Morgunblaðið - 21.11.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBBR 1999 43
-
MINNINGAR
aldrei á slíku en reynir eftir megni
að lifa með því sem orðið er.
I langvarandi veikindum Hreins
hefur mikið álag verið lagt á herðar
Valdísar. I þessari baráttu hefur
Valdís sýnt fádæma dugnað og út-
hald og annast Hrein af mikilli alúð
og kostgæfni.
Við vottum Valdísi, Asmundi,
Fjólu, Pétri og fjölskyldum þeirra,
Þorgerði Pétursdóttur, aldraðri
móður Hreins, og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð um að styrkja
þau og styðja.
Hilmar F. Thorarensen
og íjölskylda.
Haustið er liðið og hvítur Esju-
kollurinn er staðfesting þess að vet-
ur konungur er nálægur. Mér hafði
haustið verið milt og hlýtt, svo milt
að ég hafði trassað og slegið á frest
að rækta garðinn minn þannig að
hann væri árstíðaskiptunum til-
búinn. Ég hafði staðnað í sólríku
sumri og ekki gætt minna haust-
verka sem skyldi, þeirra verka sem
eru gildi lífsins, að hlú að sínum
blómum, þannig að garðurinn sé vel
undirbúinn öllum veðrabrigðum.
Þannig lét ég andlátsfregn góðs
vinar mæta mér óviðbúnum þótt ég
hefði átt að vita hvert stefndi.
Það haustaði alltof snemma í lífi
Hreins Hermannssonar. Erfið
veikindi urðu þess valdandi að lífs-
sumar hans dvínaði. Hann varð að
hætta í góðu en krefjandi starfi sem
hann hafði ánægju af, starfi þar
sem meðfædd greind hans og hæfi-
leikar nutu sín. Hann var heiðurs-
maður af gamla skólanum, heiðurs-
maður sem aldrei mátti vamm sitt
vita og var ekki endilega ginn-
keyptur fyrir tískusveiflum nútíma
þjóðfélags. Hann var hvers manns
hugljúfi, íþróttamaður á yngri ár-
um, glæsilegur á velli, og hafði
mikla persónutöfra. Það var gaman
að sitja með honum og Valdísi og
spjalla. Umræðurnar snerust þá
oftar en ekki um einhver þjóðfé-
lagsmál, en á þeim hafði Hreinn
oftast mjög fastar skoðanir sem
gaman var að hlusta eftir, þó ekki
færu þær kannski alltaf saman við
mínar. Þessar skoðanir hans, þó
ákveðnar væru, voru ekki mótaðar
af stefnu einhvers stjórnmálaflokks
eða annarra utanaðkomandi afla,
heldur af góðum gáfum hans,
víðsýni og tillitssemi til allra þátta.
Kynni okkar Hreins hófust fyrst
af alvöru þegar ég sem ungur mað-
ur hleypti heimdraganum og leitaði
tækifæranna í höfuðborginni.
Hreinn hafði leitað suður nokkrum
árum fyrr og var farinn að bera
með sér heimsmannslegt yfirbragð.
Hann og Þorgerður móðir hans,
sem bjuggu við Snorrabrautina,
tóku mér vel og má segja að ég hafi
lifað í skjóli þeirra þann vetur.
Þessi vetur var líka örlagavaldur í
lífi Valdísar og Hreins, því alla tíð
síðan hafaþau staðið hvort við ann-
ars hlið. A eftir komu fjöldamörg
skemmtileg ár þar sem við hvor í
sínu lagi byggðum okkur heimili og
fórum að eignast börn. Vart leið sú
helgi að fjölskyldur okkar hittust
ekki og gekk það allt þar til Valdís
og Hreinn fluttu út á land. Þá tóku
við ár skemmtilegra heimsókna
austur á firði í sumarleyfum. Við
fylgdumst vel með uppvexti barna
hvors annars þótt úr fjarlægð væri.
Það var Valdísi og Hreini mikið
áfall þegar Trausti, yngsti sonur,
þeirra lést af slysförum árið 1989.
Þar var veitt djúpt sár sem Hreinn
bar alla tíð í huga sér. Ég veit að
það er nú gróið um heilt við endur-
fundi á víðlendum eilífðarinnar.
Genginn er hejlsteyptur maður,
sem með ró sinni og yfirvegun
veitti samferðafólki sínu hlýju og
öryggi. En hann var líka þyggjandi.
Hann átti sína Valdísi og börnin og
það voru þau sem gáfu honum lífs-
gildin sem hann lifði fyrir. Þegar
heilsan þvarr var gott að hafa sína
nánustu til að styðjast við. Því láni
átti Hreinn að fagna í erfiðu veik-
indastríði.
Elsku Valdís, megi góður Guð
styrkja þig og börnin þín í sorg
ykkar. Þér, Þorgerður mín, bið ég
hins sama.
Ingjaldur Ásvaldsson.
Laugarás - Dyngjuvegur
Byggingarlóð f. 700 rúmmetra hús. V. 6 m.
Eskihlíð - 3 herb.
Ágæt íbúð á 3. hæð, útsýni. V. 8,4 m.
Furugrund, Kópav. 3 herb.
Rúmgóð og falleg íbúð á efstu hæð. V. 8,3 m.
Meistaravellir - 3 herb.
Ágæt íbúð á 3. hæð, áhugaverð eign. V. 8,5 m.
Álfheimar - 4-5 herb.
Endum. íbúð, 106,1 fm, á efstu hæð. V. 9
Búland - Raðhús
Raðhús á 2 hæðum, 275,4 fm. Innb.
bílskúr, 24 fm.
Fyrir fjárfesta/
byggingaraðila
Stigahús með sex, 2ja herbergja íbúðum
auk sameignar.
LAUFÁS
Fasteignasala
Suðurlandsbraut I2
SÍMI: 533 * 1111
fax 533 1115
Duiðskiptastofan
Reykiavíkurvegi 60 ehf.
sími u. ,. , SÍMI
565 5522 Atvmnuhusnæöi - Fyrirtækjasala 565 5522
Viðskiptastofan býður upp á víðtækan þjónustubakgrunn fyrir
kaupendur/seljendur fyrirtækia- og atvinnuhúsnæðis. IVIeðal annars er
öll skjalagerð og lögfræðiráogjöf í höndum Lögmanna HafnarfírQi,
ráðgjóf við mat á ástandi bókhalds í höndum Bokhaldsstofunnar. Óll
almenn ráðgjöf við rekstur og mat á verðmæti fyrirtækja í höndum
Ráðgjafarstofunnar, auk sérþekkingar á tasteignamarkaði hjá Hóli
Hafnarfirði.
Atvinnuhúsnæöi
Hlíðasmári - Kóp. Vorum
að fá í einkasölu mjög gott atvinnu-
húsnæði í ört stækkandi hverfi í
Kópavogi. Gott skrifstofuplóss ásamt
stóru lagerplássi. Miklir og góðir
möguleikar á breytingum. Hentar
mjög vel undir heildsölu og þess
háttar starfsemi.
Flatahraun Vorum að fá í sölu stórglæsilegt verslunar- og skrifstofu-
húsnæði á besta stað í Hafnarf. Um er að ræða rúmlega 1.000 fm húsnæði
á tveimur hæðum með lyftu.. Afh. fokhelt að innan, fullklárað að utan og
malbikuð bílastæði. Nánari uppl. og teikningar á Hóli Hafn.
Hvaleyrarbraut Mjög gott verslunar-, iðnaðar- og skrifstofuhúsn.
til sölu/leigu á frábærum stað við höfnina í Hafnarfirði. Húsið er byggt sam-
kvæmt EB-stöðlum og uppfyllir öll skilyrði varðandi matvælavinnslu. Þetta
er vert að líta betur á. Uppl. á skrifstofu.
Hvaleyrarbraut Vorum að fá í sölu mjög gott atvhúsnæði á tveim-
ur hæðum sem hentar sérstaklega vei undir léttan iðnað. Örstutt frá at-
hafnasvæði nýju hafnarinnar. Skilast fullbúið að utan og fokhelt að innan í
ágúst 2000. Teikn. og uppl. á skrifstofu.
Lyngás Til sölu/leigu mjög gott
atvhúsnæði, ca 1.335 fm. Húsnæðið
býður upp á mikla möguleika. Góð
skrifstofu- og starfsmannaaðstaða
með sturtum. Tveir stórir vinnusalir
með hlaupaköttum. Þrennar inn-
keyrsludyr. Góð loftræsting.
Reykjavíkurvegur Til leigu mjög rúmgott atvinnuhúsnæði á
fyrstu hæð á mjög sýnilegum stað. Nýtt húsnæði. Mjög góðir gluggar sem
snúa að Reykjavíkurvegi.
Skeiðarás Vorum að fá stórglæsilegt þjónustu-, verslunar- og skrif-
stofuhúsn. á skrá. Frábær staðsetning. Hægt að fá einingar í ýmsum
stærðum. Góð bílastæði. Uppl. og teikn. á skrifstofu.
Stapahraun Vorum að fá í einkasölu 77 fm atvhúsnæði á þessum
góða stað. Góðar innkeyrsludyr (4,10 m) og góð lofthæð. Á millilofti er
kaffi/skrifstofuaðstaða ásamt salemi.
EIGNABORG * 5641500
FASTEIGNASALA íf
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfaánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar
GEISLALIND
204 fm parhús á tveimur hæðum. 4
rúmgóð svefnherbergi. 26 fm bíl-
skúr. Afhent tilbúið að utan án máln-
ingar, fokhelt að innan. (1302)
ALFATUN
100 fm á 1. hæð, 3 svefnherbergi
með skápum, parket á stofu og
herb. Eldhús með beykiinnréttingu.
Sérlóð. 26 fm bílskúr. (756)
FASTEIGNA i*
MARKAÐURINN
OÐINSGOTU 4. SIMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habii.is/fmark/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
ÁRNARÁS 1-3, GÁRÐABÆ
NÝBYGGING
Vorum að fá í sölu skemmtilegt tveggja hæða 8 íbúða fjöl-
býlishús sem er að rísa í Ásahverfi í Garðabæ. Um er að
ræða tvær 84 fm 2ja herb. íbúðir, fjórar 106 fm 3ja herb.
íbúðir og tvær 125 fm 4ra herb. íbúðir og er sérinngangur
í hverja íbúð. Sérgeymsla fylgir hverri íbúð. íbúðirnar verða
afh. í júní árið 2000, fullbúnar með vönduðum innrétt-
ingum án gólfefna en baðherbergi flísalagt. Hús að utan
og lóð afhendist fullfrágengin.
Teikningar og allar frekari upplýsingar á skrifstofu.
SÓLHEIMAR - BÍLSKÚR
Rúmgóð 134 fm neðri sérhæð
með sérinngangi ásamt sérb. 28
fm bílskúr með hita og rafm.
Forstofuherb., 2 svefnherb., 2
stofur. Tvennar svalir. Hús klætt
að utan og í góðu ástandi. Laus
fljótlega. 9760
SOGAVEGUR - RIS Glæsilega innréttuð 3ja-4ra herb. risíbúð í tvíbýli
með sérinngangi. 2 stofur, 2 svefnherb. Eikarparket og flísar. Áhv. 4,8
millj. Verð 10,7 millj.
LAUGARNESVEGUR Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölb. sem skiptist í
stofu, tvö góð svefnherb., baðherb. allt endurnýjað. Stærð 73 fm. Áhv. 3,5
millj. Verð 7,5 millj. 9767
KAPLASKJÓLSVEGUR - LAUS Vorum að fá í sölu góða 96 fm íbúð
á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi ásamt íbúðarherb. í kj. með aðgangi að snyrt-
ingu. 3 svefnherb. Yfirbyggðar suðursv. Hús nýl. endurgert. Verð 9,8 millj.
LAUS STRAX. 9791
GAUKSHÓLAR - PENTHOUSE Glæsileg 5-6 herb. íb. á tveimur
hæðum í lyftuhúsi með frábæru útsýni í allar áttir. Ib. er öll nýl. standsett
með 4 svefnherb. 2 stofur. Stærð 148 fm. Eikarparket og flísar. Tvennar
svalir. Björt og góð íbúð. Frábært útsýni. 9800
STARARIMI. Nýlegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð ásamt
innb. tvöf. bílsk. Sérsmíðaðar innréttingar. Parket og flísar. Stærð 196 fm
samtals. Glæsilegt útsýni. ATH. Skipti mögul. á sérhæð eða íbúð í lyftu-
húsi. Allar nánari uppl. á skrifst. 9805
LANGITANGI. Fallega innr. og vandað einbýli ásamt tvöf. bílskúr. ( kj.
er 2ja herb. íb. með sérinng. Á efri hæð eru 3-4 svefnherb., góðar stofur,
arinn, sólstofa. Stærð 217 fm + 54 fm bílsk. Húsið er i mjög góðu ástandi.
Verðlaunagarður. Hiti í stéttum og plani. 9792
GARÐABÆR. Vorum að fá í sölu gott og vel staðsett einbýlishús sem
stendur á hornlóð, með faliegum garði og verönd. Vandaðar innréttingar
og gólfefni. Arinn í stofu. Gufubað, heitur pottur. Innb. stór bílskúr. Stærð
321 fm. Allar nánari uppl. á skrifst. 9790
OPIÐ í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14
Sími 533 4040 Fax 588 8366
Ármúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.