Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.11.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 43^ Fimm flugumferðarstjórar frá Eystrasaltsríkjum á námskeiði hjá Flugumferðarstjórn Hugsanlega vísir að frekara námskeiðahaldi Morgunblaðið/Jim Smart Skólastjóri og þátttakendur í námskeiði fyrir utan byggingu Flug- málastjórnar við Reykjavíkurflugvöll. Á myndinni eru (f.v.) Eh'as Giss- urarson skólastjóri, Ardo Oras frá Eistlandi, Povilas Butkus frá Lit- háen, Dainis Laicans frá Lettlandi, Sergej Smirnov frá Litháen, og Da- inis Mensikov frá Lettlandi. FIMM flugumferðarstjórar frá Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, luku á fimmtu- dag námskeiði sem þeir hafa sótt um nær tveggja vikna skeið á vegum Flugmálastjórnar íslands. Mennirn- ir fimm voru hingað komnir að frum- kvæði utanríkisráðherra og er nám- skeiðahaldið þáttur í tvíhliða aðstoð Islands við uppbyggingarstarf í ríkj- unum. Ríkin þáðu formlegt boð utan- ríkisráðherra um þátttöku í nám- skeiðinu í fyrra. Námskeiðið stóð yfir frá 1.-12. nóvember en umsjón var í höndum Elíasar Gissurarsonar, skólastjóra skóla flugumferðarþjónustunnar. Hann sagðist ánægður með árangur námskeiðsins og kvaðst vonast til þess að framhald yrði á. „Við reynd- um að móta námskeiðið að þörfum mannanna. Þeir eru að vísu á dálítið ólíkum sviðum; fjórir þeirra starfa sem flugumferðarstjórar, og við stjómun, en tveir þeirra eingöngu við stjórnun. Eg vona að þetta námskeið verði upphaf að einhverju sem verði meira og hnitmiðaðra,“ sagði Eh'as. Fimmmenningarnir fengu m.a. að kynnast starfsemi flugstjórnar á Reykjavíkurflugvelli, starfsemi flug- málastjórnar Islands, starfsaðferð- um við þróun ratstjárkerfa og sjálf- virkum flugstjórnarkerfum. Að auki var farið með þátttakendurna í heim- sókn til Almannavarna ríkisins, í varnarstöð Atlantshafsbandalagsins í Keflavík og til Flugkerfa sem er fyrirtæki í eigu Flugmálastjórnar og Háskóla íslands. Margl að læra af íslenskri flugumferðarstjórn Allir lýstu þátttakendurnir ánægju sinni með dvölina hérlendis og sögð- ust ekki í vafa um mikilvægi nám- skeiðsins. Sergej Smirnof frá Lit- háen taldi þá félaga hafa margt að læra af íslenskri flugumferðarstjórn. „Við vorum í upphafi spurðir hvað við vildum helst fá út úr námskeiðinu og hvaða svið við æsktum að taka fyrir. Við erum einkar ánægðir með að hafa fengið svör við bókstaflega öll- um okkar spurningum. Við ræddum um fjölmargt, hittum marga og við fórum héðan með heilmikla þekkingu sem við erum vissir um að komi til með að nýtast okkur heima.“ Sergej sagði að flugumferðarstjóm í Litháen væri í grunninn eins og hér- lendis en tækjabúnaður væri ekki al- veg sambærilegur. Honum fannst mikið til koma að kynnast flugum- ferðarstjórn yfir hafi, sem þeir í Litr háen þyrftu ekki að sinna. „Það var lærdómsríkt að kynnast flugumferð- arstjóm hér á íslandi þar sem svæðið sem ábyrgð flugumferðarstjóra nær yfir er geysilega stórt, það næst> stærsta í heimi, er mér sagt.“ Ardo Oras frá Eistlandi kvað margt hafa vakið athygli sína varð- andi flugumferðarstjórn og þróunar- mál hennar. „Það vakti athygli mína hvað samskipti milli almennrar flug- umferðarstjórnar og flugumferðar- stjórnar hersins var góð. Það er eitt- hvað sem gæti verið gott fordæmi fyrir okkur. En í náinni framtíð sjá löndin þrjú fram á inngöngu í Evr- ópusambandið og NATO. Þá var áhugavert að sjá hvað framlag háskólans hérna til flugum- ferðarstjórnannála er mikið. Þar em mörg áhugaverð verkefni í gangi í náinni samvinnu og þar sameinast þverfaglegir kraftar til að bæta flug- umferðarstjórn,“ sagði Ardo Oras. Viðræður um gagn- kvæmar sjúkra- tryggingar við Litháa RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hefja samningaviðræður við stjóm- völd í Litháen um gagnkvæmar sjúkratryggingar þeirra sem dvelja tímabundið í ríkjunum. Heilbrigðisráðherra Litháen hefur óskað eftir því við Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra að löndin geri samning sín í milli um sjúkratryggingar þeirra sem dvelja í skamman tíma í ríkjunum. Telur hann að vaxandi samskipti ríkjanna kalli á slíkan samning og að hann geti tryggt íbú- um ríkjanna bráðnauðsynlega lækn- ishjálp við veikindi eða slys. Myndi læknishjálpin vera veitt samkvæmt landslögum ríkjanna, þannig að til dæmis íslendingur sem kæmi til stuttrar dvalar í Litháen fengi lækn- isaðstoð samkvæmt litháenskum heilbrigðislögum og Lithái sem kæmi til Islands fengi aðstoð sam- kvæmt almannatryggingalögum. Fram kemur í fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að Svíar, Finnar og Danir hafa gert eða vinna að sambærilegum samningum við Eistland, Lettland og Litháen. Ekki er gert ráð fyrir endurgreiðslum milli ríkjanna og er litið svo á að það sem halla muni á Island sé aðstoð við Litháa. LUNDUR FASTCIOXASiU Sixdurlandí:l7r«iiit 10 - 108 Sfmi: 533 1616 l'ax: 533 1617 Opið sunnudag kl. 12 til 14. Garðabær - Arnarnes Vorum að fá í sölu mjög gott einnar hæðar einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. M.a. góð stofa, dagsstofa, garðstofa með arni. 3-4 herbergi og 55 fm bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Velstaðsett hús sunnanmegin á Arn- arnesinu með góðum garði og útsýni. Dofraborgir - Grafarvogur Nýtt ca 200 fm einbýli á einni hæð. Góðar stofur, 4 herbergi og stór bíl- skúr. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 18,5 millj. Kambsvegur - laus strax — gott verð fyrir hæð Efri sérhæð ásamt bílskúr samtals um 180 fm. Húsið er þríbýlishús byggt 1967 og skiptist í tvær aðalhæðir en á jarðhæð er lítil íbúð. Hæðin sjálf er um 150 fm og eru þar 3 góðar stofur, 4 herbergi og 3 svalir. Frá hæðinni er gott útsýni yfir Sundin. Bílskúrinn er ca 30 fm. V. 13,9 m. Birkihvammur — Kópavogur — lækkað verð Vorum að fá nýlegt ca 180 fm parhús á tveimur hæðum ásamt góðum bíl- skúr. Húsið er ekki alveg fullbúið. Frábær staðsettning. Áhv. ca 6,3 millj. Mögul. skipti á 3ja til 4ra herb. ibúð. V. 14,8 m. Hrísrimi Vorum að fá mjög góða 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í Permaform húsi með sér inngangi.jbúðin skiptist í tvö herbergi.eldhús og stofu með út- gengi í garð.Dúkar og teppi á gólfum. V. 9,5 m. Opið hús — Barónsstígur 49, 2. hæð Góð 90,9 fm íbúð á 2. hæð. íbúð og hús í góðu ástandi. Áhvílandi byggingasjóður ca. 3,8. V. 9,2 m. Þórgunna sýnir eignina á milli kl. 16 og 18 í dag. Opið hús í dag Álfatún 12 — Kópavogi Glæsileg 97 fm 3ja herb. neðri haeð í þessu fallega tvíbýlishúsi á frábærum stað neðst í Fossvogsd- alnum. Sérinng. Sérbíla- stæði með hitalögn. Þvottahús með sérinng. Fallegt útsýni. Áhv. 4,5 millj. húsbr. og byggsj. Verð 10,5 millj. Halldóra og Magnús taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. —; ----------------------------—■---.w NAMHHUNIN OPIÐ I DAG, SUNNUDAG, KL. 12-15 Sléttuvegur 'm ^i* *P issi’fiil «! iSiiBJimi-a Vorum að fá í sölu 70 fm tveggja herbergja glæsilega íbúð á fjórðu hæð í eftirsóttri blokk við Sléttuveg í Reykjavík. íbúðin skiptist í fallega stofu, svefnherbergi, eldhús og hol. Vandaöar innréttinger og gott skápapláss. Parket á öllum gólfum. Sérgeymsla m/hillum við hliðina á íbúðinni. Suðursvalir sem eru yfirbyggðar (m. gleri) að hálfu leyti. Glæsilegt útsýni. Mikil og góð sameign. Þjónusta. Húsvörur. Fullbúinn bílskúr. Þessi íbúð er einungis ætluð fyrir fólk á viröulegum aldri, 60 ára og eldri. Kleppsvegur - ódýrt. 5 herb. björt og góö íbúö á 2. hæö. Nýtt parket. Ný eldhúsinnrétting. Stórar suður- svalir. Mjög hagstætt verö. V. 7,5 m. 9144 : Kirkjubraut - Akranesi. y Um 180 fm einbýlishús, vel staösett viö versl- , j unargötu. Húsiö er tiltölulega ný standsett og G hentar vel fyrir margvíslegan rekstur. Húsiö ’ \ stendur á ca 200 fm eignarlóö. V. 7,0 m. 9158 EIGNIR ÓSKAST. 120-150 fm íbúð óskast. Traustur kaupandi hefur beðiö okkur að útvega 120-150 fm íbúð með stæði í bílageymslu í Garðabæ eða í Leitunum. Góðar greiöslur fyrir rétta eign. EINBYLI Byggingarlóð í Skerjafirði á Fáfnisnesi 12. Til söiu 650 fm byggingarlóð á eftirsóttum staö í Skerjafirði. Á lóöinni má byggja einbýlishús á einni hæð. Uppdráttur og nánari uppl. á skrifstofunni. 9134 HÆÐIR I Álfheimar. | Vorum að fá í einkasölu rúmgóða 153,0 fm efri | sérhæð á þessum eftirsótta stað auk bíiskúrs. | Eignin skiptist m.a. I fjögur herbergi, stofu, | boröstofu, tvær snyrtingar og eldhús. Rúmgóö H eign á eftirsóttum staö. V. 13,9 m. 9132 4RA-6 HERB. "MS Álfheimar - laus strax. H 4-5 herb. rúmgóð og björt endaíbúð á 4. hæö | sem skiptist í 2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús og baö. Góðar suðursvalir og fallegt útsýni. V. 9,3 m. 9147 3JA HERB. Safamýri. U.þ.b. 80 fm íbúð á 4. hæð meö góöum suöursvölum og fallegu útsýni. Parket á gólfum og góð sameign. V. 8,9 m. 9155 Laufengi - laus. 3ja herb. 82 fm björt íbúð á 3. hæö meö sérinng. af svölum. Fallegt útsýni. íbúðin er ( góöu ástandi. Laus strax. V. 8,2 m. 9149 Gyðufell - nýtt á skrá. 3ja herb. mjög falleg íbúð á 3. hæð í ný- standsettu húsi. íbúðin hefur mikiö veriö standsett, m.a. eru nýl. innr., gólfefni o.fl. Flísal. baö. Sólstofa. Laus strax. 9153 Meistaravellir - nýtt á skrá. 3ja herb. björt íbúö á 3. hæö í eftirsóttri blokk. Suðursvalir. Laus fljótlega. Ákveöin sala. V. 8,5 m.8779 Laufengi - laus. 3ja herb. um 80 fm falleg og björt íbúö á 2: hasö með sórinng. af svölum. Þvottaaöstaöa í íb. Fallegt útsýni. íbúðin er laus nú þegar. V. 8,1 m. 9150 Laufrimi - nýtt á skrá. 3ja herb. björt og falleg 82 fm íbúö á 2. hæð í góöri blokk. Sérinng. af svölum. Útsýni. Laus strax. V. 8,1 m. 9151 Laufrimi - laus. 3ja herb. 83 fm björt og góö íbúö á 3. hæö í blokk. Sérinng. af svölum. Mjög fallegt útsýni. Laus strax. V. 8,1 m. 9152 2JA HERB. Kötlufell - með sólstofu. 2ja herb. nýstandsett íbúö á 4. hæö í húsi sem veriö er að standsetja. Ný gólfefni, ný eld- húsinnr., nýir skápar, gluggar o.fl. Húsiö skilast fullfrág. meö nýrri sólstofu o.fl. Laus strax. V. 5,8 m. 9154 Ásholt m. bílskýli. 2ja herb. um 58 fm mjög falleg íbúö á 1. hæö í nýlegu fjórbýlishúsi. Mjög góð sameign. Stæöi í bílageymslu fylgir. Laus strax. V. 8,2 m. 9157
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.