Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 11
MOKGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1999 11
FRÉTTIR
A
Afangastaður Flugleiða er Reykjavík
Ekki lengur
vísað til flug-
vallarins
FLUGLEIÐIR hafa brugðist við til-
mælum utam-íkisráðuneytisins, um
að flugfélagið vísaði til Keflavíkur-
flugvallar sem „Keflavik Internat-
ional Airport" en ekki „Reykjavik
International Airport“ í kynningar-
efni sínu á ensku, með því að nema
brott orðin International og Airport
á eftir nafni Reykjavíkur á heima-
síðu sinni.
I bréfi sem Flugleiðir sendu ráð-
uneytinu í fyrradag er ítrekað að
tilgangurinn með þvi að nota heitið
Reykjavik International Airport hafi
ekki verið að stinga upp á breytinjgu
á ensku heiti flugvallarins, heldur
beri kynningargögnin með sér að
það sé venja Flugleiða að vísa til
þeirra borga sem félagið flýgur til en
ekki þeirra flugvalla sem þjóna við-
komandi borg.
„Við litum aldrei þannig á að við
værum að nefna flugvöllinn þessu
nafni, heldur undirstrika það að höf-
uðborginni væri þjónað af alþjóða-
flugvelli,“ sagði Einar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að talið hefði verið rétt við und-
irbúning kynningarefnisins að leggja
áherslu á það, ekki síst vegna þess að
á mörgum inarkaðssvæðum Flug-
leiða væri Island talið yst á hjara
veraldar.
Gat valdið misskilningi
„Við gerum okkur grein fyrir því
að það getur orkað tvímælis og vald-
ið misskilningi að Reykjavík sé
tengd við flugvöllinn með þessum
hætti og okkar markmið er náttúru-
lega að koma á framfæri einföldum
og skýrum skilaboðum og ekki að
rugla menn í ríminu þannig að við
höfum leyst þetta og sagt ráðuneyt-
inu frá því með því að nema orðin
International Airport burtu á heima-
síðunni þannig að áfangastaðurinn
verður eingöngu Reykjavík," sagði
Einar.
Einar sagði að Flugleiðir hefðu
alla tíð lagt mikla áherslu á upp-
byggingu í Keflavík og teldu sig
standa öðrum fyrirtækjum framar í
markaðs- og atvinnuuppbyggingu á
svæðinu.
Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Syðra-Velli með jólaseríuna
sem kviknaði í.
Bæjarstjórinn á Húsavik um ásakanir minnihluta
„Alltaf deilt um skipti-
Serían
fuðraði
upp
Gaulverjabæ. Morgunblaðið.
ELDUR blossaði upp í jólaseríu sem
var höfð í eldhúsglugganum á bæn-
um Syðra-Velli í Gaulverjabæjar-
hreppi um síðustu helgi.
„Þetta gerðist mjög snöggt, dótt-
ir mín Ingveldur, 5 ára, var að
föndra inni í eldhúsi og ég hélt þeg-
ar hún hrópaði að kviknað hefði í út
frá litlu kerti sem á var kveikt rétt
hjá henni. Eg þreif því vatn og ætl-
aði að skvetta á kertið, en þá sá ég
að logaði í seríunni og eldurinn
læsti sig strax í gardínu gluggans
og teygði sig upp á efri skáp sem
var við hliðina þannig að vatnið
dugði ekki,“ sagði Margrét Jóns-
dóttir húsfreyja á Syðra-Velli.
Margrét þreif því slökkvitæki og
náði með því að kæfa eldinn í byrj-
un. Skemmdir urðu ekki miklar, þó
sá á gluggakarmi og borðplötu.
„Við vorum óneitanlega heppin
að vera heima og ekki sofandi. Þá
hefði mér ekki Iitist á blikuna því
þetta var svo ótrúlega fljótt að ger-
ast. Dóttur minni brá eðlilega mjög
mikið enda gerðist þetta rétt hjá
henni. Ég hélt fyrst að hún hefði
verið að fikta með kertið,“ sagði
Margrét.
Hún sagði þetta hafa verið ódýra
seríu sem fest var með plasttöppum
í gluggann. „Við létum loga á henni
dag og nótt eins og fólk gerir en
eldurinn virðist hafa byrjað þar
sem snúran í ljósin var beygð yfir
nagla í gluggakarminum.
Margrét sagði jólahreingerning-
una hafa farið fyrir li'tið því duftið
úr slökkvitækinu smaug um alla
íbúð svo allt þurfti að taka í gegn
aftur.
hlutföll við
REINHARD Reynisson, bæjar-
stjóri á Húsavík og stjórnarmaður
í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, segir
ljóst að alltaf sé deilt um skipti-
hlutföll við samruna og honum
þykir miður að umræðan um sam-
runa FH og Ljósavíkur sé orðin að
pólitískum deilum.
„Ef einstakir hluthafar eru
ósáttir við niðurstöðu stjórnar eða
meirihlutaeigenda í félagi, eiga
þeir alltaf möguleika á mati dóm-
kvaddra matsmanna og að leita til
dómstóla í framhaldinu, sætti þeir
sig ekki við niðurstöðu mats-
manna. Með því myndu hluthafar
gæta best fjárhagslegra hagsmuna
sinna í ferli sem þessu en ekki með
því að rýra trúverðugleika rekstr-
ar og eignarsamsetningar félag-
anna,“ segir Reinhard.
Sigurjón Benediktsson, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur
gagm-ýnt Reinhard og framgöngu
meirihlutans í bæjarstjórn í mál-
efnum Fiskiðjusamlagsins eins og
fram kom í frétt Morgunblaðsins í
gær. Þar lýsir Sigurjón því yfir að
bæjarstjóri hafi gerst sekur um
embættisafglöp með því að senda
grunn að samræmdu mati á Ljósa-
vík og FH í nafni bæjarstjórnar til
stjórnar FH.
Vinnugagn en ekki
opinbert skjal
Reinhard svarar því til að um-
rætt skjal sé vinnugagn en ekki
opinbert plagg. „Það var hluthafa-
samkomulag FH og Ljósavíkur
sem var samþykkt af bæjarstjórn
á sínum tíma en skjalið sem um
ræðir er vinnugagn sem ýmsir
komu að. Þetta er ekki unnið af
neinum einum eða tveimur og er
ákveðinn grunnur að matinu en
ekki endanleg niðurstaða samrun-
ans,“ segir Reinhard í samtali við
Morgunblaðið.
„Eg er ekki viss um að eðlilegt
hefði verið að leggja fram slíkt
plagg í bæjarstjórn á sínum tíma,
út frá hagsmunum hluthafa í félag-
inu. I samrunaferli eins og þessu
er hin almenna regla að vinnugögn
eru ekki opinberuð," segir Rein-
hard. Hann segir sveitarfélög í
ankannalegri stöðu sem stórir
hluthafar í fyrirtækjum og hags-
munir hluthafa gætu orðið fyrir
borð bornir í pólitískum deilum.
Reinhard tekur undir það sjón-
armið Sigurjóns að það sé ekki
hlutverk einstakra hluthafa að ák-
varða skiptihlutföll við samruna
fyrirtækja, heldur hlutverk stjórna
og hluthafafunda viðkomandi fyrir-
tækja. „Enda var beiðni send til
stjórnar FH og með henni ákveðin
hugmynd um hvernig nálgast
mætti málið,“ segir Reinhard og
telur ljóst að hann hafi haft fullt
pólitískt umboð til þess, þrátt fyrir
að öllum bæjarfulltrúum hafi ekki
verið kunnugt um áðurnefndan
gi-unn að samræmdu mati félag-
anna. Reinhard bendir í því sam-
bandi á bókun allra fulltrúa meiri-
hlutans í bæjarstjórn þar sem lýst
er fullu trausti á störf bæjarstjóra
varðandi samrunann og önnur
störf fyrir bæjarfélagið.
Vísar á bug að um annarlega
aðferðafræði sé að ræða
Reinhard segir tölum hafa verið
slengt fram í umræðunni um sam-
runa FH og Ljósavíkur og því
haldið fram að um vanmat og of-
mat sé að ræða án þess að tölur
séu settar í samhengi. „Við mat á
félögunum hefur svokallaðri upp-
lausnaraðferð verið beitt og út frá
því er hægt að nálgast virði hluta-
bréfa í viðkomandi félagi. Það er
eðlilegt að færa upplausnarvirði
eigna niður við samruna. I sam-
runa Ljósavíkur og FH er upp-
lausnarvirði kvóta fært niður en
ekki á öðrum eignum,“ segir Rein-
samruna“
hard og vísar því á bug að um ann-
arlega aðferðafræði sé að ræða.
Hann segir þær tölur sem unnið
hafi verið með við grunn að sam-
ræmdu mati félaganna sambæri-
legar við það sem aðrir aðilar hafi
unnið með í samskonar verkefnum.
„Annars vegar er um kvótaverð að
ræða og hlutdeildarverðmat á
rækju. Sveiflan í úthlutun einstak-
ra ára er mikil og ekki er sann-
gjarnt að meta það annaðhvort í
hámarki eða lágmarki, heldur á
frekar að leitast við að finna eitt-
hvað jafnvægisverð eins og ég tel
að hafi verið gert. Þorskverð hefur
hækkað síðan matið var gert í
sumarlok en þær breytingar rétt-
læta ekki að mínu mati að horfið
sé frá samrunanum.
Rækjan er í mikilli niðursveiflu
á íslandsmiðum en þokkalegt jafn-
vægi er á Flæmingjagrunni en
rækjan í Barentshafi er á veru-
legri uppleið. Ljósavík á verulegar
veiðiheimildir á þessum svæðum
og við erum með þessum samruna
að tryggja hráefnisöflun á Húsavík
til lengri tíma litið,“ segir Rein-
hard.
Tillögur um óháð mat felldar
Á umræddum bæjarstjórnar-
fundi í fyrrakvöld lagði minnihlut-
inn fram þrjár tillögur sein felldar
voru hver á eftir annarri. I fyrsta
lagi um að óháður fagaðili yrði lát-
inn meta verðmæti hvors félags
fyrir sig, í öðru lagi tillaga um að
láta óháðan fagaðila kanna og
meta samrunaáætlun félaganna og
þriðja tillagan snerist um að kall-
aður yrði til endurskoðandi bæjar-
ins til að fara yfir fyrirhugaðan
samruna félaganna. Aðspurður
segir Reinhard samrunagögn
liggja fyrir ásamt ársreikningum.
„Þessi gögn eru unnin í samræmi
við gildandi lög og reglur um sam-
runa hlutafélaga. Að baki þeim
gögnum liggur ákveðin vinna
stjórnar og löggiltra endurskoð-
enda. Að fá aðra aðila til að vinna
slíkt finnst mér samsvara yfirlýs-
ingu um að hinir fyrri séu ekki
starfi sínu vaxnir."
Vinstrihreyfíngin
Bráðlæti
að bjóða
verkið út
ÞINGFLOKKUR Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs lýsir furðu á því bráðlæti
forsvarsmanna Landsvirkjunar
að auglýsa nú þegar á næstu
dögum forval að útboði fyrir
Fljótsdalsvirkjun.
Enda þótt hér sé eingöngu
um undirbúningsvinnu að ræða
er engu síður ástæða til að
vekja athygli á því að við um-
ræðu málsins á þingi kom
aldrei fram að forval væri í far-
vatninu á næstu dögum. Þvert
á móti lýsir iðnaðarráðherra
því margítrekað yfir að ekki
yrði ráðist í virkjunarfram-
kvæmdir eða neinar fram-
kvæmdir þeim tengdar fyrr en
samningar um orkuverð lægju
fyrir og önnur álitamál leyst.
Rúmlega helmingur vill inn-
göngu í Evrópusambandið
RÚMLEGA helmingur lands-
manna vill að Island sæki um aðild
að ESB en tæplega 27% eru því
andvíg. Þetta kemur fram í nýrri
skoðanakönnum Gallup um viðhorf
landsmanna til inngöngu í Evrópu-
sambandið. Spurt var tveggja
spurninga, þ.e. annars vegar hvort
fólk vildi að unnið væri að aðild og
hins vegar hvort Islendingar ættu
að sækja um aðild ættu landsmenn
þess kost. Lítill munur er á af-
stöðu fólks til þessara spurninga
og því líklegt að fólk geri lítinn
gi'einarmun á því hvort unnið sé
að umsókn um aðild að ESB eða
hvort sótt verði formlega um.
Álíka margir eru hlynntir því nú
og voru fyrir ári að sótt verði um
aðild, ef miðað er við sambærilega
könnun Gallup frá því í fyrra. Hins
vegar eru færri núna sem eru and-
vígir aðild að ESB, því þeir voru
34% í fyrra en eru 27% núna.
Þá eru viðhorf fólks ólík eftir al-
dri. Rúmlega helmingur fólks á al-
drinum 18-24 ára vill sækja um
aðild og fer þessi áhugi vaxandi
upp í 44 ára aldur, en rösklega
64% fólks á aldrinum 25-44 ára
vilja sækja um aðild. Tæplega
helmingur fólks á aldrinum 45-54
ára vill sækja um aðild, og enn
færri í elsta hópnum, 55-75 ára,
eða tæplega 37%. Samkvæmt
könnuninni er ekki munur á af-
stöðu fólks eftir stjórnmálaflokk-
um eða stuðningi við rfkisstjórn-
ina.