Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.11.1999, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Herra heimsins Bandaríkin eru það afl sem rœðurNA- TO og meðan Island er aðili að banda- laginu erum viðþarmeð undirBanda- ríkin seld. Þetta merkirþó alls ekki að Island ætti að vera utan NATO. > Ikenningu sinni um Lev- íataninn sagði breski heimspekingurinn Thomas Hobbes að mennirnir afsöluðu sér því algera frelsi, sem þeim væri búið í náttúrunni, í hend- ur einvaldinum (Levíataninum) til þess að tryggja sjálfum sér líf og öruggari afkomu. í ríki náttúrunnar, þar sem allir væru algerlega frjálsir, geisaði stríð allra gegn öllum og líf mannanna væri „napurt, ruddalegt og stutt“. Hobbes var uppi á sautjándu öld og hann var enginn lýðræð- issinni. Núna er lýðræði, að minnsta kosti í mörgum ríkj- um, þótt inn- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson an samtaka á borð við Atl- antshafs- bandalagið sé ekkert lýðræði. Engu síður virðast ráðamenn vilja láta í slíkt skína og að í NATO séu allir jafnir. Skiptir einhverju máli hvort Bandaríkjamenn hafí einhvern tímann fyrr á öldinni geymt kjarnorkuvopn hér á landi? Umræða um þetta hófst rétt eina ferðina fyrir nokkrum vik- um og íslenskir ráðamenn sögðu að bandarískir ráða- menn hefðu sagt að hér hefðu aldrei verið geymd slík vopn og að þar með væri málið kom- ið á hreint. Gleymum því hvort svo hafi verið eða ekki. Það er ekki hin áhugaverða spurning núna, heldur hin, hvers vegna ís- lenskir ráðamenn létu eins og fullyrðingar bandarískra starfsbræðra sinna væru full- nægjandi sönnun í málinu. Héldu íslenskir ráðamenn virkilega að Bandaríkjamenn segi skilyrðislaust sannleikann þegar um þetta ræðir? Nei, það héldu íslenskir ráðamenn alveg áreiðanlega ekki. Þeir vita jafn vel og aðrir Islendingar að þótt Island sé aðili að Atlantshafsbandalag- inu fer því fjarri að vægi ís- lands á þeim vettvangi sé hið sama og vægi Bandaríkjanna. (Rétt eins og því fer fjarri að vægi íslands og íslenskrar menningar á alþjóðavettvangi sé svo mikið sem einn hundra- ðasti af vægi þeirra ríkja sem einhverju skipta. Engu síður tala íslenskir ráðamenn oft eins og íslensk menning sé mikilvæg í heiminum.) Það blasir við, að Islending- ar og íslensk stjórnvöld eru einfaldlega undir Banda- ríkjamenn og bandarísk stjórn- völd sett, eins og reyndar flestar aðrar þjóðir í heimin- um. Þetta er svo augljóst að það er bara broslegt þegar ein- hverjir menn eru með upp- hrópanir og andmæli við heim- syíirráðum Bandaríkjanna, bæði í hernaðarlegu og menn- ingarlegu tilliti. Bandaríkin eru það afl, sem ræður NATO og meðan Island er aðili að bandalaginu erum við þar með undir Bandaríkin seld. Þetta merkir þó alls ekki að ísland ætti að vera utan NATO. Það er eðlilegt að við séum í þessu bandalagi, sem er ekki bara hernaðarbandalag heldur líka hugsunarháttar- bandalag hins vestræna heims. Og við viljum vera í því banda- lagi; þar eigum við heima. En það er eitthvað kjánalegt við það þegar íslenskir ráða- menn reyna að láta eins og við séum jafnoki Bandaríkjanna í þessu bandalagi og bandarískir ráðamenn taki jafnan tillit til íslands og vilja íslendinga. Bandarískir ráðamenn taka ekki tillit til neinna og fara því fram sem þeim hentar. Nú má alls ekki skilja þetta sem svo, að það sé með ein- hverjum hætti í eðli Banda- ríkjamanna, fremur en ann- arra, að vera frekir. Framganga þeirra stafar ein- faldlega af hlutskipti þeirra í heiminum og það skiptir engu máli hver væri í þeirra stöðu, sá hinn sami myndi hegða sér með þessum sama hætti. Ann- að væri að öllum líkindum óeðlilegt. Því er stundum haldið fram að það hafí verið mesta lán Is- lendinga að eignast Dani að herraþjóð. Betri nýlenduherra sé ekki nokkurstaðar í heimin- um að fínna. Eftir að áróðri ís- lenskra þjóðemissinna gegn Dönum og öllu dönsku er farið að linna núna á seinni hluta þessarar aldar sýnist manni þetta vera hárrétt og flestum Islendingum er núorðið hlýtt til Dana. Líkt og Danir voru herrar íslendinga eru Banda- ríkjamenn nú Levíatan heims- ins og það er gild spurning hvort það hafí ekki verið í rauninni lán heimsins að eign- ast þessa herra en ekki aðra. Að minnsta kosti kemur það íslendingum að líkindum vel, þótt það eigi ver við aðra. Þeir Islendingar sem kynnst hafa Bandaríkjunum og Banda- ríkjamönnum af eigin raun bera landi og þjóðum (því að í Bandaríkjunum býr fleiri en ein þjóð) harla vel söguna og nýjasta óskabarn íslensku þjóðarinnar er að mörgu leyti bandarískt að uppruna. Markaðslögmálin sem gilda í alheimsviðskiptum eru komin úr bandarísku viðskiptalífi. Og lýðræðishugsjónin sem þjóðir heims eru flestar í óða önn að tileinka sér er bandarísk að uppruna. Þannig era forsendur Vesturlanda bandarískar, þótt að í þeim heimi sem heild sé ekki lýðræði heldur séu Bandaríkin þar einvaldur. Eftir að stríð allra gegn öll- um í Evrópu gerðu líf Evrópu- búa „napurt, ruddalegt og stutt“ seldu Evrópuríki frelsi sitt í hendur bandaríska Lev- íataninum og þá fyrst fór líf Evrópumanna að verða bæri- legt. Enn kalla þeir á Levíat- aninn þegar stilla þarf til frið- ar. Það er kjánalegt af íslenskum ráðamönnum að tala eins og málum sé öðru vísi háttað. EGGERT STEINÞÓRSSON + Eggert Stein- þórsson fæddist á Litlu-Strönd í Mývatnssveit 3. maí 1911. Hann lést í Reykjavík 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinþór Björnsson, bóndi og steinsmið- ur á Litlu-Strönd og í Álftagerði í Mý- vatnssveit, f. 21. mars 1860, d. 3. apríl 1926, og _ ; _ Sigrún Jónsdóttir, húsfreyja á Litlu- Strönd og í Álftagerði í Mý- vatnssveit, f. 6. mars 1870, d. 7. febrúar 1929. Eggert átti fjóra bræður sem komust á legg en tveir létust í æsku: Steingrímur, búnaðarmálastjóri og ráðherra, Þórir, skólastjóri, Sigurður, kaupfélagsstjóri, og Þorgils, skrifstofustjóri. Hinn 28. janúar 1941 kvæntist Eggert Gerði Jónasdóttur, f. 10 mars 1916, húsfreyju og tungu- málakennara. Foreldrar hennar voru Jónas Jónsson frá Hriflu, skólastjóri, alþingismaður og ráðherra í Reykjavík, f. 1. maí 1885, d. 19. júlí 1968, og Guðrún Stefánsdóttir, f. 5. október 1885, d. 15. janúar 1963. Börn Gerðar og Eggerts eru: 1) Óttar, f. 10. desember 1941, BA, kennari í Reykjavík, maki Bára Guð- mundsdóttir, f. 4. október 1944, íþróttakennari. Dætur þeirra eru Gerður og Hildur. 2) Sigrún, f. 2. júlí 1949, meinatæknir í Basel í Sviss, maki Marcel Diirr, f. 15. apríl 1948, tölvunarfræð- Sá er eftir lifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Peireruhimnamir honum yfír. (Hannes Pét.) Faðir minn kær, Eggert Stein- þórsson læknir, er fallinn í valinn eftir langvinna baráttu við sláttu- manninn slynga. Líf hans spannaði nær öldina alla. Hann fæddist í Mývatnssveit, einni fegurstu sveit landsins, 3. maí 1911, þegar náttúran var að vakna til lífsins eftir langan vetrardvala. Pabbi var yngsti sonur hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur og Steinþórs Björnssonar, bónda og steinsmiðs, á fátæku sveitaheimili að Litlu- Strönd. Faðir pabba var annálaður hagleiksmaður og erfði pabbi þann hæfileika föður síns í ríkum mæli, því er fram liðu stundir varð hann afar farsæll skurðlæknir. Pabbi var ekki fæddur með silf- urskeið í munni frekar en flestir í byrjun aldarinnar, sem ruddu brautina fyrir okkur íslendinga nú- tímans. Hann var miklum og góðum gáfum gæddur, bókhneigður mjög og sem ungur drengur undi hann sér betur með bók í hendi en hrífu. Faðir minn braust til mennta þrátt fyrir bág kjör móður sinnar, sem þá var orðin einstæð, en hún hvatti son sinn mjög til dáða. Móður sína missti pabbi á fyrsta ári sínu í menntaskóla. Með námi í Mennta- skólanum á Akureyri kenndi pabbi stærðfræði og einnig á tímabili við Samvinnuskólann samhliða lækn- anámi. Að loknu sérfræðinámi í skurð- lækningum í Kanada og Bandaríkj- unum í stríðslok helgaði pabbi krafta sína lækningum, sem heimil- islæknir og skurðlæknir í áratugi, lengst af á Hvítabandinu og síðar á Landakotsspítala. Samhliða því var hann trúnaðarlæknir Sjúkrasam- lags Reykjavíkur í aldarfjórðung, allt til ársloka 1991 er hann fyllti áttunda tuginn. Starfsævin var því æði löng og hefur hann skilað ærnu dagsverki. ingur. Synir þeirra eru Stefán, Andri og Kristian. 3) Guð- rún, f. 2. júlí 1949, BA, bókasafnsfræð- ingur í Reykjavík, maki Einar Sveins- son, f. 24. ágúst 1950, arkitekt. Börn þeirra eru Eggert og Auður Kamma. Eggert lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1932 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1938. Hann fékk almennt Iækn- ingaleyfí 30. júlí 1940 og sér- fræðingsleyfi í handlækningum og þvagfærasjúkdómum 20. febrúar 1961. Eggert stundaði framhaldsnám í skurðlækning- um og þvagfærasjúkdómum við Winnipeg General Hospital í Winnipeg í Kanada 1941-1944 og New York Hospital í New York 1945. Hann var starfandi læknir og sérfræðingur í handlækning- um í Reykjavík frá árslokum 1945, skurðlæknir við Sjúkrahús Hvitabandsins í Reykjavík 1947- 1968 og við Landakotsspitala 1968-1980. Hann var trúnaðar- læknir Sjúkrasamlags Reykja- víkur frá 1964 til ársloka 1991. Eggert var formaður Stúdenta- ráðs 1934-1935. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir læknastéttina og var kjörinn heiðursfélagi í Læknafélagi Is- lands 1986. Utför Eggerts fór fram f kyrr- þey. Margra hafði meinin bætt, metið ei við borgun, kröftum, fé og fjörvi hætt fráþvílífsummorgun. (M.Joch.) Sjúkrahús Hvítabandsins var einstakt sjúkrahús, nokkurs konar menningarsetur. Þar störfuðu sam- an frábærir læknar og andans menn auk pabba, þeir Þórarinn Guðnason, Kristinn Björnsspn, Gunnar Cortes og síðar Andrés Ás- mundsson, sannkallað stjömulið og allir fjölmenntaðir gáfumenn. Bók- menntir, leiklist og tónlist svifu þar yfir vötnum. Mammonsdýrkun var þeim lítt að skapi. Allir höfðu þeir sótt sérfræðimenntun sína beggja vegna Atlantsála. A Hvítabandinu hófst morgunn- inn á því að skurðlæknamir bára sjúklingana inn á skurðstofuna fyr- ir aðgerð og aftur í rúmin eftir að- gerð því engin lyfta var í þessu þriggja hæða sjúkrahúsi, sem líkt- ist mest stóru heimili. A stofu 8 á Hvitabandinu, bama- stofunni, sat pabbi oftar en ekki og las sögur fyrir mædd, lítil hjörtu. Ævintýri litla tréhestsins og önnur góð ævintýri gerðu alltaf lukku hjá litlu sjúklingunum. Pabbi var afar bamgóður og kunni lagið á sjúkl- ingunum ungu enda fékk hann oft kveðjur frá ungum aðdáendum sem verið höfðu á Hvitabandinu. Faðir minn, Eggert, þótti ein- stakur sjúkdómsgreinari. Margar góðar sögur hef ég heyrt frá sjúkl- ingum hans um samskipti pabba við þá. Eitt sinn skoðaði hann ungan dreng, sem hafði verið slæmur í maga um tíma og bar sig auðvitað illa. Pabbi skoðaði hann hátt og lágt og fann ekkert athugavert að snáð- anum. Loks leit hann beint í augun á þeim stutta og spurði: „Jæja, vin- ur, gætir þú hugsað þér að fá þér rjómatertusneið núna?“ Sá stutti hugsaði sig um dálitla stund og svaraði svo: „Já.“ „Þá er ekkert að þér, vinur,“ sagði pabbi og sú var raunin. Pabbi var gæddur ríkri kímni- gáfu, hafði mikla réttlætiskennd en var í rauninni dulur og einfari á margan hátt. Hann bjargaði mörg- um mannslífum um ævina. Eitt sinn þegar Helgi Hálfdanarson var að ná í Kóraninn á Landsbókasafnið til þýðingar sagði hann glettinn við mig: „Pabbi þinn er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa bjargað lífi mínu!“ Báðir létu þeir verk sín tala fremur en að trana sér sjálfum fram fyrir allra augu. Pabbi á því óbeint dálítinn þátt í því að við Is- lendingar getum lesið grísku harm- leikina og öll leikrit Shakespeares á gullaldar íslensku! Samiylgd foreldra minna stóð í blíðu og stríðu í rúm sextíu ár. Mamma var hans hamingjudís. Bæði vora þau fagurkerar, bók- hneigð mjög og víðlesin. Allt prjál og yfirborðsmennska var þeim mjög á móti skapi. Ferðalög, jafnt innanlands sem utan, vora þeim kær áhugamál. En heima í góðum stól, með bók í hendi og pípu í munni undi pabbi sér vel og gleymdi oft stað og stund og hvarf á vit sagnanna, hvort heldur Lax- ness, Davíð, Jónas, Matthías eða aðrir skáldjöfrar héldu á penna. Pabbi átti góða og samheldna fjölskyldu en best af öllu í lífi hans var samt mamma. Hún stytti hon- um stundirnar með lestri þessi fjög- ur löngu ár á Landakoti. Laxdæla og margar perlur í óbundnu sem bundnu máli glöddu hann mjög því hann hélt sinni andlegri reisn til hinstu stundar. Faðir minn kær mætti örlögum sínum af fullkomnu æðruleysi. Umhyggja og ástúð starfsfólksins á deild K1 á Landa- koti í garð pabba var einstök þenn- an langa tíma og verður því frá- bæra starfsfólki seint fullþakkað. Nú er komið að leiðarlokum. Langri og gifturíkri vegferð míns góða föður er lokið. Astvinum sín- um verður hann ógleymanlegur, þar sem hann „eitt sinn gekk, en framar ei og virðist þó nýgenginn hjá“. Megi hin eilífa hvíld verða honum góð. Hann var umfram allt góður maður. Guðrún Eggertsdóttir. Nú leggur þú á hinn Ijósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk.) Ég hef notið þeirra forréttinda að búa í sama húsi og afi minn og amma allt mitt líf. Þess vegna er ég svo heppin að hafa kynnst afa mjög vel. Alltaf þegar ég kom heim á daginn hljóp ég beint í fangið á hon- um. Því er erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá afa framar, afa sem mér þótti svo vænt um. Afi var ótrúlegur maður, alltaf svo rólegur og góður. Það var ekk- ert sem kom afa úr jafnvægi, nema eitt, og það var enski fótboltinn. Ef knötturinn nálgaðist mark óvin- anna kipptist afi hressilega við. Afi var mikill bókasafnari og átti þúsundir bóka og ég held að hann hafi lesið þær allar. Hann var vanur að vakna eldsnemma. Þá lagaði hann sér kaffi og las þangað til hann fór í vinnuna. Afi las líka oft íyrir mig. Stundum sofnaði hann í stólnum sínum í miðjum upplestri en ég vakti hann aldrei því ég vissi að hann vaknaði von bráðar og þá byrjaði hann að lesa aftur þar sem frá var horfið. Afi var ekki mjög málgefinn en ég hændist mjög að honum því hann var svo hlýr og barngóður. Það var sama hvort við afi töluðum saman eða þögðum saman, okkur leið ævinlega vel hvora í návist ann- ars. Afi var ótrúlega hraustur maður. Ég man bara eftir að hafa séð hann veikan einu sinni, þangað til hann lagðist inn á spítala í íyrsta og síð- asta skiptið fyrir f jóram áram. Það er eitt sem ég verð að minn- ast á að lokum og það era hendurn- ar hans afa míns, en þær vora áreið- anlega mýkstu hendur sem fyrirfinnast í þessum heimi. Mýkri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.