Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 50

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 50
-»50 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG S' Island farsældafrón! Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fæddist 16. nóvember árið 1807. Stefán Friðbjarnarson gluggar í þær þjóðfélagslegu aðstæður sem hann fæddist inn í, sem og ljóð hans um almættið og ættjörðina. „ISLENDINGUR átjándu aldar virtist borinn til þess aumkunarverða hlutskiptis að lifa stutta og öm- urlega ævi meðal menningarþjóð- ar, sem var að því komin að líða undir lok, og ól raunar aldur sinn í landi, sem var orðið ger- samlega óbyggi- legt, eins og öll lönd eru óbyggi- leg þeirri þjóð, sem lætur undir- okast af náttúr- unni í stað þess að rísa gegn áþján hennar og gera sér hana auðsveipa, eins og ritningin býð- ur.“ Þetta eruupp- hafsorð inngangs Jónas Ilallgrímsson, teikning. Fegurð íslenzkrar náttúru er rauði þráðurinn í ljóðum lista- skáldsins: Landið er fagurt og frítt - og fann- hvítir fjallanna tindar, - himinn- inn heiður og blár, - hafið er skínandi bjart. „Og hann ræðir í fullum trúnaði við skapara sinn,“ segir Tómas Guð- mundsson, „þeg- ar hann játar honum þakklæti sitt og fögnuð": Vorblómin, sem þú vekur öll, vonfógur, nú um dali ogfjöll, og hafblá alda og him- inskin hafa mig lengi átt að vin. Tómasar borgarskálds Guð- mundssonar í Ljóðmælum Jónas- ar Hallgrímssonar í útgáfu Helgafells árið 1956. Tómas segir ennfremur: „Um þær mundir sem nítjánda öldin gengur í garð hafa síðustu vígi hinnar æðri menningar í landinu, hin fornfrægu mennta- setur, Skálholt og Hólar, verið rúin tign sinni, og Alþingi við Öx- ará, sú stofnun, sem þjóðin hafði litið til með mestu stolti um níu aldir, var fallið um sjálft sig vegna þess, að engin ráð vóru til að afla slíkri samkomu þaks yfír höfuðið“. Við þessar þjóðfélagsaðstæður fæddist skáldið og náttúrufræð- ingurinn Jónas Hallgrímsson að Hrauni í Öxnadal nyrðra, 16. nóvember 1807. Næst komandi þriðjudag verða 192 ár liðin frá fæðingu listaskáldsins góða. Ævi hans var stutt í árum talin. Hann lézt 16. mai árið 1845, tæplega 38 ára gamall. En hann lifír með ís- lenzkri þjóð í ljóðum sínum - meðan íslenzk tunga er töluð. Nánast öll Ijóð Jónasar tjá ást hans á ættjörðinni. Jafnvel þegar hann „yrkir harmljóð eftir vini sína eða saknaðarljóð um stúlk- una, sem hann unni, eru kvæðin fyrr en varir orðin að ástarjátn- ingu til ættjarðarinnar. Þess- vegna er föðurlandslaust kvæði naumast til í Ijóðabók hans. Jafn- vel kvæðin sem hann þýðir kunna ekki við sig annars staðar en í íslenzkum átthögum,“ segir Tómas borgarskáld í foiTnála sín- um. Jónas sér „mynd hins máttka“, er sól og jörðu skóp, í Sólseturs- ljóðum: Hníg því hóglega í hafskautið mjúka, röðull rósfagur, og rís að morgni, frelsari, frjóvgari, fagur Guðs dagur, blessaður blessandi, blíður röðull fríður. Trúarsannfæring listaskálds- ins kemur víða fram í ljóðum hans: „Veit ég hvar von öll - og veröld mín - gædd er Guðs loga,“ segir hann í Ferðalokum, þar sem ástarstjarna er ofar Hraundranga. Máske speglast þó trúarsannfæring hans hvað bezt í eftirmælum um kæran vin, Tómas Sæmundsson: „Dáinn, horfinn. Harmafregn! - Hvílíkt orð mig dynur yfir. - En ég veit að látinn lifir. - Það er huggun harmi gegn“. Það fer vel á því að enda þenn- an pistil á Islandsminni Jónasar Hallgrímssonar. Megi það og ljóð hans öll, „glædd Guðs loga“, lifa með þjóðinni á vegferð hennar inn í nýja öld. Þið þektóð fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá, og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. Drjúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla. Full búð af bútasaumsefnum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477. Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18 Laugard. kl. 10—16 , til 20/12 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til Fóstudags Afmælisskeyti SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og var afar óánægð með skeytasendingu hjá Is- landspósti. Hún hafði sent vini sínum skeyti 1. nóv- ember sl. í tilefni af afmæli hans. Viku seinna fréttir hún að skeytið hafi ekki borist afmælisbarninu. Þegar hún hafði samband við Islandspóst fékk hún þau svör að skeytið hafi lent hjá óskilaskeytum. Þeir báðust afsökunar og buðu henni að senda nýtt skeyti með afsökunar- beiðni, en hún vildi það ekki. Fannst henni leiðin- legt að geta ekki treyst því að skeyti bærist ekki, þeg- ar þau væru send. Til framkvæmdastjóra íslenskrar getspár EG heyrði í fréttum að flytja ætti lottóið yfir á Stöð 2. Flest ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu eru farin að nota breiðbandið endurgjaldslaust til að ná Ríkissjónvarpinu í stað þess að hafa loftnet á hús- inu. Eina íslenska stöðin sem næst ekki á þessu kerfi er Stöð 2, þannig að ég og margir aðrir, hætt- um að ná beinni útsend- ingu á Lottó á laugardög- um eftir næstu áramót. Það var gaman að taka þátt í lottóinu. - Maður breytir ekki breytinganna vegna. Ari Jóhannesson. Óánægður viðskiptavinur ÞAÐ var í sfðustu viku að ég og maðurinn minn og mágkona fórum í Bakaríið í Mjódd. Við sátum þarna og fengum okkur kaffi og súpu. Yfirmanneskjan sagði okkur að ekki væri hægt að sitja þarna upp á hvern einasta dag í fjóra klukkutíma og þamba bara einn kaffibolla. Ég sagði henni að fleiri sætu þarna og drykkju vatn og reyktu, en ekkert væri sagt við því. Mér finnst að konan í bakaríinu ætti að sýna við- skiptavinum sínum meiri kurteisi. Það verður ekki á næstunni sem við stígum inn í þetta bakarí. Rúna Tapað/fundið Kvenúr týndist GYLLT kvenúr af gerð- inni Delma týndist á Laugavegi mánudaginn 8. nóvember sl. Skilvís finn- andi skili því til lögregl- unnar í óskilamunadeild. Kvenúlpa týndist NÝ blá kvenúlpa týndist úr fatahenginu á Kaffisetr- inu á Laugaveginum milli kl. 16.30-17.30 nýverið. Ulpan er blá með svörtum lit á öxlunum. Þetta er ný úlpa og mikill missir fyrir eigandann, því að í úlpu- vasanum voru asmalyf og lyklar. Skilvís finnandi hringi í síma 552-5444 eftir kl. 15 alla daga nema föstudaga eða 587-6037. Peningar týndust HINN 4. nóvember sl. týndist umslag með pen- ingum á leiðinni frá Lands- bankanum í Austurstræti, út Pósthússtræti að Toll- húsinu við Tryggvagötu. Umslagið var brotið saman og límt aftur. I umslaginu voru 215.709 kr. og er þetta afar bagalegt, því eigandinn er öryrki og ein- stæð móðir með fjögur börn. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband í síma 567-4240 eða 697- 3913 eða leggja inn á bók nr. 11750511953 hjá Spari- sjóði Vélstjóra. Kvenúr fannst KVENÚR fannst á bíla- stæði við verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu, laugardaginn 23. október sl. Úpplýsingar í síma 581- 1463 eftir kl. 19. Dýrahald Bebbi er týndur BEBBI er hvítur, svartur og grábröndóttur köttur, sem býr í vesturbæ. Hann týndist á gatnamótum Njálsgötu og Grettisgötu nálægt Frakkastíg. Hann er með endurskinsmerki um háisinn og blátt merk- isspjald með nafni og síma. Bebbi er frekar styggur og gæti verið vankaður eftir sprautu hjá dýralækni. Upplýsingar gefur Hildur í síma 551-2270. SKAK llnisjón Margclr Pótursson gafst upp því eftir 53. - Kd8 leikur hvítur 54. e6! - fxe6 55. Rxe6+ - Ke8 56. f+! - Kxf7 57. Rg5+ - Ke8 58. RÍ3 og vinnur. Niðurstaðan eftir 53. - Kf8 54. e6! verður sú sama. ÞETTA endatafl kom upp á armenska meist- aramótinu í haust. Karen Asrian (2.575) hafði hvitt og átti leik gegn Ara Minasjan (2.480). Hvitur get- ur ekki stöðvað svarta g-peðið og virðist mega þakka fyrir jafntefli. En það leynist vinn- ingsleið í stöðunni: 52. Rxa6! - g2 53. Rc7+ og svartur Hvítur leikur og vinnur. COSPER Víkverji skrifar... BARCELONA verður sífellt vinsælli meðal íslenskra ferða- manna og Víkverji undrast það ekki. Hann kom í fyrsta skipti til þessarar yndislegu spænsku borg- ar fyrir allmörgum árum og heill- aðist gjörsamlega af staðnum. Borgin er afskaplega falleg, íbúar hennar vinalegir og margt að sjá bæði í menningu og listum auk þess sem stærsta íþróttafélag borgarinnar, FC Barcelona, er stórveldi á öllum sviðum þannig að þeir sem hafa áhuga á íþróttum ættu að geta fylgst með einhverju við sitt hæfi, a.m.k. yfir vetrartím- ann. Mikið er um skemmtileg söfn í borginni, þar er gott að versla - sem íslendingum hefur oft fundist gaman, þegar þeir bregða sér út fyrir landsteinana - og urmull frá- bærra veitingastaða er einnig í Barcelona. xxx EGAR Barcelona ber á góma rifjast upp fyrir Víkverja saga sem vinur hans sagði honum ekki alls fyiir löngu. Sá settist inn á veit- ingastað þar í borg, hugðist panta sér saltfiskrétt einu sinni sem oftar og spurði þjóninn að gamni sínu hvort um íslenskan fisk væri að ræða. „Já, að sjálfsögðu!" sagði þjónninn og vininum þótti vænt um af hve mikilli virðingu hann talaði um Bacalao de Islandia eins og Spánverjamir kalla þetta frábæra hráefni, sem þeir eru snillingar í að matbúa. Víkverja fínnst saltfiskur einmitt herramannsmatur, bæði eins og hann er gjaman matreiddur hér heima upp á gamla mátann, en ekki síst allir þeir réttir sem fást á Spáni - og nú orðið sums staðar hér heima, sem betur fer - þar sem hvítlaukur, ólífur og ýmislegt fleira góðgæti er notað til að gera yndis- lega rétti úr góðu hráefni. xxx FRANSKI knattspymumaðurinn Eric Cantona, sem lék síðast með Manchester United í Englandi, var lengi í miklu uppáhaldi hjá Vík- verja. Þótt Frakkinn ætti oft erfitt með að hemja skap sitt var hann frábær leikmaður og jafnan fmm- legur í tilsvörum. Cantona lenti stundum í vandræðum og var t.d. settur í nokkurra mánaða leikbann árið 1995 fyrir að sparka í áhorf- enda, sem hrópaði að honum ókvæðisorð. Svar Cantonas er eftir- minnilegt þegar hann var spurður á blaðamannafundi hvemig hann mæti umfjöllun fjölmiðla um það mál. Hann sagði: Pegar máfar elta togarann er það vegna þess að þeir telja að sardínum verði fleygt í sjó- inn. Og svo sagði hann ekki meira á þeim fundi! Víkverja barst á dögunum bæk- lingur frá Englandi vegna umsókn- ar þarlendra um heimsmeistara- keppnina 2006, og er þar vitnað í ýmsa mæta menn um ágæti alls sem viðkemur íþróttinni þar í landi. Þar segir fyrmefndur Cantona: Allt sem snertir ensku knattspyrnuna er stórkostlegt. Leikvangarnir eru glæsilegir, stemmningin er frábær, jafnvel löggurnar á hestunum eru glæsilegar. xxx TALANDI um Cantona getur Víkvcrji ekki annað en minnst á stórt auglýsingaskilti frá Nike- íþróttavömframleiðandanum, fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United, þegar Cantona stóð á hátindi ferils síns. Hann lék sem sagt í Nike-skóm og á skiltinu var stór mynd af honum og eftirfar- andi áletmn: 1966 var gott ár fyrir enska knattspyrnu. Þá fæddist Eric. Englendingar hafa einmitt lengi talið árið 1966 gott fyrir knatt- spyrnuna sína því þá urðu þeir nefnilega heimsmeistarar í fyrsta og eina skipti. Höfundar auglýsing- arinnar nýttu sér það og fæðingarár Cantonas með afar skemmtilegum hætti, að mati Víkverja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.