Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 37

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________SUNNUDAGUR 14, N'ÓVEMBEK 1999 37. MINNINGAR INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist í Hrúts- staðanorðurkoti í Flóa 19. ágást 1900. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson, bóndi og hreppstjóri, f. 24. júní 1853, d. 19. des- ember 1928, og Ingi- björg Stefanía Magnúsdóttir hús- freyja, f. 10. maí 1857, d. 18. septem- ber 1950. Ingibjörg var yngst 13 systk- ina. Þau eru nú öll látin. Ingibjörg eignaðist 5 börn. 1) Reynir, verkamaður í Reykjavík, f. 27. ágúst 1920, nú látinn. Faðir hans var Geir Vigfússon, bóndi á Hallanda í Flóa, nú látinn. 2) Sverrir, verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. maí 1924. Faðir hans var fyrri eiginmaður Ingi- bjargar, Kjartan Júlíus Jónsson, bakari, f. 21. júh' 1895. Þau skildu og hann fluttist til Bandaríkj- anna. Hann lést í Reykjavík 17. apríl 1988. 3) Haraldur, bifreiða- smiður í Reykjavík, f. 5. janúar Látin er í Reykjavík á 100. ald- ursári tengdamóðir mín, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hún var alda- mótabarn, fædd í gömlum bæ aust- ur í Flóa, og hún var yngsta barn í mjög stórri fjölskyldu. Hún hafði frá mörgu að segja í sínum upp- vexti. Þegar hún flutti til Reykjavík- ur fór hún fótgangandi alla leið og gisti á Kolviðarhóli sem nú er löngu horfínn. Eg hygg að hún hafi verið af þeim kynslóð sem hefur lifað hvað mestar breytingar í lífsháttum sem nokkum tímann hafa orðið á einu æviskeiði. Hún var 56 ára þegar ég kynntist henni að marki og flyt í íbúð í sama húsi og hún bjó í, þegar ég giftist syni hennar, Haraldi. Hún var glæsileg kona, afar hlý og notaleg og svo ungleg að undrun sætti. Þá bjó hún með Gerðu dóttur sinni og hennar dóttur, Eyrúnu Ingu, sem þá var á öðru ári. Þegar Eyrún var flutt að heiman bjuggu þær mæðg- ur, Ingibjörg og Gerða, saman þangað til Ingibjörg var 95 ára göm- ul og flutti á Elliheimilið Grund en þá var heilsa hennar farin að bila að ráði, en fram að þeim tíma hafði hún getað verið ein heima meðan Gerða var í vinnu. Naut Ingibjörg alla tíð sérstakrar umhyggju Gerðu og Eyrúnar og var hún þakklát fyrir það. Sambýli okkar við þær mæðgur hefur reynst afar farsælt og aldrei brugðið skugga þar á. Við höfum notið kostanna við sambýlið en verið laus við gallana. Má það eflaust að miklu leyti þakka jafnlyndi Ingi- bjargar, sem aldrei brást. Mér finnst, þegar ég hugsa til baka, að ég hafi aldrei séð hana reiðast. Hún varð fyrir ýmsum áföllum í lífinu sem hún tók með æðruleysi. Hún sagði mér einhverju sinni að hún hefði aldrei haft það betra en eftir sjötugt, en þá bjó hún í öruggu skjóli systkinanna Gerðu og Hara- ldar og þurfti ekki að hafa áhyggjur af lífsafkomunni. Þá fór hún að sauma út myndir, en hún hafði aldrei á yngri árum haft tíma fyrir handavinnu. Hafði hún af þessu mikið yndi sem hún naut fram að 95 ára aldri. Nú prýða þessar myndir veggi afkomenda hennar og minna á hana. Ingibjörg var nægjusöm og nýtin svo af baiybæði hvað varðar mat og fatnað, enda hafði hún alist upp við það á æskuheimili sínu í Flóanum. Hún var lengst af húsmóðir í Reykjavík, en fór þó á efri árum út að vinna á prjónastofu hálfan dag- inn, þar sem hún vann um 10 ára skeið. Hún hafði lengst af stórt heimili án nokkurra hjálpai'tækja eins og nú tíðkast, engar ryksugur, þvottavélar, ísskápar, hrærivélar, að maður tali nú ekld um uppþvotta- vélar eða örbylgjuofna. Allt var 1927. 4) Ingibjörg, húsfreyja í Reykja- vík, f. 23. maí 1928. Haraldur og Ingi- björg eru börn Ingi- bjargar og síðari eiginmanns hennar, Þórðar Þórðarson- ar, trésmíðameist- ara frá Haga í Holt- um, f. 4. apríl 1886. Hann lést 8. septem- ber 1930. 5) Yngsta barn Ingibjargar er Gerða, aðstoðar- stúlka á tannlækn- astofu, f. 30 mars 1934. Faðir hennar var Eiríkur Eiríksson, verkstjóri frá Miðbýii á Skeiðum, f. 1. apríl 1894. Hann lést eftir stutta sambúð þeirra, af völdum berklaveiki 18. júní 1942. Afkomendur Ingibjargar eru nú orðnir 69. Lengstan hluta æv- innar bjó hún á Flókagötu 3 í Reykjavík og hélt þar heimili með yngsta bami sínu, Gerðu Eiríksdóttur. Ingibjörg lést á Elliheimilinu Gmnd 26. október 1999. Að eigin ósk var útför hennar gerð í kyrr- Þey. unnið í höndunum. Það var því ær- inn starfi að sjá um stórt heimili. Það var ekki lítil vinna við þjónustu- brögðin á þeim tíma sem hún var að ala upp sín böm, engu mátti fleygja heldur gera við, bæta, stoppa eða sauma nýtt úr gömlu. Hennar kyn- slóð kunni ekki að bruðla. Ingibjörg var mikil ættmóðir. Hún fylgdist vel með og bar mikla umhyggju fyrir öllu sínu fólki, böm- um, barnabömum, bamabama- bömum og öllu sínu tengdafólki og vinum. Hún bar sérstaka umhyggju íyrir gömlu fólki og minnimáttar sem hún kynntist á lífsleiðinni og margar vora ferðirnar sem hún fór í heimsóknir á sjúkrahús og elliheim- ili. Hún var líka afskaplega gjafmild þó hún hefði aldrei mikil efni og hún naut þess sérstaklega að gleðja lítil böm, bæði sína eigin afkomendur og önnur böm sem hún kynntist. Eg vil að leiðarlokum þakka Ingi- björgu íyi’ir samfylgdina og óska henni Guðs blessunar á æðri stig- um. Maria Á. Guðmundsdóttir. Reynsla verður ekki lærð af bók- um. Hana verður að upplifa. Það er að sönnu hægt að lesa um og læra af reynslu annarra, en það er engan veginn hið sama og eigin reynslu- heimur. Ingibjörg Guðmundsdóttir var sérlega reynslurík kona. Það var ekki eingöngu að hún hafði lifað tæplega heila öld og mesta breyt- inga- og framfaratímabil í sögu þjóðarinnar, heldur spannst lífsvef- ur hennar með þeim hætti að hún öðlaðist mikla persónulega reynslu. Ingibjörg fæddist aldamótaárið 1900 og lést á hundraðasta aldursári 26. október 1999. Hún var því jafn- gömul öldinni eins og hún orðaði það gjaman sjálf. Hún var ein af þrettán systkinum og var faðir minn meðal þeirra. Hvorttveggja var að hún var yngst systkinanna og að hún náði svo óvenjulega háum aldri að hún varð síðust þeirra til að kveðja þetta jarðlíf og vitja ættfólks síns á nýju tilverastigi. Um aldamótin var talsvert mikil fátækt í landinu og þurftu flestir mikið fyrir lífinu að hafa. Erfiðleik- ar vegna sjúkdóma og bamadauða vora og tíðir. Fóru foreldrar Ingi- bjargar ekki varhluta af því, en að- eins átta systkinanna komust til ful- lorðinsára og af þeim létust þrjú í blóma lífsins. Flestir, ungir og gamlir, kynntust því mikilli vinnu og þægindalitlu lífi. Það gefur augaleið að slíkar aðstæður hafa mótað ungt fólk þess tíma. Varð Ingibjörg snemma vinnusöm og fylgin sér og hafa þessar aðstæður vafalaust einnig aukið á meðfædda frænd- rækni hennar. Ingibjörg flutti til Reykjavíkur um tvítugt með foreldram sínum þegar þau bragðu búi. Hún eignað- ist þrjá lífsförunauta sem hún missti alla, einn vegna sambúðarslita og tveir létust. Þá lifði hún einnig elsta bam sitt. Þessi reynsla hlýtur að hafa verið Ingibjörgu erfið. Komu sér þá vel hinir einstöku eðliseigin- leikar hennar að láta aldrei bugast. Hún leit ekki á ósigra sem skipbrot, heldur reynslu sem læra mætti af. Skapferli hennar bauð henni að mála ekki hið neikvæða í lífinu of sterkum litum, heldur horfa fram á veginn og æðrast ekki. I þessu efni hjálpuðu henni mikið létt lund og glaðværð sem henni var ásköpuð í ríkum mæli. Og fleyg vora orð hennai- og föður míns: „Þetta fer allt einhvem veginn.“ Hún átti líka góð og mannvænleg böm sem hún naut að vera samvistum við og koma til þroska. Hún varð þeirrar gæfu að- njótandi að sjá þau öll komast til manns og geta af sér þann fjársjóð sem hún mat mest, mannvænleg böm og bamaböm. Ingibjörg helgaði starfskrafta sína nær algerlega heimilinu. Hún bjó lengst af á Flókagötu 3 og bjó móðir hennar, Ingibjörg Stefanía, lengi hjá henni. Annaðist hún hana þar til hún lést í hárri elli. Síðar hlotnaðist henni hið sama frá dóttur sinni, Gerðu, sem bjó með henni alla tíð og var henni stoð og stytta allt til þess er hún þurfti að fara á elliheim- ili í maímánuði 1996. Ingibjörg var fyrirmyndar húsmóðir, traust og góð móðir og uppalandi. Hún naut þess að skreyta heimili sitt með út- saumi, sem hún hafði alla tíð yndi af og lék í höndum hennar. Hún hafði einnig mikla ánægju af að gefa bæði skyldum og vandalausum útsaum og fleira, enda var gjafmildi og greiðasemi henni í blóð borin. Hún var afai- bamgóð kona. Þar sem það fór saman við gjafmildi hennar fór ekki hjá því að hún gaukaði ýmsu „smálegu“ að bömunum. Þetta átti ekki síður við um önnur böm en af- komendur hennar. Þannig nutu böm mín t.d. undantekningarlaust góðs af þegar hún kom í heimsókn. Hún var félagslynd svo af bar. Kom það fram bæði gagnvart vinum og vandamönnum og út á við gagnvart fólki almennt. Allt sem hún hafði yndi af og raunar öll viðfangsefni sem leysa þurfti af hendi gekk hún í af áhuga og eldmóði. Hún hafði t.d. alla tíð mikla ánægju af dansi og dansaði gömlu dansana fram á ní- ræðisaldur, og saumaði útsaum fram á tíræðisaldur. Félagslyndi hennar, tryggð og frændrækni beindist ekki síst að því að hún lét sér afar annt um að heimsækja fólk, hvort sem um var að ræða skyld- menni eða kunningjafólk. Hún var t.d. tíður gestur á sjúkrahúsum og elliheimilum. Mér verða ávallt ógleymanlegar heimsóknir hennar á heimili foreldra minna, sem hún hélt miklu og góðu sambandi við, og síðar á heimili mitt og móður minn- ar eftir að faðir minn lést. Auk þess að koma gjaman færandi hendi jós hún af viskubranni sínum um líðan og framvindu fjölskyldu sinnar og fólks sem þær móðir mín þekktu. Var mjög gaman að fylgjast með leiftrandi mælsku hennar, fram- úrskarandi hreinskilni og hlutleysi gagnvart mönnum og málefnum hvort sem umræðuefnið snerti hennar eigin fjölskyldu eða aðra. Fólk með slíka eðlisþætti gefur mik- ið af sér á sama hátt og yfirborðs- mennska beinlínis skemmir. Þessar stundir vora því í senn lærdómsrík- ar og skemmtilegar og verðar þess að þeirra sé lengi minnst og fyrir þær þakkað. Ingibjörg var glæsileg kona og sþpaði að henni hvar sem hún kom. Utgeislun hennar var mildl. Leiftr- andi fas og eðlisgreind, ásamt hreinskilni og öðrum eiginleikum sem hér að framan hefur verið lýst, gerðu að verkum að nálægð hennar var ætíð sterk. Hennar er gott að minnast. Eg og fjölskylda mín sendum börnum hennar, tengdabömum og afkomendum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu frænku minnar Ingibjargar Guðmundsótt- ur. Elísabet F. Eiríksdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HILMAR ÞÓR SIGURÐSSON, Fellsmúla 22, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 9. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Vilborg Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Flókagötu 3, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 26. október sl. Að eigin ósk var útför hennar gerð í kyrrþey. Sverrir Kjartansson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Haraldur Þórðarson, María Áslaug Guðmundsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Guðlaug Bjarney Elíasdóttir, Gerða Eiríksdóttir. + Ástkær frændi okkar og vinur, ÓSKAR GUÐJÓNSSON frá Jaðri á Langanesi, sem lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík miðvikudaginn 10. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 15. nóvember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Oavíðsson, Anna M. Eymundsdóttir, Þórdís Davíðsdóttir, Hafsteinn Steinsson. + Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR H. TRYGGVASON múrarameistari, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku- daginn 17. nóvember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Fanney Þorsteinsdóttir, fris Eiríksdóttir, Högni P. Sigurðsson, Tryggvi Eiríksson, Margrét Ósk Arnarsdóttir, Eyjólfur Róbert Eiríksson, Lilja Sigurðardóttir og barnabörn. + Hjartkær bróðir minn og mágur, BJARNI VILHJÁLMSSON frá Hamri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjuda- ginn 16. nóvember kl. 15.00. Þórarinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Jónsdóttir. + Þökkum samúð og vináttu vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR frá Ásgarði, Vestmannaeyjum, Hrafnistu, Reykjavík. Svanhildur Guðmundsdóttir og fjölskylda. s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.