Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 41

Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 41, KRISTJÁN EINAR ÞORVARÐARSON + Kristján Einar Þorvarðarson fæddist á Hvamms- tanga 23. nóvember 1957. Hann lést á Landspítalanum 2. nóvember sl. Utför Kristjáns fór fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 11. nóv- ember sl. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Kæri vinur. Guð geymi þig og styrki fjölskyldu þína. Fríða Eyjólfs og fjölskylda. í örfáum orðum langar mig til að heiðra minningu vinar míns, Krist- jáns Einars Þorvarðarsonar. Hann er nú brott kallaður, að okkur finnst allt of snemma, úr faðmi fjölskyldu og vina. Kynni okkar Kristjáns eru orðin löng, við hittumst fyrst í guð- fræðideildinni í Háskóla Islands og urðum strax vinir. Kristján var trú- maður með djúpar rætur í íslensk- um evangelisk-lútherskum trú- ararfi. Ef hægt er að tala um kristið raunsæi, þá var hann verður fulltrúi þess. Kristjáni Einari var þannig þegar á námsárum sínum einstak- lega lagið, að tengja „guðfræðileg- ar“ vangaveltur samstúdenta sinna við íslenskan veruleika. Eftir námið sldldu leiðir um stund, Kristján hélt út á land í prestsskap með fjöl- skyldu sína, en við hjónin fórum ut- an í framhaldsnám. Við heimkomu var þráðurinn aftur tekinn upp. Kri- stján var þá orðinn sóknarprestur í Hjallasókn og ábyrgðarmaður inn- an kirkjustjómarinnar. Þegar ég svo byrjaði að starfa í sama pró- fastsdæmi og hann, urðum við einnig nánir samstarfsmenn. Fyrir hans tilstilli komum við á fót „predikunarklúbbi presta“ þar sem fjallað var um predikunartexta næsta sunnudags á hverjum þriðju- degi. Kristján lagði áherslu á að við notuðum guðfræðileg vinnubrögð svo vinnan væri markviss. Kristján var mikill fjölskyldumaður og skipulagði starf sitt ætíð með hana í huga, hann var góður vinur og ráða- góður. Samgangur var líka á milli fjölskyldna okkar og eigum við skemmtilegar minningar um fönd- urkvöld fyrir jólin og sameiginlegar leikhúsferðir. Við tókum því öll sem sjálfsögðum hlut að vinátta og sam- starf héldist um ókomna framtíð. Þegar Kristján svo veiktist fyrir rúmu ári hvarflaði ekki annað að okkur en að hann sigraðist á sjúk- dómnum, en svo fór ekki. Kristján þurfti að ganga í gegnum hverja lyfjameðferðina á fætur annarri og sterkbyggður líkaminn gaf eftir. Það var erfitt að fylgjast með glímu hans. Hann gekk í gegnum tíma- skeið þar sem myrkrið hvolfdist yfir hann og glímdi við Guð eins og Job forðum. I þessu samhengi sagði hann mér frá því að Passíusálmar Hallgn'ms og inntak kross Krists lykjust upp fyrir honum á nýjan hátt. Andinn var sterkur, þó líkam- inn væri veikur. Það var mikil náð þegar Kristján fárveikur og kona hans sóttu okkur heim morgun einn og borðuðum við saman morgun- mat. En Kristján var máttfarinn og þurfti að halla sér í sófanum og gafst okkur vinunum þá tækifæri að tala opinskátt saman og hlæja. Stuttu seinna sá ég hann í síðasta skipti, þegar hann kom í predikun- arklúbbinn og tók þátt í samræðum eins og alltaf. Enginn okkur áttaði sig til fulls á því að Kristján Einar var að kveðja. Nokkru áður hafði hann skrifað sameiginlegum vina- hjónum okkar sem misst höfðu son sinn eftirfarandi huggunarorð, sem hjálpa okkur nú er við kveðjum hann sjálfan: „Elsku vinir... Nú er þungur harmur að ykkur kveðinn. Okkur brestur orð en samúð okkar er öll hjá ykkur. I sorginni er aðeins einn sem hefur orð huggunarinnar, orð hins eilífa lífs. Þið þekkið hann og þjónið honum af mikilli trú- mennsku. Hann Krist- ur Drottinn mun held- ur ekki bregðast ykkur nú þegar lífið sýnir ykkur sína köldustu ásynd. Astvinurinn látni lifir hjá hinum upprisna Kristi og þið sem eftir lifið í svartnætti sorgarinnar eruð um- fram allt í umsjá hans og varðveislu. Megi algóður Guð þerra tregatárin, hugga ykkur öll og umfaðma." Við minnumst Kristjáns Einars í þökk og biðjum Guð að breyta sárri sorg okkar hægt og hægt í ljúfar minn- ingar um hann. Við færum ekkju hans Guðrúnu Láru og börnum inniiegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Árni Eyjólfsson og fjölskylda. Kveðja frá Prestafélagi íslands „Ollu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma. Að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma. Ég virti fyrir mér þá þraut sem Guð hefir fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hefir hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra, aðeins fær mað- urinn ekki skilið það verk sem Guð gjörir frá upphafi til enda.“ (Úr Prédikaranum.) Æviskeiðið er varðað atburðum sem fá okkur gjarnan til að staldra ögn við og hugsa um eðli lífs og dauða. Þetta gerist sömuleiðis við árstíðaskipti hjá sumu fólki eða jafnvel við áramót að við nemum staðar og hugleiðum það er farið er og hvað við munum eiga í vændum. Og þegar hina alvarlegri viðburði lífsins ber að höndum, svo sem eins og endalok lífsskeiðsins, verða spurningar um tilgang lífsins áleitnar. Hver er meiningin með lífi hvers manns, til hvers er lifað, hver hefur fengið manninum þetta verkefni í hendur og hvað tekur við að loknu? Allar tegundir bókmennta takast á við þessar eilífðarspurningar, t.d. Prédikarinn í Heilagri ritningu sem ég vitnaði til hér að ofan. Lífsspeki Biblíunnar, frá fyrstu til síðustu blaðsíðu, - og sú trú sem þar birt- ist, er sú að maðurinn hafi þegið líf- ið úr hendi skapara síns, að maður- inn lifi og starfi á vettvangi hins daglega lífs andspænis Guði - Coram Deo - sem endurleysir og helgar allt hans líf. Og reglan eða boðorðið til mannsins er þetta: Þú skalt elska Guð og þú skalt elska menn. Þetta tvennt á óhjákvæmi- lega saman, eru sitt hvor hliðin á sama peningnum. Þú getur ekki sagst elska Guð og farið svo og hatað bróður þinn. Séra Kristján Einar Þorvarðar- son, vinur okkar og starfsfélagi, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag, átti þennan lífsskilning Heil- agrar ritningar sem lítur á lífið allt í ljósi Drottins Guðs, sem gefur líf- ið, endurleysir það og helgar. Hann vissi á hvern hann trúði, það var meginstyrkur hans og kjölfesta í lífinu. Trúin á Guð gerði gleði hans dýpri og sorg hans léttbærari. Hann hefur sjálfsagt drukkið það með móðurmjólkinni og lært það frá blautu bamsbeini að Guð er yfir og allt um kring með eilífri blessun sinni. Hann naut mikils ástríkis for- eldranna, frú Kristínar og Þorvarð- ar bónda á Söndum í Miðfirði, og systkinanna sem höfðu gott fyrir honum í leik og starfi. Hann ólst upp í sveit innan um skepnur og guðsgræna náttúru, náttúru sem bæði gefur og tekur. Hið góða fé- lagslega og líkamlega atlæti sem hann bjó við mótaði skaphöfn hans og meitlaði karakterinn. Hann var staðfastur maður og ábyrgðarfull- ur, raungóður og sanngjarn, ljúfur og glaðlyndur. Hann gladdist með glöðum og var hluttekningarsamur með sorgbitnum. Leiðir okkar lágu saman á guð- fræðideildarárunum. Gáskafullur hlátur og stríðnisglampi í augum einkenndu þennan unga mann að norðan, sem gekk ýmist á gúmmí- skóm eða kínaskóm og var svo skemmtilegur að það var ekkert hægt að gera nema hann væri með. Þarna voru Maggi, Svavar, Heri, Einar, Flosi, Hjörtur, Sólveig Anna og allir hinir - og það var gaman að vera til. Námið fjölbreytilegt og krefjandi og félagslífið fjörugt og skemmtilegt. Oft var tekist á um hin ýmsu guðfræðilegu álitamál, ýmist með þátttöku okkar góðu og elskulegu kennara í V. stofu eða á Kapelluloftinu og lesstofunni. Þetta voru gullaldarárin okkar sem bjuggu okkur undir alvarleg og virðuleg störf á vettvangi kirkjunn- ar eða á öðrum vettvangi samfé- lagsins. Kristjáni sóttist námið vel, hann ástundaði það af sömu elju og samviskusemi og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Guðfræðinemar fóru reglulega í ferðir um landsbyggðina og heim- sóttu presta og kynntust starfshátt- um þeirra og aðstæðum. Þetta var fyrir daga starfsþjálfunar guðfræði- kandídata eins og við þekkjum hana núna og ferðir þessar voru geysi- lega lærdómsríkar. í einni slíkri ferð komum við á heimili Kristjáns í Miðfirði og mig minnir að við höfum verið um þrjátíu talsins í þessari ferð. Frú Kristín og Þorvarður létu sig ekki muna um að taka allan hóp- inn inn í kaffi og var veitt þar af annálaðri rausn þeirra. Greinilegt var að þau voru stolt af sínum manni og ánægð með að hann skyldi hafa tekið þessa stefnu í lífinu. Séra Kristján var nánast alla sína prestskapartíð sóknarprestur í Hjallaprestakalli í Kópavogi. Þar vann hann brautryðjandastarf ásamt góðu samstarfsfólki í nýju prestakalli. Hann tók starf sitt al- vai-lega, stóð föstum fótum í hefð hinnar evangelísk-lúthersku kirkju en var jafnframt nýjungagjarn og fús að leita nýrra leiða í starfshátt- um kirkjunnar á nýrri öld. Hann var metnaðarfullur fyrii- hönd safn- aðar síns og alltaf tU taks þegar á þurfti að halda. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í Þjóðkirkj- unni, sat m.a. í stjórn Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar og var formað- ur Félags presta á höfuðborgar- svæðinu. Séra Kristján var farsæll maður í starfi sínu og einstakur gæfumaður í einkalífi. Saman reistu þau Guð- rún Lára sér hlýlegt og gott heimili og tóku öllum opnum örmum sem að garði bar. Þau voru áberandi samhent hjón og samstiga í uppeldi barnanna sinna. Styrkur þein-a sem einstaklinga og hjóna kom hvað gleggst í ljós í erfiðum veik- indum séra Kristjáns undanfarið ái’. Það voru hrein og klár forrétt- indi að fá að njóta samskipta við þau og börnin á þessum erfiða tíma Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrír Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ því þau gáfu óhikað af gleði sinni og sorgum. Guð geymi Guðrúnu Láru og börnin alla tíð. Allt hefir sinn tima. Að leiðarlok- um koma mér í hug þessi orð postu- lans: „Nú sjáum vér svo sem í skugg- sjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum en þá mun ég gjör- þekkja, eins og ég er sjálfur gjör- þekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Guð blessi minningu séra Krist- jáns Einars Þorvarðarsonar. Hann var drengur góður. Helga Soffía Konráðsdóttir. Þegar æfi-röðull rennur rökkva fyrir sjónum tekur, sár í hjarta sorgin brennur söknuð harm og trega vekur. Hart þú barðist huga djörfum «4 með hetjulund til síðsta dagsins í öllu þínu stríði og störfum sterkur varst til sólarlagsins. Ollum stundum, vinur varstu veittir kærleiks yi af hjarta. Af þínum auði okkur gafstu undurfagra minnig bjarta. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) í grein Oddnýjar Jónu Þor- steinsdóttur og fjölskyldu urðu mistök við birtingu ljóðsins. ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR + Elínborg Guð- mundsdóttir fæddist á Sólmund- arhöfða í Innri- Akraneshreppi 13. desember 1911. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 25. október sl. títför Elínborgar fór fram í kyrrþey frá Akra- neskirkju 2. nóvem- ber sl. „Einar minn er e&i í mann efhannfæraðlifa. Latínuna læra kann, lesa, reikna, skrifa." Ekki veit ég höfund stökunnar, en hitt er víst að oft heyrði ég hana hjá henni Ellu minni á loftinu, á upp- vaxtarárum mínum. Ég var aðeins ársgamall þegar foreldrar mínir fluttu frá ívarshúsum í nýbyggingu að Laugarbraut 25, tvílyft steinhús; á neðri hæðina, en á loftinu bjuggu Ella og Gústi sonur hennar. Það var ekki amalegt að eiga þau að ná- grönnum, þau öðlingsfólkið. Ella fékk snemma að reyna hvað lífið getur verið miskunnarlaust, ung missti hún mann sinn, Svein Magn- ússon, frá Hákoti í Þykkvabæ, í hafið og mun Gústi sonur þeirra þá hafa verið á fjórða ári. Ekki lagði hún ár- ar í bát, hún ól önn fyrir syni sínum og vann oft langan vinnudag, en hún starfaði áratugum saman hjá HB&Co. Hún var afburða dugleg kona, ekki var hún Ella allra, en þeir sem fengu að kynnast henni hittu fyrir hjartahlýja konu sem ekkert mátti aumt sjá. Það gustaði af henni þegar mikið lá við og man ég vel þvottadagana, fyrir daga sjálfvirku þvottavélanna, þá borgaði sig nú ekki að hætta sér of nálægt ef maður vildi ekki vökna, ef kíkt var inn í þvottahúsið hjá Ellu. Oft fékk ég að njóta þess að vera í pössun hjá henni Ellu á uppvaxtar- árunum, og fengum við systkinin að reyna tryggð hennar þegar móðir okkar átti við veikindi að stríða fyrr á árum. Um nokkurra ára skeið var spiluð vist á fimmtudagskvöldum á heimili foreldra minna, þar spilaði ég á móti Línu heitinni á Gneistavöll- um og eftir að hún lést tók Dísa systir Ellu við og Ella og mamma spil- uðu saman. Þar var nú oft handagangur í öskj- unni og spilað hratt og vel, Ella með vísur og hendingar á hraðbergi, og svei mér ef stundum var ekki farið að elda af degi þegar hætt var að spila. Þær stundir þeg- ar ég, unglingurinn, fékk að vera fullgildur þátttakandi með þeim fullorðnu eru mér ómetanlegar. Eft- ir að ég fluttist frá Akranesi var oft teldð í spil þegar ég kom í heimsókn. Ég er þakklátur fyrir tryggð Ellu við okkur fjölskylduna. Hún reyndist okkui- alltaf vel og vU ég sérstaklega minnast á tryggð hennar við fráfall föður míns. Ella hafði búið sem bam að Görðum á Akranesi þar sem kirkjugarður Akurnesinga er, og þekkti vel hvernig þar háttaði til. Og þegar jarðarför föður míns var fyrir- huguð fór hún ásamt mér til að velja honum legstað í garðinum. Þar hvílir hún nú, farsælli og langri ævi er lokið. Mér þótti leitt að geta ekki fylgt henni hinsta spölinn. En ég minnist hennar í bænum mínum. Fyrir hönd móður minnar og systkina vil ég senda Gústa syni hennar okkar ein- lægustu samúðarkveðjur og þakk- læti fyrir öll árin okkar saman á Laugarbrautinni. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Eínborgar Guðmundsdóttur, megi hún hvíla í friði. Einar Örn Einarsson, Keflavík. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. í»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Li4 ,ss^'iv OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AOAIÍTMiTI 4B • 101 Itl VKJAVIK j tíl ffil ppl j ../w\ LéÍ LSáLj | Diwtö iu"tr Úldfur LÍKKIS I'CVINNUS TOI A EYVINDÁR ÁRNASONAR I > í ÍV'; 1899

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.