Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samvinnusjóður íslands hf. selur hlutabráf Ástæðan skammtíma- vandi í fjármögmm SAMVINNUSJÓÐUR íslands hf. hefur undanfarið selt hlutabréf í eigu sjóðsins, t.d. öll bréf sem sjóðurinn átti í Olíufélaginu hf., og einnig hefur m.a. VIS innleyst bréf sín í sjóðnum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ástæðan sú að vegna stöðunnar á lausafjármarkaði hefur sjóðurinn ekki fengið skammtímalán til endurfjármögnunar á lengri tíma lánum. Bréfin sem keypt hafa verið af Samvinnusjóðnum hafa verið sett í eignarhaldsfélagið Traustfang hf., sem er í eigu VIS, Samvinnusjóðsins, Samvinnulífeyrissjóðsins, Mundils hf. og Oh'ufélagsins hf. Auk þess sem Samvinnusjóðnum hefur ekki tekist að fá endurfjár- mögnun hefur honum reynst erfitt að fá skammtímalán á erlendum mörkuðum, en samdráttur í skamm- tímalánum erlendra lánastofnana fór að gera vart við sig strax í síðasta mánuði vegna 2000-vandans. Nú stendur yfir hlutafjáraukning í Traustfangi og er boðið út hlutafé að söluverði 1.700 milljónir króna. M.a. með kaupum á bréfum Samvinnu- sjóðs hefur hluti af núverandi hlut- höfum skráð sig fyrir 74% af hækk- uninni en samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu til Verðbréfa- þings rennur forkaupsréttur út 15. janúar næstkomandi. Tilgangur fé- lagsins er eignarhald á hlutabréfum og hlutum í félögum, eignarhald á fasteignum og rekstur þeirra, svo og lánastarfsemi og skyldur rekstur. Kaupþing með 5,5% í Eimskip Markaðsvirðið um 2 milljarðar KAUPÞING hf. hefur tilkynnt til Verðbréfaþings Islands að eignar- hlutur fyrirtækisins í Eimskipafé- lagi íslands hf. sé komin úr 3,84% í 5,5%. Markaðsvirði hlutar Kaup- þings í Eimskip er því ríflega tveir milljarðar króna. í morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins kemur fram að gengi hlutabréfa í Eimskip hafi hækkað um tæp 20% á síðastliðn- um 30 dögum og ugglaust megi rekja hækkunina að nokkru leyti til kaupa Kaupþings á bréfum á markaði. Markaðsvirði Eimskips er nú ríflega 40 milljarðar króna en hagnaður af reglulegri starf- semi fyrir fyrstu sex mánuði ársins nam 408 milljónum króna. „Og sé gert ráð fyrir 800 m.kr. hagnaði af reglulegri starfsemi á árinu er V/H hlutfall félagsins 50. Rétt er að taka fram að markaðsverð Eim- skips byggist ekki síður á dulinni eign í hlutabréfum en markaðs- virði umfram bókfært virði hluta- bréfa í eigu Burðaráss, fjárfesting- arfélags Eimskips, miðað við stöðuna um sl. áramót, nemur um 8,3 milljörðum króna,“ að því er fram kemur í morgunkorni FBA í gær. Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf Eimskips það sem af er ári, rúmar 350 milljónir króna að nafnverði eða um 3,3 milljarðar að markaðsvirði og hefur gengi bréf- anna hækkað um rúm 70% á árinu, úr 7,70113,11. Hluthafar 23. desember 1999 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Hluthafi Hlutafé, m.kr. Nafnverð Hlutur 3 P Fjárhús Lífeyrissj. Norðurlands Verkfræðistofan Meka Alm. hlutabréfasjóðurinn Fjárfestingarbanki atvinnulífsins Lífeyrissj. Vestfirðinga Lífeyrissj. Verkfræðingafél. ísl. Valdimar Snorrason Faxeyri Eignarhaldsfél. Alþýðubankinn 22,3 9,2 Pp 7,26% 5.7 4,47% 5.4 BH&I 4,28% 4.7 WM 3,72% 4,7 Bfl 3,69% 4.5 3,53% 4,0 HS 3,18% 3.5 H 2,76% 30 milljóna hlutafjárútboði Sæplasts lokiö 80% umframeftirspurn UMFRAMEFTIRSPURN eftir hlutabréfum í útboði Sæplasts var um 80% en útboðinu lauk í gær. Alls voru boðnar út 30 milljónir króna að nafnverði á genginu 9 eða sem nemur 270 milljónum að kaup- verði til 375 hluthafa. Áskriftarblöð bárust frá 177 hlut- höfum sem áttu rétt á að skrá sig fyrir 26,6 milljónum króna að nafn- verði af þeim 30 milljónum sem boðnar voru til sölu. 105 hluthafar óskuðu eftir umframáskrift að fjár- hæð samtals 27,3 milljónir króna að nafnverði. Umframeftirspurnin nam því um 80% og samtals var óskað eftir hlutabréfum að fjárhæð 54 milljónir í útboðinu eða sem nemur 486 milljónum króna að kaupverði. 3,4 milljónir að nafnverði koma því til skipta þeirra 105 hluthafa sem óskuðu eftir umframáskrift. Tilgangur útboðsins, sem Fjár- festingarbanki atvinnulífsins hafði umsjón með, er að styrkja eigin- fjárstöðu félagsins vegna fjárfest- inga á árinu. Þar er um að ræða kaup á þremur verksmiðjum er- lendis, tveimur í Noregi og einni í Kanada. Breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt Eign í ríkisbréfum ekki að fullu frádráttarbær Hlutafjárútboði Hraðfrystihússins Gunnvarar lokið Allt selt til forkaupsrétt- arhafa HLUTAFJÁRÚTBOÐI Hrað- frystihússins-Gunnvarar hf. lauk í gær með 58% umframeftirspum, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslandsbanka F&M. í boði var 50 milljóna króna nýtt hlutafé í félaginu, að nafnverði á genginu 6,25 eða samtals 312,5 milljónir króna að markaðsvirði. Allt hlutafé í boði seldist til for- kaupsréttarhafa og ennfremur óskuðu hluthafar eftir 29 milljón- um króna að nafnverði í umfram- áskrift, sem þýðir að eftirspurn umfram framboð var 58%. EIGN mannaíríkisverðbréfum kem- ur ekki að öllu leyti til frádráttar frá skattskyldum eignum, heldur aðeins sú eign í ríkisverðbréfum sem er um- fram skuldir, samkvæmt breytingum á annarri málsgrein 78. greinar laga nr. 75 frá 1981 um tekju- og eignar- skatt, sem samþykktar voru sem lög frá Alþingi á seinasta þingfundi árs- ins 21. desember síðastliðinn. Fyrir breytinguna var öll eign manna í ríkisverðbréfum óháð skuldastöðu frádráttarbær frá eign- arskattsstofni. Innstæður manna í bönkum voru hins vegar aðeins frá- dráttarbærar að því marki sem þær voru umfram peningalegar skuldir. jJ’essi breyting á lögunum þýðir það fyrst og fremst að hjá þeim sem eiga ríkisverðbréf, og ef þeir skulda en eiga samt sem áður eignir yfir skattleysismörkunum, eru rikisverð- bréfin aðeins frádráttarbær að því marki sem upphæð þeirra er umfram skuldimar," segir Indriði H. Þorláks- son, ríkisskattsstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt áður gildandi lögum var unnt að stofna til skulda og kaupa fyrir ákveðna upphæð ríkisverðbréf, án þess að þau sættu eignarskatts- álagningu. „Með ráðstöfununum mynda menn í raun eins konar tvöfalt eignarskattsfrelsi þar sem skuld vegna kaupa á ríkisbréfum er frá- dráttarbær frá öðrum eignum um leið og ríkisbréfin eru eignarskatts- frjáls óháð skuldum," sagði í greinar- gerð efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem lagði fram frumvarpið til breytinga á lögunum. Þar sagði einnig að forsendur fyrir annarri málsgrein 78. greinar um skattfrelsi ríkisverðbréfa hefði verið sú að örva eðlileg viðskipti með verðbréf ríkis- sjóðs. Skuldir dragast frá eign í ríkisverðbréfum „Ríkisverðbréf hafa nú styrka stöðu á markaði og eru almennt talin góður og öruggur sparnaðarkostur til lengri tíma. Á síðustu misserum hefur hins vegar borið á því að ein- staklingar taki fé að láni til að kaupa ríkisverðbréf til skamms tíma um áramót í því skyni að lækka eignar- skatt sinn. Þjónusta í tengslum við slíka geminga er beinlínis auglýst í fjölmiðlum og þykir því nauðsynlegt að taka afdráttarlaust á því í löggjöf að slík viðskipti með ríkisbréf geti aldrei orðið grundvöllur fyrir lækkun eignarskattsstofns,“segir einnig. Eftir breytinguna sem samþykkt var 21. desember eru ríkisverðbréf því enn frádráttarbær frá skatti. Skuldir sem eigandinn hefur stofnað til dragast hins vegar frá þeirri upp- hæð þeirra sem dregst frá eignar- skattsstofni, og er því ekki lengur unnt að taka lán til kaupa á ríkisverð- bréfum sem komi öll til frádráttar. í umfjöllun Viðskiptablaðs Morg- unblaðsins sem birtist fimmtudaginn 2. desember síðastliðinn, áður en lagabreytingin varð, kom fram að bankamir byggjust við 10-20 millj- arða króna eftirspurn manna eftir lánsfé til skamms tíma rétt fyrir ára- mótin, sem varið yrði til kaupa á rík- isverðbréfum sem yrðu svo aftur seld skömmu eftir áramót til að fá frá- drátt frá eignarskatti. Áramótin á undan höfðu eignamenn gert shkt og keypt ríkisverðbréf í stómm stíl í þeim tilgangi að lækka eignarskatt. Þetta hefði verið í smærri stíl, en for- ráðamenn bankanna bjuggust við meiri eftirspum nú. Ekki veruleg áhrif fyrir venjulega sparendur Um það hvort breytingarnar þýði lakari stöðu fyrir þá sem áttu ríkis- verðbréf og skulduðu jafnframt, en stunduðu þó ekki skammtímavið- skipti af því tagi sem að ofan var lýst, segir Indriði að athugun ríkisskatt- stjóraembættisins, sem gerð var af þessu tilefni, hafi leitt í Ijós að áhrifin yrðu fremur lítil fyrir fólk sem væri að spara í þessu formi, í eðlilegum til- gangi. „Mjög margir em skuldugir fyrir vegna íbúðarkaupa, en þess ber þar að geta að þeir skaðast þó því aðeins að þeir greiði eignarskatt. Margir sem eiga íbúðarhúsnæði á móti skuldum eiga ekki miklar nettóeign- ir, og eignarskattsstofninn hjá þeim er þegar núll og hefur ekki áhrif. Við álagningu á næsta ári verður í gildi bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að eign upp að 2 miHjónum hjá einstaklingi og 4 milljónum hjá hjón- um í ríkisverðbréfum verður frá- dráttarbær frá eignarskattsstofni óháð skuldastöðunni," segir Indriði. Indriði segir að vegna almennra skattleysismarka geti einstaklingar eða hjón átt einhverjar nettóeignir og jafnframt átt töluverða upphæð í þessum bréfum, án þess að til eignar- skatts komi. Tvær aðrar breytingar vora sam- þykktar á lögunum um tekju- og eignarskatt. Þær breytingar fela annars vegar í sér að nú era ellilífeyr- isgreiðslur skattlagðar hjá þeim sem njóta greiðslnanna hafí verið samið um skiptingu greiðslnanna. Hins vegar vora samþykktar þær breyt- ingar á lögunum að heimild til sam- sköttunar móður- og dótturfélaga tekur nú einnig til eignarskatts. Við óskum viðskiptavinum okkar og umsækjendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. PricewaterhouseCoopers Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.