Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: KnBTJ@MBL.iS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Farnir að fella jólatré STARFSMENN Skógræktarfé- lags Eyfírðinga eru farnir að höggva jólatré fyrir jólasöluna í næsta niánuði. I fyrradag voru þeir að höggva stafafuru á svæði félagsins á Laugalandi á Þela- mörk. Alls voru felld um 100 tré, eins til tveggja metra há. Skógræktarfélagið er með skógarreiti víða en mest er sótt af stafafuru og blágreni í reitina á Laugalandi og Miðhálsstöðum í Öxnadal. Rauðgrenið sem félag- ið selur fyrir jólin kemur úr Þingeyjarsýslu og Brynjudal í Hvalfirði, þar sem Skógræktar- félag íslands ræktar tré. Þá er þinur fluttur inn erlendis frá. Skógræktarfélag Eyfirðinga selur um 2.000 tré fyrir jólin en salan byrjar að mestu upp úr 10. desember. Stærstu trén eru allt að 10 metra há. Á myndinni eru starfsmenn Skógræktarfélagsins að lesta bfla félagsins á Lauga- landi, (f.v.) Haukur Karlsson og Bergsveinn Þórsson en fram- kvæmdastjórinn, Hallgrímur Indriðason, stendur uppi á pall- bflnum. Morgunblaðið/Kristján ÁTVR býr sig undir árþúsundamótin Urval kampavíns aukið TIL stendur að auka úrval af kampavíni og freyðivíni fyrir komandi árþúsundamót. Þannig munu um 50 nýjar tegundir bæt- ast í hillur vínbúðar ÁTVR í Kringlunni fyrir áramótin. Jafn- framt verður í fyrsta sinn í sögu "•ÁTVR vakin sérstök athygli á þessum drykkjum með plakötum og borðum inni i versluninni. Nú þegar eru í boði 38 tegundir af kampa- og freyðivíni í verslun- inni. Þorgeir Baldursson verslun- arstjóri segir að ekki þurfi að stækka hana af þessum sökum. Sala í þessum tegundum sé al- mennt ekki mikil og hver tegund þurfi ekki mikið hillupláss. Einnig verður lögð meiri áhersla á aukið úrval af rauðvíni og hvítvíni í Kringlunni. Þorgeir segir að búist sé við söluaukningu á kampa- og freyði- víni um áramótin en hugsanlega verði aukningin helst í því að fleiri kaupi kampavín í stað freyðivíns fyrir áramótin. Einnig gæti hugs- ast að fyrirtæki tækju það upp hjá sér að gefa starfsmönnum kampavín í áramótagjöf eða skála með þeim á síðasta vinnudegi árs- ins. Bóka- flóðið að skella á JÓLABÆKURNAR eru að koma í verslanir hver á fætur annarri. Endanleg tala liggur ekki fyrir en búist er við að íjöldi titla verði svipaður og í fyrra. Bókaútgáfan í ár hefur verið með líflegasta móti. Er talið líklegt að útgefnir bókatitlar verði um 1.500. Eins og gefur að skilja er annríki mik- ið í prentsmiðjum um þessar mundir og á myndinni má sjá Georg Pétur Hjaltason að störf- um í prentsmiðjunni Odda. Flugleiðir búa sig undir gríðarlegan vöxt í sölu farmiða á Netinu Spáð að 50% miða seljist á Netinu eftir tvö ár Ungmenni veittust að _ lögreglu SJÖ ungmenni á aldrinum 16 til 17 ára voru handtekin og færð í fangageymslur lög- reglunnar í Reykjavík í fyrri- nótt eftir að hafa gert aðsúg að lögreglunni við strætis- vagnaskýli við Sundlaug Breiðholts í Austurbergi. Um klukkan 1.30 í fyrri- nótt voru ungmennin að brjóta og eyðileggja strætis- vagnaskýlið og hugðust lög- reglumenn skakka leikinn. (Ungmennin létu sér ekki segjast heldur veittust að lögreglunni, sem þurfti að nota kylfur og úða, sem sprautað er í andlit óróa- seggja, til að verja sig. Eng- inn slasaðist í átökunum en strætisvagnaskýlið er tölu- íjvr vert skemmt. FLUGLEIÐIR seldu 5% af far- seðlum sínum á Netinu fyrstu tíu mánuði þessa árs og 2% íslensku þjóðarinnar hafa þegar keypt far- miða hjá fyrirtækinu með þeim hætti. Forráðamenn þess sjá fyrir gríðarlegan vöxt á slíkri sölu og búa sig undir að selja allt að helm- ingi allra farmiða á Netinu eftir tvö ár. f samtali við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, í Morgunblað- inu í dag kemur fram að framund- an sé átak í að styrkja ímynd vöru- merkis fyrirtækisins erlendis, og það er einmitt ekki síst gert vegna möguleika á umræddum breyting- um. „Talið er að sala á alþjóða- markaði færist jafnvel út á Netið miklu hraðar en menn hafa getað ímyndað sér hingað til og þá skipt- ir vörumerkið sköpum. Þá verður það farþeginn sjálfur sem leitar að flugfélagi og verður þá að kannast við félögin," segir Sigurður. Verði þróunin eins og forstjórinn nefnir gætu Flugleiðir selt flug- miða á Netinu fyrir 8-15 milljarða árið 2002. „Þetta hljómar ótrúlega og er ef til vill ýkt dæmi, en tækni- lega og skipulagslega verðum við samt að vera reiðubúnir og verðum það. Aukningin hefur verið gífurleg undanfarin misseri.“ Félagar í Netklúbbi Flugleiða eru nú um 200 þúsund og fá þeir sent tilboð vikulega. „Netklúbbur- inn er vinsæll á Islandi, mikið er um meðlimi í Bandaríkjunum, þeim hefur fjölgað töluvert í Bretlandi og þónokkuð í Skandinavíu. Þróun- in virðist hins vegar svolítið hægari á meginlandinu," segir Sigurður, en þeim sem heimsækja vefsíðu Flugleiða hefur fjölgað um 350% á árinu og forstjórinn telur að með- limir Netklúbbs fyrirtækisins verði orðnir ein milljón í lok næsta árs. Sala flugmiða á Netinu er mest í Bandaríkjunum en Sigurður segir tölur hjá Flugleiðum nokkuð sam- bærilegar og þar í landi og að fé- lagið sé hið fremsta af áætlunar- flugfélögum í Evrópu í netsölu. Flugleiðamenn telja að þróunin verði jafnvel sú, vegna netvæðing- arinnar, að fólk setji saman eigin ferðir í ríkari mæli í framtíðinni og er nú með í þróun hugbúnað til þessa, sem sagður er einstakur í heiminum. „Þetta er mjög háþróað kerfi, sem verður til þess að neytandinn getur raðað saman sinni eigin ferð heima hjá sér á vefnum, og þama verður hægt að markaðssetja alla ferðaþjónustu á íslandi á einum stað á Netinu," segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða. Breytingar/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.