Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Segjast hafa fundið skýringu á syndaflóðinu Washington. The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að yfirborð Svartahafs hafi hækkað mjög mikið á skömmum tíma við lok síðustu ísaldar og telja margir að þar sé komin skýr- ingin á tilurð sögunnar um syndaflóð- ið og örkina hans Nóa. Fundist hafa leifar fornrar strandlengju sem liggur á um 165 metra dýpi langt undan nú- verandi ströndum Svartahafs. Einnig hafa á svæðinu fundist leifar skeldýra sem aðeins gátu lifað í ferskvatni. Tveir vísindamenn við Columbia- háskóla í Bandarikjunum, William Ryan og Walter Pittmann, hafa varp- að fram þeirri kenningu að þegar jökl- ar á meginlandi Evrópu hafi bráðnað hafi yfirborð Miðjarðarhafs hækkað svo mikið að náttúruleg stífla við Bos- pórussund hafi brostið. Afleiðingin hafi orðið sú að sjór flæddi inn þar sem nú er Svartahaf en þar hafi áður verið stórt stöðuvatn. Samkvæmt út- reikningum vísindamanna mun flóðið hafa átt sér stað fyrir um 7000 árum. Meðal þjóða á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs eru til margar gamlar arfsagnir sem greina frá miklum flóð- um og er sagan af örkinni hans Nóa þeirra þekktust. Frímúrarar „kjafta frá“ á Netinu London. Reuters. HÓPUR breskra frímúrara hefur ákveðið að ljóstra upp um leyndarmál félagsskaparins á Netinu. Mennirnir, sem eru félagar í Bradford-stúku á Norður-Englandi, sögðu á föstudag að á vefsíðu stúkunnar yrði sjónvarpað myndum af fundum hennar og einnig yrði boðið til sölu myndband með upp- tökunum. Með þessu móti vonast frí- múraramir til að geta bætt álit al- mennings á félagsskapnum. Á myndbandinu munu einnig verða viðtöl við stúkumeðlimi þar sem þeir svara spumingum um þau atriði sem algengt er að fólk vilji vita um frímúrara. „Við viljum með þessu eyða gróusögum og ranghugmyndum um félagsskapinn. Myndbandið sviptir hulunni af þeim leyndarmálum sem frímúrarar eru sagðir byggja starfsemi sína á," er haft eftir talsmanni stúkunnar. Grísk stjórn- völd gagn- rýnd vegna óeirða Aþena. AP, The New York Times. BILL Clinton Bandaríkjaforseti, sem er staddur í opinberri heimsókn í Grikklandi, átti á laugardag viðræður við forseta Grikk- lands, Costis Stephanopoulos, og utanríkis- ráðherra landsins, George Papandreo, um málefni Kýpur og ástandið á Balkanskaga. Clinton mun hafa hvatt Grikki til að leita sátta við Tyrki í deilunni út af Kýpur. Á eyj- unni hafa íbúar af grískum og tyrkneskum uppruna lengi tekist á. Dagblöð í Grikklandi hafa gagnrýnt stjórnvöld í landinu fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamótmæli og óeirðir um tíu þúsund vinstrisinna og stjórnleysingja sem á föstudag reyndu að brjóta sér leið að bandaríska sendiráðinu í Aþenu. Þar hugð- ist mannfjöldinn meðal annars mótmæla hernaðaraðgerðum NATO í Kosovo fyrr á árinu og stefnu Bandaríkjanna gagnvart Serbíu. Mikil átök brutust út milli mótmæl- enda og lögreglu sem þurfti að beita tára- gasi til að dreifa mannfjöldanum. Óeirða- seggir unnu skemmdarverk á verslunum, bönkum og bílum í borginni og kveiktu elda. Ríkisstjórn Grikklands hefur sakað komm- únistaflokk landsins um að egna til óeirð- anna. Reuters Clinton Bandaríkjaforseti og dóttir hans, Chelsea, gengu í gær um Aþenuborg og skoðuðu meðal annars rústir Meyjahofsins (Parþenon) á Akrópólishæð. Rússar segjast hafa nær umkringt höfuðborg Tsjetsjníu • • _ Jeltsín segir OSE-fund hafa verið árangursríkan Grosní, Moskva. AP, AFP. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sagði á laug- ardag að nýafstaðinn leiðtogafundur Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu í Istanbúl hafi verið árangursríkur. „I Istanbúl var mik- ilvægt skref stigið í átt til aukins öryggis og stöðugleika í Evrópu,“ hefur fréttastofan Int- erfax eftir forsetanum eftir fund hans með utanríkis- og varnarmálaráðherrum Rúss- lands. Igor Ivanov utanríkisráðherra og ígor Sergejev varnarmálaráðherra greindu Jelts- ín frá niðurstöðum leiðtogafundarins sem lauk á föstudag með undirritun tveggja nýrra sáttmála um öryggismál og takmörkun víg- búnaðar í álfunni. Grosní nær umkringd Árásarþotur rússneska hersins héldu áfram að skjóta flugskeytum á bæi og borgir í Tsjetsjníu eftir að veðurskilyrði urðu aftur ákjósanleg til þess á laugardag. Yíirmenn hersins segja að tekist hafi að umkringja höf- uðborgina Grosní að mestu leyti en hermenn Tsjetsjena reyna enn að halda borginni op- inni til suðurs. Harðir bardagar geisa nú um bæinn Urus- Martan sem liggur um 20 kílómetra suðvest- ur af höfuðborginni. Forsætisráðherra Tsjet- sjníu, Kazbek Makhashev, sagði í samtali við ínterfax-fréttastofuna í gær að Rússar héldu uppi látlausum sprengjuárásum á bæinn. Hann sagði einnig að rússneskir hermenn vildu með þessu móti reyna að reka íbúa bæj- arins á flótta til að geta síðar tekið bæinn án átaka. Makashev sagði að þann háttinn hefði rússneski herinn haft á þegar hann tók borg- ina Gudermes fyrir skömmu. Rússneskir hermenn eru nú sagðir í ein- ungis tveggja til þriggja kílómetra fjarlægð frá vestustu úthverfum Grosní. Haft er eftir háttsettum embættismanni á vegum tsje- tsjenskra stjórnvalda að þau séu nú reiðu- búin til viðræðna við Rússa. Stjórnvöld í Moskvu hafa áður hafnað öllum samningavið- ræðum við yfirmenn Tsjetsjena, sem þau kalla glæpa- og hryðjuverkamenn. Hermt er að á föstudag hafi íbúai- í bænum Katyr-Yurt samið við rússneska herinn um að hann fengi að fara inn í bæinn óhindrað ef sprengiárásum á bæinn linnti. Sagt er að íbúar annarra bæja í Tsjetsjníu hafi gert sams konar samninga. Rússneska fréttastofan ITAR-TASS segir að íbúar í bænum Achkhoi-Martan hafi sagst vera reiðubúnir að berjast við hlið rúss- neskra hermanna gegn stjómvöldum í Gros- ní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.