkdómi ætti að leyfa sér að fást við að lækna geðsjúka? Samviskuspurningar Síðar í bókinni lýsir Jamison því sálarstríði að sækja um starf: Þegar ég fór frá UCLA til Was- hington veturinn 1986 var mér mik- ið í mun að halda áfram að kenna og fá stöðu við læknadeOd stórs há- skóla. Richard, eiginmaður minn, hafði stundað læknanámið við Johns Hopkins-háskólann og hann var viss um að þar yrði ég ánægð. Að hans ráði sótti ég um kennara- stöðu við geðlæknadeildina og byrj- aði að kenna þar nokkrum mánuð- um eftir að ég flutti frá Kaliforníu. Richard hafði haft rétt fyrir sér. Eg varð strax heilluð af háskólanum. Eins og hann hafði grunað var ein af ástæðunum fyrir því hvað ég var ánægð með stöðuna sú hve kennsluskyldum var sinnt þar af mikilli alvöru. Onnur ástæða var sú hve göngudeildirnar þar voru til fyrirmyndar. En ég þurfti að taka á þolinmæðinni. Það var viðbúið að spurningin um klíníska ábyrgð kæmi upp fyrr eða síðar. Ég starði á blöðin fyrir framan mig og fann fyrir sömu óþægindum og alltaf koma yfír mig þegar ég þarf útfylla umsóknareyðublöð fyr- ir stöðu á sjúkrahúsi. JOHNS HOPKINS SJÚKRAHÚSIÐ stóð efst með stórum upphafsstöfum þvert yfir síðuna. Þegar ég leit nið- ur eftir blaðinu sá ég að þetta var umsókn vegna klínískrar ábyrgðar. Ég vonaði hið besta þótt ég byggist við öllu illu og ákvað að leggja fyrst í einföldustu spurningarnar. Ég merkti við „nei“ á löngum lista spuminga um slysatryggingar og málarekstur ti-yggingafélaga vegna gáleysis í starfi. Hafði ég einhvern tíma verið lögsótt fyrir vanrækslu í starfi eða vítavert gá- leysi? Voru einhver skilyi'ði sett fyrir slysatryggingunni? Hafði starfsleyfi mitt einhvern tíma verið takmarkað, tekið af mér, háð ein- hverjum skilyrðum, ekki verið end- urnýjað, afturkallað, háð reynslu- tíma og hafði ég sætt ábyrgð fyrir vanrækslu, formlega eða óform- lega? Hafði nokkur heObrigðis- stofnun stefnt mér fyrir agabrot? Var mál á hendur mér fyrir aga- nefnd nú? Guði sé lof var auðvelt að svaja öllum þessum spurningum. Ég hafði komist hjá því að vera kærð fyrir gáleysi þrátt fyrir öil þessi hlægilegu málaferli sem nú tíðkast. Ég fékk aftur á móti hjartslátt þegar ég sá yfirskriftina „persónu- legar upplýsingar" á næsta kafla og áður en varði hafði ég fundið spurninguna sem ég sá að krefðist meira en þess að setja kross við „nei“-dálkinn. Hún var á þessa leið: Þjáist þú nú af eða færðu með- ferð við einhverjum kvillum eða sjúkdómum, að ofneyslu vímuefna- og/eða áfengis meðtalinni, sem gæti skert hæfni þína tO þess að rækja skyldur þínar og axla ábyrgð þína á spítalanum? Fimm línum neðar kom svo klá- súlan örlagaríka: Mér er fullljóst að allt sem ég hef gefið rangar upplýsingar um eða vikist undan að svara í þessari umsókn getur orðið tO þess að mér verði neitað um stöðu eða vikið for- málalaust úr stöðu á spítalanum. Ég las aftur spurninguna sem byrjaði á: Þjáist þú af . . . hugsaði mig lengi um og skrifaði síðan aft- an við hana: í athugun hjá forseta geðdeildar. Síðan hringdi ég með hjartað í buxunum í deildarforset- ann og spurði hann hvort hann vildi borða með mér hádegismat. Spilin á borðið Um það bil viku síðar hittumst við á veitingahúsi spítalans. Hann var ræðinn og skemmtilegur eins og alltaf og við áttum fyrst fjörug- ar samræður um það sem var að gerast á deildinni og í kennslunni og töluðum um rannsóknarstyrki og stefnuna í geðheilsumálum al- mennt. Ég kreppti hnefana í vös- unum og hjartað barðist ótt og títt þegar ég sagði honum frá umsókn- areyðublaðinu, veikindum mínum og meðferðinni sem ég fékk. Nánasti starfsfélagi minn við há- skólann vissi um veikindi mín. Ég hef alltaf sagt þeim læknum sem ég starfa mest með frá þeim. Þegar ég starfaði við UCLA ræddi ég tO dæmis í smáatriðum um veikindi mín við læknana sem ég átti sam- starf við um að koma á fót göngu- deOd fyrir geðsveiflur við háskóla- spítalann og síðan við lækninn sem var yfirlæknir deildarinnai- svo að segja öll þau ár sem ég veitti henni forstöðu. Forseti deildarinnar við UCLA vissi líka að ég var í með- ferð vegna geðhvarfasýki. Mér fannst þá alveg eins og nú að það ættu að vera fyrir hendi varnaglar ef svo kynni að fara að dómgreind mín skertist vegna geðhæðar eða alvarlegs þunglyndis. Ef ég hefði ekki sagt þeim allt af létta hefði bæði umönnun sjúklinganna verið stefnt í hættu og ég hefði sett starfsfélaga mína í óþolandi að- stöðu og látið þá taka bæði faglega og lagalega áhættu. Ég útskýrði vel fyrir öllum læknunum sem ég átti náið sam- starf við að ég væri í umsjá frá- bærs geðlæknis, tæki lyf og ætti ekki við nein vandamál að stríða vegna vímuefna- eða áfengis- neyslu. Ég bað þá líka að hika ekki við að spyrja geðlækninn minn um allt sem þeir teldu nauðsynlegt að vita um veikindi mín og starfs- hæfni mína og ég bað geðlækninn minn að gera mér eða hverjum þeim sem honum þætti þurfa við- vart ef hann teldi starfshæfni minni vera ábótavant vegna dóm- greindarbrenglunar. Starfsfélagar mínir höfðu líka lofað að segja mér það hreint út ef einhver vafi kæmi upp, svipta mig þegar í stað allri ábyrgð og láta geðlækninn minn vita. Ég held að þeir hafi allir talað við hann, að minnsta kosti einu sinni, til þess að fá upplýsingar um veikindi mín og meðferðina. Til allrar hamingju þurfti aldrei neinn að hafa samband við hann vegna þess að hann áliti mig ekki hæfa til þess að umgangast sjúklingana. Ég hef aldrei þurft að skOa starfs- leyfinu enda þótt ég hafi stundum orðið að seinka eða aflýsa viðtölum sjálf þegar mér fannst það vera sjúklingunum í hag. Ábyrg hegðun Ég var bæði lánssöm og varkár. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að sjúkdómur minn, eða hvaða starf- andi læknis sem er, hafi áhrif á dómgreind í starfí. Spurningar vegna starfsleyfis á sjúkrahúsi eru hvorki ósanngjarnar né óþarfar. Mér finnst ekki gaman að svara þeim en þær eru mjög skynsamleg- ar. Starfsleyfi er nákvæmlega það sem í orðinu liggur, leyfi tO þess að starfa. Hin raunverulega hætta stafar frá þeim læknum (eða reynd- ar líka frá stjórnmálamönnum, flug- mönnum, kaupsýslumönnum eða öðrum sem bera ábyrgð á velferð og lífi annarra) sem hika við að fá geð- ræna meðferð vegna þess að þeim þykir það vera smánarblettur eða vegna þess að þeir óttast uppsögn eða brottvikningu úr læknaskólum, framhaldsnámi eða kandídatsstöðu. Margir þeirra veikjast hastarlega ef þeir eru ekki undir læknishendi eða eftirliti og stofna oft bæði sínu eigin lífi og lífi annarra í hættu. Þegar læknar reyna sjálfir að draga úr eig- in geðsveiflum með lyfjum enda þeir oft sem áfengis- eða eiturlyfjasjúk- lingar. Það er ekki óalgengt að læknar sem þjást af þunglyndi gefi út lyfseðla á þunglyndislyf fyrir sjálfa sig. Afleiðingarnar geta verið hörmulegar. Eigin heilsuvernd heilbrigðisstétta Sjúkrahús og aðrar heilbrigðis- stofnanir ættu að taka til athugun- ar í hve mikla hættu læknar, hjúkr- unarfræðingar og sálfræðingar sem ekki fá læknismeðferð sjálfir stofna sjúklingum sínum. En það þarf líka að hjálpa þessu fólki tO þess að fá viðeigandi meðferð og koma á fót vamarkerfí og skyn- samlegu eftirliti án niðurlægjandi umhyggju. Geðbrigði eru hættuleg bæði sjúklingum og læknum. Alltof margir læknar, sumir hverjir á meðal þeirra bestu, svipta sig lífi. Nýleg könnun hefur leitt í ljós að Bandaríkin missa þannig á ári hverju jafngildi heOs árgangs í meðalstórum læknaskóla. Flest sjálfsmorðin má rekja tO þung- lyndis eða geðhvarfasýki en báðir þessir sjúkdómar eru auðlæknan- legir. Því miður eru læknar sú þjóðfélagsstétt þar sem tíðni geð- brigðakvOla er mest og þar að auki eiga þeir greiðari aðgang en aðrir að áhrifamiklum meðulum til þess að fyrirfara sér. Læknar ættu auðvitað að byrja á því að stunda eigin heOsuvemd en góð læknismeðferð ætti einnig að vera þeim sem aðgengilegust svo þeir nái heOsu. HeObrigðisstjórn- völd ættu að hvetja starfsmenn sína tO þess að leita meðferðar, sjá þeim fyrir læknismeðferð undir eftirliti en vanrækslu í stai’fi ætti ekki að líða né heldur að umönnun sjúk- linga sé stofnað í hættu. Eins og deOdarforsetinn minn er vanur að segja ættu læknar að lækna fólk og sjúklingamir ættu ekki að þurfa að bera kostnað af vandamálum og þjáningum lækna, hvorki í bókstaf- legri né óeiginlegri merkingu. Ég er honum hjartanlega sammála um þetta og þess vegna kveið ég dálítið fyrii’ viðbrögðum hans þegar ég sagði honum að ég væri með geð- hvarfasýki og þyrfti að tala við hann um starfsleyfið. Ég horfði á hann og reyndi að sjá á honum hvað hann væri að hugsa. Allt í einu beygði hann sig fram, rétti höndina yfir borðið, lagði hana ofan á mína og brosti. „Kay mín,“ sagði hann, ,ég veit að þú ert geðhvarfasjúklingur." Hann þagði andartak. „Ef við losuð- um okkur við alla geðhvarfasjúk- linga sem starfa við læknadeOdina yrði ekld aðeins kennaraskortur heldur yrði deildin líka miklu leiðin- legri,“ sagði hann svo og hló. Frásögn bókarinnar er eilítið stytt. Milli- fyrirsagnir eru blaðsins. Vetraráætlun _______íslandsfíugs AKUREYRI TIL FRA Virka daga BHOTTFÖR XOMA BROTTFÖR KOMA mán.-fös. 07:40 - 08:25 08:45 - 09:30 mán.-fös. 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 mán.-fös. 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 mán.-fös. 18:40 - 19:25 19:45 - 20:30 Laugardaga laugard. 08:40 - 09:25 09:45 - 10:30 laugard. 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 laugard. 17:40 - 18:25 18:45 - 19:30 Sunnudaga lau/sun 11:40 - 12:25 12:45 13:30 sunnud. 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 sunnud. 18:40 - 19:25 19:45 20:30 aey@islandsflug.is • simi 461 4050 •fax461 4051 VESTIVIAN N AEYJAR TIL FRÁ Virka daga BROTTTÖR KOMA BROTTFÖR KOMA mán.-fös. 07:30 - 07:55 08:15 - 08:40 mán.-fös. 11:50 - 12:15 12:35 - 13:00 mán.-fös. 17:00 - 17:25 17:45 - 18:10 Laugardaga laugard. 08:00 - 08:25 08:45 - 09:10 laugard. 11:50 - 12:15 12:35 - 13:00 laugard. 17:00 - 17:25 17:45 - 18:10 Sunnudaga sunnud. 11:50 - 12:15 12:35 - 13:00 sunnud. 17:00 - 17:25 17:45 " 18:10 vey@islandsflug.is • sími 481 3050 • fax 481 3051 SAUÐÁRKRÓKUR* UL FRÁ BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA mán.-fös.* 08:20 - 09:00 10:25 - 11:05 laugard. 09:40 - 10:20 10:40 - 11:20 mán.-fös. 18:10 - 18:50 19:10 - 19:50 sun. 19:10 - 19:50 20:10 - 20:50 sak@islandsflug.is • sími 453 6888 • fex 453 6889. ’Brottför 15 mín. síðar 15. des - 15. jan. BÍLDUDALUR TIL FRÁ BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA mán.-fös. 09:30 - 10:10 10:40 - 11.20 lau./sun. 13:55 - 14:35 15:05 15:45 Bílferðir til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. biu@islandsflug.is • sími 456 2151 flugv. 456 2177 SIGLUFJÖRÐUR hhmi FRÁ BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA mán.-fös* 08:20 - 09:35 09:55 - 11:05 sun.** 16:15 - 17:10 17:30 - 18:25 SUn. 1. nóv. - 31. jan. 14:45 - 15:40 16:00 - 16:55 sij @ isla ndsflug .is • sími 467 1560 • fex 467 1683 • flugv. 467 1980. ’Brottför 15 mín síðar 15. des. -15. jan. **Flýtt vegna myrkurs, 1. nóv. - 31. jan. EGILSSTAÐIR TIL FRÁ BR0TTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA alla daga. 14:10 - 15:10 15:30 - 16:30 egs@islandsflug.is • sfmi 471 1122 •fax471 2149. GJÖGUR TIL FRÁ BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA mán./fim. 14:00 - 14:45 15:05 - 15:50 Umboðsmaður: Sveindís Guðfinnsdóttir, sími 451 4041 & 451 4033. Þú getur safnað vildarpunktum Flugleiða hjá íslandsflugi. sími 570 8090 www.islandsflug.is ISLANDSFLUG gerir fíeirum fært að fíjúga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.