Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 4

Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 4
4 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/11 - 21/11 ►í NÝJU frumvarpi Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra til laga um breytingar á atvinnuréttindum útlend- inga er nektardans ekki skil- greindur sem listgrein. Þetta hafði þau áhrif á starfsemi nektarstaða í landinu að for- svarsmenn þyrftu að sækja um atvinnuleyfi fyrir dans- ara komi þeir frá löndum ut- an Evrópskra efnahagssvæð- isins. Þar með þyrftu dans- ararnir að gangast undir Iæknisrannsókn, standa skil á sköttum og fleira. ►HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt verktaka bætur vegna missis hagnaðar þar sem ákveðið var að hafna tilboði hans í gerð þaks á Borgar- holtsskóla. Þakeiningar þær scm verktaki bauð fram voru norskar en kveðið var á um íslenska smíð. Leitaði Hæstiréttur álits EFTA-dóm- stólsins við úrlausn málsins en í Ijós koma að krafa um íslenska smiði var andstæð EES-samingi. Hald lagt á 30 kg af hassi HALD var lagt á 30 kg af hassi á Spáni sem átti að fara sjóleiðis til Is- lands. Samstarf íslenskra og spænskra lögregluyfíi’valda leiddi til handtöku þriggja íslenskra manna sem búsettir eru á Islandi og aðila á Spáni. Þeir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Rannsókn málsins spannar yfir langt tímabil, en það var tekið til meðferðar í mars á síðasta ári. Há tíðni camp- ylobacter í kjúklingum I SKÝRSLU sem unnin var fyrir um- hverfisráðherra kemur fram mikil campylobacter-sýking í eldishópum í kjúklingabúum. Þrettán af sautján bú- um reyndust smitlaus en bakterían greindist í fjórum búum og þar var hlutfallið 25-48%. Tvö þessara fjög- urra búa hafa 65% markaðshlutdeild kjúklingamarkaði. Krafist verður þess af hálfu umhverfísráðuneytis að hlut- fallinu verði náð niður í 10% á næsta ári. ►NOTENDAGJÖLD í innan- landsflugi yrðu að vera að meðaltali um 2.200 krónur á hvem fluglegg hjá fullorðn- um og 1.100 krónur hjá börnum ef endurheimta ætti að fullu kostnað ríkisins af fluginu. ►FYLGI Vinstrihreyfingar- innar-græns framboðs hefur aukist mikið frá kosningum ef marka má nýja könnun Fé- lagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Fylgi flokksins mældist 18,9%. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins mældist 46,3%, Sam- fylkingarinnar 16,6%, Fram- sóknarflokksins 15,4% og Frjálslynda flokksins 1,9%. Aðild að Alþjóða- hvalveiðiráðinu hugsanleg HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði á Alþingi að vaxandi líkur væru á því að íslendingar gengju aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. En ástæður þess væru, m.a. að aðild að ráðinu væri forsenda þess að Islendingar gætu selt öðrum hvalaafurðir. Til- gangur með inngöngunni yrði, að mati Halldórs, að vera sá að nýta hvala- stofna við ísland og vinna með öðrum þjóðum í heiminum að því að koma upp á nýjan leik sjálfbærri nýtingu á sjávarspendýrum. íslendingar gengu úr ráðinu 1992 en hafa haft áheyrnar- fulltrúa síðan. Röng skýring á örlögum EgyptAir- þotunnar? BANDARÍSKIR sérfræðingar sem unnið hafa að rannsókn á hljóðrita Eg- yptAir þotunnar sem fórst í lok október voru í vikunni sannfærðir um að annar afleysingaflugmaður þotunnar, Gamail al-Batouti, hefði viljandi valdið því að þotan hrapaði í hafið. Ástæðan voru ummæli sem talið var að maðurinn hefði látið falla og rannsóknarmenn sögðust hafa greint öðrum hljóðrita vél- arinnar. „Ég hef tekið ákvörðun, ég fel mig Allah á vald,“ var haft eftir Batouti í þann mund er slökkt var á sjálfstýr- ingu þotunnar og henni stefnt niður á við. Embættismaður bandaríska sam- gönguöryggisráðsins viðurkenndi hins vegar síðar að setningin hefði aldrei verið sögð og að maðurinn hefði aðeins mælt nokkur trúarleg orð. Mikil reiði hefur verið í Egyptalandi vegna máls- ins og hafa egypsk dagblöð sakað Bandaríkjamenn um að reyna koma sök yfir á EgyptAir. Leiðtogafundur ÖSE Á LEIÐTOGAFUNDI Öryggis: og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) náðu Rússar og Vesturlönd málamiðlun um að Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og yfírmaður ÖSE, reyndi að leita sátta í Tsjetsjníustríð- inu. Á fundinum voru Rússar gangrýndir fyrir árásir á óbreytta borgara í Tsjetsjníu en Jeltsín Rúss- landsforseti varði stefnu rússneskra stjórnvalda og gekk síðar af fundi fyrr en áætlað hafði verið. Á fundinum voru undimtaðir tveir sáttmálar sem ætlað er að stuðla að friði og öryggi í Evrópu. Annar þeirra, Öryggissáttmáli Evrópu, staðfestir hlutverk ÓSE í öryggismál- um álfunnar og eykur vald stofnunar- innar til grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir átök. Hinn sáttmálinn tak- markar hefðbundinn herafla á landa- mærum aðildarríkja um. ►AÐ MINNSTA kosti 705 manns létust og yílr 5000 særðus í jarðskjálfta sem reið yfir Norðvestur-Tyrk- land 12. nóvember. I vikunni fannst 42 ára gömul kona á lífi í rústunum eftir að hafa legið þar í meira en eitt- hundrað klukkustundir. ►GEORGE Mitchell, sátta- semjari í deilu lýðveldissinna og sambandssinna á Norður- írlandi, er vongóður um að samkomulag um framkvæmd friðarsamkomulagsins frá 1998 sé í augsýn. Mitchell hélt á brott frá Norður-ír- landi á fimmtudag eftir að hafa í 11 vikur reynt að miðla málum milli deiluaðila. ►BANDARIKIN og Kína undirrituðu á mánudag við- skiptasamning sem talinn er marka tímamót í samskipt- um ríkjanna og greiða leið Kínveija inn í Heimsvið- skiptastofnunina (WTO). Sér- fræðingar hafa sagt samn- inginn torvelda ESB að semja við Kínverja um að- gang evrópskra fyrirtækja að kínverskum markaði. ► SAMEIGINLEGUR fundur utanríkis- og varnarmálaráð- herra ESB-ríkja á þriðjudag er talinn hafa verið mikil- vægt skref í þá áttað gera Vestur-Evrópusambandið að varnararmi ESB. ► GÖRAN Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í vikunni að ómögulegt væri fyrir Svía að hafna alfarið EMU-aðild. Persson sagði að Svíar ættu aðeins tvo kosti - að ganga í Efnahags- og myntbandalagið nú eða ganga í það síðar. Óvissa ríkir um hvort tiiboði SH og fleiri í FPI á Nýfundnalandi verður tekið Hafna hluthafa- fundi um jólin NOKKUR óvissa ríkir um fram- vindu mála vegna tilraunar NEOS-samsteypunnar til yfirtöku á sjávarútvegsfyrirtækinu FPI á Nýfundnalandi, en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er einn þriggja aðila samsteypunnar. Tilboð NEOS stendur til 30. desember og beðið hefur verið um hluthafafund 28. desember til að fjalla um málið. Framkvæmdastjóri FPI hafnar þeim fundartíma og telur heppi- legra að halda hluthafafund í janú- ar. Þetta kemur fram í blaðinu The Telegram, sem gefið er út í St. John’s á Nýfundnalandi. Þar kem- ur einnig fram að annars tilboðs í hlutabréf FPI kunni að vera að vænta. A hluthafafundinum er ætlunin að taka afstöðu til þess hvort heppilegt sé að breyta lögum er takmarka eignaraðild aðila utan Nýfundnalands að fyrirtækinu, en það er forsenda þess að af yfirtök- unni geti orðið. Victor Young, framkvæmdastjóri FPI, hefur lýst sig fylgjandi lagabreytingu, en hann telur 28. desember alls ekki koma til greina fyrir hluthafafund. Jólin séu ekki rétti tíminn til þess, því það setji hluthöfum utan að landi og af meginlandinu skorður við ferðalögum. Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands, hefur sagt að ann- að tilboð í FPI kynni að vera á leiðinni, en vill ekki láta meira eftir sér hafa um það. Young segist á hinn bóginn ekki vita til þess að svo kunni að vera. Efasemdir meðal heimamanna Young segir ennfremur að eng- ar viðræður hafi átt sér stað milli fulltrúa FPI og NEOS fyrir utan fimm mínútna fund, þegar tilboð NEOS var kynnt og gerir lítið úr bjartsýni og yfirlýsingum fulltrúa NEOS um jákvæða afstöðu FPI til kauptilboðs NEOS. Verkalýðsforystan á Nýfundna- landi hefur lýst yfir efasemdum sínum um það að yfirtaka NEOS leiði til fjölgunar starfa hjá FPI. Earle McCurdi, formaður verka- lýðssamtakanna FFAW, segir í samtali við The Telegram að hann sjái engin merki um fleiri störf og með yfirlýsingum um slíkt sé NEOS-samsteypan að etja saman atvinnulausum Nýfundlendingum og þeim, sem nú starfa hjá FPI- Samtök sjómanna á grunnsævi hafa þegar lýst andstöðu við yfir- tökunni. Þau telja að með henni myndist alltof öflug eining, sem muni geta þrýst fiskverði niður og náð yfirburðastöðu í sjávarútvegi á Nýfundnalandi. Vilja auka samvinnu milli endurhæfíngastofnanna Morgunblaðið/Sverrir Læknamir sem sömdu greinargerðina. (F.v.) Ludvig Guðmundsson, Guðmundur Bjömsson, Magnús Ólason, Olöf H. Bjarnadóttir. Sitjandi er Gunnar Kr. Guðmundsson. Laugavegi 18 • Slmi 51S 2500 • Síðumúla 7 • Slmi 510 2500 FÉLAG íslenskra endurhæfinga- lækna sendi nýlega frá sér greinar- gerð þar sem eru lagðar tillögur að framtíðarstefnu í endurhæfingu á íslandi. Gunnar Kr. Guðmundsson formaður félagsins segir að helstu áherslurnar í skýrslunni séu að samvinna milli endurhæfingastofn- ana verði aukin og verkaskipting þeirra skýrari. „Þetta hefur verið þannig að menn hafa verið að vinna hver í sínu horni. Við teljum nauðsynlegt að menn hafi meira samstarf sín á milli í þessum málum. Við höfum meðal annars stungið upp á því við yfir- völd að sett verði á laggirnar eins- konar endurhæfingaráð, sem yrði þá samstarfsvettvangur þeirra aðila sem vinna að þessum rnálurn." í greinargerðinni er einnig lögð áhersla að þáttur göngu- og dag- deildarþjónustu verði aukinn í end- urhæfingu. Gunnar segir að það auki sveigjanleika og geri læknum kleyft að fylgjast betur með sjúk- lingum. „Það eru ýmsar gallar a kerfinu eins og það er í dag. Til a mynda á Reykjarlundi er daggjalda kerfi. Það þýðir að við fáum borgað fyi-ir sjúkling einungis ef hann ligg- ur í rúmi. Það er ekki í anda endur- hæfingar því markmið hennar er að gera fólk sjálfbjarga og aðlaga ein- staklinga að umhverfinu á nýjan leik.“ Greinargerðin var send til heil- brigðisráðherra í sumar en Gunnar segir að engin viðbrögð hafí enn borist við henni. ------♦ ♦ ♦ ....- Skýrr kaup- ir mennta- netið FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt til við menntamálaráðuneytið að tilboði Skýrr hf. í íslenska menntanetið verði tekið. Tvö tilboð í rekstur og eignir menntanetsins bárust til Rík- iskaupa. Skýrr bauð 12,1 milljón króna en Hringiðjan ehf. bauð 3,1 milljón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.