Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 25
Morgunblaðið/RAX
John Daley (með skeggið) er einn af hörðustu stuðningsmönnum Stoke. Hann hefur séð alla leiki liðsins síð-
an 15. janúar 1968 nema einn. Hann var á sjúkrahúsi í eitt skiptið og fékk ekki leyfi til að fara á ieikinn.
• heimaleiki liðsins síðan hann var
lítill gutti, telur ennfremur að ís-
lendingar gætu aukið strax aðsókn-
ina á leiki Stoke City. Hvernig? -
Jú, með lækkun miðaverðsins. „Það
er allt of dýrt að fara á völlinn hér,“
segir hann og heldur áfram: „Það
kostar fimmtán pund (sextán hund-
ruð krónur) að fara á völlinn fyrir
fullorðna og um þúsund krónur fyr-
ir böm. Það segir sig sjálft að
margir á þessu svæði hafa ekki efni
á miðanum. Fáir fara einir á leiki
og ef fjölskyldan er öll tekin með
segir sig sjálft að fáir hafa efni á
þessu. Það væri miklu skynsam-
legra að lækka miðaverðið aðeins,
gefa börnum einnig meiri afslátt og
fylla völlinn af þakklátum stuðn-
ingsmönnum. Það myndi marg-
borga sig,“ segir hann.
Einn starfsmanna Britannia-leik-
vangsins tekur í sama streng og
leggur sérstaka áherslu á verð á
barnamiðum. „Það verður að lækka.
Það verður sérstakt afsláttarverð
fyrir böm á næsta heimaleik og
vonandi getum við gert slíkt oftar.
Ekki aðeins taka bömin foreldra
sína með, heldur er gifurlega mikil-
vægt að fá þau á völlinn og kenna
þeim að lifa sig inn í stemmninguna.
Takist það ekki er illa komið fyrir
félaginu. Það þarf að ala upp stuðn-
ingsmenn framtíðarinnar. Fjöl-
breytt afþreying er í boði og margt
sem glepur hugann," bendir hann á.
Pottararnir eru vingjarnlegt
fólk og vilja allt fyrir gesti sína
gera. Fjölbreytt úrval í verslun-
um og blómlegt menningarlíf
benda til stórhugs íbúanna og sí-
fellt fleiri gera sér grein fyrir nýj-
um tækifærum á sviði ferða-
mannaþjónustu og hátækniiðnað-
ar. Það eru sóknarfæri í Stoke,
verð á húsnæði, vörum og þjón-
ustu er enn í lægra lagi og sífellt
fleiri gera sér grein fyrir því að
mikill munur er t.d. á verði
merkjavöru í Miðlöndum Eng-
lands og í höfuðborginni London.
Séu þessi svæði borin frekar
saman er þess að geta að á fleir-
um sviðum er enn margt Mið-
löndunum í hag. Þar er England
enn hæfilega enskt . Krárnar
eru eins og þær hafa ugglaust
alltaf verið og á knattspyrnu-
leikjum er stemmningin engu lík.
Hvort þessi séreinkenni haldast
á tímum samruna í Evrópu verð-
ur tíminn að leiða í ljós. Er á
meðan er.
Ævintýri
Ekki þarf að orðlengja það að
kaup íslensku fjárfestanna á Stoke
City eru eitt allsherjar ævintýri.
Mikil einföldun væri að segja að
gamalt og lúið knattspyrnufélag
hafi þar aðeins verið til skiptanna.
Málin eru miklu flóknari en svo.
Með kaupunum á Stoke City eru
íslenskir aðilar að setja mark sitt
svo um munar á margbrotið og
flókið samfélag. Ensk knatt-
spyrnufélög eru miklu meira en að-
eins félög, þau eru stofnanir. Um
þau gilda sérstakar reglur - oft eni
þeirra stærstu stundir einnig þær
eftirminnilegustu í hjörtum íbú-
anna, aðdáendanna. Hvort ævinýri
þetta hafi farsælan og hamingju-
ríkan endi skal ósagt látið, úr því
getur framtíðin ein skorið. En víst
er að ísland og íslendingar hafa
gert magnað strandhögg í Stoke og
gaman verður að fylgjast með ný-
stárlegri samvinnu beggja þjóða á
næstu mánuðum og árum.
Morgunblaðið/RAX
íslenskir leikmenn hjá Stoke
Þorvaldur Örlygsson var fyrsti Islendingurinn til að leika með Stoke.
Liðið keypti hann frá Nottingham Forest 1993, seldi hann siðan til
Oldham 1995. Lárus Orri Sigurðsson gerðist leikmaður með Stoke
1994, en var seldur til WBA í vetur. Bróðir hans Kristján hefur leikið
með unglinga- og varaliði Stoke tvö sl. keppnistímabil. Nú eru þeir
Sigursteinn Gislason og Einar Þór Damelsson komnir í herbúðir Stoke
- voru lánaðir frá KR til 1. aprfl. Hér á myndinni eru þeir Kristján og
Sigursteinn, eftir að þeir fögnuðu sigri á Mansfield í æfingaleik á
föstudaginn, 3:0.
Morgunblaðið/RAX
Það er komin jólastemmning í Stoke-on-Trent og íbúar byrjaðir að
gera innkaup til jólanna. Hér má sjá fjórar stúlkur ræða saman á fórn-
pm vegi.
FLEXImobile®
parar
penmgana
V
V
'J
M
mmmmm
_y
Áreiöanleg og skilvirk skjalageymsla er ekki
einungis tímasparandi heldur nýtir þú hús-
næðið mun betur en ella. Skjöl og ýmis gögn
getur verið hentugt að nálgast fljótt og
örugglega og umfram allt á ódýran hátt því
leitin að einu skjali í óreiðunni getur verið
ærið kostnaðarsöm.
Með FLEXImobile® hjólaskápum geturðu
útvíkkað hið minnsta pláss margfaldlega og
komið skipulagi á skjala- og gagna-
geymsluna.
Hringdu, sendu fax eða tölvupóst og fáðu
bæklinginn sendan til þín.
Hvað viltu íá út úr hillukerfínu þínu?
• Flesta mögulega hillumetra 6 sem fœsta fermetra.
• Aö geta stækkaö kerfiö í lengd og breidd.
• Aö geta fengiö mismunandi dýpt, hœö og breidd.
• Aö hillukerfiö só öruggt og só meö innbyggöu öryggiskerfi.
• Aö hillurnar sóu fallegar og passi ínnf umhverfiö ó
þfnum vinnustaö.
• Aö kerfiö só notendavœnt.
• Aö hægt só aö setja kerfiö saman og flytja hillurnar 6n þess
aö gólfiö veröi fyrir skemmdum
• Allt þetta getur þú fengiö í FLEXImobile hjólaskápunum.
®FOfnasmiðjan
Hátelgsvegi 7 • 105 Reykjavfk • Síml C
li 511 1100
Fax 511 1110* ofnasmldjanOofn.is •www.ofn.la