Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 41

Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 41 EIRÍKUR TRYGGVASON + Eiríkur Heiðar Tryggvason múrarameistari fæddist í Reykjavík 5. desember 1944. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 10. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 17. nóvember. Kveðjustundin er komin, elsku vinur, og ég kveð þig með gleði í hjarta, því þjáningu þinni er lokið og þú gengur heilbrigður inn í ný heimkynni þar sem ástin þín hefur tekið á móti þér. Það var mikil sorg í þínu lífi þegar þú misstir Birnu fyrir níu árum sem setti sitt mark á þig, elsku vinur, og það var erfitt fyrir okkur ástvini þína að horfa á þján- ingu þína. En eins og allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur horfð- ir þú á þetta sem eitt af mörgum verkefnum sem þú hefur tekið að þér um ævina og skilaðir því vel. Ég trúi því að þegar við kveðjum þennan heim séum við búin að skila því sem við komum til að gera á þessari jörð og sorgin sem við göngum í gegnum sé til þess að kenna okkur hinum að opna fyrir tilfinningar okkar og meta það sem við höfum og þá sem eru eftir hjá okkur. Það má ekki gleyma því að lífið er ekki bara sorg, það er fullt af gleði sem við öll mættum hleypa meira að okkur sem gefur okkur styrk til að takast á við erfiðleika lífsins og því sem fylgir. Þannig man ég eftir þér sem gleðigjafa til annarra. Þú hafðir svo mikla út- geislun og maður fylltist svo miklu öryggi í návist þinni og það var alltaf stutt í léttleikann. Það voru mikil vonbrigði þegar við heyrðum um veikindi þín sem leiddu þig til dauða, loksins þegar allt var farið að ganga svo vel hjá þér. Nýbúinn að kaupa yndislegu íbúðina þína sem þú náðir ekki að flytja í og bjai'tari framtíð blasti við. Ykkur Birnu fylgdi mikið barnalán, þau eni orðin fullorðið fólk í dag, velgerðir og fallegir ein- staklingar sem allir foreldrar geta verið stoltir af. Ef það er ekki ríki- dæmi, þá veit ég ekki hvað er. Elsku vinur, ég kveð þig að sinni og þakka fyrir að hafa fengið að njóta samveru og vinskapar þíns sl 26 ár. Helga Oladóttir. + Elsku eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, ELSA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Grundarhúsum 40, Reykjavík, lést föstudaginn 19. nóvember. Ólafur Haraldsson, Edda Eiríksdóttir, Brynjólfur Sandholt, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigurveig Stefánsdóttir, Guðni Már Sigurðsson, Andri Freyr Sigurðsson, stjúpbörn og barnabörn. EYRÚN GUNNARS- DÓTTIR + Eyrún Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1972. Hún lést 9. nóveniber síð- astliðinn og fór út.för hennar fram frá Bústaðakirkju 19. nóv- ember. Við lofum þig, Drottinn, fyrir Eyrúnu og þann tíma sem við þekktum hana. Þótt við höfum ekki þekkt Eyrúnu lengi, var þetta mjög dýrmætur og mikilvægur tími fyrir okkur öll. Eyrún var okkur mjög hlý og yndisleg stúlka, gjafmild og vildi alltaf hjálpa öðrum og upp- örva. Það var yndislegt að sjá Guð snerta við lífi hennar þegar hún gaf Jesú líf sitt og tók á móti honum sem frelsara sínum. Við þökkum þér, Drottinn, fyrir allt sem þú gerðir í lífi hennar og trúum því að hún sé hjá þér. „Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans sem elskaði oss. Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað mun geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.“ (Rómverjabréfið, 8:35, 37- 39) Bænahópurinn. + Elskulegur eiginmaður minn, BALDUR SIGURÐSSON, Dalbraut 20, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 18. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Heiðdal. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR GUÐLAUGUR ÞÓRARINSSON, Hvanneyrarbraut 56, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Erlendsdóttir, Sigþór J. Erlendsson, Haraldur G. Erlendsson, Sigurjón J. Erlendsson, F. Hulda Erlendsdóttir, Erna S. Erlendsdóttir, A. Guðrún Erlendsdóttir, Brynja Þ. Erlendsdóttir, Sigurgeir Ó. Erlendsson, Elísabet M. Erlendsdóttir, Auður Björk Erlendsdóttir, Sóley I. Erlendsdóttir, barnabörn og Ester Bergman Halldórsdóttir, Pamela S. Erlendsson, Guðrún Kjartansdóttir, Númi Jónsson, Sigurður V. Jónsson, Óðinn Traustason, Ingi Pálsson, Annabella Albertsdóttir, Kristinn J. Gíslason, Rögnvaldur Gottskálksson, Birgir K. Hauksson, barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU SIGRÚNAR JENSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 56, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Sigþór J. Erlendsson, Haraldur G. Erlendsson, Sigurjón J. Erlendsson, F. Hulda Erlendsdóttir, Erna S. Erlendsdóttir, A. Guðrún Erlendsdóttir, Brynja Þ. Erlendsdóttir, Sigurgeir Ó. Erlendsson, Elísabet M. Erlendsdóttir, Auður Björk Erlendsdóttir, Sóley I. Erlendsdóttir, barnabörn og Ester Bergman Halldórsdóttir, Pamela S. Erlendsson, Guðrún Kjartansdóttir, Númi Jónsson, Sigurður V. Jónsson, Óðinn Traustason, Ingi Pálsson, Annabella Albertsdóttir, Kristinn J. Gíslason, Rögnvaldur Gottskálksson, Birgir K. Hauksson, barnabamabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU (Lóu) R. SIGURÐSSON, Sólheimum 15, Reykjavík. Niels P. Sigurðsson, Rafn A. Sigurðsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Karitas S. Mitrogogos, Alexander Mitrogogos, Sigurður B. Sigurðsson, Rhonda W. Sigurðsson og barnabörn. + Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát mágkonu minnar og frænku okkar, ÁSDÍSAR KJARTANSDÓTTUR, Selvogsgrunni 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennadeildar Landspítalans. Soffía Bjarnadóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Þórir Gunnarsson, Kjartan O. Jóhannsson, Björk Jónsdóttir, Egill Jóhannsson, Guðríður Dögg Hauksdóttir, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Baldur Öxdal Kjartansson, Hafdís Björk Laxdal. + Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, HILMARS ÞÓRS SIGURÐSSONAR, Fellsmúla 22, Reykjavík. Vilborg Gunnarsdóttir, Málfríður Sjöfn Hilmarsdóttir, Sigurþór Charles Guðmundsson, Jóhanna Björk Hilmarsdóttir, Karl Ölvisson, Gunnar Hilmarsson, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, Sigurður Már Hilmarsson, Dóra Þ. Arnardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRÐAR AXELSSONAR, Miðholti 9, Mosfellsbæ. Grímhildur Hlöðversdóttir, Hulda Þórðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Björn Jónsson, Huida Ásgeirsdóttir, systkini og barnabarn. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og frænku, SIGRÚNAR SIGMUNDSDÓTTUR, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Guðrún Sigmundsdóttir, Stefán Sigmundsson, Árnína Sigmundsdóttir og systkinabörn. + Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS HENDRIKS POULSEN. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabamaböm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.