Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR Merkilegur mynd- listarfundur Sögufræg- mynd frá steinþrykkverkstæði Chr. J. Catos er það var í Farvegade, máluð af Luplau Janssen 1920, og var notuð til kynn- ingar steinþrykktækninnar í skólum. Sýnt allt vinnuferlið á steinþrykkverkstæðum sem í þá daga gegndu þýðingarmiklu hlutverki í prentiðnaðinum. Ljósmynd/Bragi Asgeirsson Eitt af stærri steinþrykkjum Kjarvals, merkt, um 1930. Ljósmynd/Bragi Asgeirsson Helge (?) Daniel, frá Þingvöllum. Steinþrykk, um 1930. Það gerðist þegar menn voru að hreinsa til í geymslum gamals og aflagðs steinþrykk- verkstæðis Chr. J. Cato, sem lengstum var til húsa á Stóru Kóngsgötu 45 í Kaupmannahöfn, að þar fundust nokkur steinþrykk eftir þá Kjarval og Jón Þorleifsson frá árinu 1930 ásamt fleiri myndum frá --7------------------------ Islandi. Þau eru nú komin í eigu listhússins Kambs í Rangárvallasýslu. Bragi Asgeirsson fór þangað og hermir af fundinum. ADÖGUNUM fékk ég þau skila- boð að hárskeri minn til langs tíma, Eiríkur Óskarsson í Hödd, vildi tala við mig hið snarasta en hann er mikill áhugamaður um myndlist. Skundaði ég til hans við fyrsta tækifæri og kom þá í ljós að hann vildi fá mig austur að Kambi, til listmálarans og bóndans þar, Gunnars Amar, og líta á nokkuð merkileg- an fund, helst daginn eftir. Gunnar væri nýkominn frá Kaupmannahöfn, með gaml- ar grafíkmyndir eftir Kjarval, Jón Þorleifs- son og einhverja danska listamenn sem hann vildi bera undir mig. En ég var mjög upptekinn svo það varð að bíða í nokkra daga. En við náðum að skjótast þangað fyrir helgi og kom þá í ljós að málaleitan Gunnars hafði verið í fyllsta máta eðlileg. Rákust á nokkur forþrykk eftir Kjarval og Jón Þorleifsson Mál er að menn höfðu verið að hreinsa til í geymslum gamals og aflagðs steinþrykks- verkstæðis, Chr. J. Cato, sem lengstum var til húsa á Stóru Kóngsgötu 45, og á tímabili mun þar einnig hafa verið skóli. Meðal þeirra er gengu að verki í arkívið eins og þeir nefna það, var eigandi Gallerí Stalke á Vesturbrúgötu, en Gunnar Öm er einn af föstum sýnendum þar. Rákust menn á nokkur forþrykk, eða það sem Danir nefna prövetryk, eftir þá Kjarval og Jón Þorleifsson frá 1930, auk nokkurra mynda frá Þingvöllum með torlæsilegri ár- itun; Helga eða Helge Daniel, sem ég kem ekki fyrir mig, né hef heimildir um. Þetta var stórt verkstæði með nokkmm vélknún- um þrykkpressum til fjölföldunar og all- fjölmennu starfsliði. Það má vera trúlegt að þessir þrír lista- menn hafi verið samtíða á verkstæðinu og að Kjarval og Jón hafí verið að þreifa fyrir sér í tækninni enda era myndir Kjarvals að hluta til lítil riss, nokkurs konar fingra- æfíngar með krít á stein. En þar lætur art- istinn ekki að sér hæða fremur en fyrr, ein- um með hliðsjón af ófreskum veram í myndunum og fínum strikum sem gerir þær auðkennilegar, þótt sumar hverjar séu ekki áritaðar. Þetta telst merkur fundur Þetta telst merkur fundur sem ber að rannsaka nánar en hér vil ég einungis vekja athygli á honum. Vekur upp ýmsar spurningar er varða íslenzka listasögu, hver hafi t.d. gert fyrsta steinþrykkið en ýmislegt hefur verið að koma í Ijós í tímans rás sem menn höfðu litla hugmynd um. Borðleggjandi er að þeir voru þó nokkrir íslenzku listamennirnir sem reyndu fyrir sér á hinum ýmsu sviðum grafíktækninnar en héldu ekki þessum tilraunum sínum fram enda mestmegnis um þreifingar að ræða. En hæfileikana hefur ekki skort og og má ætla það óbætanlegt tjón að ekki var sett upp grafíkverkstæði á Islandi á þess- um áram er stæði listamönnum opið, sem hefði getað skipt sköpum fyrir íslenzka listasögu, bókagerð og bókaútgáfu al- mennt. Þannig hófst markviss kennsla í grafík ekki við Handíða- og myndlistar- skólann fyrr en haustið 1956 og þá mjög af vanefnum sökum tækjaskorts og naumt skammtaðs kennslutíma. Þekkingin á hinu kröfuharða fagi var ekki meiri en svo og náði vanþekkingin langt inn í raðir ís- lenzkra myndlistarmanna, einkum þeirra sem lítið voru inni í tækninni eða misskildu hana með öllu. Um listgildið má deila Eg hef ekki séð þessar myndir áður og fróðlegt þótti mér að líta Þingvallamyndir Danans augum því þær eru svo mikið og ekta steinþrykk í svart-hvítu, á kalkstein frá Solnhofen í Bæjaralandi að það má merkja það í langri fjarlægð. Um listgildið má deila en álíta má að þessar myndir gerðar á þúsund ára afmæli Alþingis hafi þónokkurt heimildargildi. Loks er rétt að komi fram að forþrykk, prövetryk, geta verið fullgild listaverk, í sumum tilvikum hafa þau orðið verðmætari sjálfu lokaupp- laginu enda í öllu færri eintökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.