Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STORT STEINHUS ÓSKAST TIL KAUPS helst á svæðum 101,103 eða 105. Gistiheimili, einbýlishús eða fjölbýlishús. Sími 861 4133 8 MIÐBORGehf fasteignasala ^ 533 4800 Viðskiptavinir athugið! Skrifstofan er lokuð í dag, sunnudag, og á morgun, mánudag. Opnum aftur kl. 9.00 á þriðjudagsmorgun. EIQVAMTOIIMN Sími .*>}{}{ 9090 * l' ax .">}{}{ ‘>OD."> n'ila 2 I Vinsæll veitingastaður í miðborginni Okkur hefur verið falinn, í einkasölu, vinsæll veitingastaður í hjarta borgarinnar. Um er að ræða veitingastaðinn, við- skiptavild, innréttingar og lausafé, þ.e. allt sem fylgir staðn- um (ekki fasteign). Staðurinn er í fullum rekstri. 10 ára leigusamningur. Leyfi til lengri opnunartíma (fram eftir nóttu) fylgir. Mjög góð velta. Kjörið tækifæri fyrir trausta aðila enda vaxandi velta og besti sölutími ársins framund- an. Allar nánari uppl. veitir Stefán Hrafn á skrifstofunni. Gottverð. 5538 Þúsundir fermetra af skrifstofuhúsnæði til sölu og leigu á góðum stöð- um í borginni. Ártúnshöfði Úrval af iðnaðarhúsnæði í ýmsum stærðum. M.a. húsnæði með stórum innkeyrsludyrum og góðu útiplássi. Vatnagarðar - 220 fm Verkstæðis- og lagerhúsnæði með stórum inn- keyrsludyrum og góðri lofthæð. Laust í nóv. 900 fm lager - skrifstofur Vandað húsnæði í Garðabæ. Laust strax. Sala/leiga. Góð lofthæð í lagerhluta. 700 fm iðnaður - lager 1. flokks húsnæði á Seltjarnarnesi fyrir iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki. Verslunarhúsnæði til leigu 460 fm verslunarhúsnæði í austurborginni ásamt góðu lagerrými. 1.500 fm iðnaður - verslun : : Vel staðsett nýbygging í Garðabæ sem verið er að | hefja byggingu á. 800 fm verslun - lager : : Á góðum verslunarstað í austurborginni. 500 fm verslunarhúsnæði. Lager 300 fm. 480 fm fyrir skrifstofur við Grensásveg. Allt í traustri útleigu. Gott verð. Mikið áhvílandi. Góð fjárfesting. Skrifstofuhúsnæði 57 þ. fm Til sölu er 330 fm fullinnréttað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Hólmaslóð. Laust strax. Sjávarútsýni. Góðir greiðsluskilmálar. Fæst einnig leigt. Iðnaðarhúsnæði 2.000 fm : Til sölu eru 2.000 fm í væntanlegri nýbyggingu í ' Garðabæ. Stálgrind. Afhendist einangruð en á inn- réttinga. Verð 40 þ. á fm. VAGN JÓNSSON EHF. FASTEIGNASALA Skúlagötu 30, sími 561 4433. + Hreinn Heiðar Hermannsson fæddist á Akureyri 3. maí 1937. Hann lést á Landspítalan- um 14. nóvember síðastliðinn. Móðir hans er Þorgerður Pétursdóttir, f. 5.10. 1916, frá Gautlönd- um í Mývatnssveit. Faðir hans var Her- mann Valgeirsson, f. 16.10. 1912, d. 15.4. 1990, bóndi í Löngu- hlíð í Hörgárdal. Hreinn var einkasonur móður sinnar. Hálf- systkini hans eru Pétur, Arni, Sólveig, Þóra, Kristján, Stein- dór, Dagur og Anna Hermann- sbörn, uppalin í Lönguhlíð í Hörgárdal. Eiginkona Hreins er Valdís Þórarinsdóttir, f. 2.6. 1942, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Ásmundur Þór, f. 20.12. 1962, synir hans eru Björn Heið- ar, f. 1986, og Þórarinn Vilhelm, f. 1993. 2) Fjóla Þorgerður, f. 18.6. 1964, gift Bjarna S. Bergs- syni, f. 8.10. 1963, börn þeirra eru Helga, f. 1987, Hreinn Gauti, f. 1994, og Hákon, f. 1996. 3) Pét- ur Gauti, f. 20.2.1971, maki Mar- Nú þegar ég rifja upp allar þær stundir sem ég hefi átt með Hreini og fjölskyldu hans, er mér efst í huga þegar ég fékk að dvelja hjá þeim á Hraunteignum, ég var 12 ára gömul og var hjá þeim í rúman mánuð. Þá fyrst kynntist ég Hreini. Það var alveg sama á hverju gekk, aldrei sá maður hann skipta skapi alltaf sami ljúfi góði Hreinn. Eg átti eftir að kynnast Hreini betur þegar hann flutti til Hornafjarðar, þar grét Sigurðardótt- ir, f. 12.12. 1974, sonur þeirra er Sig- urður Heiðar, f. 1997. 4) Trausti Geir, f. 5.2. 1972, d. 3.6.1989. Hreinn ólst upp á Gautlöndum í Mý- vatnssveit hjá móð- ur sinni og móður- fólki. Hann stund- aði nám í Alþýðu- skólanum á Laug- um, lauk námi í rafvirkjun ásamt því að taka sveinspróf í múrverki. Hann starfaði lengst af hjá Lands- banka íslands eða í tæp 30 ár. Hreinn og Valdís hófu sinn bú- skap í Reykjavík, en fluttust síð- an haustið 1971 til Hornafjarðar og bjuggu þar í um tíu ár eða þar til hann tók við útibústjórastöðu hjá Landsbankanum á Fáskrúðs- firði haustið 1980.1 janúar 1990 tók Hreinn við útibústjórastöðu á Hvolsvelli og dvöldu þau hjónin þar þar til Hreinn veiktist og missti starfsgetu sína. Utför Hreins fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 22. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. sem hann kom sern skrifstofustjóri hjá Landsbanka íslands, þar á bæ, 18 ára, fór ég að vinna hjá honum, frekar var maður óstýrilátur og kannski ekki alltaf auðvelt að siða mann. Alltaf sýndi hann sama ró- lyndið og yfirvegun, ég bar mikla virðingu fyrir honum og ekki hefði ég getað haft betri læriföður. Eftir nokkur ár fluttust Hreinn, Valdís og fjölskylda til Fáskrúðsfjarðar, þar sem hann gerðis útibússtjóri. Það var alveg sama hvar þau bjuggu, alltaf voru allir velkomnir á heimili þeirra, hvort heldur til að gista eða bara líta inn. Hann var mikill vinur foreldra minna og voru þau Valdís búin að ferðast mikið með þeim bæði erlendis sem innan- lands. Hvar sem maður ber niður var hann alltaf jafnljúfur og góður. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesúnafniegdey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðistég dauðannei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Elsku Valdís, Asmundur, Fjóla, Pétur og Þorgerður, megi Guð vera ykkur styrkur í sorginni. Elsku Hreinn, ég kveð þig með söknuði og hlýju, þakka þér fyiir allar samverustundirnar. Birna Þórarinsdóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (PállJ.Árdal) Kær vinur og náinn samferða- maður í 30 ár er látinn, langt um aldur fram en eftir erfið veikindi. Sjúkdómsstríð hans varð langt og strangt en aldrei varð hann bitur yfir hlutskipti sínu. Það er í meira lagi sársaukafullt að sjá fullfrískan og hraustan mann smátt og smátt láta undan síga vegna veikinda þar sem nútíma þekking og færustu sérfræðingar fá lítið sem ekkert að gert. Fyrirætlanir okkar um að eiga saman góðar stundir á Gaut- löndum og Gjögri verða því ekki að veruleika sem og sitthvað annað sem við oft ræddum saman um með konum okkar. Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða. Þegar ég nú stend frammi fyrir þeirri staðreynd að Hreinn Her- mannsson er allur, kemur margt upp í huga mínum frá margvísleg- um samskiptum okkar. Við kynnt- umst sem starfsmenn Landsbank- ans í Reykjavík en fljótlega fluttumst við austur á land, fyrst Hreinn á Hornafjörð og síðan ég á Eskifjörð. Þá mynduðust góð tengsl og samskipti milli fjöl- skyldna okkar sem fljótlega þróuð- ust í vináttu sem síðan hefur staðið traustum fótum. Verður mér efst í huga þakklæti fyrir óteljandi samverustundir og samvinnu á liðnum árum og sá hug- blær sem þær skópu mér og fjöl- skyldu minni og krydduðu lífið og tilveruna með þeim hætti að margt varð litríkara, notalegi-a og skemmtilegra. A þeim tíma sem við bjuggum á Eskifirði fórum við oft á bíl okkar til Reykjavíkur. Það heyi’ði þá til undantekninga ef við hjónin og börn okkar gistum ekki á heimili Hreins og Valdísar á Hornafirði, bæði þegar farið var til Reykjavíkur og líka þegar við fór- um aftur heim. Nokkrum sinnum tókum við sumarfrí á sama tíma og dvöldum m.a. á Italíu í þrjár vikur og nokkrum sinnum í Selvík með börnum okkar. Þau Hreinn og Valdís hafa ekki farið varhluta af mótlæti í lífinu. Fyrir tíu árum misstu þau Trausta son sinn í hörmulegu slysi, hann var þá nýlega 17 ára. Það er Ijóst að við slíkt áfall verður ekkert eins og áður var og ég held að fólk jafni sig Einbýlishús til sölu Þetta hús, Kársnesbraut 39, er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Opið hús í dag, sunnu- dag, mili kl. 14 og 18. LJpplýsingar í síma 554 2588. Til leigu Þetta nýbyggða 735 fm hús við Fossaleyni í Grafarvogi er til leigu í einu, tvennu eða þrennu lagi. 3 innkeyrsludyr. Mikil lofthæð og engar burðarsúlur. Húsið snýr að verslun Húsa- smiðjunnar og er staðsett á framtíðarstað í ört vaxandi borgarhluta. Húsið blasir við Vesturlandsveginum og býður upp á mikla aulýsinga- og merkingarmöguleika. Möguleg er leiga til lengri eða skemmri tíma. Hentugt húsnæði bæði fyrir hvers konar heildsölu- og eða þjónustu- og verslunar- rekstur, með áherslu á hina miklu byggð sem er að vaxa upp í nágrenninu. FÉLAtí I^XSTEIGNASALA a 05301500 EIGNASALANI ‘ 1HÚSAKAUP Suðurlandsbraut 52, við Faxafen »Fax 530 1501 “www.husakaup.is MINNINGAR HREINN HEIÐAR HERMANNSSON Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki i grein- unum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.