Morgunblaðið - 21.11.1999, Page 8

Morgunblaðið - 21.11.1999, Page 8
8 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ■V Allt vill suður - húsin líka— Húsavík - Umsókn hefur borist , Það hlaut að koma að því að „Húsið á sléttunni" léti ekki bjóða sér að verða eitt eftir í eymdinni. Miti' i- -—rnz T.mram&m- NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar lika til í rósavið Þau hrífa bæði I 59.900 ‘. stgr. augu og eyru NS-9 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið 69.900 kr. stgr. NSDV-1 Hljómtækjablaðamenn voru ekki í vafa um hverjum ætti að veita EISA verðlauninn þetta árið. Pioneer NSDV-1 er fyrirferðarlítil, glæsilega hönuð og hugsuð fyrir þá sem eru kröfuharðir á hljóð- og myndgæði. Pioneer NSDV-1 eru hljómtæki framtíðarinnar og allt í senn: útvarp/cd og DVD, fimm hátalarar + djúpbassi. Dolby digital (AC-3) hljóði. 5X30 Rms W magnara 189.900pp® dvd Þátttaka Islendinga í stóriðju Arðsemi virkjana s \ ÞRIÐJUDAG /\ verður haldin ráð- JL A-stefna um arðsemi virkjana og þátttöku Is- lendinga í stóriðju. Finn- ur Ingólfsson iðnaðarráð- herra mun ávarpa ráð- stefnuna, sem hefst klukkan 13.00 og verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík. Að henni standa verkfræðinga- pg tæknifræðingajelög ís- lands. Hákon Ólafsson er formaður Yerkfræðinga- félags íslands, VFÍ. Hann var spurður um markmið þessarar ráð- stefnu. „Markmiðið er að stuðla að upplýstri um- ræðu. Það sem rekur okkur til að halda þessa ráðstefnu núna er að umræða um virkjanir og stóriðju hefur verið mjög einhæf og að mestu leyti snúist um náttúruvernd. Minna hefur verið rætt um þá þætti sem í raun skipta öllu máli, þ.e.a. segja; hver verður hagnaðurinn af orkusölunni fyr- ir Landsvirkjun? Hver verður þjóðhagslegur arður af virkjun- arframkvæmdunum og hvað er hann lengi að skila sér? Eiga Is- lendingar að eiga hlut og jafnvel meirihluta í hinu risastóra álveri sem áætlað er að reisa og hver er áhættan fyrir eigendurna og þjóðarbúið? - Stórt er spurt - hver eru svör- in við þessum þýðingaimiklu spurningum ? ,^Allir framsögumenn hafa mikla reynslu og víðtæka þekk- ingu á sínum málaflokkum. Ljóst er þó að hér erum við ekki að fjalla um mál þar sem vísir menn geta upplýst aðra um stóra sannleik í málinu. Til þess eru þau pf flókin og of mörg álitamál. Ég á því von á líflegum umræðum eftir hvert erindi. - Eru margir sem fiytja erindi á ráðstefnunni? „Ráðstefnan er tvískipt, í fyiri hlutanum er fjallað um arðsemi virkjana, haldin verða þrjú erindi þar sem greint verð- ur frá aðferðafræði Landsvirkj- unar við arðsemismat, það er- indi heldur Elías B. Élíasson verkfræðingur hjá Landsvirkj- un. Prófesser Egill B. Hreins- son fjallar um hagkvæmni orku- sölu til stóriðju og dr. Páll Harð- arson ræðir um þjóðhagslega arðsemi virkjana og stóriðju. I seinni hlutanum er aftur á móti fjallað um beina eignaraðild Is- lendinga í stóriðjufyr- irtækjum. Steinþór Pálsson viðskipta- fræðingur hjá Is- landsbanka upplýsir okkur um sjónarmið þeirra fjárfesta sem hyggjast eignast meirihluta í væntanlegu álveri á Reyðarfirði. Jón Sig- urðsson fyn-verandi forstjóri Járnblendjfélagsins talar um reynslu Islendinga af beinni þátttöku í stóriðju og að lokum ræðir Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar um forsendur stóriðju, getu inn- lends fjármagnsmarkaðar til að takast á við slíkt verkefni og veltir upp sjónarmiðum varð- andi beina þátttöku íslenski’a fjárfesta í stóriðjufyrirtækjum. - Verður fjallað þarna um nátt- úruverndarsjónarmið? „Náttúruverndarsjónarmið koma öragglega inn í umræðuna og væntanlega verður minnst á ►Hákon Ólafsson fæddist í Reykjavík 21. september 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og prófi í byggingaverk- fræði frá Tækniháskólanum í Þrándheimi í Noregi 1966. Hann starfaði í tvö ár í Þránd- heimi á ráðgjafarverkfræði- stofu en kom svo heim til Is- lands og hóf störf hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins 1968 og hefur starfað þar síðan og sem forstjóri frá 1985. Hákon er kvæntur Sig- ríði Rögnu Sigurðardóttur, yf- irmanni barnaefnis í Sjón- varpinu, og eiga þau þrjú börn. þau í sumum erindanna en ráð- stefnan sjálf fjallar fyrst og fremst um arðsemi virkjana og þátttöku Islendinga í stóriðju. Það má benda á að þessar radd- ir sem heyrst hafa undanfarið að verulegt tap geti orðið af virkj- anaframkvæmdunum í stað ágóða eru m.a. hvati að því að þessi ráðstefna er haldin. Við eigum í verulegri samkeppni við aðrar þjóðir um að bjóða orku til stóriðju og spurningin getur snúist um hversu vel við bjóðum í samanburði við aðra. í þessu getur falist sú hætta að við bjóð- um of vel, þ.e. arðsemi orkusöl- unnar getur snúist í tap. Það er líka rétt að benda á að þau auð- ævi sem við eigum í orku í iðrum jarðar og í fallvötnum landsins eru lítið nýtt og bjóða veruleg sóknarfæri til þess að efla hag- sæld og velmegun í landinu. - Telur þú hættu á að við bjóð- um of vel og snúum gróða í tap? „Sú hætta er vissu- lega alltaf fyrir hendi. Orkuverð get- ur verið bundið við álverð á heimsmark- aði og ef íslendingar miða í sínum forsendum við hærra álverð en raun verður á getur orkusalan orðið óhag- kvæm. Þessu tengist einnig sú staðreynd að ef íslendingar eiga jafnframt mjög stóran hlut í Al- verksmiðjunni verða þeir sam- tímis fyiár skakkaföllum í rekstrinum. Þessu getur að sjálfsögðu einnig verið öfugt farið og verulegur ágóði getur prðið ef að álverðið er hagstætt. í þessu hlýtur þó alltaf að felast veruleg áhætta. Spurningin er hversu mikla áhættu er verjandi að taka hverju sinni. Umræðu um þessa möguleika og áhættu viljum við í verkfræðinga- og tæknifræðingafélögum koma á faglegan grundvöll." Hver verður hagnaðurinn af stóriðju?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.