Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 23 Heyrðu elskan, var það ekki túrbóryksuga fyrir þig?" Það er vissara aó hafa minmð í lagi þegar maður kemst í vöruvalið hjá íslandica í Leifsstöð. Komdu [ika í Islandica Leifsstöð Sími 425 0450 Morgunblaðið/RAX Leirkerasmíðin er enn helsta stolt í Staffordskíri og hvarvetna má sjá verslanir með keramikvörum, bollum, diskum, könnum og pottum; öllu sem nöfnum tjáir að nefna. um betri aðbúnað og hærri laun, það voru flestir sammála um það. En ég held að engan hafi órað fyrir því að kolanámunum yi’ði flestum lokað og allir sendir heim. Þetta var eitthvað sem fólk átti ekki von á,“ segir hann um námamennina sem frægir urðu um allan heim fyr- ir kjaraþaráttu sína undir forystu Arthurs Scargyles. Þúsundir manna misstu vinnuna er námunum var lokað. Flestir voru vitanlega fyrirvinnur sinna fjölskyldna og máttu illa við at- vinnumissinum eins og gefur að skilja. Aukinheldur hafa þeir sem þó héldu sínum störfum mátt búa við heldur bágan efnahag, og eins og Miðlöndin í heild sinni telst Staffordskíri vera láglaunasvæði. Það er í þessu umhverfí sem mörg af þekktustu knattspyrnufélögum Englands eru sprottin. Liðin eru það sem almenningur liflr fyrir - leikmenn þeirra eru skemmti- kraftar og átrúnaðargoð. Knatt- spyrnan er ópíum fólksins, eins og var einu sinni sagt svo hnyttilega, og lið á borð við Manehester United, Liverpool og Newcastle eru þekkt um allan heim og vel- flestir þekkja bestu leikmenn þeirra á hverjum tíma. Borgirnar sem þau eru frá teljast hins vegar alls ekki vera blómlegar og nær allar mega muna sinn fífil fegurri. Þetta eru iðnaðarborgir, atvinnu- leysi í þeim er mikið og viðvarandi og stundum er sagt að það eina sem haldi fólki gangandi sé knatt- spyrnuliðið. Þannig þarf ekki að orðlengja þau jákvæðu áhrif sem velgengni Manchester United hef- ur haft á borgina Manchester og hið sama má segja um fleiri borg- ir. Frægð fótboltaliðanna og leik- manna þeirra smitar út frá sér og í viðskiptaumhverfi nútímans eru þessi stóru félög auðvitað ekkert annað en risavaxin fyrirtæki - út- gerðir - sem velta gífurlegum fjárhæðum og skapa fjölda fólks vinnu. Margfeldisáhrif af vel- Markaðstorgið í Stoke-on-Trent Morgunblaðið/RAX ■ að sjálfsögðu er stytta af Sir Stanley Matthews á miðju torginu. Hann hefur lengi verið dýrlingur í Staffordskíri. smiðjum í Stoke var lokað - tugum saman. Um tuttugu þúsund manns misstu vinnuna og margir hverjir hafa verið atvinnulausir æ síðan.“ Bágur efnahagur Pottararnir eru upp til hópa stolt fólk, en reyna ekki að fela bágan efnahag svæðisins eða slæmt at- vinnuástand. Leigubílstjóri einn bendir á að kolanámum á svæðinu hafi verið lokað hverri á fætur annarri eftir skæruverkföll náma- manna á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda. „Vissulega höfðu þeir fullan rétt til að biðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.