Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 26

Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 26
26 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ L8g um mat á umhverfísáhrifum voru samþykkt á Alþingi árið 1993 / A skal að ósi stemma Lög um mat á umhverfisáhrifum voru samþykkt á Alþingi snemma árs 1993. Fáir þingmenn tóku þátt í umræðunum um frumvarpið en þeir sem það gerðu voru almennt sammála um að lagasetningin væri nauðsynleg. I ljósi niðurstöðu skoð- anakönnunar sem gefur til kynna að fáir Islendingar viti hvað felst í lögum um mat á umhverfisáhrifum eru lögin birt hér í heild sinni auk þess sem Ragna Sara Jónsdóttir rifjar upp þær umræður sem fram fóru um frumvarpið og einnig um umhverfisáhrif virkjana norðan Vatna- jökuls á Alþingi síðar á árinu 1993. ÞINGMENN voru almennt sammála um að lög um mat á umhverfisáhrifum væru nauðsynleg í þeim umræð- um sem fram fóru á Alþingi áður en lögin voru samþykkt árið 1993. Reyndar tóku fremur fáir þingmenn til máls í umræðum en þeir sem það gerðu voru mjög hlynntir lögunum og töldu þau tímabær. Eiður Guðnason, þáverandi um- hverfisráðherra (Alþýðuflokki) í rík- isstjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks, mælti fyrir frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum á Alþingi í september 1992. I fram- söguræðu hans kom fram að lögin væru annars vegar sett til þess að fullnægja þeim skyldum sem ís- lenska ríkið tæki á sig með samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði, en tilskipun 85/337/EBE kveður á um mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda. Hins vegar væru lögin sett til þess að framfylgja stefnu ríkisstjómarinnar í umhverf- ismálum en í henni fælist að aukin áhersla skyldi vera lögð á umhverf- isrannsóknir og umhverfismat í tengslum við meiri háttar fram- kvæmdir. „Því má segja að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið flýti fyrir því að írumvarp þessa efnis skuli lagt fram. Frumvarpið er byggt á efnisreglum tilskipunarinn- ar en aðlagað íslenskri löggjöf og ís- lenskum aðstæðum. í samræmi við tilskipunina era meginmarkmið frumvarpsins einföld og skýr: í fyrsta lagi að ekki verði ráðist í um- fangsmiklar framkvæmdir án þess að fram hafi farið mat á þeim áhrif- um sem þær kunna að hafa á um- hverfið. A skal að ósi stemma. Það gefur auga leið að skynsamlegra er að koma í veg fyrir mengun og aðra umhverfisröskun fremur en að upp- ræta mengun og freista þess að bæta spjöll eftir á,“ sagði Eiður Guðnason, þáverandi umhverfisráð- herra. Tilgangur laganna var í öðru lagi samkvæmt ráðherra að tryggja að almenningur hefði aðgang að þeim upplýsingum sem umhverfísmat væri grundvallað á og að þær væru settar fram þannig að þær væra skiljanlegar venjulegu fólki. Jafn- framt áttu lögin að tryggja að leitað væri eftir áliti almennings á þeim framkvæmdum sem um væri að ræða hverju sinni áður en leyfi væri veitt. Umhverfisráðherra benti að lok- um á að auk þess sem lögin gætu komið í veg fyrir umhverfisskaða og umhverfistjón, gætu þau orðið til þess að framkvæmdaraðili velti fyrir sér fleiri lausnum og fleiri leiðum varðandi framkvæmdina og fyndi hagkvæmustu lausnina. Kristín Einarsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista, var ein þeirra sem tók til máls í umræðun- um. Hún sagði að setning laganna gæti aldrei orðið til annars en góðs og hún væri sammála umhverfisráð- herra um að það yrði ódýrara fyrir alla að gerð yrði vönduð úttekt á umhverfísmálum áður en fram- kvæmdir hefðust. Metur áhrif veigameiri framkvæmda Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags, tók næstur til máls og sagði að setning laga um mat á umhverfisáhrifum fæli í sér mjög þarflegt nýmæli í lögum hér- lendis. Hjörleifur velti fyrir sér hvar ætti að draga viðmiðunarmörkin um hvaða framkvæmdir skyldi meta samkvæmt lögunum. „Þetta á að ná til veigameiri framkvæmda. En á það ber að líta að það fer talsvert eftir eðli máls og sérstaklega eftir því umhverfí sem í hlut á hvaða áhrif framkvæmd af ákveðinni stærð get- ur haft á umhverfið. Til dæmis getur fegurðargildi lands eða svæðis mælt gegn því að yfirleitt sé hróflað við því og það beri fremur að friðlýsa svæðið og undanskilja þar alla mannvirkjagerð en ráðast í fram- kvæmdir," sagði Hjörleifur. Umhverfisráðherra þakkaði þing- mönnum fyrir góðar undirtektir og tæpti á því hvað umhverfissjónarmið væra ný í umræðunni. „[...] það er tiltölulega nýtt sjónarmið og nýtt í umræðunni að raflínulagning sé af hinu illa og hafi slæm áhrif. Það er ekki langt síðan menn hugsuðu fyrst og fremst um það að fá rafmagnið og það sem því fylgdi, hita, Ijós og allan þann vinnusparnað," sagði um- hverfisráðherra og þar með lauk Morgunblaðið/RAX Dimmugljúfur við Kárahnúka þar sem Jökulsá á Brú hefur grafið sinn farveg. Framkvæma þarf mat á um- hverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar samkvæmt lögum, áður en hún kemur til framkvæmda. fyrstu umræðu um framvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum og það fór til umræðu í umhverfisnefnd. Bráðabirgðaákvæði II bætt við Gerðar vora verulegar breytingar á framvarpinu í umhverfisnefnd eft- ir að nefndin hafði fengið á sinn fund fjölmarga sérfræðinga og fjölmarg- ar umsagnir frá hinum ýmsu stofn- unum og samtökum. Helstu breyt- ingarnar fólust í því að í stað þess að embætti skipulagsstjóra færi bæði með framkvæmd matsins, þ.e. rann- sóknir og gerð frammatsskýrslu, og úrskurðarvald um niðurstöðu þess skyldi framkvæmdaraðili sjá um framkvæmd matsins, en skipulags- stjóri skyldi fara með framkvæmd laganna og úrskurðarvald um það. Þá vora viðmiðunarmörk um vatnsmiðlanir og matsskyldu þeirra lækkuð úr 5 km22 í 3 km22. Einnig var ákveðið að lögin skyldu öðlast gildi þegar í stað, enda þóttu þau eiga fullan rétt á sér án tillits til samningsíns um Evrópska efna- hagssvæðið. Að lokum var hinu margumtalaða bráðabirgðaákvæði II bætt við, en vegna þess ákvæðis hefur Fljóts- dalsvirkjun ekki verið sett í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt þess- um lögum. Bráðabirgðaákvæði II hljóðar á þessa leið: „Þrátt fyrir ákvæði 17. greinar laga þessara era framkvæmdir samkvæmt leyfum út- gefnum fyrir 1. maí 1994 ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum." Skýringin á því hvers vegna bráðabirgðaákvæði II var bætt við frumvarpið er gefin í nefndaráliti umhverfisnefndar. Talið var nauð- synlegt að gefa hlutaðeigandi aðil- um, þ.e. stofnunum sem kæmu að framkvæmd laganna, færi á aðlög- unartíma vegna þeirra breyttu rétt- arreglna sem lagðar væra til í frum- varpinu. Ákvæðið var með öðrum orðum sett til þess að gefa embætti skipulagsstjóra færi á nokkurra mánaða undirbúningi til þess að vera í stakk búinn að úrskurða um framkvæmdir þegar beiðni um mat bærist stofnuninni. I umræðunum sem fram fóra eftir að umhverfisnefnd kynnti álit sitt og þær breytingar sem orðið höfðu á framvarpinu, komu ekki fram nein ágreiningsefni, þvert á móti lýstu þingmenn yfir ánægju sinni með framvarpið. Ekkert var rætt um einstaka framkvæmdir sem höfðu fengið útgefið leyfi, til dæmis var ekki minnst á Fljótsdalsvirkjun. Tómas Ingi Olrich, varaformaður umhverfisnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði þó þegar hann kom að bráðabirgðaákvæði II í ræðu sinni þar sem hann mælti fyrir nefndaráliti um frumvarpið, að með ákvæðinu væri allri óvissu eytt um hvernig farið yrði með leyfi sem út- gefin væru fyrir 1. maí 1994. „Með gildistöku framvarpsins, þó það komi ekki til framkvæmda strax, er hægt að vinna að undirbúningi máls- ins og semja reglugerð en allri óvissu um það hvernig farið verður með leyfi sem útgefin era fyrir 1. maí 1994 er eytt með þessu ákvæði," sagði Tómas Ingi. Til farsældar fyrir náttúruna Hjörleifur Guttormsson, sem einnig átti sæti í umhverfisnefnd, sté í pontu og lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið: „Eg vil aðeins ít- reka það sem einnig kom fram í framsögu hans [Tómasar Inga] að hér er um mjög stórt og þýðingar- mikið mál að ræða sem ég held að geti haft veralega þýðingu til bóta fyrir stöðu umhverfismála í land- inu,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði prýðilegt samkomulag hafa ríkt um niðurstöðu nefndaririnar. Kristín Einarsdóttir sem einnig átti sæti í nefndinni tók undir með Hjörleifi að málið væri mjög mikil- vægt og kvaðst hún vona að það yrði til farsældar fyrir landið og náttúr- una. „Ég vona að það verði sem fyrst farið að vinna að því að undir- búa málið en eins og fram kemur er ekki miðað við að framvarpið komi til framkvæmda fyrr en á næsta ári þar sem það krefst ákveðins undir- búnings,“ sagði Kristín. Sturla Böðvarsson var eini þing- maðurinn sem tók til máls um frum- varpið í 2. umræðu sem ekki átti sæti í umhverfisnefnd. Hann lýsti yfir fullum stuðningi við framvarpið: „Ég vil undirstrika að hér er á ferð- inni mjög mikilvægt mál fyrir okkar litlu þjóð. Það skiptir okkur öll af- skaplega miklu að farið sé varlega þegar staðið er að framkvæmdum. Það er mín skoðun að sú löggjöf, sem vonandi verður raunveruleg samkvæmt frumvarpinu, muni hafa mjög mikil áhrif á þá sem undirbúa framkvæmdir. Ekki að menn munu beita þessu til að verjast þeim ákvæðum framvarpsins heldur til þess að huga mjög vel að því hvern- ig skuli staðið að mannvirkjagerð í okkar landi. Það er mikilvægasti þátturinn, ekki að svona löggjöf þurfi að verða til þess að verjast ágangi eða ákvörðunum sem hætta er á að skaði landið og umhverfíð allt á okkar fagra Islandi. Þetta vildi ég segja við þessa um- ræðu en að öðra leyti lýsa yfir full- um stuðningi við frumvarpið. Ég vænti þess að þeir sem koma til með að vinna á grundvelli þess beri gæfu til þess að ná sem bestum árangri og ekki síður þeir sem þurfa að standa að mannvirkjagerð í landinu," sagði Sturla. Opnar vonandi huga fram- kvæmdaraðila Tómas Ingi kvaðst vona að lögin myndu leiða til aukinnar þátttöku framkvæmdaraðilanna sjálfra og að ábyrgð í þessu máli myndi leiða til þess að framkvæmdaraðilar myndu taka með opnari huga og jákvæðari hætti þátt í því „að meta þau áhrif sem framkvæmdir þeirra hafa á um- hverfíð og þar af leiðandi muni þetta verða til þess að styrkja tilfinningu þjóðarinnar fyrir mikilvægi um- hverfismála." m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.