Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 48
48 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Jf
Dýraglens
Hundalíf
Smáfólk
CHARLIE BROWN í YOUVE 60T
EXTRA P065! ARE THET
FREETl'LLTAKETWO!
9-2*
Kalli Bjama.
Þú átt marga hunda.
Eru þeir ókeypis. Eg tek tvo.
Sjáðu mamma, ókeypis hundar.
50RRY..M0M
WON'T LET ME
HAVE A 006..
\Zc
LIFE 15
FOLL OF
PI5APP0IHTMENT5
Því miður. Mamma
vill ekki leyfa mér
að eiga hund.
Lífið er
sneisafullt af
vonbrigðum.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Virkjun á
Austurlandi
Frá Sölva Ólasyni:
LENGI getur vont versnað var það
sem mér datt í hug, þegar ég las
grein Valdimars Lárussonar í Degi
6. okt. sl. um Fljótsdalsvirkjun.
Hann segir þar, að ef af virkjun
verði þá verði eyðilagt eitt fegursta
svæði hálendisins og lífríki þess.
Þvílíkt bull. Veit maðurinn ekki um
hvað hann er að skrifa? Veit hann
ekki, að þessi fegurð sem þarna
var, er nú eyðilögð einmitt af þeim
sem mest dásömuðu þetta svæði?
Þessa perlu. Já, perlur eru brot-
hættar, og vilja gjarnan týnast. Sr.
Davíð á Eskifrði bendir á, að á
Austfjörðum séu ótal náttúruperl-
ur, en Eyjabakkasvæðið sé aðeins
brot af perlu. Valdimar hefir
áhyggjur af fuglum og fénaði. Eg
geri ráð fyrir að þar sé hann að tala
um gæsina margumtöluðu, sauðfé
og hreindýr. Hvílík brjóstgæði.
Eg held að gæsin haldi áfram að
synda, og frekar fagni því að fá
þama stærra lón. Þá getur hún bet-
ur varið sig fyrir skotmönnum og
öðrum ágangi. Er Valdimar ef til
vill, að hugsa um skotmennina en
ekki gæsina eftir allt saman? Nú
liggur það fyrir, að þetta svæði er
hættulegt öllum fénaði. Þama hafa
á hverju ári drukknað mörg
hreindýr og enn meira af sauðfé.
Það sem hann segir um ráðherr-
ana Halldór, Finn og Siv er ekki
svaravert. Vísan sem hann kemur
með í lokin er leirburður í sama
anda. Valdimar kemst að þeirri nið-
urstöðu að framsóknarmenn ætli
að keyra þetta virkjunamál í gegn-
um þingið með aðstoð fávísra sjálf-
stæðismanna. Eg er ekki viss um
að þeir séu honum sammála um að
þeir séu fávísir. Svona skrifa ekki
menn nema með mjög skerta dóm-
greind. Þessi umræða er búin að
vera á svo lágu plani að undrum
saetir.
í Degi 22. október sl. er grein eft-
ir Pál Imsland jarðfræðing. Hann
færir rök fyrir því að nánast öll um-
ræðan um þessi virkjunarmál sé á
röngum forsendum. Hann segir að
verið sé að rugla saman umhverfis-
vernd og náttúruvernd. Hann færir
rök fyrir því að lögin fjalli eingöngu
um umhverfisvernd. Um náttúru-
vernd séu engin lög og þess vegna
eru umræður um þessi mál einskis
virði. I ræðu og riti birtist hver um-
ræðan eftir aðra allar á sama veg,
ekki má virkja. Þegar eftir er geng-
ið, hvað annað gæti orðið til að efla
atvinnu og byggð á Austurlandi í
sama mæli og virkjun og stóriðja er
fátt um svör. Þó kom Kolbrún Hall-
dórsdóttir alþingismaður með þá
uppástungu í sjónvarpsþætti, að
Austfirðingar ættu bara að fara í
beijamó og tína fjallagrös. Meiri
lítilsvirðingu getur alþingismaður
ekki sýnt einum landsfjórðungi. Þó
ættum við ekki að láta okkur svíða
undan þessari niðurlægingu frá
Kolbrúnu, vegna þess að þetta lýsir
henni sjálfri betur en nokkuð ann-
að.
Það mætti benda Kolbrúnu og
fleirum á, að lesa góða grein eftir
Jakob Bjömsson, fv. orkumálast-
jóra, í Morgunblaðinu 8. nóv. sl. Þar
komu fram staðreyndir sem margir
hefðu gott af að kynna sér.
Ef litið er yfir málflutning þeirra
sem eru á móti virkjunum og stór-
iðju þá finnst manni að það vanti
alla rökhyggju og dómgreind.
Manni virðist eins og þeir sem
eru á móti þeim áformum sem eru
uppi á Austurlandi um uppbygg-
ingu iðjuvera, ætli að beita öllum
ráðum til að koma í veg fyrir að þau
nái fram að ganga. Þau koma með
þetta í dag og annað á morgun.
Væri nú ekki ráð að það fólk sem
hefur talað á móti þessum áform-
um, oft með óheiðarlegum málf-
lutningi, hefði nú sama háttinn á og
séra Sigvaldi í leikritinu Manni og
konu, þegar hann var búinn að
missa illa fenginn auðinn, embættið
og æruna, að nú væri komið mál að
biðja guð að hjálpa sér.
SÖLVIÓLASON,
Fáskrúðsfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
| Þekkirðu
Í56
Þekkirðu einhvern í Kína? Þá ertu heppin(n)!
1-
J