Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 11 Ekkert íslenskt hugbúnaðarhús er að gera sömu hluti og við en fjöldamörg erlend. En markaðurinn er hins vegar alveg gríðarlegur fyrir svona verk- færi. Fólk veit almennt ekki af þess- um hugbúnaði en leiða má rök að því að þetta sé mest notaði hugbúnaður í heimi. Markaðurinn rúmar mjög marga. Að minnsta kosti 15 framleiðendur selja svona tæki. Hins vegar er ekkert þeirra með þá eiginleika sem við munum bjóða upp á; við stefnum að því að bjóða upp á tæki sem getur með einni myndavél metið alla hreyf- ingu í þrívídd. Jón Sigfússon Jón er markaðsstjóri fyrir- tækisins ÍSVÁ, sem er lög- gild vátryggingamiðlun. Hann var sölustjóri í Prentsmiðjunni Odda frá 1988 þar til í maí 1992 er hann varð framkvæmda- stjóri bókaverslana Ey- mundsson. I júní 1996 varð Jón framkvæmdastjóri markaðssviðs Odda og í júní 1998 framkvæmda- stjóri ProMark markaðs- ráðgjafar. Fyrr á þessu ári hóf hann störf hjá ÍSVÁ. Hann stofnaði Patent ehf. ásamt Árna Birni Skapta- syni í fyrra vegna flug- töskunnar. um auglýsingu um keppnina og átt- uðum okkur þá á því að eitthvað var til sem heitir viðskiptaáætlun og ákváðum að taka þátt. Samkeppnin var sem sagt kær- komið tækifæri. Já, vegna þess að ef hún hefði ekki verið haldin er allsendis óvíst að við hefðum tekið þetta skref. G. Ágúst: Þessi viðskiptaáætlun frá Lux Inflecta þótti einstaklega vel unnin, bæði hvað varðar inni- hald og útlit. Hún er líka gott dæmi um teymisvinnu, sem mikið er mælt með þegar menn eru að vinna svona áætlanir. Talið er betra að vinna í hóp en einn og ein- angraður að slíku verkefni. Birgir: Það er alveg rétt. Þetta hefði aldrei gengið hjá neinum ein- um. Það er nauðsynlegt að vinna þetta í hóp þar sem menn geta bætt upp galla hvers annars. Við byrjuðum að tala við fjárfesta eftir að við höfðum skilað inn áætlun- inni, vorum komnir frekar stutt á veg með það þegar úrslitin voru kynnt og þau hleyptu fjöri í þær umræður allar. Síðasta sumar gerðum við samning við Nýsköpun- arsjóð og Teymi hf., sem fjárfesti í okkur og gerði okkur kleift að hrinda verkefninu í framkvæmd. Við höfum lítið látið fyrir okkur fara hingað til enda verðum við ekki tilbúnir með fyrstu útgáfu af vörunni fyrr en í ágúst á næsta ári. Utgáfa til sýningar og kynningar verður reyndar til í febrúar eða mars og þá eykst starfið hægt og bítandi. Við erum þó farnir að kynna erlendum fyrirtækjum hug- myndir okkar, og þeim hefur verið vel tekið. Þú segir að Teymi hafi fjárfest í ykkur. Vinnið þið að einhverju leyti með fyrirtækinu? Nei, við reynum að vera alveg óháðir. Þeir koma inn sem fjárfest- ar, en þó ekki eingöngu því innan Teymis er mjög snjallt fólk sem við höfum sótt aðstoð til varðandi eitt og annað. Og allir geta leitað til ykkar þeg- ar þar að kemur, eða hvað? Já, við ætlum til dæmis að reyna að tengjast öllum helstu gagna- grunnum á markaðnum, keyra á öllum helstu stýrikerfum og svo framvegis. Markaðurinn er auðvit- að alveg gríðarlega stór en það er samt algjör óþarfí að reyna að minnka hann. Verðið þið í mikilli samkeppni? Ekkert íslenskt hugbúnaðarhús er að gera sömu hluti og við en fjöldamörg erlend. En markaður- inn er hins vegar alveg gríðarlegur fyrir svona verkfæri. Fólk veit al- mennt ekki af þessum hugbúnaði en leiða má rök að því að þetta sé mest notaði hugbúnaður í heimi. Markaðurinn rúmar mjög marga. Er það orðið aðalstarf ykkar þríggja að vinna við þetta? Já. Við unnum allir hjá Streng áður en vorum búnir að segja upp störfum okkar þegar við skiluðum viðskiptaáætluninni í samkeppnina. Tókum smááhættu en það blessað- ist allt saman og í dag er þetta full vinna. Hve margir starfa nú í Lux In- flecta? Við erum fjórir; stofnendurnir þrír og svo vorum við að ráða einn. Við ætlum ekki að bæta við nema svona tveimur í viðbót. Verkefnið og fyrirtækið bera ekki mikinn fjölda starfsmanna. I augnablikinu erum við að byrja að smíða þennan hugbúnað og erum ekki með neitt í höndunum sem sölumaður gæti tekið og sýnt þannig að við ætlum ekki að bæta við okkur fyrr en fer að líða á vorið. Þá þurfum við að taka inn markaðsmenn. Hafið þið velt fyrir ykkur er- lendum fjárfestum eða samstarfs- aðilum? Það eru ótrúlegir peningar í um- ferð í þessum geira, sérstaklega í Bandaríkjunum. Sun Microsy- stems, fyrirtækið sem markaðs- setti Java, var til að mynda að stofna sérstakan sjóð, ekki alls fyr- ir löngu, sem eingöngu á að fjár- festa í litlum fyrirtækjum sem eru að gera eitthvað í Java. Svið sjóðs- ins er sem sagt mjög afmarkað en stofnfé hans er samt 200 milljónir dollara [sem svarar til rúmlega 14 milljarða króna]. Og þetta er bara einn af mörgum sjóðum! Auðvitað horfir maður svolítið til þessa, en margir eru um hituna og umsókn- um rignir yfir fyrirtækið. Við erum hins vegar ekki farnir að gera neitt í þessu enda ekkert vit í því fyrr en við erum komnir með eitthvað áþreifanlegt. Sumir hafa ekki nærri nóg að gera Þá er það Hraðbrautin. Hver er saga hennar og hvernig er staðan? Ólafur: Aðdragandinn er nokkuð langur. Ný lög um framhaldsskóla voru samþykkt 1996 og þá ákvað ég strax að stofna einkarekinn framhaldsskóla; gerði það á gildis- degi laganna og talaði mjög fljótt við menn í [menntamálajráðuneyt- inu og víðar en gekk á vegg til að byrja með! Viðhorfið hefur svo breyst hægt og bítandi og mér sýn- ist að á næstu vikum fái skólinn vil- yrði fyrir viðurkenningu ráðuneyt- isins og nám úr skólanum verður jafngilt námi úr öðrum framhalds- skólum. Fyrr en þetta liggur fyrir er ekki hægt að kynna skólann né fá fjárfesta, þótt viðræður séu reynd- ar í gangi við fjárfesta. En það er ekki hægt að ganga frá neinu fyrr en samningur við ráðuneytið liggur á borðinu. Hugmyndin er að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á tveimur ár- um. Talið er að um 15% nemenda í hverjum árgangi hafi getu til að stunda nám á þessum hraða og síð- an munum við bara taka lítinn hluta af þeim hópi, kannski 15-20%. Við stefnum að því að taka 90 nem- endur á ári þannig að þegar skól- inn er kominn á fulla ferð eigum við að geta verið með 180 nemend- ur. Er hægt að hagnast á svona rekstri? Já, já og það er algjör forsenda að þetta skili hagnaði. Forsendan fyrir því að þetta gangi peninga- lega er raunar að samningar náist við ráðuneytið um fjárstuðning, því skólinn verður dýr. Hliðstæður fjárstuðningur þarf að koma inn í þennan skóla og aðra framhalds- skóla. Við metum stúdentsprófið til einhverrar krónutölu, ráðuneytið hefur haft tilhneigingu til að miða við sína ódýrustu skóla: það þýðir eitthvað á aðra milljón á hvern nemanda. Nemendur í framhalds- skólum kosta líklega um eina og hálfa milljón til stúdentsprófs. Skólagjöldum verður í hóf stillt þó að þau verði hærri en í öðrum skólum. Þetta er töluverð fjárfest- ing í upphafi sem við stefnum að því að fjármagna með hlutafé. Og til þess verðum við að fá fjárfesta. Og þeir vilja auðvitað fá sitt til baka. Já, og ég tel að ágætlega líti út með arðsemi af þeirra hlut. Þeir telja að líkurnar séu alveg viðun- andi. En hvers vegna að bjóða stúd- entspróf á tveimur árum? Eg kenni töluvert mikið á við- skiptasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hef horft upp á nem- endur sem ekki hafa haft nærri nóg að gera - ekki nærri nóg. Þarna eru getumiklir nemendur sem maður er nánast að halda niðri, á hverjum degi. Ég hef oft hugsað um það hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir þessa nem- endur. Ég hef verið með annað fyr- irbrigði sem heitir Sumarskólinn sf. og er rekinn einn mánuð á ári en er í grunninn byggður upp eins; að menn taki 2-3 áfanga fyrir í einu, ljúki því og taki svo nýtt prógram. Því verður ekki um þriggja, fjögurra eða fimm mánaða annir eins og tíðkast í framhalds- skólunum, heldur fimm vikna ann- ir. Námið gengur mjög hratt fyrir sig. Verður kennslan eitthvað frá- brugðin því sem þekkist í dag? Við tökum bara þrjú fög fyrir í einu og það námsefni er klárað. Kennslan í hverri námsgrein verð- ur um það bil helmingi minni en í dagsskólanum; sambærileg við það sem gerist í öldungadeildunum. Kennt verður þrjá daga í viku en síðan mæta nemendur í skólann tvo daga í viku til að vinna heima- vinnuna sína, sem er nokkuð sem gert er í afskaplega litlum mæli í framhaldsskólunum. Þá verður sest niður með skipulögðum hætti tvo daga í viku í kennslustofu, und- ir handleiðslu kennara. Nemendur geta farið út úr stofunni hvenær sem þeir vilja en bara í þeim til- gangi að hitta kennarana sína tO að leysa einhver verkefni. Þeir fá þannig beina aðstoð. Búnaður verður svo miklu betri en í öðrum skólum, til dæmis er stefnt að því að á hverju einasta borði verði tölva. Vinnuumhverfið verður því allt annað. Er fólk á þessum aldri tilbúið að sitja tvo daga í viku og vinna svona? Það á náttúrlega eftir að koma í ljós, en ég tel það. Ég hef kynnt þetta töluvert fyrir nemendum og áhugi þeirra virðist mjög mikill. Öllum finnst þetta ofboðslega snið- ugt; sumum reyndar á þeim grund- velli að um ódýra lausn sé að ræða að taka skólann á tveimur árum. Svo er hins vegar ekki. Stærðfræði verður til dæmis mun meiri í skól- anum en almennt gerist, 27 eining- ar, en þeir sem ljúka prófi af nátt- úrufræðibraut - aðalstærðfræði- brautinni - miðað við nýju námsskrána þurfa að taka 15 ein- ingar. Þetta er því töluvert mikil stærðfræði. Verður þetta eina brautin? Já, það verður bara ein náms- braut í byrjun, en alveg hægt að breyta því þegar fram líða stundir. Að bjóða til dæmis upp á mála- braut en reynt verður að hafa þetta á eins einföldum nótum og hægt er í byrjun. Verður betra fyrir nemanda sem kemur út úr þessum skóla að fá há- launuð störf í framtíðinni; verður ef til vill sá stimpill á því fólki að það sé óvenju vel gefið? Það er hugsanlegt. Ég hef ekk- ert á móti því að eitthvað slíkt ger- ist. Ef skólinn gengur vel mun hann auðvitað öðlast svolítið svo- leiðis yfirbragð og vonandi munu menn geta þess í ferilslýsingu að þeir hafi sótt nám í þessum skóla þegar fram líða stundir því inn- tökuskilyrðin verða ströng. Og eitt af því sem ég stefni að er að tala við nemendur og foreldra þeirra áður en ákveðið er að taka þá inn í skólann; gera fólki grein fyrir kröf- unum sem verða gerðar. Fjölskyld- an þarf að gera sér grein fyrir því að þarna verður töluvert vinnuá- lag, en þetta verða engar fanga- búðir. Mönnum sem hafa getu til verður bara haldið vel við efnið. En prófið verður hefðbundið stúdentspróf, ekki satt? Jú. I grunninn verður þetta nátt- úrufræðibraut en með viðbótar- stærðfræði, viðbótarensku og tján- ingu - sem er persónulegt áhugainál hjá mér: að leggja svolitla áherslu á að þjálfa fólk í að standa upp og tjá sig. Það finnst mér vanta mjög mik- ið í framhaldsskólana. Mér finnst vanta „kjaftinn" á marga nemendur í framhaldsskólunum. Oft er talað um að ungt fólk sé hortugt en þegar komið er inn i kennslustofu er oft erfitt að fá fólk til að tjá sig. Ég er ekki að tala um að ég viiji hortugheit heldur að fólk fáist til að taka þátt í umræðum og láta heyra í sér. Topp- nemendur opna oft varla munninn heila önn nema til að svara beinum spurningum! Þórður: En af hverju þessi áhersla á stærðfræði? Ólafur: Ég hef haft samráð við marga um að ákveða hvað ég myndi leggja áherslu á. Talaði meðal ann- ars við kennslunefndina og fleiri innan háskólans og allir hvöttu mig til að leggja þessa áherslu á stærð- fræðina. Mér finnst þetta vera einn aðalþröskuldurinn í mörgum náms- greinum; til dæmis í öllu viðskipta- námi er lítil stærðfræðikunnátta ein aðalhindrunin. Menn sleppa inn í viðskiptadeild háskólans með til- tölulega litla kunnáttu í stærðfræði og núna er verið að snarminnka kröfumar í nýju námsskránni. Og það held ég sé spor aftur á bak. Ég held að þörf sé fyrir mikla stærð- fræði. Þórður: Ég sit í menntanefnd Verkfræðingafélagsins og þar er þetta einmitt til umræðu og vekur þess vegna athygli mína. Félagið er í samstarfsverkefni við grunn- skólana um aukna stærðfræði- og eðlisfræðikennslu. Það er eins og menn hafi ekki vaknað upp við þetta fyrr en við könnun sem var gerð fyrir um tveimur árum sem leiddi í ljós að nemendur í Singa- pore stæðu sig miklu betur en flestir aðrir í stærðfræði. Menn í okkar félagi hafa hins vegar lengi haft uppi áróður um þetta en þótt undirtektir vera litlar. Ólafur: Ég held að þetta sé alveg rétt og ekki þarf annað en líta á nýju námsskrána til að sjá að þar fáið þið mjög litlar undirtektir. Það eru þrjár námsbrautir til stúdents- prófs í nýju námsskránni; mála- braut þar sem eru 6 einingar í stærðfræði, náttúrufræðibraut með 15 einingum - þar sem áður var 21 eining í stærðfræði - og síð- an er félagsfræðibraut með 6 ein- ingar. Það er sem sagt verið að stórdraga úr stærðfræðikennslu í framhaldsskólunum með skipu- lögðum hætti. Hverja teljið þið skýringuna á því? Þórður: Ég get sagt ykkur hverja við í Verkfræðingafélaginu teljum vera skýringuna. Hún er einfaldlega sú að það fólk sem heldur utan um áætlanagerð í ráðuneytinu kemur úr húmanísku greinunum; fólk sem lærði ekki mikla stærðfræði sjálft... Ólafur: Þetta er alveg rétt. Þórður: ...og hefur þess vegna ekki tilfinningu fyrir því hversu mikilvæg stærðfræðin er. En ég held ég tali fyrir alla raunvísinda- menn þegar ég segi að það er nán- ast alveg sama hvað menn eru að gera, stærðfræði er notuð nánast í allt. Líka í félagsgreinum. Birgir: Það var mikil stærðfræði í mínu námi en staðreyndin er sú að þegar menn koma út á vinnu- markaðinn og byrja að forrita nota þeir stærðfræðina ekki mikið. Ekki nema þá í mjög sérhæfðri forritun og oftar en ekki nær maður sér bara í bók og flettir því upp hvern- ig á að gera hlutina. En það borgar sig kannski ekki að segja þetta, það fælir fólk kannski frá því að læra stærðfræði. Ólafur: Ég held að þetta letji ekki, enda byggist stærðfræði- kennsla ekki á því að kenna fólki þetta heldur fyrst og fremst að kenna fólki að bjarga sér og að ná í þessar upplýsingar. Birgir: Það sem lærist fyrst og fremst með þessu er ákveðin hugs- un og vinnubrögð. Þórður: Og þó menn segist ekki nota stærðfræðina - sitji ekki með blað og blýant og skrifi á blað - fer ansi mikil stærðfræði fram í kollin- um á þeim. Mikið af því sem menn eru að gera er ómeðvituð stærð- fræði. Ólafur: Ein aðalforsendan fyrir stærðfræðikennslunni er rökhugs- unin sem hún kennir. Það er skrýtið að ákall háskólans um aukna stærðfræðiþekkingu skuli ekki skila sér út í skólana. Og um leið og stærðfræðikennsla minnkar í skólunum fækkar þeim sem læra stærðfræði í háskólanum því þeir ráða ekki við námsefnið. Þórður: Eftir að tölvugeirinn er farinn að sjúga upp alla menn sem kunna eitthvað í tölvumálum hefur það gerst að venjulegir opinberir menntaskólar hafa í neyð sinni boðið út kennslu til dæmis í eðlis- fræði og stærðfræði. Stundum var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.