Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ itahönnun 2000 Þema ársíns: "áriö 3000" þátttökuseðlar tást hjá Völusteini oy Vogue Skilafrestur rennur út 1. desember Vinniugar að verðmæti kr, 160.000,- Husqvarna quiltin| S50 nq úttektir frá VogUK 4 Husqvarna ogue FOLKIFRETTUM MYNDBONP Góður pabbi A Cool, Dry Place Drarna ★★ Framleiðandi: Katie Jacobs. Leikstjóri: John N. Smith. Handrit: Matthew McDuffe. Aðalhlutverk: Vince Vaughn, Joey Lauren Adams og Monica Potter. (120 mm.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Öllum leyfð. í ÞESSARI kvikmynd er fjallað um togstreituna milli föðurhlut- verksins og atvinnumarkaðar í lífi Russ Nash (Vince Vaughn) sem er hæfileik- aríkur lögfræð- ingur en einnig einstæður faðir. Hann vill allt fyrir litla dreng- inn sinn gera en þarf fyrir vikið að fórna stöðu sinni hjá nafntoguðu lögfræðifyrir- tæki. Sagan lýsir samskiptum föð- ur og sonar á hlýjan og um leið tals- vert raunsæjan hátt og blandar þar inn í togstreitu í ástarmálum Russ. Vince Vaughn miðlar hlutverki hins baslandi einstæða foreldris ágæt- lega og Jöey Lauren Adams er manneskjuleg og jarðbundin í mót- leiknum. Þetta er sem sagt ágæt, lítil mynd með sjarmerandi leikur- um. Heiða Jóhannsdóttir Cjinfaídar italsfzar ueisíur s I samvinnu við Heilsuhúsið verða matreiðlsumeistarinn Björn Sigþórsson og bakarameistarinn Hafliði Ragnarsson í Mosfellsbakaríi með námskeið ígerð ítalskra smárétta, svo sem pinnamat, snittum, brochettum, salötum ogfleiru. NámskeiSiS erhaldiS í„MatreiSsluskólanum okkar", Bæjarhrauni 16, HafnarfirSi, þriSjudaginn 16. ogmiSvikudaginn 17. nóvember, kl. 20:00. MiSará námskeiðiS eru seldiriHeilsuhúsinu Kringlunni og er„námskeiðspakkinn" afhentur um leið. Sinnig má hringja ísíma 568 9266 oggreiSa miðann með kreditkorti ogfá pakkann afhentann á námskeiðinu. Þarsem aðeins 25 manns komast á hvort námskeið, er öruggara af tryggja sérmiða sem fyrst. Námskeiðsgjald erkr. 4.900- oginnifalið íverðinu erhluti afhráefninu íréttina. Hafliði Ragnarsson, bakarameistari Éh Eilsuhúsið náttúrulega Góð , _ mvndbond Mynd Hartleys er snilldarvel skrifuð, dásamlega leikin oggædd einstakri kímnigáfu. Yndisleg mynd um seigfljótandi samskipti, tUvistarkreppur, list og brauð- strit. Nornafár (Witch Way Love) ★★% Þokkaleg mynd sem sækir í hefð franskra gamanmynda frek- ar en þá engilsaxnesku, þó að í myndinni sé nær eingöngu töluð enska. Verður dálítið framandleg fyrir vikið. Fínasta afþreying og ágæt tilbreyting frá Hollywood gamanmyndunum. Phoenix ★★% Dökk glæpamynd af sígildri gerð. Leikurígóðu lagi en herslu- muninn vantar. Belgur (Belly) ★★★ Alvarleg og góð kííkumynd. Maður finnur fyrir heilindum og góðu samræmi í ólíkum þáttum myndarinnar og hún er bæði töff í útliti og ágætlega leikin. Fortíðarhvellur (Blast from the Past) ★★★ Brendon Fraser lætur einkar vel að leika furðuleg og sérlunduð góðmenni og er mjög sjarmerandi í hlutverki sínu. Þetta er fín gam- anmynd, vel fyrir ofan meðallagið. Strætóland (Metroland) ★★★ Vel byggt og vandlega unnið drama með frábærum leikurum. Það er óhætt að mæla með þessari við þá kröfuhörðustu. Mulan ★★★ Þrælskemmtileg fjölskyldu- mynd sem sver sig í ætt sína með því að bjóða upp á allt það sem búast má við af góðri Disney- mynd. Tæknilega er myndin stór- kostleg, þótt mikið glatist við færslu frá risatjaldinu á sjónvarpsskerminn. Viðvarandi miðnætti (Perman- ent Midnight) ★★★ Ben StiIIer fer á kostum og skapar trúverðuga ímynd dópista sem nýtur velgengni um skeið. Svarturhúmor og vandað drama. Spillandinn (The Corruptor)**1^ Hæfílegur skammtur af sprengingum og hávaðasömum bardagaatriðum í bland við sígild- ar löggufélagaklisjur. Fín afþrey- ing og sumstaðar eilítið meira. Menntun Litla trés (The Education of Little Tree) ★★% Sígild saga með skýrum and- stæðum milli góðs og ills. Leikur til fyrirmyndar, ekki síst hjá hin- um komunga Joseph Ashton sem fer á kostum. Ljúf og innileg lítil saga sem veitir ánægjulega af- þreyingu, þótt hún skilji lítið eftir sig. Simon Birch ★★% Vönduð dramatík byggð á skáldsögu hins fræga höfundar John Irving. Myndin er áferðai-- falleg en helst til væmin. Frábær fyrir aðdáendur fjölvasaklúta- mynda. Patch Adams ★★% Robin Williams er hér í mjög kunnuglegu hlutverki. Mikið er spilað á tilfínningasemina en boð- skapurinn er jákvæður og sjálf- sagt þarfur. Gjaldskil (Payback) ★★★ Endurvinnsla hinnar frábæru „Point Blank". Hröð, harðsoðin, töff og ofbeldisfull. Eftirminnileg persónusköpun og góður leikur. Ekki fyrir alla, en að mörgu leyti dúndw glæpamynd. Egypski prinsinn (The Prince of Egypt) ★★★ Vel heppnuð biblíusaga sem sannar að teiknimynd hentar vel fyrir slík ævintýri. Myndin er ekki síður ætluð fullorðnum en bömum og erjafnvel dálítið óhugnanleg á köflum. Veislan (Festen) ★★★% Þessi kvikmynd Thomasar Vinterberg, er gerð samkvæmt leikstjórnarreglum Dogma- sáttmálans danska, er einkar vel heppnuð. Sterk, óvenjuleg og vel leikin mynd. Eg heiti Jói (My name is Joe) ★★★★ Kvikmynd breska leikstjórans Ken Loach er hreint snilldarverk, Ijúfsár, raunsæ og hádramatísk. Leikararnir, með Peter Mullan í fararbroddi, eru ekki síðri snill- ingar. The Impostors (Svikahrappamir) ★★★% Sprenghlægileg gamanmynd í sígildum stn eftir hinn hæfíleikar- íka Stanley Tucci sem jafnframt leikur annað aðalhlutverkið. Frá- bært samsafn leikara kemw fyrir íþessari ágætu mynd. eXistenZ (Til-Vera) ★★★ Cronenberg er mættur með nýja mynd og nýjar hugmyndir. Góðw leikur og skemmtileg fíétta gerir þetta að einkar athyglis- verðri mynd. Orphans (Munaðarleygingjar) ★★% Svört gamanmynd sem leiðir áhorfandann í heim fjögurra systkina, sem eyða nóttinni fyrir jarðarfór móðw þeirra á mjög mismunandi hátt. Góður leikw og fín persónusköpun heldur mynd- inni uppi. Chinese Box (Kínverski kassinn) ★★% Jeremy Irons, Gong Li og Maggie Chong standa sig öll mjög vel í annars meðal kvikmynd eftir leikstjórann Wayne Wang, sem að hluta til er ástarsaga og að hluta til heimild um yfírtöku Kínverja í HongKong. Big One (Sá Stóri) ★★★'// Frábær heimildarmynd frá Michael Moore sem ræðst á stóru fyrirtækin í Bandaríkjunum og stjórnmálamenn. Moore er sann- kölluð rödd lítilmagnans. Guðmundur Asgeirsson/ Heiða Jóhannsdóttir/ Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.