Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 36

Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 36
36 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Frelsi sem forskrift Ekki svo að skilja að það sé endilega betra að ríkið hafi einokun á vínsölu. En það erfátt sem bendir til að það sé með einhverjum afgerandi hœtti verra, ogað breytingþará myndi augljóslega verða til bóta. Munurinn á spum- ingunni hvort þörf sé fyrir eitt- hvað og spum- ingunni hvort markaður sé fyrir eitthvað virðist vera að hverfa, en það gerist ekki með þeim hætti að þessar spum- ingar renni saman í eina, heldur með þeim hætti að spumingin um þörf hverfur alveg og spumingin um markað verður algild. Þetta er eitt af einkennum markaðsvæðingar samfélagsins sem fer núna eins og eldur í sinu um ísland. Ekki svo að skilja að þetta sé í sjálfu sér andmælavert, en kannski maður vogi sér að nefna þetta - þó ekki væri nema til thbreyting- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson ar. Reyndar er það svo, að hið nýja markaðs- frjálsræði virðist um margt hafa einkenni einræðis. Manni leyfist varla að vera andvígur einhverju. Spumingin um það, hvort þörf sé fyrir eitthvað, vekur stundum ekid önnur viðbrögð en furðu, því þessi spuming er oft talin merk- ingarlaus. Ekki sé hægt að meta fyrirfram hvort þörf sé fyrir eitt- hvert tiltekið fyrirbæri, og ekki unnt að vita um réttmæti tilveru þess nema með því að láta mark- aðinn skera úr um það. Það er að vísu erfitt að svara spurningunni um þörf, sérstak- lega vegna þess að hún virðist kalla á forsjárhyggju. En hún þarf þó ekki að kalla á annað en samræðu. Kosturinn við hana er auk þess sá, að hún býður upp á annan vinkil en þann viðtekna, og þar með upp á nýja þekkingu. En hvers vegna virðist hún svona varasöm? Ætli sér einhver að taka al- varlega spuminguna um það hvort þörf sé fyrir eitthvað þarf hann fyrst að réttlæta það að hann skuli ekki ætla að láta markaðinn veita svarið. Krafan um þessa réttlætingu er sprottin, að því er virðist, af þeirri grann- forsendu að einungis markaður- inn geti veitt svar sem er óháð viðhorfum einhvers einstaklings. Spumingin um það hvort þörf sé á einhverju virðist hins vegar kalla á svar sem eigi sér ekki ræt- ur í neinu öðra en löngunum og vilja einhvers tiltekins einstakl- ings. Þessi einstaklingur öðlist þar með einræðisvald og ráði fyr- ir aðra einstaklinga. Þar með er orðin til forsjá þessa einstaklings fyrir öðram, og það má ekld. Markaðssvarið er tilraun til að finna aðferð sem veitir algilt svar. Það er að segja markaðurinn á að vera tæki, eða aðferð, sem hægt er að beita í öllum tilvikum til að svara öllum spumingum um rétt- mæti. TO dæmis er athyglisvert hvemig Samband ungra sjálf- stæðismanna er sífellt að senda frá sér samþykktir um að leyfa skuli einkaaðilum að spreyta sig á hinu og þessu. Markaðurinn eigi að ráða. Þetta er athyglisvert, ekki vegna þess að þetta sé í sjálfu sér rangt, heldur vegna þess að þama er farið að grilla í algilt boðorð í málflutningi þeirra sem jafnan kenna sig við frelsi og fjöl- breytni. Þetta er orðið að for- skrift. Frelsið er orðið að for- skrift. Það má ekki hafa aðra skoðun. Að minnsta kosti ekld ef maður ætlar að gera sér von um að einhver leggi eymn við því sem maður segh-. Nýlegt dæmi um þetta er um- ræðan um áróður Nýkaups fyrir afnámi á einokunarsölu ríkisins á víni. Spumingin var aldrei sú, hvort einhver þörf væri fyrir að breyta ríkjandi fyrirkomulagi, heldur létu menn sér duga full- _ yrðingar um að það væri úrelt. I hverju sú úrelding væri fólgin kom aldrei nákvæmlega fram, þótt milli línanna mætti lesa að mönnum þætti einfaldlega rétt að einkaaðilar fengju að spreyta sig. Ekkert um að einokunarsala ríkisins hefði bmgðist hlutverki sínu með einhveijum hætti. Ekk- ert um að það væri erfitt að nálg- ast vín ef mann langaði til þess. Enda er úrvalið mikið og fátt bendir til að það myndi endilega aukast þótt einkaaðilar fengju tækifæri. (Eins víst að það myndi minnka og einungis fást þær teg- undir sem mest seljast.) Einhverjir hreyfðu því að vín væri bara landbúnaðarvara, svona eins og lambakjöt, og ætti því að fást í samskonar verslun- um. Þetta era rök sem kannski era gild í Frakklandi en ekki á Islandi því að á Islandi er vín ekki eins og hver önnur landbúnaðar- vara. A Islandi nota menn vín sér til skaða, en þeir nota ekki lamba- kjöt sér til skaða. Þar með er ljóst að þetta era ekki sambærilegar landbúnaðarvörur, að minnsta kosti ekki í íslensku samhengi. Ekki svo að skilja að það sé endilega betra að ríkið hafi einok- un á vínsölu. En það er fátt sem bendir til að það sé með einhveij- um afgerandi hætti verra, og að breyting myndi augljóslega verða til bóta. Það sem rekur menn áfram er sennilega ekki annað en markaðstrúboðið, og sú alda- gamla venja manna að vilja steypa aðra í sama mót og þeir era sjálfir, og markaðsmótið er það sem nú gildir. Vandinn við markaðssvarið er þó að minnsta kosti sá, að þótt það sé leið framhjá forsjá stjóm- valda er það ávísun á forsjá þeirra sem í krafti stærðar sinnar era í aðstöðu til að ráða markaðn- um. Því er spumingin um markað sennilega bara á endanum spum- ing um vilja einhvers tiltekins að- ila, rétt eins og spumingin um þörf er talin vera.Markaðurinn er því ekki það algilda svar sem hon- um er ætlað að vera. Sú sam- keppni sem hann gefur kost á er ekki síst samkeppni um hver fái að ráða, það er að segja sam- keppni um hver fái að hafa for- sjónina með höndum, því sá sem ræður markaðnum ræður því hvað neytendur geta fengið sér. Þetta eru ekki rök fyrir því að markaður sé vondur og að mark- aðsvæðing sé skilyrðislaust slæm og henni beri að afstýra. Þetta era einungis rök fyrir því, að það er skammsýni að gleyma spum- ingunni um þörf og selja hana undir spuminguna um markað. Spumingin um þörf er ekki merkingarlaus. KÓRVILLA HELGASTI hluti hvemar kirkju er kórinn sem er að kristinni venju inni undir austurgafli hennar. Gólf hans er oftast látið liggja hærra gólfi kirkjuskipsins, sem nemur til þremur þrepum og aðskilja þau þessa tvo hluta Eg hafði fyrir löngu ætlað mér að skrifa um notkun þjóðfánans og félagamerkja í ís- lenskum kirkjum. Af þeirri höfuðröskun (kórvillu) sem Bjöm Th. Bjömsson taldi þjóðfánann valda í dómkirkjunni við jarð- arör, sem hann var- hluttakandi í, ritaði hann grein í Morgun- blaðið í september síð- astliðnum. Af efni greinarinnar er helst að skilja, að fáninn sé þarna aðskotahlutur, því að hann raski „byggingarlegum hreinleika" færi með sér: stílrof í þessu Ijósa musteri". Greinarhöfun- dur segir að komin hafi verið: „flaggstöng út frá norðurveggnum framan við kórinn og á henni ís- lenski þjóðfáninn “ Fyrir þjóðfán- ann í kirkjunni er hallandi stöng út frá skilvegg milli kórs og skips. Hinn litli halli stangarinnar og stað- setning hennar gera flöggunina lítt áberandi. Hinn íslenski þjóðfáni, sem er krossfáni, á að geta sómt sér vel í kirkjum, sé hann af sæmandi stærð, rétt staðsettur hreinn og heill. Hin beinskeytta gagnrýni skáldsins og listamannsins var þörf vakning til umhugsunar á hvemig fánar og félagamerki era nýtt í ís- lenskum kirkjum eða frekar eru „stílrofar" í þeim. Af þessum sökum nefnir hann greinina „Fánavilla“. í júní 1987 skipaði þáverandi for- sætisráðhema. Steingrímur Her- mannsson, nefnd sem skyldi endur- skoða þær reglur er þá giltu um notkun fánans, gera breytingartil- lögur á þeim eða semja nýjar, ef ástæða þætti til. Málefni fánans vora þá falin dómsmálaráðuneytinu samkvæmt fánalögum, sem sam- þykkt vora á fundi Alþingis á Þing- völlum 1944, er lýðveldið var stofn- að. Reglur sem þau gerðu ráð fyrir að yrðu samdar og dreift, voru gefnar út á blöðungi 20 áram síðar án leiðbeininga. Fánanefndin (frá ’91) vann ötullega undir for- mennsku Péturs Thorsteinssonar og Birgis Thorlacius, sem ritara. Störf nefndarinnar leiddu til þess að forsætisráðuneytið tók til sín málefni fánans. I ársbyrjun 1991 gaf ráðuneytið út vandað lítið rit, myndskreytt, sem fól í sér lög, reglur og sögu fánans, ásamt leið- beiningum um notkun hans. Einnig era í ritinu saga skjaldarmerkisins, þjóðsöngsins og heiðursmerkja. Ut- gáfa ritsins leysti brýna þörf. Að- gengilegt fræðslurit hafði ekki ver- ið til um þetta þjóðlega efni. Að vísu fylgdi nefndarálit fánanefndar (skipuð 1913) til Alþingis 1914 vönduð skýrsla en hún varð lítt kunn alþýðu manna. Mjög var til bóta að framleiðandi fána og versl- un sem sérhæfði sig í sölu þjóðfána, létu fylgja hverjum afgreiddum fána, fánareglurnar úr hinum nýju reglum og leiðbeiningum frá 1991. Utgáfa fánarits forsætisráðu- neytisins vakti skilning og þekk- ingu á meðferð fánans. Þá veittu skátar leiðbeiningar um notkun fánans. Væri skakkt flaggað hjá hótelum og fyrirtækjum, voru stjórnendur heimsóttir og bornar fram aðfinnslur. Vora þessar kynn- ingar vel þegnar. Oflum fyrirtækja og stofnana á fyrirtækjafánum hef- ur dregið úr ofnotkun þjóðfánans. Sama má segja að hólkastoðir hafi bætt notkun fánans utanhúss og innan. Stoðimar leiddu af sér fjöl- breyttari möguleika flöggunar. Þá hefur varfærnisleg flöggun starfs- manna Laugardalsvallar og Laug- ardalshallar veitt fordæmi og gætni, sem hefur afstýrt ágreiningi. Utgáfa ritsins „Fáni Islands “ hafði í for með sér ærnar breytingar til bóta á notkun þjóðfánans. Þetta sést núna af röðun þjóðfána við hótel og ráðstefnu- staði. Norðurlandar- áðið hefur nokkram sinnum haldið hér- lendis þing og hefur þá verið flaggað þjóðfán- um Norðurlanda. Hef- ur flöggunin vakið furðu, því að hvern dag hefur verið breytt um röðun fánanna. Ekki farið eftir gild- andi íslenskum fána- reglum. Svör stjóm- enda við spumingunni hverju þetta sætti, var að Ráðið væri hafið yf- ir fánareglur hverrar þjóðar og því í þessu tiifelli fánaröðun breytt á hverjum degi og enginn fáni á heið- ursstöng. - Fráleit mikilmennska og hentistefna. Því miður kom sams konar skoðun fram hjá starfsmanni forsetaembættisins, er í ársbyrjun í ár var fundið að staðsetningu ríkis- fánans við set forseta, er hann flutti nýársávarp sitt og eins hvar fáninn Islenzki fáninn og rétt notkun hans, ekki sízt í kirkjum landsins, er umræðuefni Þor- steins Einarssonar í grein hans sem hér birtist. var staðsettur við fundarborð ríkis- ráðsins sem um svipað leyti kom saman á Bessastöðum. Bjöm Th. Bjömsson tók eftir að við fyrmefnd tækifæri á Bessastöðum varð notk- un þjóðfánans fyrir handvömm og getur þessa í grein sinni „Fána- villa“. Eigi er langt síðan ég var við jarðarför, þar sem sá framliðni átti danska móður en íslenskan föður, því vora við kistu hans þjóðfánar foreldra hans. Við þá voru fána- vaktir. Fánarnir vora bomir inn í byrjun athafnar og hefðu því átt að berast á undan kistunni út úr kirkjunni. Svo var eigi heldur kom kirkjuvörðurinn, tók fánana, sem fánavaktimar höfðu vafið um stengumar og bar út eins og þar væra innkaupapokar. Þá vora um húna stanganna hnýttar sorgar- slæður. Slíka vottun samúðar skal eigi hengja á stengur þjóðfánans en aðeins beita félagamerki. Félagamerki era oft færð seint til kirkna og verða því sett upp af fljót- færni. Félögin sem rnerkin eiga, hafa eigi aflað þeim hólkastoða og sama er að segja um kirkjurnar. Vegna þessa standa í flestum tilfell- um félagamerkin ekki í stoðum en þau látin hvíla upp við stoðir eða veggi. Ekki er langt síðan, að dómk- irkjunni og fríkirkjunni í Hafnar- firði hvíldu félagamerki upp að stöngum þjóðfána, svo að af þeim sáust upp fyrir rá hvors merkis húnn fánastangar og efsti hluti þjóðfána. í Bústaðakirkju var ég nýlega við útför, innst við gafl hægra megin við altari stóð þjóð- fáninn á stoð, þess vegna var óþarft fyrir starfsfélaga hins framliðna að koma fyrir þjóðfána við kistuna. Honum var rétt komið fyrir hægra megin kistunnar. Grænleitt félags- merki stóð framan við þjóðfána kirkjunnar, svo að á hann var að nokkra leyti skyggt. Vinstra megin við altari vora 3 félagsfánar. Svo virtist sem þeir hvíldu við vegg. Hér var einum þóðfána um of og fé- lagamerkjum dreift báðum megin Þorsteinn Einarsson íslenzki fáninn að húni á Þingvöllum. altaris. Fer best á að þjóðfánar séu hægra megin við altari samkvæmt fánareglum en félagamerki vinstra megin. Félagamerki era vel gerð, áletranir saumaðar á vönduð dúk- efni eða þrykktar. Flest með skúfa eða kögur. Eitt háir þeim, má segja sameiginlega, að hlutföll breiddar og lengdar dúksins eru af ýmsum stærðum. Þetta á að vera auðvelt að laga. Fyrir þjóðhátíðina 1974 varð að afla fjölda fjórðunga merkja og héraðamerkja. Það sýndi sig að þjóðin bjó yir ágætu iðnaðarfólki á þessu sviði. Einnig skorti ekki lista- fólk til aðdraga upp áletranir og héraðstákn. Hólkar- eða slíðurstoðir fást gerðar hjá málmsmiðum. Þær þurfa að vera þungar (þykkur botn) svo að stangirnar megi hallast. Þyngja má stoðimar niður með sandpokum úr snyrtilegu dúkefni. Stoðimar geta haft ýmsa lögun. Hringlaga stoðir, skekktir 3-7 hólk- ar (slíður) raðað með jaðri stoðar- innar svo að hver stöng í hvirfing- unni hallist; við miðju 1-3 hallalausir hólkar (slíður) svo að stangimar hafi lóðrétta stöðu. Ilangar, að lengd í samræmi við rými og millibil milli hólka 10 cm, svo raða megi upp stöngum, að dúk- ar merkja skarist í samræmi við þörf. Þá má hafa hólka þéttar og annan hvern með halla. Til er að stoðir hafi svigalögun. Færri era þær kirkjur sem eiga stoðir og enn færri þau félög sem afla sér stoðar um leið og félagsmerkis. Ef þjóðfánar og félagsmerki eiga ekki að vera „stílrof ‘ eða handahófs uppröðun, þurfa þeir sem annast kirkjur að gera ráðstafanir til að mæta notkun fána og merkja með eign handhægra stoða og að ákveð- ið sé að þjóðfánar og merki séu framan við og til hliðar við kór, rað- að í stoðir. Þjóðfánar hægra megin séð frá altari, en merki vinstra meg- in. Sorgarslæður ekki á stöngum þjóðfána. Fánavaktir aflagðar. Þjóðfánar látnir standa eftir, eins og félagamerki, er kista er hafin út. Starfsmenn íþróttamannvirkja era oft settir í vanda vegna alþjóða- móta, þar sem flagga þarf þjóðfán- um, fánum alþjóða sérsambanda, innanlands sérsambanda, héraðs- sambanda, sveitarfélaga og félaga. A þessum vanda var tekið á fundum og starfsmenn viðbúnir að leysa hann við ýmis tækifæri með kunn- áttu á reglum og þekkingu á beit- ingu hjálpartækja. Nauðsyn er að biskupsstofa eða einhver ábyrgur aðili, boði kirkjuverði til fundar um lausn á þessum vanda. Samtöl við starfsmenn kirkna og aðra um notkun þjóðfánans leiddu í ljós, að fáir áttu hið ágæta, rit for- sætisráðuneytisins: „Fáni Islands “ og margir meðal almennings þekkja það ekki. Væri þarft að ráðuneytið auglýsti ritið eða komi því á framfæri á annan hátt. Þá fræðslu sem það geymir skortir þjóðina og tómlæti um notkun fán- ans mætti eyða með lestri ritsins. Höfundur er fv. íþróttafulltrúi rfkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.