Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Arfsagnir Tolkiens
BÆKUR
Þýdd skáldsaga
SILMERILLINN
eftir J.R.R. Tolkien. Þorsteinn
Thorarensen fslenskaði. Fjölvi,
Reykjavík 1999.384 bls.
SKOÐANAKÖNNUN sem Water-
stones bókakeðjan breska gerði
meðal viðskiptavina sinna árið 1997
leiddi í ljós að í hugum tugþúsunda
bókakaupenda var Hringadróttins-
saga eftir J.R.R. Tolkien mesta bók-
menntaverk aldarinnar. Þó svo að
framkvæmd könnunarinnar hafí ver-
ið gagnrýnd gefur niðurstaðan vel til
kynna hversu vinsæl bókin enn er,
rúmum fjörutíu árum eftir að hún
kom fyrst út. Hylli Hringadróttins-
sögu þarf samt engan að undra, um
er að ræða einstakt verk og því fögn-
uðu margir þegar Fjölva-útgáfa gaf
það út í þremur bindum á árunum
1993-95 í íslenskri þýðingu Þor-
steins Thorarensens.
Silmerillinn, sem nú birtist einnig
í þýðingu Þorsteins, er eins konar
forsaga Hringadróttinssögu. Þar
segir frá sköpun heimsins, Forn-
dægrunum og hetjutímanum. Hér er
tilkomu álfa, dverga og manna lýst,
miklum skapadómum og baráttunni
gegn Morgot hinum illa. Eitt af hlut-
verkum þessarar bókar er því að
vera goðafræði innan söguveraldar
Tolkiens.
Tolkien vann að Silmerlinum stór-
an hluta ævi sinnar, var sífellt að
55$
r Fróbærir
Isamkvæmiskjóiar
og dragtir
til sölu eða leigu,
í öllum stærðum.
Ath! eitt í nr.
Fataleiga
Garðabæjar
Sími 565 6680
Opið 9-16, lou. 10-12
bæta við og endurskrifa, en sonur
hans Christopher bjó verkið til út-
gáfu að föður sínum látnum, eða eins
og Christopher segir í formálanum:
„Við fráfall föður míns kom það í
minn hlut að reyna að koma öllu
þessu efni í frambærilegt form. Mér
varð ljóst að það væri vonlaust að
birta innan spjalda einnar bókar allt
hið margbreytilega efni - að sýna all-
an Silmerilinn sem áframhaldandi og
þróandi sköpunarverk í meira en
hálfa öld - slíkt myndi aðeins leiða til
ruglings og færa í kaf eða byrgja að-
alatriðin.“ Honum lá mikið starf fyr-
ir höndum, sérstaklega hvað varðaði
frásagnarlegt samræmi Silmerilsins
við aðrar áður útgefnar bækur Tolk-
iens, einkum Hringadróttinssögu.
Öllu því „margbreytilega efni“
sem Christopher fjallar um hér að
ofan hefur að vísu verið reynt að
koma í frambærilegt form. Einar tólf
bækur hafa komið út að Tolkien látn-
um í ritröðinni Saga Miðgarðs en
hálfgerð Hobbitafræði hafa sprottið
af þeim bálki. Silmerillinn er þó vafa-
laust lykilverk í söguheimi Tolkiens
og ýmsum spurningum sem kunna
að hafa vaknað meðal lesenda
Hringadróttinssögu er þar svarað í
formi arfsagna eða goðsagna en þess
utan er stórlega aukið við sögulega
dýpt þríleiksins.
Tolkien var mikill mál- og mið-
aldafræðingur og Silmerillinn ber
þess merki. Bókin er á köflum eins
og goðsöguleg sagnfræði, lesandi
fær það jafnvel á tilfínninguna að
hún endurspegli einhvern sannan
heim, svo raunverulega vinnur höf-
undur úr fyrirmyndum sjnum, Art-
húrssögum, Bjólfskviðu, Islendinga-
sögum, Tristanssögu og Eddunum,
ásamt kristnum trúarritum, svo
nokkuð sé nefnt af því sem liggur að
baki sköpun Miðgarðs.
Landafræði Miðgarðs er einnig
lýst með fjölda korta og sjálfstæður
tungumálaheimur skapaður. Sögu-
veröld Tolkiens er því að mörgu leyti
óviðjafnanlegt sköpunarverk þó
margir hafi síðar líkt eftir því. Sil-
merillinn lýsir atburðum sem eiga
sér stað tugþúsundum ára fyrir
tímabil Hobbitans og þríleiksins sem
þar fylgdi á eftir. Söguþráðurinn
nær í raun aftur í tómið, handan
tímatalsins sem hefst þegar heimur-
inn er skapaður úr tónaflóði Æn-
úanna. Stærsti hluti verksins er þó
Silmerlasaga sem greinir írá sköpun
gimsteinanna þriggja, Silmerlanna,
úr ljósi lífsins og hvernig þeim er
stolið frá álfum af myrkraöflunum.
Styrjaldh' eru háðar í kjölfarið þar
sem reynt er að endurheimta dýr-
gripina og heimurinn nær lagður í
rúst.
Atök góðs og ills, ljóss og myrkurs
eru burðarásar Hringadróttinssögu
og Silmerilsins. Guðspeki er þó
meira áberandi í Silmerlinum, enda
viðfangsefnið af því tagi. Níðingur-
inn Morgot, sem eitt sinn var mestur
Valanna en fylltist drambi og gerði
uppreisn gegn Alföður, verður þess
valdandi að stærstur hluti álfanna
heldur út úr Valalandi, sem er eins
konar Eden, til Miðgarðs og stríðir
síðan leynt og ljóst gegn sköpunar-
verkinu. Þarna vísar Morgot til
Lúsifers biblíunnar. Andstæðurnar
ódauðleiki og dauðleiki skipa einnig
sérlega mikilvægan sess í trúfræði
verksins. Álfar (Hinir Árbomu) era
fyrstu börn Alföður og ódauðleg, því
þótt þau geti fallið í orrustu hrjá
sjúkdómar og elli þau ekki. Menn
(hinir síðbornu) eru hins vegar dauð-
legir og undrast álfar og fyrirlíta í
fyrstu þetta skammlífa kyn. Álfar
samsvara að mörgu leyti kristnum
hugmyndum um hinn óspillta mann
fyrir fallið, fyrir erfðasyndina. Fallið
í verki Tolkiens tengist síðan Sil-
merlunum og mikilli örlagabölvun
sem á þeim hvílir. Skammlífir og
veikburða menn koma fram í kjölfar
þess og reynast sérlega veikir fyrir
freistingum Morgots.
Mikið ímyndunarafl og sköpunar-
þróttur liggur að baki Hringadrótt-
inssögu og Silmerillinn staðfestir
það og skýrir hugmyndaheim Tolk-
iens. Bókin er þó ekki aðeins áhuga-
verð vegna tengslanna við þríleikinn
heldur er hún afskaplega heillandi
og skemmtileg á eigin forsendum.
Hún minnir að mörgu leyti á safn
arfsagna sem varðveist hafa í munn-
legri geymd og er þar goðsagna-
bragurinn sérlega vel tilfærður.
Einnig sýnist mér þýðing Þorsteins
á afar erfiðu verki hafa heppnast ág-
ætlega. En þótt allir geti notið Sil-
merilsins er þessi bók hreinlega
ómissandi fyrir þá sem þegar hafa
töfrast inn í heim Tolkiens og vilja
kynnast honum enn betur.
Björn Þór Vilhjálmsson
Amma grípur
til sinna raða
AMMA hennar Dísu í
Töfrahólunum býr
hinumegin á hnettin-
um - í Astralíu.
Ammau hefur mikla
unun af ferðalögum
og má ekki missa af
neinu, síst af öllu
þegar von er á nýju
ömmubarni. Þá gríp-
ur hún til sinna ráða
og flýgur á töfra-
teppi alla leið til Is-
lands. Frá þeim Dfsu,
önunu hennar og
öðrum fjölskyldum-
eðlimum segir í nýút-
kominni barnabók
Sólveigar Kr. Ein-
arsdóttur, Amma mín kann að
fljúga. Bókin er myndskreytt af
ástralska listamanninum Evelyn
Barber.
Sjálf býr Sólveig í Ástralíu og
neitar því ekki þegar hún er
spurð hvort pmulítill skyldleiki
sé með henni og ömmunni á
teppinu. Aðspurð um kveikjuna
að bókinni segir hún að það sé
löng og gömul saga. „I gamla
daga, þegar ég átti lítinn strák,
áttum við heima í einni af háu
blokkunum í Sólheimunum.
Tengdamamma mín átti ekki bfl
og kunni ekki að keyra og ég
ekki heldur. Það var dálítið langt
á milli okkar, þar sem hún bjó
vestast í vesturbænum. Við töl-
uðum oft saman í síma þegar ég
var heima með litla barnið og þá
sagði hún alltaf: „Ó, ég vildi að
ég ætti þyrlu og gæti lent á þak-
inu hjá ykkur í Sólheimunum.“
Hana dreymdi alltaf um að geta
flogið.
Að láta sig dreyma um
töfrateppi og þyrlur
Þegar ég flyt svo til Ástralíu
fyrir tíu árum á ég tvö barna-
börn heima á Islandi og sakna
þeirra auðvitað alltaf mjög mik-
ið. Þegar von er á því þriðja fer
nú að fara um mig, því ég er eina
amman þeirra,“ segir Sólveig,
sem tók þann kostinn að fara að
skrifa fyrir börnin og láta sig
dreyma um töfrateppi og þyrlur.
Þetta er önnur
barnabók Sólveigar
en árið 1997 kom út
eftir hana Snædís í
sólskinslandinu, þar
sem sagði frá Ástra-
líu og dýrunum þar.
Handritið að þeirri
þriðju er þegar til-
búið en þar segir frá
ævintýrum hjá
ömmu í sveitinni í
Ástralíu.
Bókin Amma mín
kann að fijúga er til-
einkuð Ni Ni, litlum
kínverskum dreng,
sem Sólveig hefur
gengið í ömmu stað í
Ástralíu. „Hann er búinn að eiga
heima héma í fimm eða sex ár
með foreldrum sfnum en hann á
enga ömmu hér, því hún er í
Kína. Svo ég er íslenska amman
hans Ni Ni, sem þekkir orðið alla
íslensku jólasveinana," segir
hún.
Dísa mín, ertu að horfa á
kassann?“ spurði
mamma.
„ Já, þátturinn er alveg að verða
búinn.“
Stundum kvartar mamma. Seg-
ir karlinn sinn fastan í tölvuheim-
inum og stóra stúlkan hennar
heillum horfin í köldum kassa-
heimi.
„Þú hefur mig,“ segir Rósa þá.
Og þær hverfa í álfheima eða
þangað sem óskasteinninn býr.
Þar sem ævintýrafuglar fljúga
eða skessur verða að steini. Þær
mæðgur semja sögur sem ævin-
lega enda vel. Þetta er góður
heimur sem ég þekki líka.
Eg leit á mömmu í laumi. Hún
blómstrar. Mamma á nefnilega
von á þriðja barninu. Mér þykir
það alveg stórkostlegt. Rósa syst-
ir er ekki eins spennt fyrir nýja
barninu og ég. Afar uppvæg einn
daginn en vill svo ekkert um það
tala þann næsta. Kannski vill hún
bara eiga töfraheiminn sinn ein
með mömmu.
Úr Amma mih kann að fljúga
Sólveig Kr.
Einarsdóttir
W
te;
Gleðileg jól
og farsælt
komandi ár
Opið í dag
frá kl. 8-15
Jóladagw:..........lokað
Annar íjóhtm......kl. 9-19
Öðmvísi SCómaSúð
blómaverkstæði
INNAfe
.Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin. Sími 551 9090
Utan hringsins
BÆKUR
Skáldsaga
í SKUGGA HEIMSINS
eftir Eystein Bjömsson.
Ormstunga 1999.253 bls.
UNGUR maður, fullur af réttlætis-
tilfinningu og sannleiksást, tekur
það á sínar herðar að fullnægja rétt-
lætinu, berjast fyrir sannleikanum.
Hann verður fyrir mótbyr, er vina-
laus, atvinnulaus og talinn geðveikur
af venjulegu fólki, verður ástfanginn
og kvelst af ástarsorg. Þetta getur
hljómað eins og hver önnur klisja en
gengur upp og vel það. Eysteinn
Björnsson færist mikið í fang með
fyrstu persónu frásögn sinni af Páli
Höskuldssyni því að hann er að birta
okkur hugmynd um Jesú Krist á ís-
landi á sjöunda og áttunda áratugn-
um og fer með vísanir sínar vitt og
breitt. Sagan er hrein og bein eins og
aðalpersóna hennar en býður upp á
djúpa túlkun, opnar heilan heim
heimspekilegra hugmynda ef lesandi
kærir sig um. Rétt eins og persónan
Páll er vitrari en gengur og gerist.
Páll er fyrirmyndamemandi að
vestan, gengur í verslunarskóla á
Akureyri en hrökklast þaðan til
Reykjavíkur, lýkur námi með sóma,
fær vinnu, lifir nokkuð
tilbreytingarlitlu lífi á
ytra borðinu, verður
ástfanginn. Það er hinn
ytri rammi sögunnar.
Páll lýsir umhverfi sínu
og sjálfum sér nokkuð
nákvæmlega með
rannsakandi auga þess
gagnrýna. Hann er ein-
farinn sem finnst hann
ekki eiga heima í sam-
félagi venjulegs fólks
en lítur á sig sem hálf-
gerðan þræl réttlætis-
ins. Hann tekur upp
hanskann fyrir þá sem
eru beittir órétti og
hann tekur að sér að
segja kirkjunnar mönnum til synd-
anna. Talsmáti hans og hugsana-
gangur eru með sérvitringsbrag en
um leið er hann venjulegur óharðn-
aður ungur maður sem hægt er
brosa að. Persónusköpun þessi verð-
ur trúverðug og heillandi og fyrstu
persónu sjónarhornið og stfllinn
mynda með atburðunum spennandi
framvindu sem tekur á sig ýmsar
óvæntar myndir.
Það sem kemur einna mest á óvart
er að með svo eldfímt og viðkvæmt
efni sem ádeilu á spillingu, lygi og
fals í þjóðkirkjunni fer höfundur
aldrei yfir strikið. Lesandi fær aldrei
þá tilfinningu að verið sé að prédika,
það er Páll sem heldur sínar eld-
heitu, sannfærandi
ræður þá sjaldan að
hann er inntur eftir
skoðunum sínum.
Samt sem áður er það
ekkert vafamál að í
bókinni er þungur og
djúpt hugsaður
straumur ádeilunnar
og hún getur auðveld-
lega vakið fólk til um-
hugsunar og jafnvel
einhverja löngun til að
láta gott af sér leiða.
Löngun til að endur-
nýja kynnin við skáldið
Stein Steinarr vaknar
líka við lestur bókar-
innar því að ljóðabók
hans Ferð án fyrirheits er notuð á [ i
mjög skemmtilegan hátt sem nokk- ~ i
urskonar leiðarstef í sögunni og öðl- b
ast ljóðin nýjar víddir. Það er ekki
fjarri lagi að ætla ljóðin hafi kveikt
hugmyndir Eysteins að bókinni. Það
er líka góð tilfinning að sjá vel smíð-
aða tengingu við einn af merkilegri
köflunum í verkum Shakespeares.
Það er gott að lesa skáldsögu
Eysteins. Hún er vel byggð, með
sannfærandi persónusköpun og sýn-
ir trúverðugan íslenskan raunveru- j
leika. Síðast en ekki síst sýnir hún sí- 8
gilt efni heimsbókmenntanna á
heimspekilegum og vel læsilegum
nótum.
Hrund Ólafsdóttir
Eysteinn
Björnsson