Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 250 lækn- ar grun- aðir um fjársvik ALLT að 250 geislalæknar í Astralíu eiga yfír höfði sér málsókn vegna gruns um að þeir hafi svikið út andvirði tuga milljóna króna úr sjúkra- tryggingakerfinu, að sögn Michaels Wooldridge, heil- brigðismálaráðherra landsins ígær. Málið tengist þeirri ákvörð- un ástralska þingsins í maí á síðasta ári að heimila áströlsku sjúkratrygginga- stofnuninni að endurgreiða andvirði 22.000 króna fyrir hverja segulsneiðmyndun sem óskað var eftir fyrir 12. maí það ár. Flestir læknanna 250 eru grunaðir um að hafa breytt dagsetningum rann- sóknarbeiðna til að geta feng- ið endurgreiðslumar. „Þetta er viðamesta fjársvikarannsókn sem gerð hefur verið í tengslum við sjúkratryggingakerfið,“ sagði Wooldridge. „Þetta er mjög alvarlegt mál og við ætlum að fylgja því eftir af fullri hörku í samræmi við lögin.“ Verði læknarnir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér að verða sviptir starfsleyfi, sektaðir eða dæmdir í fang- elsi. Estoniu sökkt með sprengju? SÉRFRÆÐINGANEFND sem þýska skipasmíðastöðin Meyer-Werft kom á fót hyggst leggja fram sannanir fyrir því að ferjunni Estoniu hafi verið sökkt með sprengju, segir í frétt Ritzau- fréttastofunnar. Alls fórust 852 með ferjunni sem sökk skammt frá finnsku eyjunni Utö í september 1994. Öpin- ber nefnd skipuð Svíum, Finnum og Eistlendingum komst að þeirri niðurstöðu að hönnunargalli hefði valdið slysinu en ferjan var smíðuð hjá Meyer-Werft sem er í Rostock. „Stærsta jólatré heims“ KVEIKT verður á rúmlega 5.000 ljósaperum á sjónvarps- tuminum í Vilnius, höf- uðborg Lithá- ens, í dag þegar honum verður breytt í „stærsta jólatré" heims. Það verður rúm- lega 326 metra hátt en stærsta jóla- tré Evrópu til þessa, málm- tré í Aþenu, er aðeins 38 metra hátt. Skipuleggj- endurnir hafa óskað eftir því að „tréð“ verði skráð í heims- metabók Guinness. Verkefnið kostaði andvirði rúmra níu milljóna króna og var fjár- magnað með framlögum fyrir- tækja og einstaklinga. Sjónvarpsturninn í Vilnius Enn eitt flugslysið hjá Korean Airlines Boeing 747-200 flutningaþotan var á leið til Mílanó á Ítalíu hlaðin rafmagnstækjum og efnum á borð við bensón. Vélin skall niður á opnu landssvæði skömmu eftir flugtak og varð mikil sprenging í flakinu. Fjögurra manna áhöfn vélarinnar lést og hafa yfírmenn flugfélagsins ekki viljað tjá sig um hvort hrap vélarinnar kunni að tengjast þeim varningi sem hún bar, en segja ólíklegt að um mannleg mistök sé að ræða þar sem flugmaður og áhöfn hafi verið þaulreynd. Von var á fulltrúum frá Suður-Kóreu til St> anstead-flugvallar seinni partinn í gær til að taka þátt í rannsókninni. Loka varð flugvellinum í kjölfar slyssins og fresta flugi 80 véla og biðu þúsundir farþega þess að flug- völlurinn væri opnaður á ný í gær- morgun. Vélar Korean Airlines hafa átt hlut að máli í fimm óhöppum á síð- ustu tveimur árum. Síðast í apríl hrapaði flutningaþota félagsins á byggingarsvæði í Shanghai stuttu eftir flugtak með þeim afleiðingum að níu manns létust og þrjátíu slös- uðust. „Við munum gera okkar besta til að upplýsa hver var orsök slyssins hið fyrsta og gera viðeigandi ráð- stafanir," sagði Han Sang-bum, upplýsingafulltrúi Korean Airlines, á blaðamannafundi í Seoul í gær. „Okkur þykir miður að þetta hafí gerst, einmitt á sama tíma og við leggjum mikla áherslu á að bæta öryggismál okkar.“ Segja mannleg mistök ólfldeg Breskir lögreglumenn kanna flak kóresku flugvélarinnar. Hefur orð á sér fyrir slæma aðgæslu í öryggismálum Stanstead. Reuters, AP, AFP. ENN liggja ekki fyrir orsaldr þess að flutningavél Korean Airlines hrapaði skömmu eftir flugtak frá Stanstead-flugvelli norður af London á miðvikudag. Að sögn lögreglu í Essex bárust engin neyðarköll frá flugmönnun- um áður en vélin skall á jörðinni. „Hvað sem annars gerðist þama þá gafst flugmönnunum ekki tími til að hafa samband,“ sagði Charles Clark aðstoðarlögreglustjóri Es- sex-lögreglunnar. Þegar hefur einn af svörtu kössum vélarinnar fund- ist og er hins leitað. Kóresk stjórnvöld hafa vítt Kor- ean Airlines vegna atburðarins. En félagið hefur slæmt orð á sér í ör- yggismálum og hafa kóresk stjórn- völd framlengt árs bann á fjölgun alþjóðlegra flugleiða félagsins um sex mánuði. Fyrra bannið tók gildi í síðasta mánuði. 'm Viðvaranir um hryðjuverkahættu í Bandarrkjunum yfír hátíðarnar Bandarískir borg arar hvattir til að halda ró sinni Washington. ^AP. Skattalækkun í Þýzkalandi Jólagjöf sem bætir stöðu Schröders Berlín. Reuters. BANDARISK stjómvöld hvetja þessa dagana íbúa Bandaríkjanna til að halda ró sinni en vera jafn- framt á varðbergi vegna hugsan- legra hryðjuverkaárása. Verið er að rannsaka tengsl milli grunsamlegra manna sem hafa verið handteknir í Bandaríkjunum og Osama bin Lad8ens, sem grunaður er um að standa á bak við alþjóðlega hryðju- verkastarfsemi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og háttsettir menn í lögreglunni og bandaríska utanríkisráðuneytinu voru allir varkárir í yfirlýsingum í gær. Var fólk almennt hvatt til að láta hugsanlega hryðjuverkahættu ekki hafa áhrif á áform sín yfir há- tíðamar, en jafnframt ætti það að hafa augun hjá sér og láta vita ef það yrði vart við pakka sem skildir hefðu verið eftir eða aðrar hugsan- legar vísbendingar um undirbúning hryðjuverka. „Við erum augljóslega að reyna að feta viðeigandi meðalveg," sagði aðstoðarríkissaksóknari alríkis- stjómarinnar, Eric Holder, á fundi með blaðamönnum í Washington. Hann ráðlagði bandarískum ríkis- borgurum, sem hygðust vera á ferðalagi erlendis yfir hátíðamar, að forðast fjöldasamkomur, en sagði að óhætt yrði að taka þátt í fjöldahátíð- um á gamlárskvöld í Bandaríkjun- um, þar sem löggæzla yrði mikil. Varað við bögglapósti Alríkislögreglan FBI gaf á þriðjudag út viðvöran vegna til- kynningar sem borizt hafði frá þýzkum löggæzluyfirvöldum í Frankfurt um „óstaðfestar upplýs- ingar um að vissir einstaklingar væru að undirbúa að senda sprengj- ur í litlum bögglum á heimilisfóng í Bandaríkjunum“. Ekkert var tiltekið nánar í til- kynningu FBI hverjir þessir „ein- staklingar" kynnu að vera. En rúmlega þrítugur Alsíringur, sem var handtekinn 14. desember á landamærum Kanada og Bandaríkj- anna, var í gær formlega ákærður í Seattle fyrir að hafa logið að toll- verði og reynt að smygla sprengi- efni yfir landamærin. TALIÐ er að allt að tíu manns geti nú verið með nýja gerð af Creutzfeldt-Jacobs-veikinni, heila- sjúkdómi sem álitið er að fólk fái ef það leggur sér til munns nautakjöt af dýrum með kúariðu, segir í breska blaðinu The Sunday Times. Allt er fólkið á lífi og flest er það ungt að árum, yngst er 13 ára stúlka. Vitað er að 48 Bretar hafa látist af völdum veikinnar en nýju tilvikin valda miklum ugg, að sögn blaðsins. Er ástæðan sú að meira en áratugur er síðan stjómvöld bönnuðu að slát> urafurðir úr nautgripum væru notað- ar sem fóður fyrir lifandi nautgripi. Nýju tilfellin bendi til þess að annað- GERHARD Schröder, kanzlara Þýzkalands, var í fyrradag lýst sem jólasveini þýzkra stjórnmála, er leiðarahöfundar þarlendra fjöl- miðla fógnuðu nýjum áformum rík- isstjórnarinnar um 70 milljarða marka skattalækkanir, andvirði 2700 milljarða króna; þær væm þýzkum kjósendum vafalaust kær- komin jólagjöf. Með helzta stjómarandstöðu- flokkinn staddan á kafi í fjármála- hneykslismálum sögðu sérfræðingar í viðhorfskönnunum að skattalækk- unaráformin, sem era þau umfangs- mestu í sögu Þýzkalands, gætu ekki annað en bætt enn stöðu kanzlarans í augum almennings, en að undan- fomu hefur honum tekizt að snúa vöm í sókn á þeim vígstöðvum. hvort sé meðgöngutími sóttarinnar mjög langur eða sýkt kjöt berist enn á markaðinn. The Sunday Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að margir bændur hafi brotið og brjóti enn gegn banninu við að selja kjöt af dýr- um sem talin era hættuleg. Sé beitt ýmiss konar brögðum, meðal annars séu upplýsingar um aldur sláturdýr- anna falsaðar. Breska stjórnin ákvað á sínum tíma að bregðast við innnflutnings- banni í Frakklandi og fleiri löndum með því að öllum nautgripum eldri en 30 mánaða skyldi slátrað. Hafði meira en 2,5 milljónum gripa verið „Fólk fer í jólafrí með jákvæðar tilfínningar í garð þessarar ríkis- stjórnar," sagði Dieter Walz hjá Emnid-stofnuninni, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum. „Schröder hefur tekizt að landa óvæntum pólitískum sigri, sem mun styrkja þá uppsveiflu [í vinsældum hansj sem við höfum þegar orðið vitni að,“ hefur Reuters eftir Walz. Lítilla viðbragða varð vart á fjár- málamörkuðum, en kauphaflar- spekingar eru á því, að þessi ákvörðun stjórnarinnar í skatta- málum væri mjög góðar fréttir fyr- ir evrana, þar sem hún muni auka traust fjárfesta á hæfni ríkisstjóm- ar Schröders til að gera nauðsyn- legar umbætur á stærsta hagkerfi Evrópu. slátrað af þessum sökum í september í fyrra. Haft er eftir Graham Bell, sem vann hjá opinberri stofnun er fékkst við þessi mál, að ekki hefði verið fylgst vel með framkvæmdinni og alls ekki nógu vel til að koma í veg fyrir svik. Bell sendi frönskum yfirvöldum greinargerð um málið og breskir rannsóknarmenn segjast vera að fara yfir 50 mál þar sem allt bendi til að beitt hafi verið skjalafalsi. Hafa bresk stjómvöld viðurkennt að upp- lýsingar um 90.000 nautgripi vanti í opinberar skýrslur. Enn greinast um 1.600 dýr árlega með kúariðu í land- inu. Creutzfeldt-Jacobs-veikin Skjöl um kúariðuna sögð vera fölsuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.